Morgunblaðið - 06.12.1958, Qupperneq 13
Laugardagur 6. des. 1958
MORCUNRLAÐIÐ
13
Ræða flutt á stú'dentahátíð í hátíðasal Háskólans 1. des. 1958
Tilvera fslendinga er gersam-
Bega háð fiskveiöum
Frá þeirri staðreynd verður að skoða
aðgerðir Islendinga í landhelgismálinu
(Ræða flutt á stúdentahátíð
í hátíðasal Háskólans 1. des.
1958). —
í DAG minnast íslendingar þess,
að liðin eru fjörutíu ár frá því
fullveldi íslands var viðurkennt.
Fullveldisviðurkenningin var
ávöxtur langrar baráttu landsins
beztu barna. í þeirri baráttu
skiptust oft á skin og skúrir,
sigrar og ósigrar en þrátt fyrir
vonbrigði oft og tíðum misstu
hinir ótrauðu baráttumenn aldrei
sjónar á því takmarki, sem að
var stefnt. Á þessum tímamótum
hljótum við að minnast þeirra
með djúpri virðingu og þakk-
læti.
Á því tímabili, sem frelsisbar-
átta íslendinga stóð yfir losnaði
víða annars staðar í heiminum
um viðjar einræðis og ófrelsis og
einmitt um sama leyti og bar-
átta íslendinga leiddi til sigurs-
ins 1918 náðu margar aðrar þjóð-
ir því langþráða takmarki að
öðlast frelsi. örlögin hafa þó
því miður leikið ýmsar af þess-
um þjóðum grátt, þar sem þær
hafa orðið harðstjórn og kúgun
að bráð á nýjan leik, en það er
önnur saga og skal ekki rakin
hér.
Einn grundvallarmunur var á
frelsisbaráttu Islendinga og allra
annarra þjóða á þessu tímabili.
Á meðan aðrar þjóðir háðu sína
baráttu með vopn í hönd og urðu
að fórna blóði sona sinna á víg-
völlunum, háðu íslendingar sína
frelsisbaráttu á friðsaman hátt,
þar sem vopnin voru penninn og
hið talaða orð.
En fullveldissigurinn 1918 var
ekki lokasigur, heldur áfangi á
langri leið. Lokasigurinn í hinni
stjórnarfarslegu þjóðfrelsisbar-
áttu vannst með stofnun lýðveld-
isins hinn 17 .júní 1944.
En jafnvel þó sá sigur væri
fenginn var enginn tími til þess
að unna sér hvíldar og láta svo
sem nú væri allt íengið. Um
raunverulegan lokasigur í frelsis-
baráttu þjóðar, getur aldrei ver-
ið að ræða. Þegar frelsið hefir
verið fengið er sú þrautin að
vísu unnin, að þá er hin eftir
að tryggja hið fengna frelsi svo,
að það glatist ekki á nýjan leik.
Öll saga mannkynsins er raun-
veruleg saga um það hvernig
þjóðir öðluðust frelsi og glöt-
uðu því á ný.
Einn þátturinn í þessari bar-
áttu og ekki hinn veigaminnsti,
var og er sá, að treysta grund-
völlinn undir efnahag landsins.
Frelsi þjóðar verður aldrei
tryggt til langframa nema efna-
hagurinn sé traustur. Menn get-
ur greint á um það hvernig slíkt
skuli gert og á þeim ágreiningi
m. a. byggist það, að menn skipa
sér í mismunandi stjórnmála-
flokka, eftir því hvaða leiðir
þeir telja heppilegastar að því
marki.
Fáir munu þeir íslendingar þó
vera, sem ekki mundu, eins og
nú er háttað, telja það eitt frum-
skilyrðið fyrir traustum efnahag
landsins, að grundvöllur sjávar-
útvegsins væri gerður svo örugg-
ur, sem frekast væri unnt.
