Morgunblaðið - 27.11.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1958, Qupperneq 16
16 MORGZJiynLAÐtD Flmmtudagur 27. nóv. 1958 Þórunn Magnúsdóftir frá Keisbakka 80 ára ÞÓRUNN Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja og ljósmóðir á Keis- bakka á Skógarströnd, átti átt- ræðisafmæli í næstliðinni viku, 19. þ. m. Hún er það merk kona og vinmörg, að vel hlýðir að geta hennar að nokkru opinberlega í tilefni afmælisins og mun mörg- um þökk í því, þótt minna kveði að en efni standa til af hennar hálfu. Þórunn er Mýramaðúr að upp- runa og ætterni, fædd að Galtar- höfða í Norðurárdal 19. nóvem- ber 1878, dóttir hjónanna Guð- rúnar Benjamínsdóttur og Magn- úsar Runólfssonar, er þar bjuggu þá, af borgfirzkum bændaættum komin. En hún var barn að aldri, þegar foreldrar hennar fluttust í Breiðafjarðardali en þangað lágu leiðir fornra Mýramanna sumra, eins og kunnugt er, og urðu af miklar sögur. Eftir nokkra við- dvöl í Miðdölum fór fjölskyld- an búferlum að Keisbakka á Skóg arströnd á Snæfellsnesi. Þá var Þórunn frumvaxta, kvenna fríð- ust sýnum, smáleit og bjartleit, snareyg, hvatleg í fasi. Á Keis- bakka kynntist hún ungum efnis- manni, er var þar fæddur og upp alinn, Jóni Loftssyni. Þau ákváðu að verða samferða lífs- leiðina. Þórunn var miklum hæfileik- um búin, b æði til munns og handa. Það þótti vel ráðið, er hún var fengin til þess að læra ljós- móðurfræðj og takast á hendur ljósmóðurstörf fyrir hreppinn. Hún lærði hjá Jónassen landlækni og var þá tæplega tvítug. Síðan var hún yfirsetukona í Skógar- strandarhreppi um fjörutíu ára skeið. Meðan hún var að námi dvaldist hún á heimili skörungs- ins Þorbjargar Sveinsdóttur hér í Reykjavík, en það var merkilegur skóli fyrir gáfaða og námgefna stúlku. Þau Jón Loftsson giftust og reistu bú á Keisbakka vorið 1906 og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Varð heimili þeirra von bráðar eitt hið fremsta þar um sveitir um myndarskap, ráðdeild og umsvif. Keisbakki er nytja- jörð góð, eins og fleiri jarðir á Skógarströnd, en þó því aðeins vel gagnsöm, að sleitulaust sé á haldið, bæði um útsjón «g elju. En húsbændunum var einskis þess vant, sem þurfti til þess að sitja erfiða jörð, og hallaðist ekki á um það. Bæði voru hjónin frá- bærir áhuga- og atorkumenn og latti hvorugt annað, enda bún- aðist þeim vel. Jörð sína húsuðu þau myndarlega og juku nytjar hennar. Þau eignuðust fimm börn, sem fljótt urðu liðtæk og þroskavænleg. Fjögur þeirra eru á lífi. Daníel, eldri sonurinn, andaðist 24 ára gamall og var mjög harmdauði, ekki aðeins for- eldrum sínum og systkinum, heldur öllum, sem til hans þekktu, því að hann var óvenju- legur efnismaður. Gunnar, yngri sonurinn, hefur átt við vanheilsu að etja, er búsettur hér í bæn- um og stundar ýmis störf. Elzta dóttirin, Sigurlaug, er húsfreyja að Ósi á Skógarströnd, gift Guð- mundi Daðasyni. Guðrún vinnur á skrifstöfu hér í Reykjavík, Þór- unn, yngsta barnið, er gift Krist- jáni Jónssyni, bæjarfógetafuli- trúa á Akureyri. Frá Keisbakka er útsýn víð og fögur. Bærinn stendur í halla, sem veit að nokkru út til Hvamms fjarðar og rís hátt yfir strand- lengju hans sunnanverða, blæ- brigðaríka með nesjum og vogum, hnjúkum og hjöllum, en eyja- klasinn í mynni fjarðarins