Morgunblaðið - 14.12.1958, Side 4
4
MORCVNBL4Ð1Ð
Sunnudagur 14. des. 195S.
Sól yfir Blálands byggðum
Felix Ólafsson: SÓL YFIR 1
BLÁLANDS BYGGÐUM
— 184 bls. — Bókagerðin
Lilja, Keykjavík 1958.
Pílagrímur á slóð Páls postula
i Grikklandi árið 1951 var ég ein-
■r tvær vikur samferða erki-
biskupi koptakirkjunnar í Eþíó-
píu, elskulegum og málhreifum
náunga, sem hafði mikinn áhuga
á norraenum málefnum. Þegar
hann heyrði að ekki væri til
forn-orþódox kirkja á íslandi,
hafði hann við osð að nauðsyn-
legt væri að senda trúboða norð-
ur þangað.
Raunin varð hins vegar sú að
íslendingar urðu fyrri til að
senda trúboða til Eþíópíu. Er
nú risin íslenzk kristniboðsstöð
í landi hins þeldökka og viðmóts-
GfllMBERQ ER HISTORIESKRIVNINGENS H. C. ANDERSEN
Mestur bókviðburður um langt skeið á norrænum bókamarkaði!
VERALDARSAGA GRIMBERGS
Glæsilegt stórverk um athafnir og frama mannkynsins frá örófi alda fram til nú-
tíðarinnar. Kynnið yður þetta glæsilega og hugþekka ritverk. Mannkynsaga sem
ekki er þuri fræði, en skrifuð svo að hún verður bezti skemmtilestur. Veraldar-
saga Grimbergs verður alls 16 bindi hvert um 512 bls. Bindistærðin er 13x20
cm. Öll bindin verða því um 8000 bls. með um 3400 myndum auk 60 uppdrátta og
meira en 100 litmyndir.
Veraldarsaga Grimbergs er gefin út í 15000 eint. af Politikens Forlag í Dan-
mörku. Vegna mikillar forsölu í Danmörku er verkið algerlega þrotið hjá út-
gefanda. Herlendis verða aðeins fáanleg um 250 eintök. Aðalútsölu verksins hér
annast Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8, sími 14527 og Bókhlaðan, Lauga-
vegi 47, sími 16031. Þá, er hug hafa á að eignast verkið, viljum vér hvetja til að
tryggja sér eintak nú þegar.
Ég undirrit.......óska að þér sendið mér 1. bindi „Grimbergs Verdenshistorie" og
síðan hvert bin^i um leið og þau koma út. Verð 1. bindis er kr. 88.90.
Nafn
Heimili
Sendist til:
Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8.
Sími............
BókhlöSunnar, Laugavegi 47.
Bók'averzlun ísafoldar
Austurstræti 8
Bókhlaðan
Laugaveg 47
góða preláta. Kopfakirkjan mun
vera ein elzta kirkja í heimi og
hefur lengi verið ríkiskirkja
Eþíópíu. Eigi að síður lifir stór
hluti landsmanna enn í heiðni,
og hafa Norðurlandakirkjurnar
tekizt á hendur að boða þeim
kristni. Fyrstir komu Svíar, síð-
an Norðmenn og loks fyrir fimm
árum íslendingar. Kristniboðið
nýtur óskoraðs stuðnings keisar-
ans, sem sjálfur er koptiskrar
trúar, enda er hér elcki einung-
is um trúboð að ræða, heldur
einnig skólahald og líknarstarf,
sem teljast má næsta aðkallandi,
þar sem ekki er nema einn inn-
lendur læknir í Eþíópíu enn sem
komið er.
Felix Ólafsson kristniboði hef-
Felix Ólafsson.
ur skrifað bók um reynslu sína
og raunir í Konsó-héraði í
Eþíópíu, en þar var íslenzka
kristniboðsstöðin reist undir um-
sjá hans. Konsó er eitt afskekkt-
asta hérað landsins: þar var
hvorki skóli né sjúkrahús þegar
íslenzku hjónin komu á vett-
vang.
í „Sól yfir Blálands byggðum“
lýsir Felix dvöl sinni í landinu,
fyrst í Addis Abeba og síðan í
Konsó. Dregur hann upp ljósa
mynd af byrjunarerfiðleikunum,
tortryggni innfæddra, hinum
hægfara kynnum sem leiddu til
varanlegrar vináttu við marga
íbúana. Hann segir frá byggingu
trúboðsstöðvarinnar og rekstri
hennar, baráttunni við trúarsiði
íbúanna, sem voru á valdi ein-
kennilegrar djöfladýrkunar, er á
margan hátt svipar til andakukls-
ins á íslandi á þessari öld. Þessi
djöflafaraldur er ekki ýkjagam-
all í Eþíópíu, en virðist eiga
furðusterk ítök í fólkinu, sem
lifir í stöðugum ótta við hina
ásæknu anda. Það verður tæpast
sagt um Konsómenn, að „hver
sé sæll í sinni trú“, enda þótt
þetta vanhugsaða orðtæki sé oft
notað í staðinn fyrir rök gegn
trúboði kristinnar kirkju.
