Morgunblaðið - 27.11.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.11.1958, Qupperneq 13
Fimmtudagur 27. nóv. 195S MORGVTSBLAÐ1Ð 13 Við treystum ekki Allsherjarþinginu til að fjalla um landhelgismálið Óviðkomandi og pólitísk atriði geta þar blandazt inn i það Samtal við Curtnar S. Thorvaldson, fulltrúa Kanada í laganefndinni Effir Þór Vilhjálms- son fréttaritara Mbl. hjá Sþ. MEÐAL fulltrúanna á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í New York, er Vestur-íslendingurinn Gunn- ar S. Thorvaldson öldungadeild- armaður frá Kanada. Gunnar er maður á sextugsaldri og hefur um áratugaskeið látið að sér kveða á sviði málflutnings, við- skipta og stjórnmála í Winnipeg, þar sem hann er búsettur. Fyrir þessi störf hefur hann aflað sér slíks álits, að snemma á þessu ári var hann skipaður til að taka sæti ævilangt í öldungade’ild Kanadaþings. Ætla má, að les- endur Morgunblaðsins vilji gjarna vita nokkur deili á þess- um mikilsvirta Vestur-Islend- ingi og jafnframt heyra um af- stöðu Kanada til vandamálanna varðandi landhelgi og fiskveiði- lögsögu, sem er til umræðu í laganefnd Allsherjarþingsins. Gunnar S. Thorvaldson er full- trúi Kanada í nefndinni. Af þess- um sökum sneri fréttamaður blaðsins sér til hans fyrir nokkru og bað hann að segja les- endum eitthvað um sjálfan sig og störfin á allsherjarþinginu. Tók hann erindinu vel. Gunnar S. Thorvaldson hefur aldrei til Is- lands komið, en þó talar hann ágæta íslenzku, þagnar þó eitt- staka sinnum til að leita að hinu rétta orði. Nám og störf. Gunnar Sólmundur Thorvald- son eins og hann heitir fullu nafni fæddist í Riverton í Mani- íoba um 90 mílur frá Winnipeg. Foreldrar mínir voru bæði fædd á íslandi, segir hann. Móðir mín, Margrét Sólmundsdóttir, var sunnlenzk og kom vestur með foreldrum sínum skömmu eftir 1880, þá á fjórða ári. Faðir minn, Sveinn Þorvaldsson, var frá Víðidalstungu í Húnavatnssýslu. Hann kom vestur árið 1887 þá 15 ára gamall. Þegar hann óx upp gerðist hann kaupmaður og átti verzlanir í Riverton og víð- ar í félagi við Jóhannes Sig- urðsson. Ég ólst upp í Riverton, en fór þaðan til föðurbróður mins, Þor- bergs Þorvaldssonar í Saskatoon. Hann var prófessor í efnafræði við Saskatchewanháskóla og í Saskatoon stundaði ég mennta- skóla- og háskólanám. Að loknu B. A.-prófi árið 1922 fór ég til Winnipeg og lauk prófi í lögum við háskólann þar árið 1925. Sama ár hóf ég málflutning þar í borginni og hef stundað hann síðan. Fréttamaðurinn spurði nánar um lögmannsstörfin. Kom þá fram, að Gunnar S. Thorvaldson rekur málflutningsskrifstofu í félagi við Arna Eggertsson og er það ein stærsta lögfræðiskrif- stofa í Winnipeg. Vinna þar 25 manns, þar af 10 lögfræðingar. Fyrir störf sín á þessu sviði hefur Gunnar verið sæmdur nafnbótinni Q. C. (Queen’s Council), en það er virðingar- titill, sem veittur er þeim mönn- um í brezka heimsveldinu, sem þykja skára fram úr við mál- flutning. Þess er og að geta, að Gunn- ar S. Thorvaldson var 1952 og 1953 formaður verzlunarráðs Winnipeg og 1954 og 1955 var hann forseti verzlunarráðs Kan- ada. Er það mikil tignarstaða. Stjórnmálastörf. Fg var kosinn á fylkisþingið í Manitoba árið 1941, sagði öld- ungadeildarmaðurinn, þegar hann var spurður um afskipti sín af stjórnmálum. Var ég þá eini frambjóðandi íhaldsflokks- ins, sem náði kosningu í Winni- álitið afar ósennilegt ,að deildin reyni nokkru sinni að stöðva frumvörp, sem ríkisstjórn, er styðst við greinilegan meirihluta í neðri deildinni og við vilja þjóðarinnar, ber fram. 1 útgáfustjórn Heimskringlu. Talið barst þessu næst að Vestur-Islendingum í Kanada. Þeir njóta trausts og komast flestir vel af, sagði Gunnar S. íslandi er margt að sjá og ég vonast til að komast þangað áður en