Þetta byggist á nokkrum ein-
földum staðreyndum, að því er
snertir þýðingu fiskveiðanna fyr-
ir efnahag Islands. Þessar stað-
reyndir hafa íslendingar raunar
sífellt fyrir augunum eða verða
þeirra áþreifanlega varir og ger-
ist þess því ekki þörf að skýra
þær fyrir þeim. öðru máli gegn-
ir um það þegar þarf að skýra
landhelgismálið fyrir erlendum
aðilum, og þess hefir einmitt
gerzt mjög þörf á síðustu tím-
um og raunar undanfarinn ára-
tug. Þá tel eg, að engin þau
rök, sem við eigum tiltæk séu
jafn sterk og áhrifamikil eins
og einmitt hin efnahagslegu. —
Dæmi eg þar út frá eigin renyslu.
Skal þó á engan hátt rýrt gildi
hinna sögulegu og lögfræðilegu
raka í þessu sambandi. En það
er þá fyrst þegar mönnum verð-
ur það ljóst, að tilvera íslend-
inga er gersamlega háð fiskveið-
unum ,að menn fara að skilja
aðstöðu þeirra og aðgerðir í land-
helgismálinu. Kem eg nánar inn
á þetta atriði síðar.
Áður en rætt verður um þá
atburði, sem nú eru að gerast
er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir aðdragandanum.
Þegar eftir að hinn óheilla-
vænlegi samningur Dana og
Breta um þriggja mílna land-
helgi íslands var gerður árið
1901 voru uppi raddir—um þá
hættu ,sem fiskveiðum íslendinga
stafaði af þeim samningi, enda
kom sú hætta æ betur í ljós eftir
því, sem tímar liðu. Ýmsar lýs-
ingar eru til af því hvernig fram-
ferði erlendra fiskimanna var hér
við land á fyrstu árum þessarar
aldar eftir að þeim hafði verið
opnuð leið til að stunda veiðar
með botnvörpu svo að segja al-
veg upp í landsteina. Nærtæk-
ust er mér stutt lýsing, eftir þann
mann, sem af núlifandi mönnum
mun vera einna kunnugastur
þessum þætti fiskveiðasögu okk-
ar, en það er Matthías Þórðar-
son, fyrrverandi ritstjóri. Á sl.
sumri er eg var staddur í Dan-
mörku, á norrænni fiskimálaráð-
stefnu, barst mér þessi lýsing í
bréfi frá Matthíasi, en hann
hafði þá haft feegnir af því, að
eg átti á þessari ráðstefnu að
flytja fyrirlestur um ráðstefnuna
í Genf og fiskveiðarnar. I um-
ræðum, sem urðu að fyrirlestr-
inum loknum leyfði eg mér að
lesa þessa lýsingu Matthíasar og
það fór ekki framhjá mér, að
einmitt þessi lýsing hafði mikil
áhrif á þá, sem á hlýddu. Þeim
varð í einu vetfangi ljóst, af
hinni stuttu en glöggu lýsingu
mannsins, sem sjálfur hafði lif-
að atburði þessa fjarlæga tíma-
bils, hvílíkt vandamál var hér á
ferðinni. Lýsing Matthíasar er á
þessa leið:
„Eg minnist þess þegar eg fyrir
60 árum starfaði sem leiðsögu-
maður og túlkur á danska eftir-
litsskipinu, sem þá var, beiti-
skipinu Heklu. Dag eftir dag og
viku eftir viku var eg vitni að
því hvernig stórir flotar togara,
aðallega brezkir, stunduðu veið-
ar inn í Faxaflóa, bæði norðan
til og sunnan-til, um þrjár sjó-
mílur frá Akranesi og Keflavík
og um hálfrar klukkustundar
siglingu frá Reykjavík. Aflinn
var feikilegur, aðallega skarkoli,
en áður hafði aldrei verið stund-
uð veiði fyrir skarkola á þess-
um slóðum. Aðeins það bezta af
skarkolanum var hirt, en þeim
stærsta og þeim smæsta var
varpað fyrir borð atfur og svo
var einnig um allar aðrar verð-
minni fisktegundir. Um allan sjó
flaut dauður fiskur, sem varpað
hafði verið fyrir borð. Þannig
gekk það til í nokkur ár. En þá
fóru togararnir að hirða allan
aflann og á um það bil einum
áratug tókst hinum erlendu tog
urum því sem næst að tæma
Faxaflóa af skarkola. Frá þessu
tímabili minnist eg einnig gæzl-
Davíð Ólafsson
unnar við Reykjanes og undan
suðurströndinni, einkum á vetr-
ar- og vorvertíðunum. Ekki gekk
á öðru en stöðugum kvörtunum
um, að erlendir togarar stunduðu
veiðar upp í landsteina og eyði-
legðu veiðarfæri heimamanna,
sem voru lína og net. Oft kom
það fyrir, að íslenzkir fiskimenn
misstu þannig allt vertíðarút-
hald sitt og stæðu slippir eftir“.
