Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 17
Mifivíkurtagur 24. <íes. 1958 MORCUNRL AÐItí 17 Hvenær kemur Axel ÞANNIG höfðu drengirnir spurt allt sumarið. Ég gat engu svar- að öðru en því, að hann kæmi í haust. Svo hringdi Axel einn daginn. „Komdu blessaður — ég kem til ykkar á laugardaginn — hyrja á sunnudaginn kl. 10 — allt í lagi_— blessaður". Samtalið er búið. Ég sit með heyrnartólið í hendinni, hafði ekki einu sinm tíma til að bjóða hann velkom- inn. En þannig er Axel. Það er enginn tími til málalenginga, strákarnir hans bíða. En nú get ég líka svarað næst, þegar ég er spurður: „Hann kemur 6. sept- ember“. 400 mörk á dag! Enda þótt það sé úrhellis rign- ing, bíða börnin rútunnar þeg- ing, bíða börnin bílsins, sem Axel kemur með. Sennilega eru þau 50—60. Það er eins og þjóð- höfðingi sé á ferðinni. Axel er það líka í augum barnanna. Það fer fagnaðaralda um hópinn, þegar Axel birtist í dyrunum með regnkápuna sína á hand- leggnum. Svo fer hersingin af stað með Axel í fararbroddi. Það þykir mikill heiður að fá að bera töskurnar hans. Klukkan 10 ótti að byrja en kl. 9 voru strák- arnir mættir við íþróttahúsið. Æfing — leikni — hraði Næstu vikur er mikið að gera. Frá kl. 10 að morgni til kl. 10 að kvöldi bergmálar íþróttahúsið af fyrirskipunum stjórnandans og hlaupum drengjanna. Öðru hverju heyrast háir smellir, það hefur verið skorað mark. S!und- um eru skoruð 400 mörk á dag. Telpurnar eru líka í kerfinu, þær iðka handknattleik. 12 ára formaður Eitt kvöldið er barið hjá mér. „137“, segir Axel um leið og ég Það er gaman í tímunum hjá Axel. Maður fær að reyna svo margt nýtt. opna. „Ha“, segi ég. „Það eru komnir 137 í kerfið og það er met hér“, segir Axel. Þegar hann' er seztur, tek ég að spyrja hann um starfsferil hans. „Það er nú það fyrsta að ég stofnaði knattspyrnufélagið Vík- ing árið 1908 ásamt 4 öðrum drengjum. Ég var þá 12 ára. Var formaður þess í 16 ár. Var þjálfari félagsins frá 1919 til 1933. Tók fyrstur fslendinga dómarapróf í knattspyrnu og dæmdi flesta kappleiki hérlend- is á árúnum 1919 til 1933. Var þjálíari fyrsta úrvalsliðsins, sem keppti á erlendri grund. Það var árið 1930. Við fórum til Færeyja og lékum þar 3 leiki, sem við unnum alla. Frá 1933 til 1936 var ég þjálfari á Akranesi og formaður íþróttaráðsins þar. Kl. 4 um nótt „En hvenær byrjaðir þú far- kennslu þína?“ spyr ég. „Það var árið 1941 að ég hóf umferðakennslu á vegum Í.S.Í. og fræðslumálaskrifstofunnar. Ég . . . æ, mér mlstókst í þetta slnn. Kannskl tekst hetur næst, hugsar litli markvörðurinn, sem ef til vill á eftir að komast í Iandslið. byrjaði á Hvanneyri. Þar varð „kerfið“ til, sem ég hef notað síðan með stöðugum viðbótum. Fyrsta kvöldið á Hvanneyri mættu 4 á æfingu. Þá fór ég að hugsa um það, hvernig ég gæti skapað meiri áhuga meðal pilt- anna. Og niðurstaðan varð sú, að ég þyrfti að hafa æíingarnar í keppnisformi. Ég rauk upp úr rúminu kl. 4 um nóttina og samdi kerfið. Þetta var 5. nóvem- ber. Næsta kvöld mættu 60 á æfingu. Ég hafði opinbera sýningu á kerfinu árið 1942 í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík, og aftur árið 1944. Árið 1947 samdi ég svo handboltakerfi fyr- ir stúlkur. Þekkir þá alla „Hvsrnig líkar þér nú þessi farkennsla?", spyr ég. ,Ágætlega‘, segir