Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 14
14
MORCinSRLAÐlb
Fimmtudafrur 27. nóv. 1958
„Aldahvörf í Eyjum"
Eftir Þorstein Jónsson. Ágrip
af útgerðarsögu Vestmanna-
eyja 1890 til 1930. Prent-
smíðjan Oddi. Bæjarstjórn
Vestmannaeyja 1958.
ÞORSTEINN Jónsson í Laufási
er orðinn mikill rithöfundur.
Hann er meira en venjulegur rit-
höfundur, því að hann er sagna-
ritari á þann hátt, sem þeir hafa
orðið beztir í þessu landi. Hann
sendi frá sér ævisögu sína fyrir
fáum árum, Formannsævi í Eyj-
um. Er það gagnmerk bók. Rík
af þjóðhátíðalýsingum og frásögn
um úr lífi sjómanna úr sérkenni-
legustu verstöð landsins. Nú
sendir hann frá sér fyrir þessi
jól nýja bók, Aldahvörf í Eyjum.
Er það saga mikillar þróunar,
þróunar, sem hann hefur sjáifur
tekið þátt í og verið einn skel-
eggasti baráttumaður fyrir:
breyttum atvinnuháttum í byggð
arlagi sínu, Vestmannaeyjum.
Bókin Aldahvörf í Eyjum hefst
þar, er Vestmannaeyjar voru
veiðistöð eins eða lík og um aldir
var á fslandi. Frumstæð útgerð
og ófuílkomin veiðarfæri voru
eingöngu notuð. Lík þeim, sem
landnámsmennirnir fluttu með
sér til landsins, þegar þeir tóku
hér bólfestu. Skipin voru smá
áraskip. Það var ekki hægt að
sækja langt á miðin. Þegar ágang
ur erlendra togara hófst varð úr-
kostur þessara skipa lítill. Það
varð að hefja nýja sókn. Taka
upp nýja atvinnuhætti. Þetta
varð hlutskipti aldamótakynslóð-
arinnar í Eyjum. Hennar sigur er
meiri en nokkurrar annarrar á
landi hér.
Formenn og sjómenn, sem
fyrsta hlutskipti hlutu á áraskip-
um 19. aldar urðu kænir og dug-
miklir, þegar þeir fengu ný skip
búin afli véla. Kjarkur þeirra
margfaldaðist. Það var ekki langt
liðið á 20. öldina, þegar Vest-
mannaeyjaformenn voru orðnir
frægir um land allt fyrir afla-
föng og þróttmeiri sjósókn en
annars staðar þekkist hér við
land. Þróunin í útgerðarmálum
þeirra á þessari öld ber þess fag-
urt vitni, hve dugur þeirra var
mikill til sjálfsbjargar. Þeir
lögðu fé sitt saman til skipa-
kaupa, svo það var oft svo, að
sjómennirnir sjálfir áttu skipin.
Þessi þróun hefur haldizt þar og
mun haldast um langa framtíð.
Hún er fagurt vitni um dug
þeirra, fyrirhyggju og framtak.
Þorsteinn í Laufási var fyrsti
formaður í Vestmannaeyjum,
sem setti vél í bát sinn. Hann
var þar brautryðjandinn. Margir
hafa eflaust verið vantrúaðir á
þessa nýbreytni hans. En reynsl-
an sannaði brátt, að hann var hér
að reyna það, sem varð undir-
staða blómlegasta tímabilsins í
sögu byggðar hans. Og Þorsteinn
í Laufási var meira en brautryðj-
andi. Hann var líka baráttumað-
ur í framfaramálum Eyjanna,
sérstaklega hafnarmálum. Hann
var þar bæði framsýnn og glögg-
skyggn á það, sem hagkvæmast
var. Og var ódeigur að segja mis-
vitrun verkfræðingum til synd-
anna um yfirsjónir þeirra og
skammsýni. Þetta kemur berlega
fram í frásögn hans, þó hann fari
um það hógværum orðum. En
það eru einkenni, sem gleggst
eru frásagna hans allra.
En annars finnst mér það grát-
leg saga, hve Vestmannaeying-
um gekk illa að fá höfn. Þeir
voru í því ekki aðeins olnboga-
börn eins og aðrir Sunnlending-
ar, langtum frekar misvirti þing
og stjórn dugnað þeirra og fram-
tak. Þorsteinn í Laufási og sam-
herjar hans eiga mestan þátt í
því, að þessum málum var að
lokum siglt í farsæla höfn.