langt um líður. Störfin í laganefndinni. Diefenbaker forsætisráðherra, sem er gamall vinur minn^ bauð mér í sumar að taka sæti í sendi- nefnd Kanada á allsherjarþing- inu, sagði Gunnar, þegar frétta- maðurinn minntist á störfin í laganefndinni. I fyrstu var ég á báðum áttum, hvort ég ætti að taka boðinu, en ákvað að gera það, þegar ljóst varð, að atriði varðandi landhelgina myndu koma fyrir þingið. Þar falla sjón- armið íslands og Kanada sam> an, því að bæði löndin telja þaS hina mestu nauðsyn, að fiskveiði lögsagan verði færð út. Þess vegna hef ég haft hina mestu ánægju af að geta lagt fram störf í laganefndinni. Kanadíska sendinefndin hefur verið þeirr- ar skoðunar, að rétt sé að ræða málið á nýrri ráðstefnu, sem haldin verði hið fyrsta. Við höíum ekki getað fallizt á, að allsherjarþingið taki það fyrir, og ástæðan er sú, að við treyst- um þinginu ekki til að fjalla um það á þann hátt sem vera þarf. Á allsherjarþinginu má búast við, að óviðkomandi sjónarmið, stjórnmálalegs eðlis, blandist inn í málið, það verði með öðrum orðum eitt af mörgum atriðum í þrátafli heimsstjórnmálanna. Þá verða úrslitin tvísýn. Á sér- stakri ráðstefnu ætti að vera minni hætta á slíku, sagði Gunn- ar S. Thorvaldson að lokum. Uppskeran var góð í Skólagörðunum í sumar í undirbúningi nýtt jarðnœði Á þéssari mynd eru talið frá vinstri: Pétur Thorsteinsson sendiherra, Gunnar S. Thorvaldson öldungadeildarþingmað- ur og Thors Thors sendiherra. peg. Á fylkisþinginu átti ég sæti í nokkur ár, en hafði satt að segja ekki mjög mikla ánægju af starfinu. Þegar ég kom á þingið var samsteypustjórn við völd í fylkinu, enda stóð styrjöldin þá yfir og allir lögðust á eitt. En það varð ekki miklu fjörugra eftir stríðið. Árið 1949 fór ég af fylkisþinginu og hætti beinni þátttöku í stjórnmálum. Sneri mér þess í stað að málfærslunni og viðskiptum, en ég er í stjórn um 10 fyrirtækja og hafa sum þeirra viðskipti um allt Kanada. Þó vann ég á þessum árum að flokksstarfi innan íhaldsflokks- ins, einkum að fjáröflun í sjóði hans. En opinber þátttaka mín í stjórnmálum hófst ekki aftur fyrr en ég var skipaður til að taka sæti í öldungadeildinni í Ottawa hinn 31. janúar sl. öldungadeildinni er ætlað að svara til lávarðardeildar brezka þingsins, en þó hefur hún meiri völd en fyrirmyndin í Bretlandi. Öldungadeildarmennirnir eru 102 og eru þeir allir skipaðir af ríkisstjórninni og sitja ævilangt í deildinni. Hún fjallar um öll lagafrumvörp, sem fram koma og unnt er að bera þar fram frumvörp um öll mál önnur en skattamál og viss önnur fjár- mál. Fréttamaðurinn spurði Gunnar S. Thorvaldson hvort Frjálslyndi flokkurinn hefði ekki meirihluta í deildinni, en sá flokkur fór sem kunnugt er með stjórn í Kanada um langt skeið, unz hann beið ósigur á sl. ári. Gunn- ar kvað svo vera. 75 af núver- andi öldungadeildarmönnum eru taldir til Frjálslynda flokksins, aðeins 15 til íhaldsflokksins, en hin sætin eru auð sem stendur. En þetta hefur ekki valdið stjórn íhaldsflokksins erfiðleikum. — Flokksböndin slakna, þegar í öld- ungadeildina kemur og það er Thorvaldson. Aðalstörf mín á sviði félagsmála Vestur-Islend- inga hafa verið í stjórn félags þess sem gefur út blaðið Heims- kringlu. Ég hef aldrei komið til íslands, en tvær dætur mínar stóðu þar við í hálftíma eða svo fyrir nokkrum árum, þegar þær voru á ferð yfir Atlantshafið með flugvél. Þeim þótti umhverfi Keflavíkurflugvallar ekki sér- lega aðlaðandi, en ég veit, að á SlÐASTLIÐIÐ sumar voru 151 barn í Skólagörðum Reykjavík- urbæjar, en það var 11. starfsár garðanna. Var uppskeran mjög góð. Hvert barn hafði 40 fermetra reit ,og lét í hann 120 kartöflur, 24 hvítkálsplöntur, 11 blómkáls- plöntur, 7 grænkálsplöntur, 5 rauðkálsplöntur, auk þess sem