Morgunblaðið - 06.12.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 06.12.1958, Síða 8
8 MORGUNRLAÐIÐ Laugardagur 6. des. 1958 Kvæðasafn Magniísar Asgeirssonar Magnús Ásgeirsson: Kvæða- safn. Frumsamið og þýtt. Fyrra bindi. 360 bls. Tómas Guðmundsson sá um útgáf- una. Helgafell, Reykjavík, 1957. FYRRA bindið af heildarútgáf- unni á Ijóðum Magnúsar Ásgeirs- sonar, frumsömdum og þýddum, er komið út. Er að þessu verki mikill fengur, bæði vegna þess að ýmsar fyrri útgáfur á verkum hans eru ófáanlegar og eins vegna hins að hér er saman kom- ið á einum stað allt sem hann lagði af mörkum til íslenzkrar ljóðmenntar. Þetta lífsverk hans er merkilegt, hvort sem litið er á magnið eða gæðin. Fyrra bindið af „Kvæðasafni" hefst á einu frumortu í Ijóðabók Magnúsar, „Síðkveldum" (1923), og nokkrum ljóðum sem hann orti síðar á ævinni. Þá taka við fjögur fyrstu bindin af „Þýddum ljóðum“, sem komu út á árunum 1928—1935. Með þýðingunum vann hann sér sæti á bekk góð- skálda. Þetta fyrsta bindi af ljóðum og Ijóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirs sonar er um marga hluti athyglis- vert, þó það gefi ekki heildar- mynd af afrekum hans, því hann var í stöðugum vexti og mörg af snilldarverkum hans verða í seinna bindinu, svo sem „Vöggu- þula“ Lorca, „Morgundraumur" Frödings, „Kvæðið um fangann" eftir Wilde, „Tólfmenningarnir" eftir Blok og kaflar úr „Faust“ eftir Goethe. Það er til dæmis athyglisvert að bera saman frumort Ijóð Magn úsar og Ijóðaþýðingarnar, og velta því síðan fyrir sér hvers vegna hann hætti að yrkja frá eigin brjósti. Þeirri tilgátu hefur nýlega verið fleygt fram að hann hafi hætt að yrkja vegna þess að hann „kunni ekki að bera hjarta sitt opinskátt á torg“.Þetta er ein af þessum skemmtilegum hugdettum sem þyrmir yfir rit- dæmendur þegar þeir eru allir á valdi andagiftarinnar og nenna ekki að nota heiladingulinn. Magnús var varla svo skyni skroppinn sjálfur, að honum væri ekki ljós að ljóðaþýðingarnar báru hjarta hans jafnopinskátt á torg og frumsömdu ljóðin: þýð- arinn velur ljóð til þýðingar af því það skírskotar til einhvers í honum sjálfum, túlkar hans eigin tilfinningar eða viðhorf á einn eða annan hátt. Auk þess er sjálf þýðingin, úrvinnsla hins erlenda efnis, mælskur vitnisburður um tilfinningar og hugrenningar þýðandans. Túlka þá öll ljóðin sem Magnús þýddi svipaðar kenndir og skoðanir? Fjarri fer því. Ég býst við að fá ljóðskáld hafi svo kerfisbundnar tilfinning ar eða fastskorðaðan hugmynda- heim, að verk þeirra túlki öll sömu viðhorf. Ljóð eru fyrst og fremst túlkun augnabliksins þeg- ar skáldið er knúið til að yrkja: hvert Ijóð og opinberun á ákveð- inni sýn sem skáldinu vitrast í andrá sköpunarinnar. Þannig geta ljóð sama skálds verið gagn- ólík að efni og anda, og samt túlkað ákveðinn sannleik hvert fyrir sig. Ég held að þetta sama gildi um ljóðaþýðendur: Þeir vilja þau ljóð til þýðingar sem hverju sinni höfða mest til þeirra eigin kennda og viðhorfa. Skemmtilegt dæmi þessa eru t. d. ljóðin ,,Einn“ eftir Hesse á bls. 107 og „Sú gata, er einn þú gengur —“ eftir Lager kvist á bls. 267, en þau túlka gagn stæð sjónarmið. Ljóðin í „Síðkveldum“ eru hag lega ort; þar er mikið af angur- værð, síðkvölda- og hauststemn- ingar, kliðmýkt og ljóðræna. Skáldið var aðeins 22 ára þegar bókin kom út, svo angurværðin var kannski eðlileg. En það er lítið um átök eða ádeilu, þó fyrir bregði