Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 24

Morgunblaðið - 27.11.1958, Síða 24
VEORIÐ Hvass suð-austan. Rigning. í>ríjimíítíií>tíö 272. tbl. — Fimmtudagur 27. nóvember 1958 Kvennasíða BIs. 11 Kommúnistar hættir að verja afglöp Hannibals - en Fram- sókn tekur hann upp á sma arma Harbar deilur á þingi ASI i gærkvoldi 1 ALLAN GÆRDAG stóðu harðar og miklar umræður á þingi Alþýðusambandsins. Einna mesta athygli hefur það vakið, að í öllum þessum vmræðum hafa engir af helztu forustumönnum kommúnista haft sig í frammi til að verja aðgerðir síðustu sambandsstjórnar og Hannibals Valdimars- sonar. Þeir einu, sem hafa borið í bætifláka fyrir Hannibal og reynt að verja afglöp sambandsstjórnarinnar, eru Hanni- bals sinnar eins og Björgvin Sigurðsson á Stokkseyri og Árni Ágústsson í Dagsbrún og einn Framsóknarmaður austan af fjörðum. Er þetta svo eftirtektarvert á þinginu, að menn eru farnir að velta því fyrir sér, hvort Hannibal sé nú kominn í ónáð hjá kommúnistum en kominn í Framsóknarfjósið. Er mörgum getum annars leitt að þessu meðal fulltrúanna. Af umræðum í gær vakti einna mesta athygli yfirlýsing Jóns Sigurðssonar, eins helzta forustu- manns Alþýðuflokksins á þingi, að atburðirnir í fyrrakvöld, þeg- ar kommúnistar sviku gerðan samning, spáði ekki góðu um samstarf á þessu þingi um mynd- un sterkrar stjórnar. Alþýðu- flokkurinn hlyti óhjákvæmilega að íhuga, hvort hægt væri að treysta kommúnistum í nokkru, eða gera við þá samninga. Frá umræðum á þinginu í gær er annars sagt inni í blaðinu. Um miðjan dag í gær var kjör- bréfanefnd sammála um að mæla með samþykki 6 kjörbréfa og samþykkti þingheimur það. Er þá búið að samþykkja kjörbréf 332 fulltrúa frá 146 verkalýðsfé- lögum. Ágreiningur var enn um kjör- bréf fulltrúa frá Félagi hljóm- listarmanna, Trésmiðafél. Reykja víkur, Verkakvennafél. Snót í Vestmannaeyjum, Verkalýðsfé- laginu Jökli í Ólafsvík og Verka- mannafélagi Rangæinga á Hellu. Hins vegar hafa kjörgögn ekki borizt frá Verkalýðsfélagi Sval- barðsstrandar, Verkalýðsfélaginu Herði í Hvalfirði og Verka- mannafélaginu Dímon í Rangár- vallasýslu. í gær voru lögð fram á þinginu drög að ályktun um atvinnumál frá atvinnumálanefnd þingsins. _______________a__ Árnesingafélagið minnist 40 ára fullveldis íslands ÁRNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja vík minnist 40 ára afmælis full- veldisins með samkomu í Tj arnar kaffi sunnudaginn 30. nóvember n.k. — Samkoman hefst ki. 20:30. — Meðal annars, sem þar fer fram, má nefna, að Grímur Þor- kelsson skipstjóri flytur ræðu. Þá munu þeir Gestur Þorgríms- son og Haraldur Adólfsson flytja skemmtiþátt. Árnesingafélagið hefir á undan- förnum árum jafnan minnzt full- veldisins. Að þessu sinni verður sérstaklega vandað til dagskrár samkomunnar vegna 40 ára af- mælisins. Síðusfu fréttir Kjörbréf fulltrúa smiðafélagsins samþykkt einróma á þingi ASÍ Jólaeplin eru komin til landsins. — Eftir mikið stapp, að því er virðist, tókst eftir lokun í gærkvöldi, að koma verðinu á þau. En um allan bæinn lagði eplalyktina í gær. Börnin höfðu enga ró í sínum beinum allan liðlangan daginn: Hvenær koma eplin? var spurning, sem þúsundir barna spurðu kaupmenn bæjarins. En í dag