blas- ir við og hamrahlíðar fyrir hand- an. Þarna blasir reisulegt hús við gangandi gesti, sem átti leið um ströndina fagurnefndu fyrir tutt- ugu árum. Það stóð í miklu túni, sem hjúsbóndinn hafði rutt og sléttað. Þetta var á gráum haust- degi. grös voru sölnuðs á flóum og laufmóum og túnin bleik. Það var líka tekið að hausta á Keis- bakka í öðrum skilningi, tíma- mót í aðsigi. En yfir bænum hvíldi sá blær haustsins, sem ber vitni um ávaxtasama og dáðríka önn liðins tíma. Og inni var bjart og hlýtt, sá ylur og birta, sem býr í híbýlum góðs fólks. Hús- freyjunni var tekin að förlast heilsa og þessum báðum mætu hjónum. En hún skipaði öndvegi hússins með ófölskvuðum drottn- ingarsvip og andlegt fjör henn- ar var meira í ætt við vor en haust. Hún var flestum mönn- um fróðari og minnugri og hafði hrífandi frásagnargáfu. Hún hafði þá lagt niður ljósmóður- störf, en orð fór af því, hve far- sæl hún hafði verið í því starfi og ósérhlífin. Hún hefur vafa- laust verið gædd miklum læknis- hæfileikum. En skapgerð hennar hefur líka valdið miklu um giptu hennar í starfinu, ákveðin og sköruleg framkoma, hröð og skýr hugsun, þegar skjótra úrræða var þörf. Tæpu ári síðar missti Þórunn mann sinn. Hann andaðist sum- aarið 1939. Hún brá búi vorið eítir og hefur síðan dvalizt lehgstum hér í Reykjavík og haft heimili með börnum sínum, Guðrúnu og Gunnari. Enn er hún ern, þrátt fyrir langvarandi heilsubrest, andlega vakandi og árvökur, og hefur enn sem fyrr miklu að miðla af minniviti sínu og trúar- sýn. Hún á þá sál, sem verður ávallt ung, þótt haustið silfri hærurnar. Sigurbjörn Einarsson VIKAW 8LADID YKKAR Finnbjörn Þorbergsson frá Efri-Miðvík - Kveðja „Vantar einn í vinahóp völt er lífsins glima" — Matth. f DAG er til moldar borinn Finn- björn Þorbergsson frá Efri-Mið- vík í Sléttuhreppi. Hann fæddist 29. ágúst 1893 í Efri-Miðvík, og inga og stundaði það af miklum dugnaði. — Um 1930 fer hann að stunda heimilið allt árið, bú- skap og sjósókn, ásamt húsasmíð- um hingað og þangað um hrepp- inn. Framh. á bls. 23. Ræða verzlunar- mál BERN, 25. nóv. — í byrjun næsta mánaðar mun hefjast hér ráð- stefna fulltrúa sex ríkja, sem verða munu aðilar að hinu vænt anlega fríverzlunarsvæði, en ut- an markaðsbandalagsins. Sviss- neska stjórnin hefur boðið stjórn um Bretlands, Svíþjóðar, Nor- egs, Danmerkur og Austurríkis, að senda fulltrúa til fundarins. Mun aðallega verða rætt um þau áhrif, sem stofnun markaðs- bandalagsins 1. jan. mun hafa á utanríkisverzlun landanna. Ingveldur Einarsdóttir frá Reykjum — Minning í DAG verður til moldar borin að Lágafelli Ingveldur Einars- dóttir frá Reykjum. Hún var fædd að Hellisholt- um í Hrunamannahreppi 17. júlí árið 1878, og voru foreldrar henn- ar Einar Jóhannsson, bóndi þar, og kona hans Vigdís Einarsdóttir. Ingveldur var yngst af stórum systkinahóp, og þegar hún var barn að aldri missti hún föður sinn. Brá móðir hennar þá búi og fór í vinnumennsku, og tvístr- aðist þá barnahópurinn, en Ing- veldur fylgdi móður sinni. Vandist hún því vinnu snemma eins og títt var á þeim árum. Vann Ingveldur síðan fyrir sér á ýmsum bæjum þar eystra, en síðar lá leið hennar um Þing- vallasveitiná og þaðan í Mos- fellssyeit, og var hún lengi á Minna-Mosfelli hjá systur sinni