Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.1958, Side 22
22 MORGVTSBL AÐIÐ Fimmfudagur 27. nóv. 1958 Hér sjást nokkrir af þingfulltrúunum á 26. þingi ASÍ. Á þessari mynd eru nokkrir af fulltrúum Iðju. í gær var búið að samþykkja kjörbréf 332 fulltrúa úr 146 verkalýðsfélögum. - Þing ASÍ Framh. af bls. 3 hafí magnað til samningsupp- sagna og verkfalla á þéssu ári. Sameinað vald atvinnurekenda og vinstri stjórnar Þar er heldur ekkert minnzt á undarlegt framferði ríkisvalds- ins gagnvart hásetum og kyndur- um á farskipum, er þeir áttu í kjarabaráttu. Þá hafði Jónas Haraldz hagfræðingur verið feng inn til að rannsaka hvort kjör kyndara og háseta hafi rýrnað. Hann komst að því, að þau hefðu tvímælalaust rýrnað verulega umfram kjör annarra launþega. | En ríkisstjórnin lagði strangt bann við því, að bréf Jónasar Haraldz yrði birt. Þrátt fyrir þetta unnu sjómenn glæsilegan sigur gegn sameinuðu valdi at- vinnurekenda og ríkisstjórnar, sagði Pétur Sigurðsson. Enn minntist Pétur Sigurðsson á þá ósæmilegu framkomu að ráðast í skýrslu sinni sérstaklega á einn stjórnmálaflokk, og það á mjög ómaklegan hátt, Hins vegar væri það ekki gagmýnt í skýrslunni, þó voldugasti auð- hringur landsins SÍS hefði spúð stórupphæðum til áróðurs á stjórnmálastarfsemi í verkalýðs- félögunum. Spurði Pétur, hvort eitthvað samband væri á milli þess að kommúnistar þegðu um Hamrafellshneykslið og hins, að kádiljálkar Hermanns, Vilhjálms Þórs og annarra Framsóknarbur- geisa væru að þeirra áliti stéttar- leg farartæki við kosningar í verkalýðsfélögum. Eða hvort að það væri stéttarlegt að fara í Tjarnargötu 20 og leita stuðnings hinnar nýju stéttar alþýðuheild- salanna, eins og Baltic Trading Company eða hjá ísbarafulltrú- unum. Skoðanir Hannibals breytast eftir því hver vill virða hann Næst gerði Pétur Sigurðsson fundarheimi það til gamans að lesa nokkrar setningar úr ræðu, sem Hannibal Valdimarsson hafði flutt fyrir 10 árum og fordæmdi hann þá skemmdarstarf kommún- ista í verkalýðsfélögunum. Síðan spurði hann: En hvað hefur breytt síðan afstöðu Hannibals til kommúnistanna? — Jú, Hanni bal var á eyðimerkurgöngu og kommúnistar tóku hann að sér og nota hann nú eins og brezkir landhelgisbrjótar nota nautshúð- ir til að breiða yfir nafn og núm- er. Næst megum við e. t. v. vænta þess, að sjá hann í Framsóknar- fjósinu. Að lokum sagði Pétur Sigurðs- son, að með forsetakosningunum í gær hafi samstarfi við Sjálf- stæðismenn verið hafnað. Kveðst hann vilja benda þingheimi á það, að um helmingur þjóðarinn- ar fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum, þar á meðal öflugar sveitir launþega, bæði innan Al- þýðusambandsins og utan þess. Það gæti verið varasamt að ætla sér að setja svo marga út í horn. Þeir gætu þá farið að gera ein- hverjar gagnráðstafanir. Ræða Hermanns Guð- mundssonar Næstur talaði Hermann Guð- mundsson frá Hafnarfirði. Hann sagði, að er honum hefði borizt skýrsla forseta A.S.Í. hafi hann verið mest hissa á því, hve tæt- ingsleg og samhengislaus hún væri. Þetta væri þó aukaatriði, aðalatriðið væri efni hennar. Hún bæri það með sér að ýmsu leyti, að samskipti Alþýðusambandsins og ríkisvaldsins hefði verið vin- samlegri en nokkru sinni áður. Ekki væri heldur hægt að segja að kyrrstaða væri í sambandinu, það hefði margt gert, en líka lát- ið margt ógert. Hermann sagði, að sig sóiði það ætíð, að fyrir 10 árum hefði ASÍ verið svift óskorðuðum áhrifum yfir dagskrá útvarpsins 1. maí, þótt fjöldi annarra og minni sam taka fengi slíka dagskrá á há- tíðisdögum sínum. Taldi hann, að ASÍ ætti að leggja áherzlu á að fá þetta leiðrétt. Annað sem hann nefndi var að þegar verkalýðsfélög væru að hefja kjarabaráttu, þá skorti þau oft hagfræðileg rök fyrir kröfum sínum. Kvaðst hann fagna því að nú væri hreyfing í þá átt að lag- færa þetta. Hann gagnrýndi það og að erindrekstur ASÍ hefði ver- ið fullkomlega vanræktur síðasta kjörtímabil. Hermann Guðmundsson ræddi og um afgreiðslu efnahagsmál- anna í 19-manna nefndinni, og það sem segir í skýrslu forseta að tillögurnar hefðu verið af- greiddar með öllum atkvæðum gegn einu. Kvaðst Hermann hafa verið þessi eini, sem greiddi at- kvæði gegn þeim, ekki þó vegna þess að hann viðurkenndi ekki nauðsyn efnahagsmálaaðgerða, heldur af því að hann hafði það veganesti frá síðasta þingi ASÍ að hann teldi sér ekki með nokkru móti fært að samþ. tillög urnar. En þing ASÍ lýsti því sem lágmarksskilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjórnina, að ekkert væri gert, sem skerti lífskjör almenn- ings og enginn gengislækkun yrði gerð til að mæta þörf sjávarút- vegsins. í samræmi við þetta kvaðst hann hafa markað sína afstöðu. Óháttvísi Hannibals Að lokum vék Hermann Guð- mundsson að þeirri óháttvísi Hannibals Valdimarssonar, að gera í skýrslu sinni árás á einn stj órnmálaflokk, Sj álfstæðisflokk inn. Hermann kvaðst hafa tekið eftir því, að þegar Hannibal var að lesa kafla úr þessari skýrslu langt fram á nótt, hefði hann sýnt þá háttvísi að lesa ekki þennan kafla. Hann hefði átt að sýna enn meiri háttvísi og bírta kaflann ekki í skýrslunni, því að það væn enginn vegur að loka einn flokk frá starfi í verkalýðssam- tökunum meðan lýðræði væri enn viðurkennt. Taldi hann að það væri einmitt fyrir slíkar til- raunir til að útiloka vissa flokka, sem verkalýðshreyfingin stæði nú á he. jarþröm og hlyti slíkt að verða til að veikja sambandið. Sagði Hermann að matið á því, hverja velja ætti til forystu í verkalýðshreyfingunni, ætti ekki að fara eftir því hvaða flokki hann fylgdi, heldur hvernig hann starfaði fyrir sitt félag og verka- lýðssamtökin í heild. Hannibal svarar Næstur talaði Hannibal Valdi- marsson til að svara ýmsu af því, sem fram hefði komið. Hann tók nú til við að afsaka að skýrsla sú, sem hann hefði tekið saman væri ekki eins vel gerð og æski- legt væri. Ástæðan fyrir því væri sú, að hann hefði verið frá störfum vegna veikinda all lengi og hafi hann orðið að taka hana saman á einni viku og því ef til vill ekki gefizt tóm til að afla ýmissa gagna. Kvaðst hann vilja biðja afsökunar á þessu. Hann játaði