Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. nóv. 1959
M O R C l’IV Tt l A Ð 1 Ð
17
— Hestar
Framh. af bls. 8.
þeirra biðu ýms örlög, og hlut-
skipti flestra, er lifandi náðu leið
arenda hafi orðið þrælkun í kola-
námum Breta og annarra þjóða.
— Þótt ótrúlegt megi kallast þá
var almenn ánægja með þessi
viðskipti, og sennilega fáar radd
ir heyrist um það, að allt væri
ekki í stakasta lagi, og hags-
munir góðir fyrir bændur og búa
lið, þó mér hins vegar detti í hug,
að slíkir blóðpeningar hafi orðið
til lítillar blessunar.
Um árabil tók svo fyrir þennan
atvinnurekstur, þar til fyrir fá-
um árum að hrossabraskið skýt-
ur upp kollinum á ný, og hreinn
áróður er hafinn í sölumálum Og
útflutningi íslenzkra hrossa. —
Ferðast var vítt um lönd og ís-
lenzki hesturinn boðinn fram á
hinum furðulegustu forsendum.
Mörg lönd og viðskiptavinir
komu þar til greina, jafnvel
Italía og Spánn, þar sem vitað
er, að „Dyrplageri" stendur með
hvað mestum blóma. Salan hefir
þó sem betur fer ekki gengið svo
greitt, og virðast aðrar þjóðir
vera sjálfum sér nógar með
hrossaeign sína, án hjálpar ís-
lendinga. — Bretar hafa nú á
annan hátt um kolavinnslu sína,
en ef til vill eiga Spánverjar,
sem eru á eftir tímanum um eitt
og annað, einhverja námuholu
þar stinga mætti niður íslenzkum
fjallahesti, eða að öðrum kosti
gætu þeir leyst af hólmi hin út-
pískuðu múldýr þeirra, er strit-
ast þar um grýttar slóðir með
drápsklyfjar sínar. — Út skulu
hestarnir hvað sem tautar. —
Eitt sinn átti að gefa Elísabetu
Bretadrottningu nokkra gæðinga
í þakklætisskyni fyrir löndunar-
bannið sæla, er þá stóð sem hæzt.
Öðru sinni hlotnaðist íslending-
um sá sómi, að dauðadrukknum
enskumælandi jarli var draslað
á bak einum hinna íslenzku gæð-
inga og þótti sú tilraun takast
svo vel, að vonir stóðu til að
skapast mundi markaður, til af-
nota fyrir fleiri ölkæra aðals-
menn. Síðast er það svo Gráce
litla Kelly og fursti hennar sem
mestum Ijóma sló á hugi hrossa-
sölumanna.
Eru íslendingar í raun og veru
þeir „snobbar“ að slíkir at-
burðir og fréttir sem þessar
finnist þeim yfirleitt í frásögur
færandi? — Eins og áður fyrr
er mikil og almenn ánægja með
útflutningsmöguleikana. — Pistl
ar streyma inn úr ýmsum áttum
til áróðurs fyrir „Úrsúlurnar"
tvær og vini þeirra á íslandi,
málsmetandi menn og félagssam
tök lofa og prísa bjargráðin.
Hvaða sjónarmið ráða hér mestu
um er vandséð, ábatavon fyrir
þjóðarbúið getur verið um að
íæða, þar sem söluverð til út-
flutnings mun vera mjög svipað
og bændur fá á innlendum mark-
aði, og er það sannarlega engin
neyðarkostur fyrir þá að hagnýta
sér það. Framboð á tryppakjöti
er heldur ekki meira en svo, að
í kjötbúðum bæjarins fæst það
aðeins endrum og eins. Hins veg-
ar munu gjaldeyristekjur sem
þessar vart nema meiru en kaup-
verði tveggja til þriggja crom-
randaðra skrautbifreiða. — Og
líti maður i búðarglugga hér í
Reykjavík og sjái allt það skran,
er flutt er inn fyrir erlendan
gjaldeyri, sýnist næsta fráleitt að
fylla þá hít með því að fórna
blessuðum hestunum okkar.
