Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 1
24 síður «5. árgangtir. 272. tbl. — Fimmtudagur 27. nóvember 1958 PrentsmiSja MorgunblaSsina Cromyko fór með leynd fil Austur-Berlínar Rœddi þar við kommún- istaleiðtogana um fram- tíð borgarinnar BERLÍN, 26. nóv. — Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, hefur heimsótt Austur-Berlín með mikilli leynd. Frá þessu var skýrt í dag. Stjórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að ráðherrann hafi skýrt austur-þýzku stjórninni frá fyrirætlunum Sovétstjórnarinnar í sambandi við fram- tíð Berlínar. Tilkynningin um komu Gromykos til Berlínar var lesin upp í austur-þýzka útvarpið eítir að ráðherrann var farinn frá borg- inni í dag. Eru að hefjast nýjar of- sóknir á Molotov-klíkuna fáolotov hefur verið kallaður heim til Moskvu Gromyko Frá París berast þær freghir, að fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins hafi á fundi sínum í dag lýst yfir stuðningi sínum við stefnu vesturveldanna í Berlínar- málum. Alþjóðamál I tilkynningu austur-þýzka út- varpsins var sagt frá því, að Gromyko hefði rætt við leiðtoga landsins um alþjóðleg vandamál auk Berlínarmálsins. — Meðal þeirra Þjóðverja, sem hann Tvö flugslys LOMESTONE, MAINE, 25. nóv. — Benzínflutningaflugvél af gerðinni C-135, sem er risastór þota, steyptist í dag til jarðar skömmu eftir að hún hóf sig til flugs af herflugvelli hér í grennd. Af 7 manna áhöfn fórust 6. Sl. laugardag steyptist sprengjuþota til jarðar á sömu slóðum. Áhöfnin, 4 menn, fórst öll. Hætta kjarnorku- tilraunum? Washington, 26. nóv. — Á FUNDI sínum í dag með fréttamönnum sagði Dulles m.a., að ef ekki næðist sam- komulag á Genfarráðstefn- unni um bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn, gæti svo farið, að Bandarík- in mundu upp á eindæmi stöðva slíkar tilraunir um t. d. þriggja ára skeið. ræddi við, voru Grotewohl og Ulbricht, aðalritari. Dulles um Berlínarmál Talsmaður Eisenhowers Banda ríkjaforseta sagði í kvöld, að for- setinn mundi ræða Berlínarmál- ið við Dulles, utanríkisráðherra, á sunnudaginn kemur. Þá munu þeir einnig ræða fleiri alþjóða- vandamál, sagði talsmaðurinn. Á fundi sínum með blaða- mönnum í gær um utanríkismál gaf Dulles þá yfirlýsingu, að ekkert benti til þess, að Rússar hefðu í hyggju að einangra Berlín aftur og banna samgöng- ur til borgarinnar á landL Þá gat ráðherrann þess ennfremur, að Vesturveldin hafi ekki í hyggju að gefa eftir í Berlín og ekki kæmi til mála, að þau létu rétt sinn vegna ágangs kommúnista. Þá gat ráðherrann þess, að Vest- urveldin mundu aðeins ræða við fulltrúa austur-þýzku stjórnar- innar með þeim skilyrðum, að þeir væru eins konar „agentar“ fyrir Sovétstjórnina. En Vestur- veldin gætu alls ekki samið við austur-þýzku stjórnina um mál, sem heyra undir Sovétstjórnina að réttu lagi. LONDON, 25. nóv. — Það vakti athygli í neðri deild brezka þingsins í dag, að Skotlandsmála ráðherrann upplýsti, að hver sem væri — jafnvel Rússar — mundu geta keypt skozka smáeyju, sem auglýst hefur verið til sölu. PAFAGARÐI, 25. nóv. — Jó hannes páfi XXIII veitti Paul