Þannig var lýsing Matthíasar á
ástandinu þá.
Enda þótt fullveldi væri feng-
ið árið 1918 var enn í gildi land-
helgissamningurinn við Breta.
Nokkru síðar var gerð tilraun
til þess að finna lausn á land-
helgismálunum almennt, á al-
þjóðlegum grundvelli, með ráð-
stefnu Þjóðabandalagsins, sem
haldin var í Haag árið 1930. —
Fulltrúi íslands á þeirri ráð-
stefnu var Sveinn Björnsson,
síðar forseti Islands. Miklar til-
raunir voru þar gerðar af hálfu
þeirra þjóða, sem voru fylgjandi
þriggja mílna reglunni, til þess
að fá almennt samkomulag um
þá reglu en það mistókst og nið-
urstaða fékkst engin. Af íslands
hálfu var þá studd tillaga um
ijögra sjómílna landhelgi.
Það voru þeim ríkjum, sem
haldið höfðu fram þriggja mílna
reglunni, mikil vonbrigði, að
ekki skyldi takast að festa þá
reglu í alþjóðalögum á þessari
ráðstefnu, en það var svo sem
síðari þróun sýndi síðasta tæki-
færið, sem til þess gafst.
Á tímabilinu frá 1918 og fram
að síðari heimsstyrjöldinni voru
uppi raddir hér á landi um þá
geigvænlegu hættu, sem fiskveið
um okkar stafaði af þriggja
mílna línunni og nauðsyn þess
að grunnmiðin yrði friðuð fyrir
botnvörpuveiðum. Þær umræður,
sem þá fóru fram byggðust yfir-
leitt á samningnum um þriggja
mílna linuna. Allar aðstæður
voru þó þannig á þessu tíma-
bili, að harla litlar líkur voru
fyrir því, að unnt væri að koma
hér á breytingu til hins betra.
íslendingar fóru þá ekki sjálfir
með sín utanríkismál, nema að
takmörkuðu leyti og sambandið
við Dani torveldaði einnig allar
aðgerðir.
Á árunum fyrir styrjöldina var
þó unnið merkilegt starf, þar
sem var undirbúningurinn að
friðun Faxaflóa. En hér var
auk þess um að ræða mál, sem
varð mjög lærdómsríkt í sam-
bandi við alþjóðlega samvinnu
á sviði fiskifriðunarmála. Málið
var rætt innan Alþjóðahafrann-
sóknarráðsins og var lagt þar
fyrir af íslendingum á þeim
grundvelli, að gerð yrði alþjóð-
leg tilraun með friðun flóans
um ákveðið árabil fyrir veið-
um með botnvörpu og dragnót,
svo sjá mætti hvernig slík frið-
un verkaði á fiskistofnana í fló-
anum. Hér var því ekki aðeins
um það að ræða, að íslendingar
vildu friða þýðingarmikið haf-
svæði til þess að tryggja eigin
hagsmuni heldur var þessi til
raun hugsuð sem alþjóðleg til-
raun, sem gæti"haft mikla þýð-
ingu langt út fyrir Faxaflóa og
Islandsmið. Undirbúningur máls
ins tók alllangan tíma og vegna
styrjaldarinnar varð dráttur á
honum.