En Felix Ólafsson lætur sér
ekki nægja að rekja reynslu sína
á hinum ókunnu slóðum, þótt
hún sé bæði lærdómsrík og oft
skemmtileg, heldur lýsir hann
líka landi og þjóð, rekur í stuttu
máli sögu Eþíópíu og hinnar
merkilegu keisaraættar, sem rek-
ur upphaf sitt til drottningarinn-
ar af Saba og Salómós konungs.
Hann dregur upp skýra mynd af
hrikalegu landslagi Eþíópíu, lýs-
ir ýmsum sérkennilegum sið-
venjum, skýrir frá helztu þjóð-
flokkum landsins og kynnir les-
andann fyrir ýmsum merkilegum
einstaklingum.
Bókin er hressilega skrifuð.
Stíllinn er léttur og einfaldur, en
sums staðar dálítið viðvanings-
legur. Höfundurinn hefur næmt
auga fyrir því sem skoplegt er,
þótt stundum skjóti hann raunar
yfir markið í viðleitninni við að
vera fyndinn: „En á milli Dirra
Dawa og Addis Abeba komumst
við í slíka hæð, að ég óttaðist
um afdrif bláu himinhvelfingar-
innar!“
Frásögnin er atburðarík og lif-
andi, en stundum hrasar höfund-
urinn um heimspekilegar vanga-
veltur, sem eru sumar hverjar
næsta hjákátlegar. Á bls. 51 seg-
ir hann t. d.: „Rússar reka sjúkra
hús í höfuðborginni, og ekki vant
ar það, að kommúnistar reki
fræðslustarfsemi. En hver vill
halda því fram, að kommúnistar
eða Rússar séu með þessu að reka
kristniboð? Kristniboð er út-
breiðsla kristianar trúar“. Þetta
er alveg rétt, eh upplýsingarnar
eru óþarfar, því mér vitanlega
hefur því hvergi verið haldið
fram að kommúnistar reki kristni
boð. Hins vegar mætti til sanns
vegar færa að þeir rækju trú-
boð ,og þykir mér sennilegt að
hið erlenda orð „mission“ hafi
ruglað höfundinn í ríminu. Það
er miklu víðtækara en íslenzka
orðið kristniboð. A öðrum stað
segir: „Kristniboð er óhugsandi
án kristniboðsvina og kristni-
boða, sem geta ekki látið vera að
leita að hinu týnda, til þess að
það mætti öðlast frelsi" (68), og
verður einnig að telja þeirri yfir-
lýsingu ofaukið. Þó finnst mér
það vafasöm staðhæfing að
„mannkynssagan sé hluti af
kristniboðssögunni" en ekki öf-
ugt, eða hvað um mannkynssög-
una áður en kristin trú kom til
skjalanna?
Að slíkum agnúum slepptum
geymir bókin merkilega sögu í
öllu sínu yfirlætisleysi, sögu um
áræði, dugnað, þrautseiglu, trú-
arvissu og bjartsýni kornungra
hjóna sem leggja upp í langa ferð
til framandi þjóðar, setjast að
meðal frumstæðra og tortrygg-
inna manna, vinna vináttu þeirra
og virðingu, ala tvö börn í þessu
þægindalausa umhverfi og leggja
grundvöll að merkilegu starfi,
sem á eflaust eftir að verða ó-
töldum einstaklingum til bless-
unar. Felix og Kristín kona hans
eru komin heim til íslands til
nauðsynlegrar hvíldar, en í
Konsó starfa nú önnur kristni-
boðahjón, Benedikt Jasonarson
og Margrét Hróbjartsdóttir, á-
samt Ingunni Gísladóttur hjúkr-
unarkonu sem starfað hefur þar
nokkur ár.
„Sól yfir Blálands byggðum".
er ein margra ferðabóka ís-
lenzkra og erlendra höfunda, sem
út koma þessa dagana, en hún er
frábrugðin þeim flestum. Hér eru
engar lýsingar á glæfraferðum
eða stórkostlegum mannraunum,
hér er ekki heldur frásögn af
þindarlausum hlaupum stað úr
stað, land úr landi, þar sem meg-
inmarkmið höfunda virðist vera
að komast yfir sem mest og telja
upp sem flest. Hér er bók sem
minnir meira á lygna og djúpa
á. Við fáum marghliða mynd af
ókunnu landi, sögu þess og þró-
un, lífsvenjum fólksins, löstum
þess og kostum. Bókin er í senn
ferðasaga og þjóðlífslýsing.
í „Sól yfir Blálands byggðum*4
eru 20 ágætar myndir á sérstök-
um myndapappír og frógangur
allur til fyrirmyndar, nema kápu
myndin, sem minnir helzti mikið
á ævintýrabók handa ungling-
um.
Sigurður A. Magnússon.
HÖFUM 0PNAÐ
kjörbúð að Langholtsvegi 130.
Gjörið svo vel og reynið viðskiptin.
Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis.