Morgunblaðið - 06.12.1958, Síða 10
10
MORCUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 6. des. 1958
í New York og Washington og
t NEW YORK var íslenzku
blaðamönnunum gefinn
kostur á að kynnast borg
inni eins og hægt er á
skömmum tíma. Eitt af því
fyrsta voru aðalstöðvar
Sameinuðu þjóðanna, en
um þær fóru þeir í fylgd
tveggja fulltrúa íslands
hjá S.Þ., Péturs Thorsteins-
son, sendiherra og Þórarins
Þórarinssonar, ritstjóra, en
síðan bauð Thor Thors,
sendiherra, formaður ís-
lenzku sendinefndarinnar,
til hádegisverðar. Fulltrú-
arnir áttu annars mjög ann-
ríkt um þetta leyti vegna
umræðnanna um fiskveiði-
lögsöguna, en vildu engu
spá um hvernig því máli
lyktaði. Þeir voru hins veg-
ar hinir vígreifustu og láta
ekkert tækifæri ónotað til
þess að túlka málstað Is-
lands og afla honum fylgis.
t íslendingahófi
Seinna gafst okkur einnig
tækifæri til þess að ræða við full-
trúa íslands hjá S.Þ. í fagnaði,
sem Islendingafélagið í New York
hélt í tilefni 1. desembers. — Þar
hittum við og marga landa, sem
húsettir eru vestra eða eru þar
við nám og báðu fyrir kveðjur
heim. Frú Guðrún Miller, formað
ur íslendingafélagsins, stjórnaði
hófinu af hinni mestu röggsemi,
en aðalræðumennirnir voru Thor
Thors, sendiherra og Sigurður
Magnússon, fulltrúi.
Hjá Time og Life
Hér verður ekki gerð til-
raun til þess að lýsa New York,
mál þannig vaxin að tæmandi svör
fást ekki við þeim á stundinni, en
það getur líka verið frétt.
Við vorum að því spurðir, hvern
ig þessum málum væri háttað á
ísiandi. Lítið varð um svör, því
þótt við höfum oft bölvað því hér
heima töldum við okkur minnkun
að því á þessum stað að skýra frá
því, að almenna reglan sé hér sú,
að fréttir varðandi opinber við-
skipti íslands við aðrar þjóðir,
berist íslenzkum blaðamönnum
erlendis frá í blöðum eða útvarpi.
Sérstakur salur er í stjórnar-
byggingunni þar sem stærstu blöð
Bandaríkjanna og innlendar og
erlendar fréttastofnanir hafa að-
setur, m. a. Tass-fréttastofan
rússneska.
Alúðleg og frjálsniannleg
þjóð
Einn dagur er ekki langur
timi, ef skoða á Washington, en
samt tókst okkur auk þess sem
að framan er getið, að líta á
Lincoln-minnismerkið, hæstarétt
Bandaríkjanna, bókasafn þings-
ins og þinghúsið sjálft, Capitol,
sem gnæfir marmarahvítt yfir
umhverfið hvort sem er að degi
eða nóttu. Þar hittum við að máli
...meö Loftleiðum heim
stóð heima, og brúnin lyftist á
Framsóknarmönnunum, þegar
Rannveig Þorsteinsdóttir var þar
rétt hjá. Það fer sannarlega ekki
margt fram hjá þessum körlum.
En nóg um það.
vML Til Wasliinglon
Síðdegis á mánudag var
farið suður til WaShington og flog
ið með DC-6 frá American Air-
lines. Á síðasta aðalfundi Loft-
leiða var samþykkt að félagið leit
aði fyrir sér um kaup á nýjum
flugvélum og DC-6 eru einmitt vél-
ar, sem sterkleg. hafa komið til
greina. Þær hafa mikið verið not
f biðsal Hvíta hússins starfar hvítur og svartur hlið við hlið.
þessari miklu heimsborg, sem
ekki á sinn líka, — þar sem skýja
kljúfarnir gnæfa við bláan himin
eða hverfa inn í þokumistur —
þar sem ægir saman fólki af fleiri
þjóðernum en á nokkrum öðrum
stað á hnettinum.
Það er erfitt að segja til um,
hvað sé eftirminnilegast, en verð-
ur ekki blaðamaður að hafa stutta
morgunheimsókn í skrifstofur
hinna víðlesnu tímarita Time og
Life ofarlega á blaði. Þar skipta
Starfandi blaðamenn hundi-uðum
og hafa fullkomnustu tækni nútím
ans í blaðaútgáfu og heilan her
hjálparmanna sér við hlið. Marg-
ar hendur hafa farið um hverja
einustu grein — hverja setningu
— og hún metin og vegin áður en
hún er látin á þrykk út ganga. —■
Fræðibækur um allt milli himins
og jarðar, snjáðar af notkun,
fylla hvern bókaskápinn af öðr-
um, og þegar þeim sleppir tekur
ýtarieg spjaldskrá við. Okkur lék
forvitni á að vita, hvort íslenzkra
væri að nokkru getið í manna-
spjaldskránni. „Ég bið um upp-
hafsstafina Th“, sagði sá fremsti
í hópnum, „Thor Thors hlýtur þó
alltaf að veia hér.“ — Jú, það
aðar og reynzt með afbrigðum
vel. —■
Peter J. Heller tók nú við far-
arstjórninni af Sigurði Magnús-
syni, þar sem Washington-ferðin
var í boði opinberra aðila banda-
rískra, en á flugvellinum tók m. a.
á móti okkur góðkunningi okkar
Don Neuchterlein, sem var blaða-
fulltrúi bandaríska sendiráðsins
hér í tvö ár.
í Hvíta húsinu
Mouguninn eftir gengum
við um viðhafnarsali og skrifstof-
ur Bandaríkjaforseta í Hvita hús
inu í fylgd með H. Gruenther, sem
er bróðir Gruenthers hershöfð-
ingja og í miklum metum vestur
þar (Húsbóndiiin var ekki heima
— suður í Georgíu). Það var sann
ariega fróðlegt að sjá staðinn, sem
mesta lýðveldi jarðarinnar er
stjórnað frá. Ekki sízt þar sem
þær ákv-arðanir, sem þar eru tekn
ar, hafa ekki aðeins þýðingu fyrir
Bandaríkin ein heldur geta haft
áhrif á líf ails mannkynsins. —
Einkaskrifstofa , fórsetans lætur
ekki mikið yfir sér. Veggirnir eru
prýddir persónulegum myndum;
af forsetanum við ýmis tækifæri
og í vinahópi. Heimsókn í Hvíta
húsið hefur áður verið lýst í blöð-
um hér og verður við það látið
sitja, en hún hlýtur að verða hverj
um manni ógleymanleg.
vg.
Misstum af Dulles
Gert hafði verið ráð fyrir
að við gætum orðið á blaðamanna-
fundi hjá John Foster Dulles, en
ráðherrann hafði ekki verið í borg
mni og frestaði fundinum um einn
dag. 1 stað þess skýrði Mr. Tully,
Bjarni Guðmundsson þeirra í
Washington, okkur frá undirbún-
ingi slíkra funda, sem er verk
margra manna. Starfsmennirnir,
sem það vinna, útbúa lista með
þeim spurningum, sem þeir telja
líklegast að fram verða bornar —
og þar skeikar þeim sjaldnast —
og svör við þeim. Ráðherrann
samþykkir þau síðan, breytir
þeim eða hafnar og kemur þá með
nýtt svar. Þetta verður stundum
æðiþykk bók.
ML Góð samvinna við blöðin
Það, sem sérstaklega
hlaut að vekja athygli íslenzkra
blaðamanna, var, hve mikil
áherzla er á það lögð af hálfu
hins opinbera að hafa góða sam-
vimnu við blöðin og fréttastofn-
anir. Auk hinna reglulegu blaða
m-annafunda utanríkisráðherrans
(forsetinn hefur einnig sína
blaðamannafundi sem kunnugt er)
geta blaðamenn alltaf á hvaða
tím-a sólarhringsins sem er haft
samband við ábyrgan mann í ráðu
neytinu, sem gefur viðeigandi upp
lýsingar. Að sjálfsögðu eru mörg
Wilson, fulltrúadeildarþingmann
frá Kaliforníu, sem 'hélt velli
þrátt fyrir ósigur Republikana í
ríkinu. Hann var í fylgd með
Nixon varaforseta Bandaríkj-
anna, er hann kom til íslands, og
kvað það von sína að hann ætti
þess kost að heimsækja landið aft-
ur og dvelja þar þá lengur.