að gagnrýni Jóns Sigurðs- sonar væri rétt, að fallið hefði niður niðurstöður atkvæða- greiðslu í 19-manna nefndinni. Þá kvaðst Hannibal játa, að erindrekstur hefði verið lítill, þó bæri þess að geta að hann hefði verið meiri en reikningsliðir sýndu, vegna þess að hann sjálf- ur oe aðrir starfsmenn ASÍ sem eru á föstum launum hjá sam- bandinu, hefðu framkvæmt mik- inn erindisrekstur án þess að taka nokkra sérstaka greiðslu Hannibal taldi að Alþýðu- flokknum hefði ekki verið sýnd- ur lítill sómi, er semja átti um nýja sambandsstjórn á síðasta þingi ASÍ. f henni hefðu átt að vera 9 menn. Það voru: 3 komm- únistar, 3 Alþýðuflokksmenn og 3 brottrækir Alþýðuflokksmenn. Varðandi þá frásögn Jóns Sig- urðssonar, að rætt hefði verið um það milli fulltrúa Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandalagsins að stofnuð yrði stéttarlega sterk sambandsstjórn en ekkert hefði gengið, sagði Harinibal, að það væri ekki hægt að semja um myndun nýrrar stjórnar ASÍ fyrr en þing kæmi saman. Þar ríkti lýðræði og aðeins þingið sjálft gæti ákveðið þetta. Að lokum ítrekaði Hannibal árásir sínar á Sjálfstæðisflokkinn en gat ekki svarað ásökunum Pét- urs Sigurðssonar um það, að SÍS Framsóknarforkólfar og ísbarón- ar hefðu lánað kommúnistum kádiljáka til smalamennsku í verkalýðsfélögunum. Nazistagrýla Dagsbrúnarmanns Þá tók til máls Árni Ágústsson, fulltrúi í Dagsbrún. Hann sagði, að nú þegar verklýðshreyfingin væri orðin sterk þá leituðu til hennar ýmis öfl, sem væru henni fjandsamleg og girntust völdin í henni. Hann sagði, að íhaldsflokk ar ættu ekkert erindi inn í verka lýðshreyfinguna en að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði verið byggður upp að fyrirmynd nazista. Þegar nazistar náðu völdum í verka- lýðshreyfingunni, vörpuðu þeir foringja verkamanna í fangelsi. Þetta sagði Árni að Sjálfstæðis- menn ætluðu að gera þegar þeir hefðu náð völdum í verkalýðs- félögunum. Þá réðst Árni Ágústsson harka lega á nefndarálit í skipulags- og lagamálum, sem hefur verið út- býtt meðal fundarmanna og sagðist aldrei hafa séð ómerki- legra plagg. Sex kjörbréf samþykkt Nú var þessum almennu um- ræðum frestað í bili meðan Snorri Jónsson, framsögumaður kjörbréfanefndar, flutti fram- haldsnefndarálit. Skýrði hann frá því, að kjörbréfanefnd hefði orðið sammála um að leggja til við þingið, að 6 kjörbréf til við- bótar yrðu tekin gild. Um 2 þeirra var enginn ágreiningur, þar sem engin kæra hafði borizt. Það var um Svein Jóhannsson, fulltrúa verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar, er kemur inn sem varamaður Hartmanns Pálssonar og Ketils Jónssonar, fulltrúa Bif reiðastjórafélagsins Fylkis í Keflavík. Um kosningu fjögurra fulltrúa höfðu borizt kærur, en í ljós kom við rannsókn að þar var um óveruleg formsatriði að ræða eða að haldnir höfðu verið 2 kjör- fundir og nefndin ósammála um hvor þeirra hefði verið lögmæt- ur. Voru þetta kjörbréf Aðal- steins Jónssonar, í verkalýðsfé- laginu Afturelding á Hellissandi, Guðmundar Ólafssonar í verka- lýðsfélagi