Strax að styrjöldinni lok-
inni var málið tekið upp á nýj
an leik og þar kom, að vísinda-
menn innan Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins urðu algerlega sam-
mála um þá tillögu, að slík til
raun yrði gerð. Framkvæmd
málsins var nú komin úr hönd-
um vísindamannanna og í hend-
ur ríkisstjórna. Islendingar höfðu
enn frumkvæðið og íslenzka rík-
isstjórnin bauð til ráðstefnu um
málið þeim ríkisstjórnum, sem
áttu hagsmuna að gæta í sam-
bandi við fiskveiðar á íslands-
miðum. Þetta var árið 1949. Sú
ráðstefna var þó aldrei haldin
og Faxaflói aldrei friðaður með
alþjóðlegum samningum. Ástæð-
an var sú, að ein þeirra ríkis-
stjórna, sem boðið var til ráð-
stefnunnar neitaði að koma og
með því að það voru einmitt
Bretar, sem það gerðu, sem eðli
málsins samkvæmt voru hér þýð
ingarmesti aðilinn, var talið til-
gangslaust að halda ráðstefnuna.
Ástæðan, sem Bretar færðu
fram fyrir þessari afstöðu sinni
til Faxafloaráðstefnunnar var
alger tylliástæða. Töldu þeir, að
málinu ætti að vísa til alþjóð-
legrar nefndar, sem átti að fjalla
um möskvastærð á botnvörpum
og dragnótum og lágmarksstærð
á fiski, en sú nefnd tók ekki til
starfa fyrr en 5 árum eftir að
Bretar neituðu að taka þátt í að-
gerðunum til friðunar Faxaflóa.
Fróðlegt er og gagnlegt að
kynna sér gang þessa máls í
ljósi þess, sem gerzt hefir síðar
í landhelgis- og fiskifriðunarmál-
um almennt.
Þá er ekki síður fróðlegt að
athuga gang landhelgismálsins
í ljósi þeirrar stjórnmálaþróun-
ar, sem orðið hefur í heiminum
undanfarna áratugi, og þó sér-
staklega eftir styrjöldina. Þetta
er þó einkum athugavert vegna
þess, að það, sem gerzt hefir i
landhelgismálinu hér á landi
undanfarinn áratug væri með
öllu óhugsandi nema fyrir þessa
þróun heimsstjórnmálanna.
Ég gat þess áðan, að upp úr
fyrri heimsstyrjöldinni hefðu
margar þjóðir bætzt í tölu sjálf-
stæðra þjóða. Á þessari þróun
varð nokkurt hlé milli styrjald-
anna. Enn stórkostlegri breyting
varð svo í þessu tilliti upp úr
síðari heimsstyrjöldinni og nú
voru það aðallega hinar fyrri ný-
lendur Evrópuþjóðanna, sem
sjálfstæði hlutu. Á ráðstefnu
Þjóðabandalagsins í Haag árið
1930 áttu 40 ríki fulltrúa. Voru
þetta öll þau ríki innan Þjóða-
bandalagsins, sem hagsmuna áttu
að gæta í sambandi við ákvörð-
un landhelgi annað hvort vegna
siglinga eða fiskveiða, eða hvort
tveggja. Þær þjóðir sem ekki
áttu land að sjó létu sér þetta
mál þá litlu skipta.
Tuttugu og átta úrum síðar,
þegar Sameinuðu þjóðimar köll-
uðu saman ráðstefnu í Genf til
að fjalla um hin sömu vanda-
mál eru þátttökuríkin orðin 86
að tölu. Af þessum 86 ríkjum
voru hvorki meira né minna en
27 ný ríki eða með öðrum orðum
ríki, sem öðlazt höfðu sjálfstæði
á þessu tímabili og nær öll um
eða upp úr styrjöldinni síðustu.