Þorsteinn byrjar sögu sína á
því að lýsa gamla tímanum.
Hann byrjar bókina þannig: „Þeg
VIKAli BLAOID YKKAR
ar rita skal þróunar- eða menn-
ingarsögu þjóða eða sérstakra
landshluta, verður að gera sér
Ijóst, hvernig ástandíð var, þá
er þróunin hófst, sem um er fjall-
að og hvað það var, sem hratt
henni af stað.“ Þetta eru sann-
mæli og tekst Þorsteini sérstak-
lega vel að lýsa þessu, án þess
að neinna öfga eða endurtekn-
inga gæti. Lýsing hans á árabáta-
tímanum er mjög glögg og held
ég, að frásögn hans af honum sé
með því skýrasta, er um slíkt
hefur verið ritað. Hann byggir
áhinum traustustu heimildum í
þessum kafla eins og annars stað
ar. Róðratal Magnúsar Guð-
mundssonar á Vesturhúsum er
ein traustasta heimild hans.
Hann hélt það frá 1884 til 1916.
Segir Þorsteinn um róðratalið:
„Er í róðratalinu að finna mikinn
fróðleik um aflabrögð, róðra-
fjölda o. fl. Hann hefur byrjað
að róa sem hálfdrættingur á ver-
tíð 1884, þá á þrettánda ári. Er
þetta sama og nær allir drengir
urðu að sætta sig við á þessum
árum, en fyrstu tvær hálfdrætt-
ings vertiðirnar voru reynslutím-
ar, sem réðu miklu um framtíð
unglinganna, því að þetta hálf-
drættingstímabil, var erfiður en
gagnlegur skóli undir ævistarfið.
Meðalafli á vertíð hverri eftir
róðratali Magnúsar Guðmunds-
sonar frá 1886 til 1897 eru 281 af
þorski og löngu. Róðrafjöldi er
30 róðrar að meðaltali þær 11
vertíðir, er hér ræðir, eða þangað
til línuveiðar hófust. Fæstir róðr-
ar eru 1894 eða aðeins 23, en flest
ir árin 1893 og 1895, þá 36 róðrar
hvora vertíð. Hæstur hlutur er
1893 442 af þorski og löngu í 30
róðrum. Lægstur er hluturinn
1894 eða 158 af þorski og löngu
í 23 róðrum, og var þetta lang-
hæsta hlutarupphæð þessa vertíð
í Vestmannaeyjum.
Þetta róðratal Magnúsar er
mjög merk heimild. Þetta sýnis-
horn, sem hér er tekið er aðeins
til að sýna, hvaða heimildargildi
það hefur. Þorsteinn kann mjög
vel að nota það eins og aðrar
heimildir. Er saga hans öll glöggt
vitni þess, hve sjómaðurinn getur
verið góður sagnritari, ef hann
vill snúa sér að þeirri grein.
Aldahvörf í Eyjum er fyrst og
fremst saga útgerðar, skipa og
sjómanna. Hún er þróunarsaga,
hvernig útgerð Eyjanna breytist
úr árabátaútgerð, áfullkominni
og frumstæðri í nútímalegustu
útgerð hér og ef til vill á sér eng-
an líka um heimsbyggðina. Þessi
saga er sögð skýr og öfgalaus.
Lýsingar Þorsteins á málefnum
öllum, framförum og brautryðj-
endastarfi Vestmannaeyinga eru
skýrar og myndríkar. Það er til
dæmis athyglisvert að Eyjamenn
voru fyrstir til þess að eignast
björgunarskip. Það framtak er
eitthvert það skýrasta um fram-
farahug þeirra og djörfung á
nýrri öld.
Aldahvörf í Eyjum er mjög
auðug af myndum, sérstaklega
mannamyndum, en einnig eru
þar myndir af skipum og mann-
virkjum. Myndir eru þar Iíka er
sýna mismuninn á því hvaða skil
yrði sjómenn áttu við að búa,
áður en höfn var gerð þar. Einn-
ig sýna myndir skipanna mismun
inn á skipakosti Eyjamanna, er
sagan hefst um 1890 og nútíma-
fiskibát Vestmanaaeyinga á nú-
líðandi áratug.
