Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 Sæmdir Fálkaorðu FORSETI íslands hefur í dag saemt eftirtalda íslendinga heið- ursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Séra Friðrik Rafnar, vígslu- biskup, stjörnu stórriddara, fyrir embættisstörf. Gizur Bergsteinsson, hæstarétt ardómava, stjörnu stórriddara, fyrir embættisstörf. Þórð Eyjólfsson, hæstaréttar- dómara, stjörnu stórriddara, fyr- ir embættisstörf. Ungfrú Ástu Magnúsdóttur, rikisféhirði, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóra stórriddarakrossi, fyrir embætt- isstörf. Áramóiatagnaður ÁRAMÓTAFAGNAÐUR stúd- enta verður haldinn að Hótel Borg á gamlaárskvöld og standa Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskóla íslands að honum í sameiningu. Mun fagnaðurinn hefjast kl. 10 um kvöldið, og verða góð skemmtiatriði flutt, gaman af ýmsu tagi haft í frammi og dans stiginn fram undir miðnætti, en þá mun séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flytja áramóta- ávarp. Síðan verður klukkum' hringt og nýja árinu fagnað á við- eigandi hátt af samkomugestum — og eru þessa dagana í undir- búningi ýmsar nýjungar, til þess að sú athöfn megi verða sem há- tíðlegust. Þagar þessum þætti fagnaðarins lýkur, hafa forvígis- menn hans í hyggju að greiða fyrir þeim, sem skreppa vilja heim til sín og óska ættingjum og vinum gleðilegs nýjárs. Að því búnu, væntanlega laust eftir kl. 1, mun dansinum síðan verða haldið áfram af fullum krafti og ekki látið staðar numið fyrr en síðla nætur. Stjómandi fagnaðarins verður Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúL Þess er að vænta, að stúdentar, eldri sem yngri, fjölmenni á fagn- aðinn og mæti snemma, til að fara einskis á mis, af því, sem þarna verður á boðstólum. Ef til vill verður unnt að skýra nánar frá fyrirkomulagi áramótafagn- aðarins í blöðum milli jóla og nýjárs. Aðgöngumiðar verða seld ir í suðuranddyri Hótel Borgar nk. mánudag og þriðjudag milli kl. 5 og 7 e. h., en verði þeirra verður stillt í hóf sem kostur er. Rakarinn í Sevilla HIN heimsfræga ópera „Rakar- inn í Sevilla“ verður jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Æfingar hafa staðið yfir í lang an tíma undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, sem er tónlistarstjóri við þessa óperu, en Thyge Thyge- sen konunglegur hirðsöngvari frá Kaupmannahöfn er leikst.jóri. Leikstjórinn, Thyge Thygesen, er þekktur óperusöngvari frá Konunglegu óperunni í Dan- mörku og hefur sungið m.a. við óperuhúsið Scala í Milano, í París, Buenos Aires, Stokkhólmi og víðar. Tónskáldið Rossini, höfund óperunnar, þarf ekki að kynna. Hann er eitt þekktasta tónskáld í óperuheiminum. Þeir, sem syngja í þessari óperu, eru Guðmundur Jónsson (baryton) fer með hlutverk rak- arans, Figaro, Þuríður Pálsdóttir er Rósina, Guðmundur Guðjóns- son kemur nú fyrst fram í stóru hlutverki hjá Þjóðleikhúsinu, i hlutverki Almaviva greifa, Krist- inn Hallsson fer með hlutverk dr. Bartolós, Jón Sigurbjörnsson leikur Don Basilio, Ævar Kvaran leikur Fiorelli, Sigurveig Hjalte- sted er Bertha, og auk þess syngja söngmenn úr Þjóðleikhús- kórnum með. Ekki er að efa, að „Rakarinn" Minnihlutastjórn — Framh. af bls. 1 Ráðherra Guðmundur í. Guð- mundsson. Undir hann heyra ut- anríkismál, framkvæmd varnar- samningsins, þ. á. m. lögreglu- mál, dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvarn- ar, heilbrigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiða af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu. Gildir þetta um varnarsvæðin og mörk þeirra. Veðurstofan. Fjár- mál ríkisins, þar undir skatta- mál, tollamál og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til að afla ríkissjóði tekna undirskrift ríkis- skuldabréfa, fjárlög, fjáraukalög og reikningsskil ríkissjóðs, hin umboðslega endurskoðun, em- bættisveð. Eftirlit með innheimtu mönnum ríkisins, lausn