Og með hverju árinu, sem líður
verða til ný sjálfstæði ríki, sem
láta til sín heyra á vettvangi
hinna Sameinuðu þjóða. Þessi
þróun hefir leitt til nýrra við-
horfa í alþjóðamálum og þá
ekki hvað sízt i landhelgismál-
unum.
Þegar þessi nýju ríki, sem
langflest eiga hagsmuna að gæta
í sambandi við fiskveiðar, koma
fram á sjónarsviðið verður fyrir
þeim heimur, sem virðist í flestu
því, er varðar samskipti þjóð-
anna, vera fullskapaður. Meðal
annars er þeim sagt að alþjóða-
lög kveði svo á, að landhelgi
skuli vera 3 mílur og að engar
breytingar megi þar á gera nema
með samningum milli ríkja, sem
þýðir raunverulega hið sama og
engar breytingar verði gerðar.
Það má telja nær óhugsandi, að
slíkir samningar ,sem tækju til-
lit til hagsmuna strandríkisins
gætu tekizt við alla þá, sem
telja sig hafa hagsmuna að gæta,
vegna siglinga og fiskveiða, eink-
um vegna þess, að því er ávallt
haldið fram af þeim, sem vilja
viðhalda þessu fyrirkomulagi, að
slíkir samningar um útfærslu
landhelgi á einum stað, hversu
fjarlægur og þýðingarlítill, sem
hann sá staður annars er, muni
kröfur um breytingar frá öðrum
leiða til þess, að í kjölfarið komi
stöðum, ef til vill miklu þýðing-
armeiri. Þetta kerfi átti að
tryggja það, að engar breytingar
til stækkunar landhelginnar yrðu
gerðar. Það hefir komið sífellt
greinilegar í ljós á undanförnum
árum, að fjölmörg hinna nýju
ríkja hafa talið þetta fyrirkomu-
lag algerlega óviðunandi, þar
sem það gengi hreinlega í ber-
högg við lífshagsmuni þeirra.
Raddirnar hafa orðið sífellt há-
værari, sem hafa haldið því
fram, að víðátta landhelginnar
skyldi ákveðin fyrst og fremst
með hagsmuni strandríkisins fyr-
ir augum, en ekki með tilliti til
einhverra ,oft ímyndaðra hags-
muna fjarlægra ríkja. Þessi af-
staða hinna fjölmörgu nýju ríkja
hefir og leitt til þess, að þau
hafa oftast haft samstöðu á al-
þjóðaráðstefnum um þessi mál.
En það eru fleiri þjóðir, sem
ekki hafa viljað una gömlum
dæmið um það krafa Bandaríkj-
anna til langrunnsins.
Sú krafa kom fram í tveimur
kreddusetningum og er gleggsta
yfirlýsingum, sem kenndar eru
við Truman og gefnar voru út
árið 1945. Fjallaði önnur þeirra
um rétt Bandaríkjanna til hag-
nýtingar á auðæfum sjávarbotns-
ins utan þriggja mílna landhelg-
innar, en hin um fiskiverndar-
svæði á úthafinu.
Að því er til sjávarbotnsins
tekur og þeirra auðæfa, sem í
honum kunna að finnast, þó slá
Bandaríkin eign sinni á þau. Hin
yfirlýsingin virtist í fyrstu nokk-
uð óljós og skoðanir voru skipt-
ar, hvað hún raunverulega
þýddi. Töldu sumir, að hún jafn-
gilti því, að Bandaríkin tækju
sér lögsögu yfir hafsvæðum ut-
an landhelginnar ,en síðar var
gefin nánari skýring á þessari
yfirlýsingu, sem tók af vafa, þar
sem sagt var, að ekki væri um
það að ræða, að taka sér lög-
sögu yfir svæðum utan landhelg-
innar, heldur skyldu friðunar-
svæðin á úthafinu ókveðin með
samningum milli þeirra ríkja,
sem veiðar stunduðu á svæðinu.
Framh. á bls. 14