Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 15

Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 15
Fimmtudagur 27. nóv. 1958 MORGUNRLAÐIÐ 15 Rætt um nýja iðnaðarhverfið í Reykjavík á iðnrekendafundi Þar munu væntanlega starfa um 2400 manns ALMENNUR félagsfundur í Fé- lagi ísl. iðnrekenda var haldinn í Leikhúskjallaranum sl. laugar- dag. Sveinn B. Valfells, form. F. í. I. setti fundinn, en fundar- stjóri var kjörinn Magnús Víg- lundsson. Gunnar Ólafsson, skipulags- stjóri Reykjavíkurbæjar og Kjart an Sigurðsson, arkitekt hjá húsa- meistara bæjarins gerðu grein fyrir tillögum, sém skipulags- deildin hefur verið að vinna að um byggingu iðnaðarhúss við Grensásveg. Er ráðgert að á landsvæði því, sem markast af Miklubraut að sunnan, Grensásvegi að vestan,og Suðurlandsbraut að norðan, verði byggð iðnaðarhús og hafa verið gerðar frumteikningar og líkön af byggingunum. Húsin eru 6 að tölu, þrílyft á kjallara, og er stærð hvers húss fyrir sig 20x84 = 1680 m2. Sam- anlagður gólfflötur hvers húss er 3x1680 = 5040 m2, og allra hús- anna 6x5040 = 30240 m2. Húsin eru þannig staðsett, að þau snúa í austur-vestur, þvert á stefnu Grensásvegar og um 40 metra frá sjálfum veginum. Við vesturenda húsanna er ennfremur gert ráð fyrir lágri verzlunaiN. byggingu, sem lokar húsgörðum frá götunni séð, og setur svip sinn á þá hlið húsanna. Rúmgóð aðkoma er að húsun- um, og bílastæði verða meðfram Grensásvegi, en bifreiðaskýli við austurenda þeirra. í framhaldi af þessum fyrir- huguðu iðnaðarhúsum og í tengsl um við þau til norðurs, næst gatnamótum Grensásvegar og Suð urlandsbrautar, er haldið opnum möguleika á byggingu stórbýsis, sem í væru skrifstofur, verzlanir, matsalir og önnur sameiginleg þjónusta fyrir hinar væntanlegu iðnaðarbyggingar í næsta ná- grenni staðarins. Bent var á, að hin fyrirhugaða staðsetning iðnaðarhúsanna við Grensásveg, milli tveggja aðal- umferðaræða bæjarins, Miklu- brautar og Suðurlandsbrautar verður vart betur valin. Tengslin við stærstu iðnaðarsvæði bæjar- ins, vestan Grensásvegar, og hin stóru íbúðarhverfi í Langholti, Há1 ogalandi, Vogum, 'Smáíbúða- hverfi og hið fyrirhugaða 1-láaleit ishverfi verða einnig aö teljast kostur. Tiilaga þessi um staðsetning iðnaðarhúsa eða iðnaðarblokka við Grensásveg, er fyrst og fremst til orðin af eftirtöldum á- stæðum. ★ Árlega sækir fjöldi smárra iðn- fyrirtækja um lóðir til þess að reisa á iðnaðarhúsnæði. Öll gera þau ráð fyrir að vaxa með bættri aðstöðu og nema því stærðir lóð- anna sem sótt er um samtals, og á hverju ári, tugum hektara. ★ Hins vegar er fjárhagslegt bol- magn þessara atvinnufyrirtækja oftast svo takmarkað, að fram- kvæmdir allar dragast um árabil eða jafnvel ártugi. Bæjarfélagið hefur ekki ráð á því að leggja í gífurlegan kostn- að við það að gera lóðir bygging- arhæfar ef síðan dregst óhæfi- lega lengi að þær séu hagnýttar til hins ýtrasta. Með því að safna saman á einn stað, eins og hér er ráð fyrir gert, mismunandi starfsemi, get- ur bæjarfélagið gert hvort tveggja í senn, veitt fleiri iðn- fyrirtækjum fullnægjandi úr- lausn nvað snertir húsnæði, og leyst um leið málið á kostnaðar- minni hátt bæði fyrir sig og lóða- umsækj endurna. Það sem aðallega vinnst við þetta fyrirkomulag, umfrarn góða nýtingu lands er að húsrými þetta er hægt að gera vel úr garði hvað snertir t. d. upphitun, lagnir og ýmiskon- ar þjónustu, og geta lítil fyrir- tæki því fengið mun fullkomn ari útbúnað fyrir starfsemi sína á slíkum stað, en þeim ann ars væri kleift að skapa