Mér skilst, að nú sé komin til
sögunnar Úrsúla no. 2, eða ef til
vill hefir hún alltaf verið no. 1,
verzlunarkonan duglega og
hjartagóða, er bjarga vildi fol-
öldunum dauðadæmdu. — Víst er
það óskemmtileg tilhugsun að
leggja að velli slík ungviði, en
hvað um öll lömbin litlu, kálf-
ana og allt annað, engin heyrist
berja sér á brjóst yfir þeim. Eða
fylgir það ekki einnig þýzkum
landbúnaði að slátra þurfi bú-
peningi, því þá þessar áhyggjur
,,businesskunnar“ útaf folöldum
okkar? Hún virðist nú líka hafa
verið fljót að venda sínu kvæði
í kross. Folöldin seljast nefni-
iega illa, heldur vill fólkið full-
orðin hross. Gleymd var nú öll
umhyggjan fyrir folöldunum, nú
skyldu þau uppalast þrjú til
fimm fyrstu ár ævi sinnar í þeim
kvalastað er heimaland þeirra
taldist vera. Það væri líka synd
að segja að ekki fylgdu þessum
sölugripum góðar bænir og með-
mæli þess fólks, er sölumálin
hafa með höndum. — Þau þurftu
svo sem ekkert fóður, þol þeirra
til stritvinnu reyndist næstum
endalaust og harka og útigangur
sakaði þau ekki hið minnsta. Má
segja þetta gott veganesti, er
kynna þurfti þessa verzlunar-
vöru frá hinum umhyggjusömu
dýravinum, en allt er þetta al-
rangt skrum. Allir, er alið hafa ís
lenzka hesta vita fullvel, að þeir
þurfa mat sinn og fóður í fullu
samræmi við stærð sína, um þol
þeirra mun vera svipað að segja,
og áhrif kulda og útgangs eru
okkur of vel kunn til þess að við
óskum þeim þess hlutskiftis. —
En hitt er svo annað mál, að séu
g'erðar tilraunir á þessum dýrum,
hve mikið þau þola af harðýðgi,
skorti og illri meðferð, að þá
getur dauðastríð þeirra orðið
ótrúlega langt. Nú vil ég ekki
halda því fram, að hrossin okkar,
er send eru úr landi fari öll í
einhverja kvalastaði. Auðvitað
lenda þau hjá mismunandi fólki
og hljóta misgóðan aðbúnað eins
og gengur. Þjóðverjum mun sem
fleiri menningarþjóðum löngu
hafa skilizt það, að þeirra sómi
er ekki minnstur við það, að búa
vel að búpeningi sínum. — En
er það þá frágangssök, að þessi
sömu hross geti átt góða ævi í
heimalandi sínu? Er það opin-
berlega játað og skriftað að okk-
ur íslendinga skorti bæði skiln-
ing, vilja og getu til þess að fara
með skepnur?
Það væri raunaleg staðreynd
og léleg landkynning. En hvað
um loftslag, fóður og margra
alda aðlögun eftir umhverfi og
staðháttum, mundi ekki mörgum
íslenzka hestinum verða erfið
ævin í ofsahita hinna suðlægu
landa Ítalíu og Spánar? — Það
er vitað að meðferð hrossanna
okkar er mjög ábótavant, og þó
að þau illu tíðindi gerðust að út-
flutningur þeirra hæfist á ný,
væri það engin lausn á því vanda
máli. — Að vísu græddu nokkrir
braskarar á því vænan pening
sér að kostnaðarlitlu, en almennt
yrði ástandið óbreytt. — Er talað
er svo mjög um hina góðu ævi er
biða hrossana okkar í framandi .
löndum, því þá ekki að líta sér r
nær og vinna að því að ævi
þeirra breytist til batnaðar í
heimalandi þeirra. Hvað um hið
svokallaða fóðurbirgða eftirlit,
nær það einnig til hrossanna
er setja skal á til vetrar? — Hafa
verið settar um það reglur og lög,
hve mikið fóður skuli ætla
hverju einasta hrossi, eða eru
yfirleitt gerðar kröfur til þess, 1
að menn viti svo glöggt tölu i
hrossa sinna, sem þó mun vera
næsta nauðsynlegt, er setja skal
á heyjaforðan. Hefir það verið
tekið upp í hegningarlöggjöfina,
hvernig fara skuli fram við þá
þá menn, er tryggja ekki hross
um sínum sem öðrum búpeningi
nægan vetrarforða og húsaskjól?
Gömul hefð er sterk og í skjóli
bennar er illur verknaður einatt
talin góður og gildur. — Er það
í raun og veru svo, að slík mál
sem þessi komi ekki inn á verk-
svið hrossaræktar-ráðunautarins.
Það er leitt til þess að vita, að
þeir menn, er tekið hafa sér for-
ystuhlutverk í þessum hrossasölu |
málum, eigi ekki á því annan
skilning og hug en þann, er
fram hefir komið. Ýms atriði þess
hafa verið rædd, svo óþarft er að
endurtaka það, en sannleikurinn
er sáf að Dýraverndunarfélag ís-
lands og fleiri velunnarar dýr-
anna, hafa orðið að standa um
það vörð að réftur þeirra væri
ekki með öllu borin fyrir borð,
og að ekki væri hafður á sá gamli
háttur, að ætla ekki hrossunum
annan né betri aðbúnað, í lang-
ferð sinni en um dauða vörusekki
væri að ræða. — Dýraverndunar-
félagið á þakkir skilið fyrir þau
röggsamlegu afskipti, og svo
þeir þingmenn er á síðasta Al-
þingi fengu samþykkta hina nýju
reglugerð um aldur og útflutn-
ingstíma hrossanna, og munu
ekki hafa verið í þeim hópi marg
ir af talsmönnum bændasamtak-
anna, en aftur á móti standa þeir
nú að því, að þessi þarfa reglu
gerð er brotin og breytt strax
á fyrsta ári, og áður en hún kom
til framkvæmda, og sem varð
þess valdandi, að hrossa hópur-
inn, er ýtti úr vör um mánaðar-
mótin, hefir fengið ofsalegt nóv-
ember veður í hafinu. Hver fæst
um það? En spurningin er þessi,
til hvers eru settar reglur og
samin lög, með ærnum kostnaði
og málaþrasi, er á næsta leiti
standa pólitiskir hentugleika sinn
ar og eigin hagsmuna menn, er
hafa það í hendi sinni, að breyta
öllu í dag, er boðað var í gær.
íslenzkir hestar eiga að lifa og
deyja í landi sínu, við bættan að-
búnað og góð lífsskilyrði. Því
skyldu íslenzkir menn stritast við
að rækta og ala upp hross fyrir
aðrar þjóðir til skrípaleikja fyrir
krakka þeirra og unglinga? —
Fólkið í landinu hefir frá ómuna-
tíð átt sínar beztu unaðsstundir
í samfélagi við hestinn sinn, og
svo mun enn geta orðið, kennum
unga fólkinu að meta íslenzka
hestinn og umgangast hann sér
til marinbóta, sem skyni gædda
veru og félaga, en ekki sem dauð-
an hlut eða vél, er þjösnast má
með eftir vild og upplagi.
Reykjavík, 6. nóv.
Sigurlaug Björnsdóttir.
Bif reiðavöru r
Flautur 6 og 12 Volt. Gúmmímottur, Aur-
hlífar, Stuðaratjakkar, Felgujárn, Pumpur,
Geymakaplar, Þráðasett, Pedalagúmmí, Grugg
kúlur, Framluktir, Speglar, Glitbönd og augu,
Dynamóar, Startarar, Anker, Cutout þétti-
kantar, Kapalskor, Kertaliettur, og fleiri vörur
til bíla.
Verzlun
Friðriks Bertelsen
Tryggvagötu 10 — Sími 12-8-72.
Verzlunarhúsnæði óskast
til leigu við Laugaveg, Bankastræti eða Austur-
stræti. Tilboð sendist á afgr. blaðsins fyrir næstk.
miðvikudag merkt: „Verzlun — 7380“.
Nýkomið
hinir margeftirspurðu stjörnuloftskermar eru komnlr
í 5 stærðum. Einnig draglampar í loft margir litir.
SKEKMABÚÐIN Laugaveg 15. Sími 19635.
Snœfellingafélagið
SPILAKVÖLD félagsins verður í Tarnarcafé föstu-
daginn 28. nóv. kl. 8,30 (Fyrra kvöldið í keppninni).
Skemmtiatriði — Dans.
í BÚÐ
3ja til 4ra herb. íbúð óskast til leigu nú
þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt:
„7379“.
H afnarfjörður
Vantar börn, unglinga eða fullorðna nú
þegar til blaðbuirðar í
SUÐURGÖTU II hluti
Talið strax við afgreiðsluna, Álfaskeið 40.
Sími 50930.
Eins og tveggja manna
svefnsófar
með svampgúmmí.
Létt sófasett
með lausum svampgúmmí púðum.
Einnig stakir stólar og sófaborð.
Húsgagnaverzlunin
Grettisgötu 46 — Sími 22584.
REDEX
BIFREID/VSTJÓRAR
losriið við hið leiða sótglamur
úr vélinni. Notið
REDEX
sóthreinsunarolíu saman við
benzínið.
Verzlun Friðriks Bertelsen
Tryggvagötu 10.
Hotel Kongen ai Danmark — Köbenhavn
HOLMENS KANAL 15 C. 174
Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00.
1 mðborginni — rétt við höfnina.