Bókin er vel úr garði gerð.
Prentun hin vandaðasta, eins og
prentsmiðjunnar Odda er vandi.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja sýn-
ir vel, hversu hún metur framtak
sinna dugmestu manna með út-
gáfu þessarar bókar. Framtak
bæjarstjórnar með útgáfu þessa
rits er rismeiri og betur gerð en
áður hefur þekkzt um slíkt rit,
bæði hvað allan frágang snertir
og hvað óspart hefur verið safnað
myndum í bókina. Mun hún um
Iangan aldur verða undirstöðurit
um útgerð og þróunarsögu henn-
ar í Eyjum.
Jón Gíslason.
Sígaunahöfðinghm á líkbörunum.
Ég lofa að herjast fyrir...
Rœða presfsins drukknaði í orðum,
þegar höfðinginn var jarðaður
GAUTABORG. — Kæri látni
faðir. Ég lofa því að verða góður
höfðingi. Til dauðadags skal ég
berjastfyrir því að allir Zigaunar
fái vinnu, fast heimili, og að
börn okkar fái að ganga í skóla.
Þetta er það, sem hinn ný-
kjörni ungi Zigaunahöfðingi lof-
aði föður sínum látnum. Hinn
látni höfðingi var íklædur brún-
um fötumoggljáfægðum nýkeypt
um skóm og þarna lá gamli hatt-
urinn við hlið hans. Höfðingi
Zigauna þeirra er búsettir eru í
Svíþjóð er nýlátinn og var jarð-
festur fyrir nokkrum dögum.
Jarðarför þessi, sem er einstæð
í landinu fór mjög einkennilega
fram. Kistan liggur opin í kirkj-
unni. Hinn látni liggur þarna
með lokuð augu í kyrrð kirkj-
unnar. Kyrrðin stendur þó ekki
lengi yfir, því nú koma jarðar-
farargestirnir, Zigaunar víðs
vegar að af landinu. Þeir gráta
og snökta og blátt áfram ryðjast
inn í kirkjuna. Allir vilja komast
sem næst kistunni og sjá hinn
látna höfðingja. Sorginni er
drekkt í tárum, það er masað og
skrafað, börnin snúa sér undan
á handleggjum mæðra sinna.
Kirkjuvörðurinn ber inn blóm-
um skrýtt lokið, sem nú er skrúf-
að á kistuna. Hávaðinn í fólkinu
eykst, þegar kirkjuvörðurinn
gefur prestinum merki. Séra
Philgren gengur fram til þess að
halda jarðarförinni áfram og
byrjar að tala. Kyrrðin í kirkj-
unni er nú með öllu horfin og
ræða prestsins drukknar í há-
væru tali fólksins. Presturinn
lítur mæðulega upp og byrjar
aftur. í þetta skipti talar hann
hærra, en án árangurs. Það sem
hann hefir að segja hlustar eng-
inn á. Rödd hans er grafin í
hið ákafa samtal fólksins. Það
verður að halda sumum, því þeir
reyna að hlaupa að kistunni og
snerta líkið.
Ekkja hins látna græturstöðugt.
Presturinn verður að hlaupa eftir
vatnsglasi og gefa henni. Sumir
gestanna hafa með sér eigin
vatnsflösku og taka sér vænan
sopa við og við.
Lætin verða meiri og ákafari.
Hinn nýi höfðingi, sem er 25 ára,
stekkur upp á stól og reynir að
róa fólk sitt. Nú hugsar enginn
umhinnlátna. Höfðinginn gengur
á milli fólks síns og talar róandi
til þess. Að lokum virðast allir
hrópa til allra að vera hljóðir.
Séra Philgren gefst upp við að
halda ræðuna, enginn hlustar á
hann.
Lögreglan er nú komin á vett-
vang og gengur á milli fólksins
til að reyha að koma á ró. í öll-
um þessum látum tekur prestur-
inn skófluna og ætlar að kasta
rekunum. Þá versnar allt um
helming, nokkrar konur hlaupa
til hans og segja. „Ekki strax,
ekki núna, bíðið svolítið. .
Presturinn bíður.
Lögreglan biður fólk að setjast
niður, fólkið hlýðir. Rekunum
er kastað. Fjórir svartklæddir
menn bera kistuna út í líkvagn-
inn sem biður fyrir utan kirkj-
una.