hefst sem sé sala eplanna af fullum krafti. Eplin eru í þrem verð- og gæðaflokkum, frá kr. 11.50, í næsta kr. 15.50 og hin frægu Deliciousepli kosta kr. 17.50 kílóið. — í gær- kvöldi var unnið langt fram á kvöld hjá Silla & Valda í Aðal- stræti, við að vigta upp úr eplakössunum, hina ljúffengu ávexti. Hér á myndinni er Sigurjón Þóroddsson, verziunarstjóri, rétt búinn að opna einn jólaeplakassann. Nærstaddir horfa nærri því hugfangnir á! Þess má og geta, að miklar vonir standa til að appelsínur nái hingað fyrir jólin, sunnan frá Spáni, og per- ui frá Bandaríkjunum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Áfengi í kaupstaðinn eða ekki? Keflvikingar greiða atkvæði um opn un áfengisútsölu. — Utvarpað frá fundi um málið i kvöld Skömmu fyrir miðnætti í gær var tilkynnt á Alþýðusambands- þinginu, að kjörbréfanefnd hefði loks afgreitt kjörbréf þeirra full- trúa, sem lengst hafði verið um deilt. Tók framsögumaður nefnd arinnar, Snorri Jónsson, til máls og skýrði frá því, að langur tími hefði farið í að rannsaka kjör- gögn frá Félagi hljómlistar- manna, Trésmiðafélagi Reykja- víkur, Verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík og Verkakvennafélag- inu Snót í Vestmannaeyjum. Hefðu borizt kærur vegna kosn inganna í þeim, en svo væru mál in viðamikil, að gögnin um þetta fylltu um 40 vélritaðar síður. Margir teknir fyrir ölvun við akstur UNDANFARNA daga hefur götu- lögreglan handtekið hér í bæn- um óvenju marga drukkna menn undir stýri bíla sinni. Munu fleiri kærur út af ölvun viðaksturhafa verið sendar sakadómaraembætt- inu, en um langt skeið. Fæstir mannanna höfðu ient í árekstur- um, en urðu með ýmsum hætti á vegi iógi eglumanna, sem ýmist bafa vtiið á bifhjólum eða í níl- um, og jafnvel gangandi. Allir miðar seldust upp ÞAÐ bar til tíðinda í gær, að allir miðar á borðhald fullveldishátið- ar Stúdentafélags Reykjavíkur seldust upp á svipstundu. I dag eftir kl. 5 verða seldir í Sjálfstæðishúsinu nokkrir miðar eftir borðhald. Síðan sagði Snorri: „Okkur í kjörbréfanefnd var Ijóst, að ef ekki næðist samkomulag, yrði dýrmætum tíma þingsins spillt í ófrjóar umræður. Var nefndin því sammála um að leggja til, að kjörbréf fulltrúanna fyrir þessi fjögur félög yrðu samþykkt. — Að þessu loknu samþykkti þingheimur kjörbréf eftirfarandi fulltrúa: Frá Félagi hljómlistar- manna: Haliði Jónsson. Frá Tré gmiðafélagi Reykjavíkur: Egg- ert Ólafsson, Guðni H. Árnason, Kári Ingvarsson, Magnús Jó- hannsson og Þorvaldur Karlsson. Frá verkalýðsfélaginu Jökli: Kjartan Þorsteinsson og Kristján Jensson. Frá Verkakvennafélag- inu Snót: Anna Erlendsdóttir, Margrét Þorgeirsdóttir og Ólöf Friðfinnsdóttir. Auk þess var samþykkt kjör- bréf Stefáns Stefánssonar fyrir Hörð í Hvalfirði, en engar deilur höfðu verið um kjörbréf hans. Með þessu var búið að sam- þykkja í gær kjörbréf 344 full- trúa frá 151 félagi, en ókomnir voru til þings fulltrúar frá Verka lýðsfélagi Svalbarðsstrandar og Verkamannafélaginu Dímon í Rangárvallasýslu. EINS og áður hefur verið skýrt frá varðandi skipulögð fiskveiði- brot brezkra togara hér við land, hefur togurunum verið fyrirskip- að af herskipunum að veiða a. m. k. í 72 klst. innan fiskveiði- takmarkanna