Henri-Spaak, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, áheyrn í dag. Krúsjeff neitar Lundúnum, 26. nóv. — í BRÉFI til Vesturveldanna í dag hafnar Krusjeff, for- sætisráðherra Sovétríkj- anna, þeirri tillögu Vestur- veldanna, að tilraunum með kjarnorkuvopn verði hætt í eitt ár til bráðabirgða, eða á meðan reynt er að koma á fót öruggu eftirliti með því, að bannið sé haldið. — Kaupmannahöfn. DIPLÓMATAR frá vestur- löndum, sem nú eru staddir í Genf á ráðstefnum, eru þeirrar skoðunar, að vænta megi nýrra hreinsana í Kreml. Þeir hafa veitt eftir- tekt stanzlausum árásum í Moskvuhlöðunum á Molo- tov, Bulganin og Shepilov og þykjast þess vissir, að þetta þýði aðeins eitt: að Krusjeff muni nú ganga milli bols og höfuðs á þess- um fyrrverandi samstarfs- mönnum sínum. Fullyrt er, að Mao sé undrandi á afstöðu Molotovs til utanríkis- mála og hafi skýrt Krúsjeff frá þessu. Eins og kunnugt er, þá gegnir Molotov sendiherraem- bætti Sovétríkjanna í Mongólíu. Búlganin, Molotov, Malenkov, Kaganovits og Shepilov hafa all ir verið reknir úr embættum sín um og fluttir á „afvikna“ staði, þar sem þeir geta ekki verið Krúsjeff skeinuhættir, en þó virðist svo sem Krúsjeff sé ekki ánægður með, að þeir skyldu ekki hafa fengið þyngri refsingu en raun ber vitni. Fréttamenn segja, að Molo- tov hafi reynt að vinna kín- versku kommúnistaleiðtogana á sitt band. Hefur hann kom- izt í samband við Peking með aðstoð kínverska sendiherr- ans í Mongólíu. Sumir halda því fram, að liann hafi jafn- vel skroppið til Peking í sum ar. í þeirri ferð hafi Molotov skýrt Mao frá hugmyndum sínum, þær hafi komið flatt upp á Mao, sem aftur skýrði Krúsjeff frá þeim. Varð Krú- sjeff þá yfir sig reiður. Molo- tov var kallaður til Moskvu ekki alls fyrir löngu, en ekki er vitað um erindi hans þang- að. Demókratar vinna enn á ALASKA, 26. nór. — Talið er, að demókratar hafi unnið mik- inn sigur í kosningum þeim, sem fram fóru í dag. Hafa þeir fengið kosinn ríkisstjóra, annan öldung- ardeildarþingmanninn og þing- mann til fulltrúadeildarinnar —- og jafnvel er búizt við að þelr fái einnig annan þingmann öld- undadeildarinnar. V erkamannaflokkurinn brezki vill hlutlaust svœði í miðri Evrópu LUNDÚNUM — í stefnuskrá sinni fyrir næstu þingkosningar gerir brezki Verkamannaflokk- urinn það heyrinkunnugt, að hann vill stórt, hlutlaust svæði í miðri Evrópu. Þau lönd, sem þessa svæðis, eru: Þýzkaland allt, Pólland, Tékkóslóvakía og Ungverjaland. Eru þessar tillög- ur byggðar á fyrri tillögum Gait- skells um sama efni. Af öðrum atriðum í stefnu- flokkurinn vill, að séu innan skránni má nefna: Landhelgismálið enn til umrœðu á þingi Sþ. * Fulltruar Líbanons og Túnis styðja ísland NEW YORK, 26. nóv. — Frétta- ritari Mbl. í aðalstöðvum S.