Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 2

Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 2
2 M O R C V /V R 1. 4 Ð 1 fí FimmfucTagur 27. nóv. 1958 Yfirlæknirinn ætlar að vísa úrskurðinum til Hæstarétfar Þóf i fyrrinótt i slysavarðstofunni er ökumaður neitaði að láta taka sér blóð og læknirinn að framkvæma Verkið S N E M M A í gærmorgun var manni tekið blóð með valdi í slysavarðstofunni, eftir að rann- sóknardómari við embætti saka- dómara hafði kveðið upp úrskurð um það. I þessum úrskurði var það lagt fyrir lækni slysa- varðstofunnar að taka mannin- um blóð, en það hafði læknirinn eigi viljað gera, gegn ákveðinni neitun mannsins. Yfirlæknir slysavarðstofunnar hefur skotið úrskurði rannsóknardómarans til Hæstaréttar. Undanfari þessa úrskurðar var að klukkan tæp- lega hálffimm í gærmorgun, olli drukkinn bílstjóri allhörðum árekstri. Um klukkan 4,25 í fyrrinótt varð allharkalegur árekstur á Suðurlandsbrautinni á móts við Bílasmiðjuna. Þar sátu tveir menn í leigubíl, og hafði sá Ijós uppi. Mennirnir vissu eigi fyrri til en mikið högg kom aft- an á bílinn. Var höggið svo snöggt að sætisfestingar framsætisins slitnuðu og köstuðust mennirnir yfir í aftursæti bílsins. Þeir sluppu ómeiddir. Við áreksturinn skemmdust báðir bílarnir allmikið. Þegar lögreglan kom á vettvang, taldi hún sig sjá ölvunareinkenni á manni þeim er valdið hafði þess- um harða árekstri. Ekki hafði hann sakað. Hann hafði verið einn í bílnum, sem er einkabíll, en ekki eign mannsins. Maðurinn var nú færður á slysavarðstofuna, og þar hófst nú allangt málþóf. Ökumaðurinn neitaði eindregið að láta taka sér blóð. Af þeim ástæðum kvaðst lækn- irinn ekki mundu taka mannin- um blóð. Þegar hér var komið leitaði lögreglan til sakadómaraembætt- isins, til Guðmundar Ingva Sig- urðssonar rannsóknardómara. Nokkru eftir að hann hafði feng- ið málið til meðferðar, kvað hann upp úrskurð þess efnis, að yfir- læknir slysavarðstofunnar væri skyldur til þess að taka mann- inum blóð, í þágu rannsóknar málsins. Úrskurður Guðmundar Ingva bv£i?ðist á á.ívæðum laga urrí moðforð opinbe.’ra mála, um skyldur manna til að veita að- sioð í þágu rannsóknar saka- máis. Ákvæði umferðarlaganna nýju um ölvunarakstur og viður- lög við honum, byggjast á því að fyrir liggi niðurstöður rann- sóknar á blóði ökumanns. Læknir slysavarðstofunnar ákv. að framkvæma blóðtökuna að úr skurði fengnum, en ökumaður- inn neitaði jafneindregið og fyrr. Var þá blóðsýnishorn tekið með valdi og héldu lögreglu- menn manninum á meðan. Voru þá liðnar um 3 klukkustundir frá því lögreglan hafði fært manninn í slysaverðstofuna til blóðtöku. Síðan var maður þessi færður rannsóknardómara til yfir- heyrslu. Hann viðurkenndi sam- stundis að hafa verið undir á- hrifum áfengis við akstur. Hann gaf dómaranum þá skýringu á neitun sinni á blóðtökunni, að hann hefði heyrt þess getið, að ef ökumenn, sem grunaðir væru um ölvunarakstur, neituðu að láta taka sér blóð, þá slyppu þeir undan allri ábyrgð varðandi ölvun við akstur. Læknar telja mál sem þetta „principmál“. Haukur Kristjáns- son, yfirlæknir