og mági. Einnig var hún um skeið í Laxnesi hjá foreldrum Nobels- skáldsins, og minntist hún oft með gleði ýmissa atvika frá Guðrún Sigurðardóttir Kveðjuorð í DAG verður borin til hinztu hvílu frú Guðrún Sigurðardóttir, Njálsgötu 100. Guðrún andaðist í Landsspítal- anum að kvöldi 19. þ.m. eftir mjög erfiða sjúkdómslegu. Guð- rún fæddist á Akranesi 26. febrú- ar árið 1915, og ólst hún þar upp. Hún var því aðeins 43 ára, er hún lézt. ólst þar upp til fullorðins ára. Foreldrar hans voru Þorbergur Jónsson og Oddný Finnbogadótt- ir — bæði komin af góðum bænda ættum þarna vestra. — Snemma tók hann þátt í dag- legum störfum heimilisins, og kom þá fljótt í Ijós atorka hans og dugnaður, bæði á sjó og landi. Árið 1917 fór hann úr foreldra húsum og tók að sér útibú Sam- einuðu verzlananna að Látrum íj Aðalvík — og reyndist mjög vel við þau störf, sem og öll önnur störf, er hann tók að sér. Þetta sama ár, um haustið, kvæntist hann Helgu Kristjánsdóttur, ætt aðri frá fsafirði. — Sambúð þeirra var stútt, aðeins tæp 8 ár, — því konan dó í júlí 1925. Þau eignuðust 4 börn, þrjár stúlkur og einn pilt, sem öll eru á lífi. Eftir að konan dó tók hann ráðskonu í eitt ár, en þá tók hann til sín foreldra sína, móðir hans sá um heimilið og börnin, en faðir hans var þá orðinn mjög heilsulítill. Árið 1927 hættir útibúið starf- rækslu, og er lagt niður — en þá flytur Finnbjörn aftur með börn sín og íoreldra að Efri-Mið- vík og býr þar móti bróður sín- um. Byggja þeir bræðurnir þar sameiginleg* gott og myndarlegt íbúðarhús. Á þessum árum var lífsbarátt- an hörð og erfitt um framfærslu, en þá ræðst Finnbjörn í það að stunda sjó á vertíðum Vestan- og Sunnanlands til að afla sér pen- Guðrún fluttist til Reykjavíkur árið 1946 og giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Herði Jónssyni, bifreiðaeftirlitsmanni, 29. júlí árið 1948. Reyndist hann henni ávallt mjög góður og um- hyggjusamur, ekki sízt, þegar mest á reyndi. Þau fluttu skömmu síðar heimili sitt að Njálsgötu 100. Þar sem sú vinátta hófst milli fjölskyldna okkar, sem aldrei bar neinn skugga á. Við kveðjustundina koma fram í hugann bjartar minningar frá þessum árum. Guðrún var ákaf- lega vel skapi farin, og ekki minnist ég stóryrða af hennar vörum og var sambýlið eins og bezt var á kosið. Hún var sér- staklega dugleg, hjálpfús og ó- sérhlífin að hverju sem hún vann. Hún var og sannur heimilisvin- ur, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Aldrei mun gleymast hin mikla ást og umhyggja, sem'hún sýndi litlu drengjunum okkar, og senda þeir henni hjartans þakklæti fyr- ir allt, sem hún var þeim. Við, sem vorum svo lánsöm að njóta vináttu hennar, eigum raunveru- lega bágt með að skilja, að hún er horfin frá okkur á miðjum aldri. Snemma á þessu ári veiktist hún og dvaldist á sjúkrahúsi að mestu síðan. Ekki æðraðist hún, þó að hún vissi að hverju stefndi, heldur treysti hún Guði og fól sig honum á hendur. Sár harmur er kveðinn að eft- irlifandi eiginmanni hennar og ástvinum öllum, en fögur minn- ing um góða konu og göfuga er huggun harmi gegn, og sendum við þeim öllum innilegar sam- úðarkveðjur. G. B. Jónsson. Leikfél. Eskifjarð- ar sýnir „Skírn, sem segir sex“ ESKIFIRÐI, 24 nóv. — Leikfé- lag Eskifjarðar frumsýndi