Vatnsleysustrandar, Andrésar Ingibergssonar í félagi Rakarasveina og Jóns Þorgils- sonar í Verzlunarmannafélagi Rangárvallasýslu. Voru kjörbréf þessara fulltrúa samþykkt og höfðu þá alls verið samþykkt kjörbréf 332 fulltrúa frá 146 verkalýðsfélögum. En enn hafði samkomúlag ekki náðst um kjörbréf Félags ís- lenzkra hljómlistarmanna, Tré- smiðafélags Reykjavíkur, Verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, og Verka- mannafélags Rangæinga á Hellu. Kjörgögn höfðu enn ekki borizt frá Verkalýðsfélagi Svalbarðs- strandar, verkalýðsfélaginu Herði í Hvalfirði og Verkamannafélag- inu Dftnonar í Rangárvallasýslu. Engin svik Enn var hinum almennu um- ræðum haldið áfram og tók næst- ur til máls Björgvin Sigurðsson, fulltrúi Bjarma á Stokkseyri. Hann sagðist hafa kvatt sér aðallega hljóðs til að mótmæla staðhæfingum um að það hafi verið svik að stinga upp á og kjósa annan mann sem annan varaforseta, en fulltrúar komm- únista Alþýðuflokks og Sjálf- stæðismanna höfðu komið sér saman um. Kvaðst Björgvin hafa stungið upp á Kristni B. Gísla- syni, enda hefði hann á alls eng- an hátt verið skuldbundinn. Hafi einhverjir komið sér saman um að kjósa einhvern ákveðinn, þá séu þeir núna reynslunni ríkari að fulltrúar á þingi ASÍ væru ekki sálarlausar atkvæðavélar. Því næst réðst Börgvin mjög harðlega á Sjálfstæðisflokkinn og sagði að vinstri flokkarnir ættu að standa saman gegn hon- um á Alþýðusambandsþingi, alveg eins og þeir stæðu saman gegn honum í ríkisstjórn. Sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið fjandsamlegur verka lýðnum í hverri einustu vinnu- deilu, sem háð hefði verið hér á landi. Aldrei væri hann þó hættu legri en einmitt þegar hann hefði eignazt nokkra málsvara innan verkalýðssamtakanna. Að lokum lýsti Björgvin hrifningu yfir störfum sambandsstjórnar og Hannibals Valdimarssonar, sem hann taldi heiðarlega. Samningum um forsetakjör lýst Næstur talaði Guðmundur Björnsson, framsóknarmaður frá Stöðvarfirði. Hann réðst aðal- lega á Alþýðuflokkinn. Sagði hann að ef Framsóknarflokkur- inn hefði ekki tekið Alþýðuflokk inn upp á sína arma, þá væri hæpið að hann hefði komið nokkrum manni á þing, hvað þá í ríkisstjórn. Nú þakkaði Alþýðu flokkurinn þennan stuðning með því að gera bandalag við Sjálf- stæðisflokkinn í verkalýðsmál- um. Skýrði Guðmundur Björnsson frá samningaumleitunum, sem fram hefðu farið í gærdag um samstarf vinstri flokkanna við kosningu á forsetum þingsins. Sagði hann, að Alþýðuflokkur- inn hefði ekkert viljað ræða við framsóknarmenM um þetta. Þeir vorú ekki til viðtals. Þá komum við til þeirra eftir að hafa rætt við fulltrúa Alþýðubandalagsins og buðum þeim að Alþýðuflokk- urinn skyldi fá aðalforseta, Al- þýðubandalagið 1. varaforseta og framsókn 2. varaforseta. Ef þeir vildu þetta ekki, þá mætti eins haga þessu svo, að Alþýðubanda lagið fengi aðalforseta en Al- þýðuflokkurinn 1, og 2. varafor- seta. Þá kom upp úr kafinu, að Al- þýðuflokksmenn kváðust aðeins geta sætt sig við að kommúnistar fengju aðalforseta, Alþýðuflokk- urinn 1. varaforseta