Þ. í New York símar í kvöld, að full- trúar Kína, Spánar og Suður- Afríku hafi í dag lýst því yfir, að þeir væru fylgjandi því, að efnt verði til sérstakrar landhelgisráð stefnu í sumar. Fulltrúi Líbanons Viðræður de Gaulles op; Adenauers PARÍS, 26. nóv. — í dag urðu þeir á eitt sáttir, Adenauer og de Gaulle, um það að reyna að finna einhverjar leiðir til þess, að efna hagssamvinna geti tekizt milli þeirra landa, sem aðild eiga að hinum frjálsa markaði og land- anna ellefu, sem eru í Efnahags- samvinnu Evrópu. Þeir Adenauer og de Gaulle ræddust við í Bad Kreuznach og er fyrrnefnt atr. um efnahagsam- vinnuna í tilkynningu, sem gefin var út í dag að viðræðunum lokn um. Stjórnarkreppa yfir- vofandi i Finnlandi HELSINGFORS, 26. nóv. — í gær ræddi Kekkonen forseti Finnlands við formenn allra þing flokka, en sagt er að stjórnar- kreppa sé yfirvofandi í landinu. — Fagerholm, sem er foringi Jafnaðarmanna, myndaði sem kunnugt er samsteypustjórn í ágústlok og stóðu að henni allir flokkar nema fólks-demókratar og óháðir jafnaðarmenn. Varð vinstri flokkunum mest ágengt í þingkosningunum í sumar, en meðal stjórnmálamanna í Hel- singfors hefur verið litið svo á, að stórn Fagerholms væri meira hægri sinnuð en úrslit kosning- anna hefðu gefið tilefni til. Skýrði Kaupmannahafnar-út- varpið frá því í dag, að stjórnin heði átt erfitt uppdráttar, vegna þess að Ráðstjórnin hafi verið jmjög kuldaleg í hennar garð og þrengt að henni á viðskiptasvið inu upp á síðkastið. sagði, að stjórn sín teldi einhliða stækkun landhclginnar löglega. Fulltrúi Túnis lýsti yfir samúð með aðgerðum íslendinga. Bæði Líbanon og Túnis virðast fylgj. að efnt verði til nýrrar ráðstefnu, án þess að taka fram, hvenær bezt væri að halda hana. — Full- trúi Mexikó mótmælti þriggja mílna landhelginni. Hann sagði, að næsta Allsherjarþing gæti ákveðið víðáttu landhelginnar. S jónvarp á kostnað strætisvagna LUNDÚNUM — Segja má, að sjónvarpið hafi tekið fyrir alla umferð á kvöldin í úthverfum Lundúna. — Það er forstjóri strætisvagna borgarinnar, sem skýrði frá þessu. Síðustu sjö ár- in hefur farþegaflutningurinn með strætisvögnum borgarinnar minnkað um 21% og kennir for- stjórinn sjónvarpinu um. 1) Kommúnista-Kína fái aðild að SÞ, Matsu og Quemoj-eyj- arnar falli í hendur kommún- istum og Formósa verði hlut- laus, undir vernd SÞ. 2) Engíendingar hætti einhliða tilraunum með kjarnorku- vopn. 3) Efnahagsráði verði komið á fót fyrir Austurlönd og landa- mæri ríkjanna fyrir botni Miðjafðarhafs verði tryggð með alþjóðasamningi. Meðal þeirra mála, sem efnahags- ráðið á að fjalla um, er gróð- inn af olíuvinnslunni. |Hí>r0UíiiIbItói& Efni blaðsins er m.a. ; Bls. 3: Svikin við forsetakjörið . . 4 (Frá umræðum á þingi ASÍ). Bls. 6: Átökin um Berlín (Erl. yfir- litsgrein. Bridgeþáttur. Hæstaréttardómur um útsvars- skyldu. — 8: Bókaþáttur (Krotað í sand). Kennum unga fólkinu að meta íslenzka hestinn. — 9: 40 þús. farþegar með Viscount- vélum F. I. — 10: Frímerkjaþáttur. — 11: Kvenþjóðin og heimilið. Kvikmyndaþáttur. — 12: Forystugreinin: Ótryggur at- vinnugrundvöllur. Vestur-Berlín — vekur frelsis- vonir A-I»jóðverja. — 13: Samtal við íslendinginn Gunn- ar S. Thorvaldson, fulltrúa Kanada í laganefnd Sþ. — 14: „Aldahvörf í Eyjum“ (Ágrip af útgerðarsögu). Frá útför höfðingja Zígauna 1 Svíþjóð. — 15: Nýtt iðnaðarhverfi í Rvík. Fimm íslenzkar bækur gefnar út í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.