slysavarðstofunn ar, hefur kært úrskurð þennan til Hæstaréttar. Þetta atriði hef- ur margsinnis verið rætt milli sakadómara, lögreglustjóra, borgarlæknis og yfirlæknis slysa- varðstofunnar. í fullri vinsemd milli þessara aðila, mun hafa orðið samkomu- lag um það, að kveðinn skyldi upp úrskurður um skyldur lækna slysavarðstofunnar, til þess að taka manni blóð, sem neitað hefði blóðtöku, næst þeg- ar tilefni gæfist og beina þeim úrskurði eingöngu að læknum slysavarðstofunnar, þar eð þar er læknavakt allan sólarhring- inn. Búast má við að Hæstiréttur kyeði upp dóm sinn varðandi úr- skurð benna áður en langt um líður. Þannig leit bíllinn áreksturinn. Kjarval afhentur heiðurspeningur EINS og áður hefur verið skýrt frá, hefur Svíakonungur sæmt Jóhannes Kjarval, listmálara, „Prins Eugen-heiðurspeningn- um“ fyrir frábæra listsköpun. Honum var afhentur heiðurspen- ingurinn í sænska sendiráðinu sl. mánudag úr hendi ambassa- dors Svía, Sten von Euler-Chel- pin. — (Tilkynning frá sænska sendiráðinu). Opinberir starfsmenn fái 6 fi/ 9 % launauppbœtur Frá AJbingi Enn bœtisf við effirprent- anir íslenzkra málverka Dagskrá Alþingis í DAG er boðað til fundar í sam- einuðu alþingi og auk þess fund- ar í báðum deildum. ^ Á dagskrá sameinaðs þings er eitt mál. Launabætur til starfs- manna ríkisins, þáltill. Síðari umr. Ef leyft verður. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál. 1. Dýrtíðarráðstafanir vegna at vinnuveganna, f»v. 2. umr. 2. Tekjuskattur og eignarskatt- ur, frv. 1. umr. Á dagskrá neðri deildar eru tvö mál. 1. Aðstoð við vengefið fólk, frv. 1. umr. 2. Bifreiðaskattur o.fl., frv. 3. umr. ÞEGAR Helgafell fór inn á þá braut, að láta gera eftirprentanir af málverkum íslenzkra mynd- listarmanna, var ákveðið að þau skyldu vera alls 30. Málverk skyldu í senn gefa hugmynd um listamanninn sjálfan, svo og þró- un myndlistar hér á landi Nú fyrir jólin koma alls 6 nýjar lista verkaeftirprentanir. í gærdag sýndi Ragnar Jóns- son forstjóri Helgafells, blaða- mönnum tvær af þeim sex eftir- prentunum sem eru komnar. Önn ur þessara mynda er eftir Ásgrím Jónsson. Þetta er gömul vatnslita mynd austan úr Hornafirði. Sjáif ur valdi listamaðurinn þessa mynd til eftirprentunar. Hún er frá því árið 1912. Eru þá komnar þrjár eftirprentanir eftir Ásgrím Jónsson, í þessu safni. Ragnar sagði frá því, að maður einn er séð hefði myndina, hefði komizt þannig að orði, að svona hafi heimurinn verið fyrir heimsstyrj- öld. — Þetta þótti mér vel að orði komizt, sagði Ragnar, yfir myndinni er svo mikil ró og kyrrð, sem alls ekki þekkist nú á vorum tímum. Hin endurprentunin er eftir Kristán Davíðsson. Kristján mál- ar sem kunnugt er eingöngu ab- strakt, nú orðið, en þessi mynd sem hér hefur verið gerð efíir- prentun eftir, er fullkomlega 'ig_ úratív. Hún heitir „Áning“ og sýn ir hest og dreng. Með því að gera fleiri en eina mynd eftir hvern listmálara, sagði Ragnar, er verið að leitast við að sýna myndlistarferil lista- mannsms. Næstu myndir sem Helgafell fær úr eftirprentuninni eru tvær myndir eftir Kjarval, og tvær eft ir