það sáði fyrir gulrófum, næpum, hreðkum og fleiru. Sumarveðráttan var ákaflega hagstæð. Flest byrjuðu börnin að taka upp grænmetið í fyrstu viku júlímánaðar, en 20. sept. höfðu þau öll lokið við að hreinsa upp úr reitum sínum. Tvær stúlkur, Bryndís Isaksdóttir, Bústaðavegi 29 og Kristín Unnsteinsdóttir, Mosgerði 2, hlutu Flóru íslands sem viðurkenningu fyrir dugnað við ræktun og góða umgengni. Uppskera barnanna mun hafa margborgað gjaldið, stofnkostn- aðinn kr. 150.00. Skólagarðarnir eiga sinn græði reit í Heiðmörk og gróðursettu börnin þar 1500 plöntur. Garðarnir voru í sumar við Klambratún, eins og jafnan áð- ur, en nú er í undirbúningi land, sem þeim hefur verið fyrirhug- að til frambúðar 1 Aldamótagörð- unum í Vatnsmýrinni og í Laug- ardalslægðinni við Holtaveg. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri bæjarins, hefur á hendi yfirstjórn garðanna, en Baldur Maríusson hefur daglega umsjón með höndum. Skipsbátur finnst á reki AKRANESI, 25. nóv. — Dag einn um miðja fyrri viku, er Magnús nokkur Finnbogason var nýró- inn á báti sínum, Svani, sá hann eitthvert rekald út og vestur af Þjótnum. Sneri hann þegar bátn- um og stýrði þangað. Er hann kom nær, sá hann, að þetta var lítill skipsbátur (julla), marandi í kafi, með brotinn byrðing, ára- laus og ómerktur. — Málningin var mestöll máð af bátnum, en hann mun upphaflega hafa verið hvítur eða ljósgrár. Magnús dró julluna upp undir Flös, lagði henni þar við dreka og hélt síðan í róðurinn. — Er hann kom að, tók hann hana með sér í land. — Engin skil veit Magnús á jullu þessari, né held- ur aðrir hér, að því bezt er vit- að. — Oddur. MOSKVU, 25. nóv. — Rauða stjarnan skýrði frá því í dag, að Rússar væru að hefja smíði fær- anlegrar kjarnorkuaflstöðvar. íslendingar verzla mikið við A- Evrópulöndin í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar Nýr bátur í flota SVO virðist sem draga muni úr viðskiptum milli Vestur- og Austur- Evrópulandanna á þessu ári. Samdráttur í þessum viðskiptum byrj- aði fyrir tveimur árum. Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem nýlega sat fund í Genf, komst að þessari niðurstöðu. I hagskýrslúm ECE er ennfremur fróðleg tafla um viðskipti Norðurlanda við Sovétríkin og Austur-Evrópulöndin á tímabilinu janúar—ágúst 1957 og 1958. Þar sést hve íslendingar hafa hlutfalls- lega mikil viðskipti við Austur-Evrópulöndin í samanburði við hin- ar stærri nágrannaþjóðir mbljónum dollara: okkar. — Tölurnar eru gefnar upp í Innflutt frá: Sovétríkjunum A-Evrópul. 1957 1958 1957 1958 Danmörk, jan.—ág 7,0 9,7 23,0 25,6 Finnland, jan.—ág ... 104,0 77,1 87,8 33,0 ísland, jan.—ág 8,9 7,8 4,0 6,9 Noregur, jan.—ág 9,0 13,6 13,4 Svíþjóð, jan.—ág 13,8 23,2 19,8 Útflutt til: Sovétríkjanna A Evrópul. 1957 1958 1957 1958 Danmörk, jan.—ág 7,4 10,4 14,7 17,8 Finnland, jan.—ág '. 120; 9 44,2 51,2 íslrnd, jan.—ág 5,7 2,9 5,4 Ncregur, jan.—ág 10,6 14,0 13,1 Sviþjóð, jan.—ág 9,5 7,8 26,7 22,5 Akurnesinga AKRANESI, 25. nóv. — Nýr bát- ur, Sæfari AK 55, hefir bætzt i bátaflota Akurnesinga. Kom hann hingað í morgun. Það er Fiskiver hf., sem hefir keypt Sæfara, af Steinþóri Helga syni, fisksala á Akureyri. Hét hann áður Kópur, og upphaflega mun hann hafa borið nafnið Haukur I. — Fiskiver lét m.b. Aðalbjörgu, 52 brúttólesta bát, i skiptum fyrir Sæfara. Bátur þessi er 100 brl. að stærð, og í honum er ársgömul Lister- díselvél, 360ha. Ganghraði hans er um 11 mílur. Skipstjóri á Sæfara verður Jóhannes Guðjónsson. — Oddur. KAIRÓ, 25. nóv. — Talsmaður furstans af Oman í Kairó skýrði svo frá í dag, að í morgun hefði brezk flugvél verið skotin niður yfir Grænufjöllum í Oman. Allir, sem með flugvélinni voru, fórust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.