Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 8
8 MORCVISniAniÐ Fimmtudagur 27. nóv. 1958 Krotað í sand Sigurður A. Magnússon: Krotað í sand. Ljóð. 72. bls. Helgafell, Reykjavík 1958. SIGURÐUR A. Magnússon hefur sent frá sér ljóðabók, sem ég hafði beðið eftir með forvitni. Þegar hann hóf að rita um bækur í Morgunblaðið, leyndi sér ekki, að þar var kominn heiðarlegur gagnrýnandi með ágætan smekk. Veit ég ekki annað en hróður Sigurðar sem gagnrýnanda fári stöðugt vaxandi, og mun harm engu síður eiga sér trygga les- endur í röðum ándstæðinga Morg unblaðsins en meðal rótgróinna kaupenda þess. Sigurður hefir m. a. ritdæmt ýmsar ljóðabækur og sagt margt satt og rétt um ijóð- list almennt, ekki sízt nútímaljóð list. Er auðfundið, að hann hef- ur kynnt sér hana sérstaklega. Vafalaust hefur dvöl hans í Am- eríku, þar sem mikil gróska kvað vera í ljóðagerð, stuðlað að því. Annars má lesa það aftan á kápu bókarinnar, að Sigurður hefur víða ratað. Hann hefur m. a., stundað nám í Kaupmannahöfn, Aþenu, Stokkhólmi og í New York og ritað bókina „Griskir reisudagar", sem var verðlaunuð af Grikkjakonungi. Langdvö’.um sínum erlendis má Sigurður vafa laust að einhverju leyti þakka það, hversu lausir ritdómar hans eru við kunningsskapar-drauginn, sem löngum hefur riðið húsum íslenzkrar bókmenntagagnrýni. Af því, sem nú hefur verið sagt er auðsætt, að menn dæma bók Sigurðar af meiri hörku en venja er um fyrstu ljóðabækur höf- unda. Hversu sanngjarnt sem það kann að vera, þá krefst maður þess, að ljóð hans fullnægi ströng ustu kröfum, sem gerðar eru til ljóða nú tii dags, svo glöggar hug myndy'> sem hann hefur gert sér um eðli og einkenni góðra kvæða. Og skal nú vikið að bók hans. „Krotað i sand“ er skipt í þrjá kafla, hinn fyrsti og annar flytja frumsamin Ijóð, sá síðasti ellefu þýdd ljóð, m. a. eftir frömuði í nútímaljóðlist, svo sem Lorca, Éluard og Pound. í fyrsta kaflan- um eru sautján Ijóð, flest undir hefðbundnu formi, en í öðrum kafla eru þrettán Íjóð, öll undir frjálsu formi nema hið síðasta þeirra, sem bókin dregur nafn sitt af. Þegar litið er í heild á yrkis- efni Sigurðar, blandast saman dapurlegar hugrenningar (t d. Kali; Hrynja tár), heilög vand- læting (t. d. Getsemane; Gaml- árskvöld 1953), heimspekilegar ályktanir (Þögn), ást (t. d. Gam- all mansöngur; Slóðin) og mynd- ir úr nútímalífi (Bragginn: Mað- urinn í morgunsárinu; Broad- way). Hvernig eru nú hin list- rænu tök Sigurðar á þessum yrk- isefnum? Ég gét ekki neitað því, að ljóðstíll hans (hrynjandi, orða val og bygging ljóðanna) olli mér nokkrum vonbrigðum. Sigurður yrkir ekki nógu fimlega og yrkis efnin njóta sín því miður en skyldi. Hann kemur ekki að þeim úr svo óvæntri átt, að honum takist að ljúka þeim fyllilega upp fyrir augum manns; stundum bergmálar Sigurður um of gamalt orðalag: Vetrarins nætur ég hlusta á vatnanna söng. Það er sem hringi í fjarska heilög líkaböng. (Úr kvæðinu Kali) Skáld eru búin að grípa oft til þessarar samlíkingar, og er nú svo komið, að maður heyrir ekki gerla hinn sorgþunga hreim klukkunnar sem brast. Það er einkum í fyrsta kafla sem koma mætti með aðfinnslur í ætt við þessa, og virðist mér allt benda > mér of natúralistísk, eins og aug- til þess, að kvæðin þar séu nokkru eldri en önnur frumsamin ljóð bókarinnar, tvö eru ársett, annað 1952, hitt 1953. Get ég ekki var- izt þeim grun, að Siguvður hafi sýnt þessum Ijóðum of mikla vægð, og séu viðhorf hans til Ijóðagerðar höfð í huga, hljóta þau að hafa verið ort fyrir all- Sigurður A. Magnússon. löngu, þau eru ekki margræð, eins og Sigurður vill að góð ljóð séu, og málsbeiting hans hér er ekki módern. Þó rekst maður á lýrikk, sem sker sig úr kaflanum í heild, en hún á yfirleitt erfitt uppdráttar, þar sem Sigurður hefur ekki hlúð nógu vei að henni: Ég leit nig fyvst v.