embættis manna, eftirlaun, lífeyrir em- bættismanna og ekkna þeirra, peningamál, þar undir peninga- slátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra 1 með öll mál, er varða fjárhag rík ; isins eða landsins í heild, nema þau eftir eðli síriu eða sérstöku á- I kvæði heyri undir annan ráð- herra. Hagstofa. Mæling og skrá- setning skipa. Ráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason Undir hann heyra menntamál, þar undir skólar, útvarpsmál og viðtækjaverzlun. Menntamálaráð íslands, Þjóðleikhús og önnur leiklistarmál, tónlistarmál, kvik myndamál, söfn og aðrar menn- ingarstofnanir, sem reknar eru eða styrktar af ríkinu. AtVinnu- deild háskólans. Rannsóknarráð ríkisins. Önnur mál, er varða vís indi og listir. Barnaverndarmál. Skemmtanaskattur. Félagsheim ilissjóður. fþróttamál. Bókasöfn og lestrarfélög. Iðju- og iðnaðar- mál, þar undir Iðnaðarmálastofn- un fslands, útflutningur iðnaðar vara, Sementsverksmiðja ríkisins. Aburðarverksm. ríkisins, Lands á eftir að hljóta miklar vinsældir Jsmiðjan, iðnskólar, iðnaðarnám, hjá leikhúsgestum enda er þetta talin ein vinsælasta ópera allra tíma. Fréttir í stuttu máli LONDON, 23. des. — f dag sukku 30 smábátar á Miðjarðarhafi, skammt undan strönd V-Alsír. Útgöngubanni skólabarna á Kýpur verður aflétt á jóladags- morgun. Á annan jóladag sýnir Leikfélag Reykjavíkur „Allir synir mínir“, eftir Arthur Miiler. Leikritið hefur þegar verið sýnt 17 sinnum á þessu leikári og alltaf við mjög góða aðsókn. — Myndin hér að ofan sýnir tvo af aðalleikendunum, þau Brynjólf Jóhannesson í hlutverki Joes Kellers, verksmiðjueiganda, og Heigu Valtýsdóttur sem Kate konu hans. Hlutu þau bæði ein- róma lof gagnrýnenda, svo og leikritið í heild. Sýningin á 2. jóladag verður kl. 3 e. h. Nasser, einræðisherra í Eg yptalandi, réðst harkalega á sýr- lenzka kommúnistaflokkinn í dag og sagfþ hann standa fyrir ei^hug Sýrlands og Arabaríkj- anna. Kosningar verða haldnar , Hollandi í vor. Ný stjórn var mynduð í Mar- okkó í dag eftir mánaðar stjórn- arkreppu. A. m. k. 60 manns hafa farizt og margra hundraða er saknað í Ríó de Janero vegna mikill/ vatnavaxta, sem þar hafa orðið undanfarinn sólarhring. — Sam- göngukerfi öll hafa lamazt — og er óttazt, að taugaveiki gjósi upp í kjölfar þessa eymdar- ástands. Þess er vænzt í Washington, að de Gaulle komi þangað í heim sókn einhvern tíma á næstunni. Eisenhower forseti hefur fyrir löngu boðið honum heim, en franski forsetinn hefur enn ekki séð sér fært að þekkjast heim- boðið. Fullvíst er talið, að mótmæla orðsending Vesturveldanna við ráðagerðum Rússa varðandi fram tíð Berlínar — verði afhent hinn 30. þ.m. í jólaboðskap páfa lagði Jó- hannes XXIII áherzlu á friðar- þrá mannkynns og að kristindóm urinn væri leiðarljósið á þeirri braut. Athugasemd AKRANESI, 23. des. — Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri, hefir beðið að, láta þess getið, í sam- bandi við frétt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, að vinna við Gagnfræðaskóla Akraness hafi hætt vegna klaka, en ekki vegna fjárskorts. — Oddur. iðnfélög, öryggiseftirlit. Einka- leyfi. Ríkisprentsmiðjan Guten- berg. Efnahagssamvinnan OEEC, alþjóðafjármálastofnanir og er- lend tækniaðstoð. Bankamál. Við- skiptamál, þar undir innflutn- ingsverzlun og gjaldeyrismál Innkaupastofnun ríkisins. Ferða- skrifstofa ríkisins. Ráðherrafundi skal halda um ný- mæli í lögum og mikilvæg stjórn- armálefni. Svo skal og ráðherra- fundi halda, ef einhver ráðherra æskir að bera þar upp mál. Með úrskurði þessum er ur gildi felldur forsetaúrskurður frá 24. júlí 1956 um skipun og skipt- ing starfa ráðherra o. fl. Þetta birtist hér með öllum þeim, er hlut eiga að máli. Forsætisráðuneytið, 23. desember 1958. Emil Jónsson. Birgir Tliorlacius. ÁVARP EMILS JÓNSONAR í fréttaauka í gærkvöldi flutti Jólatrésfagnaður fyrir börn stúdenta SUNNUDAGINN 