Gunnlaug Scheving og ein eftir Jón Stefánsson. Ragnar Jónsson kvað það hafa komið fljótlega í ljós, að almenn- ingur vill eignast þessar eftir- prentanir og mjög er nú gengið á hið takmarkaða upplag hverrar myndar. Þegar lokið er við verk hinna eldri listmálara, verða verkin eft ir þá yngri send til eftirprentun- ar, en margir þeirra hafa ekki enn lokið við myndir sínar. Þegar allt safnið liggur fyrir fullprentað er hugmyndin að það verði sent út um heim sem sýning á íslenzkri myndlist, sagði Ragnar Jónsson að lokum. I GÆR var útbýtt á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að greiða uppbætur á laun starfs- manna ríkisins. Er um að ræða 6% uppbót á laun starfsmanna í I—XI flokki launalaga og 9% til starfsmanna í XII—XV flokki. Á eftirlaun og lífeyri skal greiða samsvarandi uppbætur. Er gert ráð fyrir að uppbætur þessar verða greiddar á laun starfs- manna ríkisins frá 1. september. Leitað var afbrigða til að taka þáltill. þessa á dagskrá í samein- uðu þingi í gær og voru afbrigðin veitt. Gerði fjármálaráðherra, Ey steinn Jónsson, grein fyrir tillög- unni. Gat hann þess, að síðan 5% hækkun grunnlauna var lögfest hefði orðið almenn hækkun á kaupi, og því þætti rétt að leggja til að opinberir starfsmenn fái yfirleitt 6% uppbót á laun en 9% þeir sem eru í lægstu launa- flokkunum. Þá gat hann þess, að þessar uppbætur mundu auka út gjöld ríkissjóðs um því sem næst tíu milljónir króna á þessu ári. Flestir tóku ekki til máls og var tillögunni vísað til 2. umr. og fjár veitinganefndar með samhljóða atkv. Verður hún tekin fyrir til síðari umræðu í sameinuðu þingi á morgun og uppbæturnar vænt- anlega afgreiddar sem lög fyrir helgi. Sementsverksmiðian lík- lega stöðvuð á morgun AKRANESI, 26. nóv. — Nú er bilað stykki í hrámyllunni í Sem- entsverksmiðjunni. Þessi vara- hluti er ekki til í landinu, en stykkið kemur með Selfossi, sem kemur til landsins á næstunni. Þar sem stykkið vantar er búizt við, að verksmiðjan stöðvist n.k. föstudag, um leið og hráefnið er búið úr leðjugeyminum. Aðr- Sænskum bókum skipt milli safna ÞEGAR sænsku bókasýningunni lauk í vor var ákveðið að bæk- urnar yrðu flestar afhentar menntamálaráðuneytinu til ráð- stöfunar. Hefur bókunum nú ver- ið skipt þannig, að Landsbóka- safn og Háskólabókasafn hafa fengið það af bókunum, er þau æsktu, og er það meginþorri þeirra, fræðslumálaskrifstofan hefur fengið allmargar kennslu- bækur og bækur ýmislegs efnis fyrir börn og unglinga, en bóka- söfnin að Reykjalundi, Kristnesi og Vífilstöðum hafa hvert um sig fengið nokkuð af bókum. (Frá menntamálaráðuneytinu). Till. komin irom um uð geiu kuþólsku söinuðinum Skúlkolt Háskólakennari hreyfir hugmyndinni í Nýju Helgafelli I BRÉFADÁLKI í Nýju Helga- felli, hreyfir Halldór Halldórsson prófessor Skálholtsmálinu, •— framtíð Skálholts, og kemur hann þar fram með nýja hugmynd, með öllu áður óþekkta hér. Til- laga prófessorsins varðandi fram tíð Skálholts, er að kaþólska söín uðinum verði gefið Skálholt. í bréfi sínu ræðir próf. Halldór ýmsar framkomnar tillögur varðandi framtíð Skálholts. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þær tillögur, séu að meira eða minna leyti óframkvæmanlegar og jafnvel varhugaverðar. Hann kveðst ekki bera fram tillöguna, um að gefa kaþólskum Skálhoit, af trúarlegum hvötum. Síðan seg ir prófessorinn m.a. á þessa leið. „Á þennan hátt myndi íslenzka ríkið losna við mikinn kostnað, sem frekari endurreisn staðar hlyti að hafa í för með sér, enda efa ég ekki að kaþólska kirkjan hefur fjárhagslegt bolmagn og menningarvilja til þess að húsa staðinn vel og hefja hann til nýrr ar virðingar. — Á það mætti benda í þessu sambandi, að Skál- holt var um margar aldir ka- þólskt menntasetur og vel meg- um vér íslendingar leið hugann að því, að kaþólskir klerkar kenndu oss fyrst þær listir sem við höfðum náð einna beztum tökum: að lesa og skrifa. Þótt vér ættum kaþólskri kirkju ekkert annað gott upp að inna, ber oss að minnast þess af hlýjum hug og sína þökk vora í verki“. ir segja, að einmitt þennan dag — 28. þ.m. — hafi átt að stöðva verksmiðjuna, en eins og kunn- ugt er, fær hún ekki rafmagn frá Sogsvirkjuninni í des. og jan. Án raforkunnar þaðan er Sem- entsverksmiðjan ekki starfhæf. Lauslega áætlað mun Sements- verksmiðjan framleiða 100 þús. lestir á 12 mánuðum, og verð- mæti ársframleiðslunnar mun — einnig lauslega áætlað — vera um 70 millj. kr. virði. Verðmæti framlexðslunnar í tvo mánuði nemur því rúmlega 11,5 millj. kr. — Oddur. Afmæliserindi í TILEFNI af 50 ára afmæli aga- kennsiu á íslandi mun dr. jur. Þórður Eyjólfsson hæstavét.dr- dómari fiytja fyrirlestur um höf- undarétt fimmtudaginn 27. nóv. kl. 5,30 e h. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur í I. kennslustofu háskól ans og er öllum hehnill aðg-mgur. England — Wo/es 2:2 LANDSLEIK í knattspyrnu sem fram fór á velli Aston Villa, Villa Park í Birmingham í gær gerðu England og Wales jafntefli tvö mörk gegn tveimur. Wales sem af flestum var spáð ósigri léku betur á köflum og skoruðu á 16. mín. Englendingar jöfnuðu eftir 33 mín. og var Peter Broad- bent, (Wolves) sem var bezti enski leikmaðurinn, þar áð verki. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum. en ensku bakverðirn ir Don Howe ( (West Brom.) og Graham Shaw björguðu oft vel. Ivor Allchurch (Newcastle) skor aði glæsilegt mark á 68. mín. fyrir Wales, en á 72. mín. jafnaði Broadbent fyrir England. Beztu menn welska liðsins voru miðframvörðurinn Mel Charles (Swansea) sem hélt Loft house alveg í skefjum og Mel Hop kins (Tottenham) h. bakv. Beztu menn Englendinganna voru v.innh. Broadbent, Howe, og Shaw. Þriggja leikmanna Eng- lands sem sigruðu Rússa svo eftir minnanlega á dögum var saknað af forráðamönnum enska liðsins. En þeir eru Bryan Douglas (Blackburn), Johnny Haynes (Fulham) og Tom Finney (Prest- on) allir úr framlínunni. Skotland leiðir í keppninni um titilinn bezta knattspyrnulið á Bretlandseyjum með þrjú stig, Norður-írland og England hafa tvö hvort og Wales eitt stig. í apríl heldur keppnin áfram og leika þá Skotar og Englendingar á Wembley, en Wales og N-írar í Belfast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.