ð sólris sumar- dagsms. Þá svartar liljur féllu þér um vanga. Úr augum þér brann funi fjarra stranda en fölir vangar lýstu skærar sciu. Þú varst mér fegii andblæ kyrra kvölda og klæddist undraljóma þúsund stjarna. (Gamall mansöngur) un á manni væru orðin að tve’m- ur ljósmyndavélum. Dæmi úr Bragganum: rytSbrunnið járn rottuétnar þiljur Ijósfælnir gluggar gisin timburgólf: vindbarin andlit velktar flíkur guggin augu kaldir fætur. í síðasta kvæði kaflans virðist mér eitthvað vera í ólagi. Annað erindið er á þessa leið: Ég fer niðrá strönd og krota Ijóðin mín í sand, af hafi kemur báran og rennir hvítri krumlu á land. f þriðja erindi er sagt, að hún „hremmi ljóðin og hafi burt með sér.“ Og síðasta erindið er þannig: Ég mun halda áfram að yrkja ljóðin mín í sand, en hætti þegar aldan skolar einu þeirra á land. Hér er einhvers staðar pottur brotinn í samlíkingunni, hvernig báran, sem máir burt stafi ljóðs sandinum, skolar þeim á land aftur, er mér ekki ljóst. Ég vil ekki una við þá skýringu, að Sig- Ó að ég gæti brotist inní bjartan drauminn og fundið unaðinn sem andlit þitt speglar. Hvaða leynda gleði gefur þér draumurinn? Hver er ljúflingurinn sem leiðir þig við hönd sér á skógarstígum svefnsins um þúsund vatna landið? (Finnsk andvaka) Annar kafli bókarinnar er í heild frumlegri en sá fyrsti. Bezt af kvæðunum þar þykir mér Slóðin, ljóðrænt kvæði með fall- ega mynd að ívafi: Tveir elsk- endur, sem sitja við kvöldkyrra strönd: silfruð slóð mánans ' um þveran fjörðinn . . . Óheld slóð mánans til ókunnrar strandar: vegur ástarinnar vegur okkar . . . Ég hefði kosið mér meira af kvæðum á borð við þetta, kvæð- um sem tekst að taka mann með sér í ferðalag, ýmist út að sjó eða inn á jökla, til himnaríkis eða niður til Heljar, hvert á land sem er. Önnur kvæði þessa kafla, sem skera sig úr, eru Louis Arm- strong; Maðurinn í morgunsár- inu; Narkissos og Þyrmrós, sem ég vík nánar að á eftir. Annars eru þau, eins og fleiri kvæði Sig- urðar, ekki laus við að vera „yfir- expóneruð“, svo ég noti orð úr Ij ósmyndaramáli. Ekki felli ég mig við kvæði, þar sem skáldið gerir lítið annað en telja upp ytri einkenni yrkis- efnisins (t. d. Bragginn; Broad- way), sú kveðskaparaðferð þykir urður hafi breytt ljóðunum í reka við á þeim tíma sem leið frá því hin „hvíta krumla hremmdi þau“ og þar til hún skilar einu þeirra aftur. Eitt innviðamesta kvæði bók- arinnar heitir Narkissos og Þyrni- rós. Hefur höfundurinn gert það að umtalsefni í skemmtilegri grein, sem hann ritar í Árbók skálda þetta ár. Þar rekur hann margræði ljóðsins með tilliti til þeirra tveggja tákna, sem mynda uppistöðu þess. Get ég vel fellt mig við það, sem hann segir um það mál, og ættu lesendur bókarinnar að kynna sér grein- ina. Hins vegar langar mig að minnast á eitt atriði í byggingu ljóðsins. Sigurður brennir sig á því soðinu, þegar hann yrkir ljóð- ið, að hann íer að útlista táknm fyrir þeim, sem hann gerir ráð fyrir, að ekki skilji, hvað þau merkja. Af þessu leiðir óþarfar málalengingar og hinn móderni svipur ljóðsins hverfur. Þeim, sem kunna goðsögnina um Nar- kissos, nægir nafnið eitt til þess að öll hin táknræna merking, sem á bak við það felst, komi þeim í hug. Hinir, sem ekki vita, hver Narkissos var, geta aflað sér upp- lýsinga um það, langi þá til að skilja kvæðið. Þar sem Sigurður hefur ekki þetta viðhorf í huga, þegar