heimspekilegum vanga- veltum um mannlífið og tilver- una („Efinn“, „Spurnir"). Bókin var sem sagt geðfelld, full af „fögrum“ hugsunum og „ljóð- rænni fegurð", sem einn merkur gagnrýnandi taldi nýlega helztu aðalsmerki góðrar Ijóðlistar. Magnús Ásgeirsson Magnús Ásgeirsson mun hafa litið öðrum augum á það mál. Sennilega gerði hann sér ljósa hættuna sem þessi stemninga- skáldskapur bjó honum sjálfum og Ijóðagerð hans, og því sneri hann á fund erlendra meistara sem leiddu honum fyrir sjónir, að ljóðlistin er þegar á allt er litið hvorki „göfugar hugsanir" né kliðmjúk hrynjandi né réttir bragarhættir né skáldlegt orða- lag. Ljóðlistin er fyrst og fremst leið til sannleikans, og sannleik- urinn býrt jafnt í „því ljóta“ og „því fagra“. Það má virðast furðu legt að ritdómarar á miðri tutt- ugustu öld fjalli um ljóð út frá þeim forsendum, hvort þau geymi „fagrar hugsanir“ eða ljóðræna fegurð“, en það áréttir bara þá dapurlegu staðreynd að jafnvel frábært kynningarstarf Magnús- ar Ásgeirssonar á því bezta úr ljóðlista samtímans fékk ekki hrifið ýmsa mæta menn úr spenni treyju smáborgaralegra kenn- inga Viktoríutímabilsins um svo kallaða „göfgi" Ijóðsins, sem for- bauð ljóðskáldum að fást við hin „óæðri“ svið mannlífsirft. Magnús var hvergi smeykur við „ljótu“ ljóðin — ljóðin sem draga upp myndir af óhrjálegum hliðum veruleikans, sem eru jafn sannar fyrir það þó „fallegu" ljóðin reyni að fá menn til að gleyma þeim. Magnús leit með öðrum orðum ekki á ljóð sem svefnmeðal, heldur sem tæki til lífstjáningar, vakningar, hirting- ar og jafnvel hneykslunar góð- borgurum. „Stiginn" eftir Lundkvist er að sönnu ekki „ljóðrænt" kvæði, en það gefur sanna og ómálaða mynd af einum anga mannlegrar tilveru ems og eftirfarandi brot sýnir: „Úr mjólkurbúð kemur klæðlítill drengur með könnu með rjóma. Hann hrasar, svo rjóminn gloprast í ganginn. Hann grætur við pollinn með könnuna tóma. Kista er borin af karlmönnum niður, — klæði mannanna í dökkum litum. Kona gengur á eftir með vasa- klút fyrir vitum: I vikunni andaðist Jóhannes smiður. Feitlagin frú ber leirkrús með lafandi burkna við voldug brjóstin í fangi vagandi í gangi; menn með húsgagnahlass á bíl fyrir neðan: Gústaf múrari og fjölskylda í flutningum héðan“. Magnús hefur tekið sér það bessa leyfi að stuðla og ríma ljóðið í þýðingu, en það er órímað á frum málinu. Hann hefur hins vegar ekki reynt að draga neina Ijóð- ræna gljákvoðu yfir þann nakta sannleik sem hið sænska skáld túlkar í ljóði sínu.„ Ferðabók I. bindi. Eftir Þor- vald Thoroddsen. Jón Eyþórs son bjó til prentunar. Hall- dór Pétursson teiknaði mynd höf. og svipmyndir. Snæ- björn Jónsson & Co. Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen hefur kostað íslenzka bókasafn- ara mörg andvörp og jafnvel and- vökustundir. Bæði var hún rán- dýr og það sem verra var: allt að því ófáanleg. Fyrsta utgáfa, sem kom út á árunum 1913 til 1915, var aðeins fjögur hundruð eintök, og talið að þriðjungurinn af þeim hafi glatazt strax. Er því ekki að undra þótt örðugt hafi reynzt að klófesta hana á undanförnum ár- um, svo margir bókasafnarar sem nú eru á íslandi. En nú er Ferðabókin komin út að nýju og í tvö þúsund eintök- um. Grunur minn er sé. að það upplag muni ekki reynast of stórt, því auk þess sem bókin fer vel í snoturri bókahillu, er hún svo skemmtileg aflestrar, að ég las hana nú í annað sinrx sem væri hún góð skáldsaga. Þetía