sér á eigin spýtur. Skyldar iðngreinar geta við þetta fyrirkomulag komið á með sér samstarfi ýmiskonar, sem getur haft örfandi áhrif á framleiðslu og afkastagetu fyr- irtækjanna. Viðskiptavinir fyrirtækjanna geta fundið margháttaða þjón- ustu á einum og sama stað, er bæði er tímasparnaður fyrir almenning og örvar viðskipti. Hreyfanleiki í nýtingu hús- næðisins, eða hin sérstaka gerð húsanna auðveldar breytingar sem verða í stærð og rekstrar- fyrirkomulagi fyrirtækjanna. Ein höfuð forsendan fýrir því að slík tilraun, sem hér um ræð- ir varðandi byggingu iðnaðar- húsa, megi takast og koma að fullum hotum, er að sjálfsögðu sú, að rétt eignar og rekstrarfyr- írkomulag sé valið. Um þetta atriði hefur skipulags- deild bæjarins ekki gert tillögur, en hún hefur leitað samstarfs við Félag ísl. iðnrekenda og Lands- samband iðnaðarmanna urri það á hvern hátt takast mætti að hrinda þessu máli í framkvæmd í sam- ræmi við þessar tillögur eða e.t.v. í eitthvað breyttri mynd. Næstur á eftir frummælendum Kvaðst hann telja að hér væri um merkilegt frumkvæði af hálfu bæjarins að ræða, sem líklegt væri til að leysa vandamál ýmissa fyrirtækja í ákveðnum greinum iðnaðarins. Sem dæmi um það að hér væri um stórt mál að ræða fyrir bæjarfélagið, nefndi Sveinn að gera mætti ráð fyrir því að hjá fyrirtækjum, sem kæmu til með að starfa í þessum húsum tók til máls Sveinn Björnsson fullbyggðum myndu væntanlega framkv.stj. IMSI og skýrði frá því vinna ant ag 2.400 manns. að Iðnaðarmálastofnunin heíði Mikin áhu i ríkti á ínndinum haft til athugunar hvermg hægt um mál tóku margir væn að leysa husnæðismal iðnað- fundarmanna tU máls. Formaður arms a sem odyrastan hatt. F.I.I. Sveinn Valfells kvað fé» lagið hafa sérstakan áhuga fyrir framkvæmd þessa máls og kvað félagið mundi fylgjast með fram- vindu þess. í fundarlok skýrði fundarstjóri, Magnús Víglundsson, frá því, að s.l. þriðjudag hefði stóreigna- skattmálið verið flutt í hæstarétti og væri æskilegt að stjórn F.Í.L og raunar félagsmenn allir kynntu sér málflutninginn 1 þessu þýðir.garmikla máli, enda hefði málið verið mjög skörulega flutt af hálfu stóreignaskatts- greiðenda. Þessi mynd er af líkani því er sýnt var af hinu fyrirhugaða iðnaðarhverfi á fundi iðnrekendanna. // Fona"-forlag gefur út íslenzkar bœkur í haust Þar á meðal Ijóðaúrval Stefáns trá Hvítadal, í þýðingu Ivars Orglands ÞAÐ MÁ til tíðinda teljast, hve margar bækur norska forlagið „Fona“ gefur út um þessar mundir. í bókaskrá forlagsins, sem heitir „Haust-nytt“, er rætt um sex íslenzkar bækur, sem það gefur nú út og eru tvær þeirra eftir sama höfund, Ármann Kr. ■'fán frá Hvítadal Einarsson. Iiinar eru eftir Stefán Jónsson, Ragnheiði Jónsdóttur og Stcfán frá Hvítadal. Frá lidne dagar Bók Stefáns frá Hvítadal nefn- ist „Frá lidne dagar“, ljóðaúrval í þýðingu Ivars Orglands, sendi- kennara Norðmanna við háskól- ann hér. Þýðingin er gerð á ný- norsku. — í umsögn um bókina segir, að þegar sendikennarinn gaf út fyrstu ljóðaþýðingar sín- ar (kvæði eftir Davíð Stefáns- son), varð hann að leita til ís- lenzks útgáfufyrirtækis, Helga- fells. Það forlag gaf bókina út „og því sé heiður. En þetta gat ekki endurtekið sig, nema til skammar yrði fyrir norska bóka- útgáfu". — Síðan segir, að Fona viti, að það taki á sig áhættu með því að gefa ljóðaúrval Stefáns út, en — „við höfum áður tekið á okkur áhættu,“ segir ennfrem- ur. Og síðan: „En við höfum góð spil á hendi, því að ljóð Stefáns eru einhver hin beztu, sem til eru á íslandi. Það segir ekki