Axel. „Það er að vísu dálítið erfitt að vera á sífelldu ferðalagi allt árið um kring, en þetta kemst upp í vana. Ég kann alls staðar vel við mig“. „Veiztu nokkuð hvað nemendur þínir eru orðnir margir", spyr ég. „25.677“ svarar Axel áður en ég hef lokið spurn- ingunni, „og ég held að ég þekki þá alla með nöfnum“. Og kvöldið líður við rabb um knattspyrnu og fleira. Á mínút- unni 11 stendur Axel upp og fer jafn skyndilega og hann kom. Nægilegur svefn er hverjum manni nauðsynlegur, ekki sízt . . og svona áttu að bera þig til, litli vinur minn, segir Axel. íþróttamönnum, og stundvís hef- ur Axel ávallt verið, líka í hátt- inn. Ég sit lengi hugsi eftir að hann er farinn. Mikið starf hef- ur þessi maður unnið í þágu æsku þessa lands. Það verður sennilega seint metið að verðleikum. Hveliur og sprettur Það er sýning í íþróttahúsinu á „Axelskerfinu" og húsið er troð fullt af áhorfendum. Það eru þau Áratugum saman hefur Axel Andrésson leitt unga drengi fram á leikvanginn, kynnt þeim heim íþróttanna og kennt þeim fyrstu sporin. Enn er hann við sömu iðju — og við sívaxandi vinsældir. Drengirnir fara í tvær raðir, gera nokkrar hitandi æfingar og fara svo með heitið sitt allir í kór: „Ég lofa að vera ætíð góður drengur, aldrei að hrekkja, lengi lifi Stykkishólmur, lengi lifi ís- land, húrra!" Svo hefst sýningin. Annað lið- ið heitir „Hvellur", hitt „Sprett- ur“. Það er hrein furða hve þess- ir litlu snáðar hafa náð miklu valdi yfir knettinum. Þeir leysa allar knattþrautirnar með mestu prýði og áhorfendur klappa þeim lof í lófa. Þegar aðeins er eftir eitt boðhlaup tilkynnir Axel að það sé jafntefli, og það eykur spenninginn. Allt veltur á boð- hlaupinu. Það er ekki nóg að vera fljótur að hlaupa, þetta boðhlaup krefst meira. Það þarf að skríða, klifra, fella kubb í annari leið- inni og setja hann á sinn stað i næstu, láta keflið ofan í kassa o. m. fl. „Nú“, hrópar Axel og þeir fyrstu fara af stað. Allt gengur vel í fyrstu. Þetta eru líka þeir elztu. En þegar þeir yngstu koma fer gamanið að grána. Ýmis þýð- ingarmikil atriði vilja gleymast. Einn gleymir að fella kubbinn, annar að skríða og þegar einn keppandinn fellur á höfuðið ofan í kassann ætlar allt um koll að keyra. En allt fer vel að lokum og keppnin endar með jafntefli. Það eru líka beztu úrslitin. Telpurnar sýna á eftir og það er engu minna fjör þar. Næstu kvöld sýna þau eldri. Kerfið þeirra er mikið margbrotnara og miðar að öruggri knattmeðferð. Eftir 3ja vikna dvöl hjá börn- unum í Stykkishólmi kveður Axel. Þannig er það alltaf, sifellt nýtt umhverfi, nýir némendur. Hann fer með 800 kr. í vasanum. Það eru launin hans. I 'nhverjum þætti það lítil laun. Hann er kvaddur með söknuði bæði af börnum og fullorðnum. Ef að líkum lætur verður ekki langt að bíða þess að börnin fari að spyrja á ný: „Hvenær kem- ur Axel?“ Sigurður Helgason. yngstu, sem eiga að sýna. Dreng- irnir fyrst. Þeir ganga inn í einni röð með glampa í augum. Þetta er mikil stund. Þeir elztu eru 7 ára, sá yngsti ekki nema 3ja ára. Hann kemur síðastur inn. Þegar hann sér allt fólkið er kjarkurinn búinn. Hann hleypur til afa síns, sem er meðal áhorf- enda. En það er allt í lagi hann má vera hjá afa á milli þess, sem hann sparkar, segir Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.