er eins og að fá sér sérlega þýðan reið- skjóta og ferðast síðan upp um fjöll og heiðar íslands með hin- um ágætasta félaga, sem telur ekki eftir sér að segja manni allt sem mann langar til að vita um landið: örnefni, gróðurríki, jarð- fræði, sögu, munnmæli um staði, afkomu manna og lífssknyrði og ótal margt fleira. Ofan í kaupið er þetta ferð inn í liðna tíð. Við leggjum af stað árið 1882 um Austurland, förum frá Möðru- völlum snemma morguns með tjöld og vel nestaðir, áleiðis til Möðrudals. Veðráttan er rysjótt, — en það er einmitt einn kostur þessa ferðalags, að við vöknum ekki þótt rigni, skekjumst ekki af storminum, en finnum aðeins hressandi blæ hans á vanga. Ekki er þotið hugsunarlaust í lokuðum bíl, heldur gefum við okkur tíma til að athuga vel vegi og lands- lag, og fáum að vita ýmisiegt, sem okkur hefur lengi langað tii að fræðast um. Það er dálítið mýbit við Mývatn, en það snertir okkur ekki, við njótum sumardýrðar- innar og hinnar sérkennilegu feg- urðar á þessum slóðum. Síðan höldum við yfir öræfin að Gríms- stöðum á Fjöllum og fáum nú loks svalað forvitni þeirri, er brunuðum þarna um á sjötíu ásótti okkur síðast þegar við kílómetra hraða á klukkustund. Frá Grímsstöðum förum við að Möðrudal. Þar rignir dálítið, en engan dropa festir á okkur. Og áfram er haldið. Við komum á heiðabæi, sem fyrir löngu eru horfnir í sand: Heiðasel, Hnefla- Það er athyglisvert að Magnús gerðist fráhverfur hinum lýrísku, angurværu ljóðum strax og hann tók til við þýðingarnar. Þá sneri hann sér einkum að epískum kveðskap, ádeilukvæðum og Ijóð- um sem túlkuðu ákveðnar hug- myndir. Hann þýddi einnig mik- ið af skopkvæðum og þá einkum eftir sænska snillinginn Fröding, sem var eitt af eftirlætisskáldum hans. Magnús þýddi langmest af Norðurlandamálum, og tók sérstöku ástfóstri við sænska ljóðlist. Hefur hann átt drýgri þátt i því en nokkur annar ein- staklingur að kynna okkur ljóð frændþjóðanna. Um það er engum blöðum að fletta að ljóðaþýðingar Magnús- ar Ásgeirssonar veittu fersku blóði inn í íslenzka ljóðagerð, örvuðu íslenzk skáld til nýrra átaka og meira áræðis í efnisvali og efnismeðferð. Sú saga verður raunar aldrei könnuð til hlítar, en óhætt mun að fullyrða að sel, Rangárlón við Sænautavatn, Veturhús, Víðihól. Jökuldal förum við endilangan til Fljótsdalshéraðs — og nú fer samferðamaðurinn að verða æ skemmtilegri. Það leiðist engum *.«mfylgd hans um þessar fögru sveitir, en auk þess hittum við nú fleiri menn að máli, m. a. séra Sigurð Gunnarsson, þann merkis- mann, er segir okkur allt um skógana á Héraði í fyrri daga. Honum farast svo orð: Þorvaldur Thoroddsen „Um miðja átjándu öld var Fljótsdalshérað mjög víða skógi vaxið inn til dala og út um allar hlíðar, hálsa, og ása, út um sveitir allt út að eyjum eða láglendinu inn af Héraðsflóa. — Þá voru á Héraði á sumum stöðum stór- vaxnir skógar, svo að byggja mátti af öll minni hús og að miklu leyti hin stærri“. Hann seg ir einnig frá því, hversu á- byrgðar- og fyrirhyggjulaust var gengið á þessa fögru skóga, svo að þeir urðu loks undan að láta, og eru undur mikil að ekki skuli hafa verr farið, því enn er mörg hríslan falleg á Héraði. Þorvaldur samferðamaður okk- ar — lýsir svo þeim harmleik er j gerist þar sem skógum er eytt: „Þótt skógar hafi víða verið kjarr, | eitt, þá hafa þeir hlíft landinu og j prýtt það. Síðan skógarnir eydd- | ust, blæs land upp og verður að flagi á sléítiendum, en fjallshlíð- ar, sem áður voru skógi vaxnar og grösugar, eru nú berar urðar- óJdur og leirflög.