Morgunblaðið - 14.12.1958, Síða 13
Sunnudagur 14. dés. 1958.
MOROVNBLAÐIÐ
13
Blaðaummæli: .... „Ahus Stiftstidende" (Dr. Börge Friis) .Páll ísólfsson, dómorgan-
isti í Reykjavík hefir leikið inn á orgelplötu, sem hefir heppnast frábærilega vel, forleiki og
fugur Bachs í c-moll, es-dur og d-moll, hina dása.mlegu tokkötu og fugu í d-moll og einnig
aokkra sálmaforleiki, .... íslendingseðli Páls leynir sér ekki, því að hann hefir ríka hneigð
til að gæða túlkun sína björtum hljómblæ og leikrænum áhrifum ....“.
„The Grammophone" (R.F.): .... „Páll ísólfsson hefur um tuttugu ára skeið verið organisti
við Dómkirkjuna í Reykjavík...Áhugi hans á Bach hlýtur að ná langt aftur í tímann, því
að í æsku stundaði hann tónlistarnám í Leipzig og í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar var hann
aðstoðar-organleikari við Tómasarkirkjuna.Bezt hefir tekist í hinni frægu tokkötu og
fúgu í d-moll, þar er góður sveiflutaktur og sýnir orgelleikarinn góðan skilning á tónlist-
inni ....“.
Sígild jólagjöf fyrir alla er unna fagurri tónlist.
Verð aðeins kr. 220.00.
Fálkinn hljómplötudeild
Jólabækur vandlátra bókamanna,
sem ánægju hafa af þjóðlegum fróðleik og
merkum ævisogum
Ævisaga Sigurðar
Ingjaldssonar frá
Balaskarði
verð kr. 235,00.
Skrifarinn á Stapa
eftir Finn Sigmundsson
verS kr. 185,00.
Bókfellsútgófan
Þjóðsögur og munn-
mæli
eftir Dr. Jón Þorkelsson
verð kr. 175.00.
P'áll
allra mestu
í sólfsson
organleikurum veraldar
Dr.
einn af
Eiguleg ferðabók
Eftirfarandi er úr ritdómum ýmsra mætra manna um
hina nýju ferðabók Vigfúsar Guðmundssonar, Fram-
tíðarlandið:
Erlingur Davíðsson í Degi:
Vigfús er víðförlastur allra fslendinga. Hann ferðaðist ekki
aðeins umhvtrfis jörðina, heldur langtum meira í mörgum
lengri og skemmri ferðum í öllum álfum heims. Báðar ferða-
bækur hans hafa þann meginkost að vera ritaðar af frásagnar-
gleði góðs sögumanns.----Þótt Framtíðarlandið sé hvorki í
reyfara- né fræðibókastíl, er bókin bæði fróðleg og skemmti-
leg. Það leiðist engum meðan hann fylgir höfundi um Suður-
Ameríku. Ég ræð mönnum óhikað til fararinnar.-------
Andrés Kristjánsson í Tímanum:
-------Frásögn Vigfúsar er einstaklega nærfærin og sann-
færandi.-----Vigfús fer um lönd og borgir, athugull vökull
og leitandi, skarpskyggn á nýlundur og sérkenni lands og
fólks, en í frásögninni skynja lesendurnir hann sjalfan að baki
sem leiðbeinanda í för, sem lesandinn er þátttakandi í. Þetta
eru höfuðkostir góðs sögumanns.------
Aðalkostur þessarar ferðabókar er lifandi og tildurslaus frá-
sögn, sem kemst óvenjulega nærri lesandanum í látleysi sínu.
Málfar höfundarins er gott.---Hann ritar eðlilegt talmál
eins og það gerist bezt á tungu sveitafólks, og hann ann móður-
máli sínu og forðast erlendar slettur.
-------Það verða ekki mörg ár þangað til ferðabækur Vig-
fúsar verða tsldar sérstæðar og í fremstu röð íerðabóka, er
íslendingar hafa ritað um fjarlæg lönd.----
Jónas frá Hriflu í Mánudagsblaðinu:
— — — Ferðabækur Vigfúsar eru skemmtilegar og fróð-
legar, því að maðurinn er athugull og segir sína sögu á máli
gamalla sveitsmanna, sem hafa kunnað að lesa biblíuna, forn-
ritin og stórskáld undangenginna áratuga. Síðasta bók hans
heitir Framtíðarlandið og er um Suður-Ameríku. Þar kemur
fram landnámshugur Vigfúsar. Hann sér með glöggu auga
gestsins hundruð milljónir manna, sem gera sér undirgefin
hin sífrjóu fiumskógalönd, þar sem sumarblíðan er jafn-
gömul eilífðinni.
Jón Helgason í Frjálsri þjóð:
-------Yfir óravíðar sléttur Argentínu, um háfjallaskörð
Andesfjalla-------um fátæklegar götur hinnar fornu höfuð-
borgar Inkanna lá leið Vigfúsar, og frásagnargleði hans leynir
sér ekki, þegar hann hermir frá öllum þeim undrum og stór-
rnerkjum, sem fyrir augu hans bar.------
Dr. Sigurðui Þórarinsson í Vísi:
-------Að vanda hefir Vigfús verið naskur að grafa upp
landa og hann vann að þessu sinni það afrek að grafa upp
suður í Paraná (Brasilíu) afkomendur þeirra íslendinga, er
þangað fluttu fyrir nærri öld síðan. Kaflarnir um þetta fólk
réttlæta einir saman útgáfu þessarar ferðabókar, þó að ekkert
væri annað.-------Fyrri ferðabók Vigfúsar flaug út, og spái
ég því, að svo fari einnig um þessa fróðlegu og frágangs-
snotru bók.
Spá Sigurðar er að rætast. Það verða sennilega nokk-
uð margir á næstu árum, sem iðrast eftir að hafa ekki
notað tækifærið á jólaföstunni 1958 til þess að eignast
Framtíðarlandið.
Leirbrennslan Glit
Óðinsgötu 13B.
Ke»ramik til jólanna
Kertastjakar, margar gerðir
Ilmkertastjakar
Kápur — Kápur
♦
Seljum á mánudag og þriðjudag
Kvenullarkápur
með 20% afslætti.
Hafnarstræti 4,
sími 13350