svo lítið“. — Þá er þess getið, að Laxness riti formála um skáldbróður sinn og loks minnt á, að fáir þekki betur skáldskap Stefáns en Orgland, sem ritað hefur mikla og ítar- lega doktorsritgerð um skáldið, sem væntanlega kemur út á fs- landi á næsta ári. Loks er bent á, að Orgland hafi fengið ágæta dóma fyrir þýðingarnar á ljóðum Davíðs Stefánssonar. — Ljóð Stefáns koma út í þessum mán- uði. Bókin muii kosta 12 kr. n. í bandi. Aðrar bækur Þá gefur forlagið út bókina „Bjþrn og Vesle-Brunen“ eftir Stefán Jónsson í þýðingu Nils Magerþys. Áður hefur forlagið gefið út eftir sama höfund Vesle Hjalti (I—II). Hún fékk ágætar viðtökur í Noregi. Bók Ragnheiðar Jónsdóttur heitir „Ei islandsk dagbok“. Ivar Eskeland hefur þýtt bókina. í „Haust-nytt“ segir, að bókin sé „góð innlifun í barnshugann". Bókin kostar kr. 8.00 n. — Loks má svo geta bóka Ármanns Kr. Einarssonar. Þær heita „Flyv- raket" og „Med fly til England“. Þær eru þýddar af Eskeland og koma út bæði á nýnorsku og bókmáli. Áður hefur forlagið gef ið út „L0ynde skatten“ eftir Ár- mann, sem var ágætlega tekið bæði í Noregi og hér heima. Fúsir til að ræða við Nasser KARTÚM, 22. nóv. — Hin nýja ríkisstjórn Súdans kom saman til fyrsta sameiginlega fundar- j ins í dag. Ahmed Abdel Wahab hershöfðingi og innanríkisráð- j herra sagði að fundinum lokn-! um, að súdanska stjórnin væri nú reiðubúin til þess að hefja vinsamlegar viðræður við stjórn Arabíska sambandslýðveldisins. Allar hindranir í vegi samkomu-. lags á heilbrigðum grundvelli j milli ríkjanna hefði horfið með falli síðustu stjórnar. í dag voru einnig undirritaðir verzlunarsamningar milli Súd- ansstjórnar og Ungverjalands. — Áður í vikunni hafði Súdans- stjórn undirritað samninga við Júgóslava. Dr. Urbancic minnzt í UPPHAFI minningartón- leika um dr. Victor von Urbancic í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn flutti for- maður Tónskáldafélagsins, Jón Leifs, eftirfarandi ræðu: Maðurinn deyr — en verkið lifir. 1 fyrsta skipti tók dauðinn fé- lagsmann úr Tónskáldafélagi ís- lands. Engan grunaði að Urbancic mundi fara fyrstur. Segja má að hann hafi verið einn af yngri félagsmönnum Tónskáldafélagsins. Segja má ef til vill einnig, að orsök dauða hans hafi verið of- reynsla vegna örðugleikanna í voru enn lítt þroskaða tón- menntalífi. Góðvild hans og samvizku- semi er kunn. Hann var fús á að hjálpa öllum og takast á hend ur svo að segja hvert það hlut- verk, sem honum var falið, jafn- vel þótt naumast væru tök á að leysa það, og hann reyndi ætíð sitt bezta. Hann var ekki sá eini, sem varð hér á landi að láta sér nægja að skila stundum hlut- verki sínu óloknu við ófullnægj- andi aðstæður og undirbúning. Þegar umhverfið gerir of miklar kröfur og maður treður leirinn og leðjuna, án þess að sjá fram á að ná markinu, —- þá bilar maðurinn Þannig fór Urbancic. Vér stöndum eftir undrandi, — getum ekki annað gert en að reyna betur en áður að ryðja brautina og reynum það nú hér í kvöld. Vér getum ekki lengur þrýst hönd þessa manns og þakkað honum. Vér getum ekki heyrt hér túlkun hans á meistaraverk- um tónlistarinnar. Vér getum eingöngu minnzt hans*með því að hlusta á hans eigin tónsmíðar. Þótt þær séu sumar kunnar ein- hverjum ykkar, þá má gera ráð fyrir því að mörgum opnist nú hér nýr heimur við nánari kynni. Þegar maðurinn deyr, þá mega verkin fá að lifna við. RABAT, 25. nóv. — Forsætisráð- herra Marokko hefur sagt af sér. Búizt er við að öll stjórnin fari að dæmi hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.