“ Við förum Þórdalsheiði niður í Eskifjörð, — og þegar við höf- um skoðað Austfirðina, hlaupum við yfir einn vetur og skeiðum enn af stað með Þorvaldi, í þetta sinn um Borgarfjörð, Reykjanes- Magnús sé einn af brautryðjend- urn nútímaljóðlistar á íslandi. Útgáfa Helgafells á „Kvæða- safni“ er vönduð, þótt ekki sé hún með neinum sérstökum glæsi brag, en prentvillur eru alltof margar. Annar ljóður á þessari útgáfu sem erfitt er að fyrirgefa er sá, að í hana vantar efnisyfir- lit, og er það til mikils baga. Þetta er þeim mun óafsakanlegra sem Helgafell hefur áður gert sömu skyssu við útgáfu öndvegis- verks. Þegar „Þættir" Halldórs Laxness komu út 1954 var ekki heldur neitt efnisyfirlit yfir bók- ina. Þetta er alveg ófært í stórum verkum þar sem margar bækur ljóða eða smásagna eru dregnar saman í eitt bindi. Það eru engar ýkjur að þessi yfirsjón rýri gildi verksins til mikilla muna, og verður vonandi ráðin einhver bót á málinu í næsta bindi með því að prenta þar efnisyfirlit beggja bindanna. Sigurðúr A. Magnússon. skagann austur Árnessýsluna. j Þar er margt að sjá, t. d. hvera- ' fugla. Og hvat fogla es þat? Þeir eru rauðir, svartir og dröfnóttir, á stærð við spóa eða litlar andir, og synda á sjóðheitum hverun- um, stinga sér meira að segja í suðuna og hverfa með öllu, ef þeir verða fyrir styggð. Ekki er allt með felldu um fuglakyn þetta og halda sumir að það séu sálir fordæmdra. Snorri á Húsafeili sagði svo sjálfur frá, að hvera- fuglar hafi verið skotnir og mat- reiddir. „Kroppur þeirra soðnar ekki í heitu vatni“, segir hann ennfremur; „en ef ísköldu vatni er á þá hellt, þá verða þeir eftir hálfa aðra klukkustund sem soðnir séu, fuglar þessir eru þá ætir, en nokkuð kuldabragð er af þeim.“ — Ekki hefur Thorodd- sen sjálfur séð hverafugla, en telur æskilegt að nýjar og ná- kvæmar skýrslur fáist um þá. Enn hlaupum við yfir einn kaldan vetur og leggjum af stað með Þorvaldi sumarið 1884. Þá förum við fyrst til Grímseyjar, en síðan aftur til Mývatns og loks í Ódáðahraun. Og þetta er aðeins fyrsta bindið af fjórum. Jón Eyþórson hefur búið bók- ir.a til prentunar og ritað for- mála þar sem hann gerir skýra grein fyrir ýmsu henni viðvíkj- andi. Hann lýkur formálsorðum sinum á þessa leið: „Því hefur verið haldið fram, að rannsóknir Þ. Th séu vlðtæk- ar að vissu marki, en grafi ekki djúpt. f þessu er að vísu nokkuð hæft. Hann hafði sjaldan tíma né tækifæri til að sökkva sér ofan í afmörkuð svæði eða einsíök at- riði. Samt er því svo varið, að enginn jarðfræðingur eða nátt- úvufræðingur yfirleitt, innlendur eða erlendur, byrjar rannsókn- arstarf sitt hér á landi án þess að taka sér fyrst í hönd eitt af veikum Þorvaids og segja við sjáifan sig: „Hvað sk> ldi Thoroddsen segja um þetta?“ Þorvaldur Thoroddsen hafði góða frásagnargáfu, þess vegna er hann svo góður förunautur um landið. En hann vandaði ekki allt af mál sitt með skyldi, orðaroðin á nokkrum stöðum talsvert brengluð og öfugsnúin. Þetta get- ur orðið vandfýsnum lesanda ásteytingarsteinn, en fullseint orð ið að segja höfundi til syndanna, og bókin raunar vísindarit en ekki skáldverk. WIKAI BLADIO YKKAR Kristmann Cuðmundsso i skrifar um B Ó K M E N N T I R Ferðabók Þorvaldar T horoddsens

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.