og Sjálfstæð ismenn 2. varaforseta. Framsókn armenn lýstu því þá yfir, að fyrri tvær tillögurnar gætu þeir ekki samþykkt, en myndu stilla upp manni gegn Sjálfstæðismannin- um. Sagði Guðmundur, að ef um einhver svik væri að ræða hér, þá gæti Alþýðuflokkurinn engum kennt um nema sjálfum sér. Hér hefði enginn svikið neitt, því all- ir hefðu haft óbundnar hendur. Kommúnístaerindreki minntist ekki á pólitík Þá tók til máls Ásgrímur Ingi Jónsson frá Borgarfirði eystra. Hann mótmælti því, að stéttar- lega sterk stjórn þyrfti að vera með foringjum stærstu verka- lýðsfé'laganna. í hana ætti að kjósa þá menn, sem bezt yrði treyst, hvort sem þeir hefðu for ystu stórra eða lítilla félaga. Hann sagði að ræða Péturs Sig- urðssonar hefði verið samin á skrifstofu Sj álfstæðisflokksins. Næstur talaði Tryggvi Helga- son, kommúnisti frá Akureyri. Hann sagði m.a., að í erindrekstri er hann hefði annazt á vegum ASÍ, hefði hann ekki verið í nein um sérstökum erindrekstri, hann hefði aðeins rætt verkalýðsmál en ekkert komið inn á pólitíkina. Klukkan 9 í gærkvöldi var fundur settur að nýju og haldið áfram umræðum þar sem fyrr var frá horfið. Fyrstur tók til máls Pétur Sigurðsson, en þá Þorvaldur Ólafsson. Þar næst talaði Ólafur Friðriksson í fimm stundarfjórðunga. Kom hann víða við í ræðu sinni, sem sner- ist þó mest um landbúnað. Að ræðu Ólafs lokinni stóð upp Björn Guðmundsson og lýsti yf- ir óánægju sinni yfir störfum þingsins. Kvaðst hann hafa hald- ið, að þingsins biðu alvarleg verkefni, en nú væri þingtíman- um eytt í þarflaust hnútukast, sem ekki léiddi til annars en tor- velda samkomulag um megin- málin. Lagði hann til að ræðu- tími manna yrði skorinn niður og auk þess, að einhver af sér- fræðingum ríkisstjórnarinnar kæmi á þingið og segði fulltrúum hvernig efnahagsmál þjóðarinn- ar stæðu, því að þau mál myndu ætluð þinginu til úrlausnar. Var nú skorinn niður ræðutími manna og tóku þá til máls Gunn- ar V. Fredriksen, Jóhann Möll- er, Guðjón Sigurðsson og Einar Hafberg. Báru þeir allir fram gagnrýni á stjórn ASÍ síðasta kjörtímabil, en vegna rúmleysis í blaðinu er ekki unnt að gera ræðum þeirra nánari skil. Lítil síldveiði við N-írland HAFNARFIRÐI. — Blaðið fékk þær upplýsingar í gær hjá Jóni Gunnarssyni útgerðarmanni, að Haförninn, hinn nýi bátur, sem hann keypti hingað til lands síð- astliðið vor, hafi nú um skeið verið við síldveiðar við vestur ír_ land, en þangað var báturinn leigður til fyrirtækis nokkurs í bænum Killybegs. Var í ráði að hann yrði þar um mánaðartíma við síldartilraunir, en á þessum slóðum veiddist töluvert magn af síld í fyrra. — Af síldveiðum á þessum slóðum er það hins vegar að segja nú, að þær hafa að mestu brugðizt, og hefir Haförninn á þeim hálfa mánuði, sem hann hef ir verið á veiðum, aðeins fengið eitt kast, sem að vísu var 400— 500 mál. — Kveðzt skipstjórinn, sem er Sæmundur Þórðarson, vera um töluvert magn af síld innan þriggja mílna landhelginn ar en lítið sem ekkert fyrir utan línu. — G.E.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.