28. des. efna háskólastúdentar til jolatrés- fagnaðar fyrir börn sín á Gamla garði. Stúdentar hafa aldrei fyrr haft jólatrésfagnað fyrir börn sín, eins og aðrar stéttir, en nú mun það orðið svo algengt að fjölskyldumenn stundi nám í Há- skólanum, að þörf er orðin á slíkri skemmtun. Jólatrésfagnaður háskólastúd- enta hefst kl. 3 og lýkur kl. 6, og verða aðgöngumiðar seldir vægu verði við innganginn. hinn nýi forsætisráðherra, Emil Jónsson, eftirfarandi ávarp, eftir að hann hafði lesið bréfið um skiptingu ráðherraembætta, sem birt er hér á undan: Eins og kunnugt er, rofnaði samstarf þeirra flokka, er stóðu að fyrrverandi ríkisstjórn fyrir tæpum mánuði. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið síðan til að mynda meirihlutastjórn, hafa ekki tekizt. Forseti íslands ósk- aði þá eftir því við mig að ég gerði tilraun til myndunar þing- ræðisstjórnar, sem ég tók að mér að reyna að gera. Þessar tilraunir mínar hafa nú borið þann árang- ur, að mynduð hefir verið minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins, eins og fram kemur í bréfi því eða auglýsingu, sem ég var nú að lesa. Leitað var eftir stuðningi allra flokka við þessa stjórn, en aðeins Sjálfstæðisflokkurinn gaf kost á að veita þennan stuðning. Þessi stjórn nýtur því stuðnings Sjálfstæðisflokksins, og á þann hátt, að hann hefir tekizt á hend- ur að bægja frá vantrausti, ef fram kemur á meðan verið er að freista að leysa þau bráðu og aðkallandi vandamál, sem fyrir liggja. Er þar fyrst að geta samningaumleitana þeirra, sem bíða við bátaútvegsmenn, bátasjómenn og aðra skylda starf semi. Er það mál svo aðkallandi, að það þolir enga bið. Liggur við borð að bátaflotinn stöðvist, ef ekki næst samkomulag. En ríkis • stjórnin mun þegar á morgun skipa menn til þessara samninga og freista þess að ljúka þeim á svo skömmum tíma, sem mögu- legt er, enda er hver dagur, sem þar tapast, mikið tjón fyrir þjóð- arbúið, sem leitast verður við að koma í veg fyrir. Annað verkefni, sem ríkis- stjórnin hefir ákveðið að beita sér fyrir lausn á, er breyting á kjördæmaskipuninni. Það er á allra vitorði, að sú löggjöf, sem nú gildir um það mál, er mjög ranglát og krefst lagfæringar hið bráðasta. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa því ákveðið að beita sér fyrir því að landinu verði skipt í fá stór kjör- dæmi með hlutfallskosningum og uppbótarþingmönnum til jöfnun- ar milli þingflokka. Hvað, sem afgreiðslu kjördæmamálsins líð- ur, verða kosningar látnar farc. fram í vor til þess að þjóðinni gefist kostur á að segja skoðun á því máli og öðrum vandamál- um, sem fyrir liggja. Ég tel mig mega segja, að af- greiðsla kjördæmamálsins hafi að verulegu leyti valdið því, að ekki tókst nú að mynaa meiri- hlutastjórn. Og er því þess að vænta, að þegar það mál er leyst, fáist meiri möguleikar en nú til fastrar meirihlutastjórnar, sem af alvöru og festu geti snúið sér að aðkallandi verkefnum. í utnríkismálum mun þessi rík isstjórn fylgja svipaðri stefnu og undanfarandi ríkisstjórnir hafa gert í raun, en deilumál á inn- lendum vettvangi mun ríkis- stjórnin reyna að leiða hjá sér og fresta, sem unnt er, önnur en þau tvö, sem nefnd hafa verið, þar til fastari grundvöllur hefir feng izt undir störf ríkisstjórnarinnar eða þó öllu heldur annarrar, er við tæki af þessari. Alþýðuflokknum er ljóst, að þessi ríkisstjórn getur ekki unn- ið að lausn mála eftir flokkslín- um Alþýðuflokksins. En hann mun gera sitt ítrasta til að þoka málum sem lengst í þá átt að til heilla horfi fyrir þjóðina alla. Til þessa óskar rikisstjórnin eftir stuðnirigi þingmanna allra og þjóðarinnar í heild. Gleðileg jól, gott og farsælt nýár. Leiðrétting í greininni um Örn Arnarson skáld í blaði merkt II. stendur á einum stað: „ .... er víst til með að koma .... Með er ofaukið, falli því niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.