í hverri veiðiferð. Hefur þessi regla verið í gildi, síðan fiskveiðitakmörkin voru færð út 1. sept. sl., og virðast N.K. sunnudag verður gengið til atkvæða héríbæ um, hvort opnuð skuli hér útsala frá ÁVR eða ekki. í sept. s.l. barst bæjarstjórn Kefla víkur áskorun þess efnis, að fram yrði látin fara atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa um opnun áfeng isútsölu hér í bænum. Var áskor- un þessi undirrituð af alimörgum Blíðviðri á ísafirði ÍSAFIRÐI, 26 nóv. — Undan- farna viku h'+'ir verið mjög gott veður hér á ísafirði. Allt síðan stytti upp eftir hið mikla úrfelli í s’. viku, má segja að hér hafi verif sumarhiíða, svo að elztu roenn muna ekki annað eins í nóvemberiok. — G. herskipin hafa gengið ríkt eftir því, að togararnir stunduðu ó- löglegar veiðar þennan tilskilda tíma. í gærkvöldi fengust hins vegar upplýsingar um það, að brezku herskipin hefðu tilkynnt togur- unum, að þeir þyrftu ekki að fiska ólöglega nema í 48 klst. í stað 72 klst. áður í hverri veiði- ferð. kjósendum allra flokka. Askorun in var rædd á bæjarst jórnarfundi í okt. s.l., og var þar samþykkt, að atkvæðagreiðsla um málið færi fram 30. nóv. n.k. Nokkru eftir að samþykkt þessi var gerð í bæjarstjórn, barst henni bréf frá stúkunni Vík, þar sem farið var fram á, að boðað yrði til almenns borgarafundar um málið og yrði þeim fundi út- varpað. Bæjarstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti að greiða kostnað af húsnæði fyrir fundinn og jafn- framt kostnað við útvarpssend- ingu, en þó með því skilyrði, að allir hefðu málfrelsi að jöfnu og stúkan boðaði jafnframt til fund- arins og sæi um hann. Fundur þessi hefir nú verið ákveðinn og verður hann haldinn í dag vora 9 brezkir togarar að ólöglegum veiðum hér við land, allir úti fyrir Vestfjörðum og gættu þeirra 3 freigátur. Auk þess voru allmargir brezkir tog- arar að veiðum utan fiskveiði- takmarkanna á þessum slóðum, en alls munu 28 togarar nú stunda veiðar úti fyrir Vest- fjörðum. (Frá Landhelgisgæzl- j unni). í kvöld og hefst kl. 8,30. Verður fundinum, og verður senditíðnin Áfengisráðunautur ríkisins, séra Kristinn Stefánsson, flytur ávarp á fundinum. Verður útvarpað frá fundinum, og verður senditíðnin 1410 kílórið á sek. Bylgja þessi liggur mjög nærri útvarpsstöð- inni á Keflavíkurflugvelli eða ná lægt 200 m. Eftirtöld félög hafa boðað til þessa fundar auk stúkunnar Vík ur og áfengisvarnarnefndar Kefla víkur: Slysavarnarfélag kvenna, Kvenfélag Keflavíkur, íþrótta- bandalag Keflavíkur, Kennarafé- lag Keflavíkur og Málfundafélag ið Ýmir. ♦ ★ ♦ Eins og gefur að skilja er mjög mikið rætt um þetta mál hér í bæ, og erfitt er að spá nokkru um, hvernig atkvæðagreiðslan muni fara, þar sem skoðanir manna eru mjög skiptar í málinu. — Ingvar. Ketlavik SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kefla vík efna til spilakvölds í efri saln um á Vík í kvöld kl. 9. Góð verð- laun verða veitt. Dansað verður til kl. 1 við undirleik H. J. kvart- ettsins. Sjálfstæðisfólk í Keflavík er hvatt til að koma og skemmta I sér í hinum nýja og glæsilega sal á Vík. Þurta nú ekki að stunda ólöglegar veiðar nema 48 klst. í hverri veiðiferð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.