sjón- leikinn Skírn, sem segir sex eftir Oskar Braaten hér á Eskifirði á föstudaginn. Á laugardaginn sýndi leikfélagið leikinn á Seyðis | firði og á Eiðum á sunnudaginn,1 hvarvetna fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir. Leikstjóri er Ingibjörg Steins- dóttir, en leikendur: Brynjólfur Pálsson, Alrún Clausen, Hall- dóra Guðnadóttir o. fl. Ljósa- meistari var Elías Guðnason, en Guðmundur Auðbjörnsson gerði leiktjöldin. Halldóra Guðnadótt- ir átti 35 ára leikafmæli og bár- ust henni blómvendir að því til- efni. Leikstjóra bárust einnig blómvendir. — Fréttaritari. bernskudögum skáldsins, sem alltaf var í miklu uppáhaldi hjá henni. Enda hafði hún yndi af skáldskap, og var vel hagmælt, svo að sumar vísur hennar urðu landsfrægar, eins og t.d. þessi, sem hún sendi vini sínum, Hall- dóri, er kvæðabók hans kom út: Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver, um kvæðin lítt ég hirði. En eyðurnar ég þakka þér, þær eru nokkurs virði. Ingveldur var alltaf full af gamansemi, og þannig ber að taka visu þessa. Ingveldur var kaupakona á Reykjum i Mosfellssveit um sum- arið, er foreldrar mínir fluttust þangað árið 1921. Dvaldist hún þar síðan til æviloka, að undan- teknu síðasta árinu, sem hún lifði, er hún var á Elliheimilinu Grund. Á Reykjum skapaðist fljótt gagnkvæm vinátta og virðing milli hennar og húsbændanna, sem varð að órjúfandi tryggð, er hélzt til dauðadags. Ingveldur var greind kona, glaðvær og skap góð, og aldrei minnist ég þess, að hún hallmælti nokkrum manni. Sem fyrr segir, var hún hagmælt vel og lét fjúka í kviðlingum við ótal tækifæri, og kváðust þau stundum á, faðir minn og hún, og höfðu þau bæði gaman af. Og jafnan bar hún stökur sínar und- ir hann, er henni þótti vel hafa tekizt kveðskapurinn. Ingveldur var lifandi kona, sem fylgdist vel með því, sem var að gerast í kringum hana, bæði á hinu stóra heimili og í landsmálúm, las ailtaf blöðin og ræddi efni þeirra, þótt hún hefði ekki not- ið mikillar skólamenntunar. Hún var félagslynd og lífgaði upp heimilislífið og tók þátt í störf- um kvenfélags sveitarinnar. Þó er ógetið þeirra eiginleika Ingveldar, sem mér eru minnis- stæðastir, og ég og systkini mín urðum mest aðnjótandi, en það var barngæzka hennar. Við börn- in áttum alltaf öruggt skjól hjá henni, ef eitthvað amaði að okk- ur. Hún kunni ógrynni af sögum og ævintýrum, kvæðum, sálmum og þulum, sem hún jós óspart af fyrir börnin. Mörg voru þau líka kvöldin, sem hún sat við rúm- stokk okkar og svæfði okkur með sögum eða að hún söng fyrir okkur kvæði og rímur, því að hún var söngelsk mjög. Seinna urðu börn mín einnig aðnjótandi þessara góðu eigin- leika Ingveldar, er hún dvaldist um 5 ára skeið á heimili mínu, þegar foreldrar mínir dvöldust í Noregi. Ingveldur lifði löngu og fullu lífi. Hún átti erfitt uppdráttar í æsku, og alla ævi Vann hún sín störf af dyggð og trúmennsku. Hún naut lífsins, sem hún lifði, og eignaðist trygga vini og á- vann sér traust allra, sem kynnt- ust henni. Nú þegar hún hverfur héðan eftir langt og vel unnið starf, kveð ég hana með þökk- um, fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu. Henni fylgja hlýjar hugsanir allra, sem kynntust henni. Jóhannes Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.