hann yrkir kvæðið, skemm ir hann mjög byggingu þess Tákn gera það að verkum, að hægt er að stikla á stóru og hlaða örfáar ljóðlínur mikilli merkingu, eða eins og Sigurður segir sjálfur í grein sinni: að gera verk sín marg ræð og auðug að hliðstæðum og andstæðum. Hin mikla dýpt, sem tákn skapar, verður ekki áhrifa- mikil, nema táknið fái að vera í friði og sé látið eitt um að skír- skota. Frá mínum sjónarhóli er því annað erindi kvæðisins óþarft seinni hluti þriðja erindis og þrjár línur í sjötta erindi, (sú 3., 4. og 5.), þar sem eins er farið með Þyrnirós: nafninu einu sér ekki treyst sem nægilegri skír- skotun til hinnar táknrænu merk ingar ævintýrsins. Annars er kvæðið í eðli sínu prýðilega skemmtilegt og ber vott um skáld lega hugsun. ★ Að lokum eru þýðingar Sig- urðar. Með þeim hefur hann unnið þarft verk, þýtt stórbrotin ljóð, eins og t. d. Óð til Walts Whitmans eftir Lorca, á vanaað mál. Öll eru þýddu kvæðin mjög skemmtilegur skáldskapur, þar úir og grúir af leiftrandi samlík- ingum, sem njóta sín vel í hönd- um Sigurðar. Margt mætti til tína af fallegum skáldskap, en aðeins eitt dæmi skal látið nægja: Ekki eitt andartak, aldni fagn Walt Whitman, ég hef misst sjónar á skeggi þínu fullu af fiðrildum né á grófklæddum herðunum slitnum af tunglinu né óflekkuðum Apollons-lærum þínum né rödd þinni sem er einsog súla úr ösku. Mér hefur orðið tíðrætt um gallana á ljóðum Sigurðar, og fer ég ekki leynt með þá skoðun, að ennþá a. m. k. sé hann meiri og betri gagnrýnandi en ljóðskáld, hvað svo sem síðar kann að verða. Og verður fróðlegt að sjá næstu ljóðabók hans. Hannes Pétursson. Kennum unga fólkinu að meta íslenzka hestinn og umgangast hann til mannbóta Eftir Sigurlaugu BjÖrnsdóttur ÞAÐ mun mörgum hafa farið líkt og mér, að þeir fögnuðu því, er það spurðist hér um árið að skipaður hefði verið hrossarækt- ar-ráðunautur á íslandi. Nýir og betri tímar biðu nú íslenzka hests ins, og að lokum yrði honum gold in að verðleikum ómetanleg, en ilia launuð þjónusta frá upphafi vega, eða síðan land okkar byggð ist. Ekki mundi sú umbun aðeins miðast við góðhestinn, því að venjulega var hann undantekn- ing, og átti við sæmilegan aðbún- að að búa — heldur öllu fremur vænti maður þess, að réttur skyldi hlutur hins stritandi vinnu hests — ungviðis og alls hins stóra skara umkomulausra hrossa, hinna svokölluðu úti gangs eða klakahrossa, er alla tíð og alltof almennt höfðu átt þann kost einan að bjargast eins og bezt gengur, öllum til sorgar og hryggðar, er slík mál láta sig einhverju varða. — Eitthvað á þessa leið féllu þær vonir og óskir, er tengdar voru við hrossa- ræktar-ráðunautinn nýskipaða. Ég skal játa það, að störfum þessara embættismanna almennt er ég ekki svo vel kunnug, að ég viti glögg skil á verksviðum þeirra, en mér sýnist að það muni þó vera það fyrst og fremst að taka til meðferðar þau atriði, þar sem mest er úrbóta þörf, hver á sínum vettvangi og auðvitað eftir lit og umbætur frá öllum hliðum séð. — Hér var sannarlega mikið og veglegt starf fyrir ungan, röskan mann, hrossavin og góðan íslending. — Áður fyrr var hér mikill markaður og hrossasala til annarra landa, og er okkur eldra fólki enn í fersku minni, er þús- undir íslenzkra hrossa á öllum aldri, fullorðin, tamin, lúin, brúk unar hross, og ung, ótamin, frjáls úr afréttum landsins, voru rekin saman og seld og send við hinn hraklegasta aðbúnað. — Á léleg- um skipskoppum sigldu þau frá landi sínu, átthögum og fyrri eig- endum, — til sinna nýju heim- kynna, og var almennt vitað, að Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.