1 Capitol var meðal ann-ars
gengið á fund Monroney, öldung-
ardeildarþingmanns frá Okla-
homa. Það er ekki mögulegt að
leggja neinn allsherjardóm á
heila þjóð eftir jafnskömm kynni
og við höfðum af Bandaríkjamönn
um, en alúðlegra fólk en við átt-
um skipti við er tæpast hægt að
hugsa sér. Þeir, sem áttu þess
kost að dvelja á bandarísku heim
ili á „Thanksgiving Day“ nokkrum
dögum síðar, komust ekki hjá því
að finna, hve allt þar var frjáls-
mannlegt og óþvingað. Gesturinn
varð ósjálfrátt „eins og heima hjá
sér“. Monroney öldungadeildar-
þingmaður fékk til dæmis þá eink-
unn hjá Þórði Björnssyni, að hann
væri einna líkastur traustum, ís-
lenzkum Fi-amsóknarbónda.
ML
Það verður að leysast
Javits öldungadeildarþingmað-
ur var aftur á móti ’harðari í horn
að taka, þegar nokkrir blaðamann
anna hittu hann að máli í skrif-
stofu hans í New York og spurðu
um landhelgismálið, enda önnum
kafinn lögfræðingur. „Við vitum
að Island er illa statt efnahags-
lega“, sagði hann, „og eðlilegast
er að málið leysist á efn-ahagsleg-
um grundvelli“. Þegar hann var
spurður nánar um, hvernig það
ætti að framkvæma, gaf hann lítið
út á það. „En deilumál sem þetta
milli vinaþjóða verður að leysast",
sagði hann með áherzlu. „Það
verður að leysast“.
ML í skrifstofu Nixons
Nixon varaforseti Banda-
ríkjanna var um þetta leyti í heim
sókn hjá Bretadrottningu, en engu
að síður var litið inn í skrifstofu
hans í þinghúsinu, þar sem að-
stoðarmaður hans, Oharles K.
McWhorter, tók á móti gestun-
um. McWorther er 36 ára gamall
lögfræðingur og var um skeið
forseti samtaka ungra Republic-
ana. Ef einn Islendingurinn reyn-
ist sannspár á sá maður eftir að
feta upp mörg virðingarþrepin.
Ekki er hægt að skilja svo við
Washington að Stefáns Hilmars-
sonar og hans ágætu konu sé ekki
rr.'nnzt, en Stefán veitir sendiráði
Islands þar forstöðu í fjarveru
Thor Thors. Hjá þeim átbum við
ánægjulega kvöldstund.
ML Stollir af sætanýtingunni
En nú jr bezt að snúa sér
aftur að Loftleiðum. Síðasta dag-
35. gata, séð frá Collingwood-
hótell.
inn, sem við dvöldum í New York
heimsóttum við skrifstofu félags-
ins inni í borginni og ræddum við
Nicholas Graig. Skrifstofan er í
stóru húsnæði á tveimur hæðum,
og þar vinna alls 23 menn. Það-
an er hægt að hafa beint samband
við skrifstofu félagsins í Reykja-
vík með firðritara og sömuleiðis
skrifstofuna í Osló, en aðalskrif-
stofa Loftleiða á meginlandi Ev-
rópu er þar.
„Við erum mjög stoltir af sæta-.
nýtingunni, sem er einsdæmi hjá
nokkru flugfélagi“, sagði Graig.
„Jafnvel nú í nóvember, sem er
versti mánuður ársins og sum fé-
lög fara allt niður í 10% nýtingu,
er hún mjög góð hjá okkur. í des-
ember eru nokkrar ferðirnar þeg-
ar fullskipaðar".
*"® Farmiðar á yfir 4000
slöðum
„Við sjáum fæsta af þeim,
sem fljúga með Loftleiðum, hér í
skrifstofunni", sagði Graig, „þar
Þessi mynd var tekin í skrifstofu Lo/tleiða inn í borginni.
Magnusson, Nicholas Graig og Bolli Gunnarsson.
Sitjandi fyrir miðju eru Sigurður