Það er fallegt í kirkjugarðin-
um. Kirkjuklukkwcnar í turnin-
Eriiidreki frá VW
verksmiðjimum í
kynnisför hér
Á ári hverju kemur hingað til
Volkswagen-umboðsins, a. m. k.
ein sérfræðingur frá verksmiðj-
unum til skrafs og ráðagerða við
forrráðamenn umboðsins hér um
ýmsá þætti starfseminnar, bíla-
viðgerðir, varahlutaöflun og ann-
að þess háttar. Undanfarið hefur
hér dvalizt erindreki frá VW-
Hans J. Reichenbach að nafni, en
harui starfar við varahlutaaf-
greiðsludeild verksmiðjanna og
kom hingað til þess að kynna sér
ástandið hér í þeim efnum.
í fyrradag átti erindrekinn
stutt samtal við
blaðamenn o g
®at þess þá m.a.,
að með tilliti til
allra aðstæðna
hér á landi, þá
hefði VW-um-
boðinu hér tek-
izt að koma sér
upp verulegum
varahlutabirgð-
um. Hann kvað
ísland hafa sér-
Reichenbach stöðu hvað við-
víkur öflun varahlutabirgða, og
geta því alltaf komið smá eyður
í birgðirnar, en það er einmitt
það vandamál sem ég ræddi við
ráðamenn umboðsins hér um
leiðir til úrbóta, er tímabundinn
varahlutaskortur gerir vart við
sig, sagði Reichenbach.
Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi, sem er formaður félags
VW-bíleigenda, VW-klúbbsins,
sagði, að forráðamenn umboðsins
um slást til og frá, dingullinn
slæst í málmgrýtið og hljómur-
inn berst yfir kirkjugarðinn, sem
e.t.v. er einhver sá fegursti í öllu
landinu. Þögulir — svo þögulir
sem Zigaunar geta verið — fylgj
ast þeir með þegar kistan ér lát-
in síga niður í gröfina. Gömul
kona ber pottablóm í hendinni,
aðrir hafa með sér afskorin blóm,
sem þeir kasta á eftir kistunni.
Það er mikið masað og minning
höfðingjans berst burtu með orð-
um. Allt í einu er allt hljótt aftur.
Allir yfirgefa gröfina, nem ein
kona með barn á handleggnum
og litla stúlku við hlið sér. Hún
tekur ekki eftir því að hún er
ein eftir. Geislar haustsólarinnar
speglast í tárum hennar þegar
hún flýtir sér burtu.
G. Þór Pálsson.
hér hefðu alltaf gefið stjórn fé-
Iagrins kost á því að ræða við
sérfræðinga frá verksmiðjunum,
er þá hefur borið að garði og hef-
ur umboðið kostað kapps um
góða samvinnu við félagið. Fyrir
þess tilstilli er nú væntanleg ný
fræðslumynd frá verksmiðjun-
um, sem Sveinn sagði að sýnd
yrði innan skamms á aðalfundi,
VW-klúbbsins. Auk þess sem þar
yrði haldið almennt fræðandi er-
indi fyrir félagsmenn, um við-
hald bíla þeirra og myndi halda
þann fyrirlestur einn af færustu
bifvélavirkjum umboðsins, sem
hlotið hefur viðurkenningu verk
smiðjanna til viðgerða á bílun-
um. Kvaðst Sveinna vona, að
þeir 600 Volkswagen-bílaeigend-
ur, sem hér eru, gerðust sem
flestir virkir félagar og kæmu á
þennan fund er boðaður yrði í
dagblöðunum.
Þýzkir togarar
á Nýfundna-
landsntiðum
Bremen, 25. nóv. (Reuter).
ALLMABGIK v-þýzkir togarar
hafa að undanförnu sótt langt á
miðin undan Nýfundnaiandi og
Kanada. Hefur afli þeirra verið
mun betri þar en undan íslands-
strönd. Má geta þess sem dæmis,
að togarinn Spitzbergen kom um
helgina af Nýfundnalandsmiðum
með 239 lestir fiskjar, en á sama
tíma hafði Schleswig-Holstein
veitt 100 lestir undan íslands-
strönd. Má þvi segja, að togar-
arnir afli helmingi betur við Ný-
fundnaland en Isiand.