Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 — Pasternak Framh. af bls. 13 ingjudrjúg, þótt hún bærí lítinn árangur. En nú voru systurnar sem sé komnar til að hressa upp á gaml- an kunningsskap, í heimsókn til sins gamla kennara. Þær höfðu dvalizt í Belgíu og voru á leið- inni austur á bóginn til Berlín- ar, svo það var alveg tilvalið að koma við í Marburg. Þær bjuggu á bezta hóteli bæj- arins, sem var í elzta hluta hans. Þær ætluðu að standa við í þrjá daga. Boris var í einni sæluvímu. Þau voru saman öllum stundum. Hann segjandi þeim hverja sög- una á fætur annarri, en þær hlæjandi og hvissandi. Hann sýndi þeim alla borgina, hátt og lágt, jafnvel fyrirlestra í háskól- anum. En allt í einu hrökk hann upp við það, að síðasti dagur heim- sóknarinnar var að renna upp. Hann æddi þennan morgun inn í gistihúsið, allur í uppnámi, — mætti yngri systurinni í gang- inum. Henni varð litið á hann Og sá, að eitthvað ægilegt var á seyði, svo hún hrökklaðisi und- an án þess að bjóða honum góð- an dag og lokaði sig inni í sinu herbergi. Boris fór rakleitt til herberg- is eldri systurinnar. Hann var hræðilega á nálum og hann kast- aði sér á hné fyrir framan hana, tjáði henni ást sína með fjálgum orðum og sagði, að svona gæti þetta ekki gengið lengur, — hún yrði að ákveða örlög hans. Hún stóð upp af stólnum og hörfaði vandræðaleg aftur á bak, undan hamsleysi hans. Það var auðséð, að hún óttaðist hugar- angur hans. Allt í einu, þegar undanhald hennar nam við vegg- inn, rankaði hún við sér og varð það ljóst að hún átti eina und- ankomuleið frá þessari skelfingu — hún neitaði honum. Rétt um leið heyrðu þau, að ferðakistum var bagsað eftir ganginum. — Skilnaðarstundin var komin. andlega ástand. Hann var ekki bitur í hennar garð. Hún hafði huggað hann, hún hafði snert hann og ein snerting hennar fserði með sér slíka bylgju un- aðar, að á rústum ástar hans fékk hatur ei vaxið. Og sér til undrúnar kenndi hann einhvers sem líktist ham- ingju. Er hann sneri aftur til Marburg næsta dag, fann hann, að hann var ekki lengur aðskil- inn frá litlu stúlkunni, sem hann hafði þekkt i sex ár, — heldur frá konunni, sem hann hafði séð í nokkrar sekúndur eftir neitun hennar. Á þessari stundu ákvað Boris Pasternak að hætta námi í Mar- burg. Hann kvaddi hvorki kóng né prest, fleygði heimspekirusl- inu og tók sér far með járnbraut til Frankfurt, þar sem frændi hans bjó. Og nú tók hann til að yrkja og yrkja Ijóð, nótt og nýt- an dag. Hann neytti varla svefns né matar fyrir yrkingum, um Hann var þá 22 ára og varð strax hlutgengur í hópi ungra lista- manna, bæði sem skáld „bohéme“ og kvennagull. Skáldið Y. Animi- sov sýndi honum meira að segja þann heiður, að bera undir hann nokkur ljóð, eins og skáld sýnir skáldi. Pasternak kynntist obba þeirra ungu skálda og rithöfunda, sem áttu eftir að vaxa upp úr græðl- ingsskeiðinu í sterka stofna, er megnuðu að bera laufskrúðuga krónu rússneskra bókmennta. Það má nefna nokkra helztu kunningja hans í skáldahópi á þessum árum: Vladimir Khlebni- kov, Sergei Esenin, Selvinsky, Tsvetaeva, Brik, Alexander Block, Anna Akhmatova, 'Ilya Ehrenburg, Severyanin, Bolsha- koVa og Biely. Ótal marga fleiri mætti nefna, en þetta verður að nægja. Hin ungu skáld þeirra tíma voru nær öll byltingasinnuð, hvort sem var í stjórnmáium eða í viðhorfum sínum til listræns ☆ Hvað sem í hafði skorizt, hlaut hann af almennri kurteisis- skyldu að fylgja þeim systrum á járnbrautarstöðina. Það voru hlaup, fálm, flýtir, uppnám. í öllum handaganginum var hann klaufalegur — afkáralegur, en hún reyndi að sefa hann, þótt engu yrði breytt. Þegar lestin þaut af stað, varð hann of seinn að hlaupa út úr henni og hún flutti hann óraleið austur á bóg- inn gegn vilja hans. Loksins seint um kvöldið fékk hann aftur að vera aleinn í lítil- fjörlegu hótelherbergi langt frá Marburg. Þá gaf hann tilfinn- ingum sínum lausan taum. Hann lyppaðist niður á stól, — við hlið hans var lítið borð og hann laut fram yfir það, grúfði andlitið í höndum sér og grét með þungum sogafullum ekka. Hann hafði hrapað ofan af einhverju háleitu, sem hafði eins og öldutoppur, haldið honum uppi og borið hann fram á við. Nú hafði það loks varpað honum af sér og hann sá það hverfa sjónum fyrir götu- horn. Þegar hann hafði grátið og sof- ið, gafst honum loks morguninn eftir ró tii að íhuga betur sitt Boris Pasternak: u m í e t Skarkalinn er dáinn. Ég kem fram á sviðið, halla mér upp að dyrastafnum og reyni að ráða af fjarlægu bergmálinu hvað muni gerast meðan ég lifi. Næturmyrkrinu er beint til mín í sjáöldrum þúsund leikhússjónauka. Abha, faðir, sé það mögulegt þá tak þennan bikar frá mér. Ég virði einbeittan ásetning þinn, ég fellst á að leika hlutverkið. En nú er önnur sýning á sviðinu, slepptu mér í þetta sinn. Samt hefur skipan þáttanna verið ákveðin og leiðarlokin eru óhjákvæmileg. Ég er einn; allt drukknar í hræsni faríseannr Að lifa er ekki jafneinfalt og fara yfir akur. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON þýddi. hafið, um árroðann, um rigning- una, um steinkolin í Harz. Svo vildi til, að faðir hans var á ferð í Frankfurt, en Boris virti hann varla viðlits, — svo niðursokk- inn var hann í ljóðlistina. En rykið sem féll á hann og kringum hann kunni hann einkar vel við. hófst, — vegna gamalla meiðsla Hann þurrkaði það ekki af, allt af einskæru félagslyndi við það. Enn átti hann fé í sjóði, sem hann hafði í fyrstu ætlað að verja til námsins. Nú tók hann það og fór í ferðalag um ítalíu, þar sem honum opinberuðust fjár- sjóðir listarinnar, sameign mann kynsins. ☆ Boris Pasternak sneri aftur heim til Moskvu haustið 1912. Þakjárn væntanlegt fyrstu dagana í janúar. Tekið á móti pöntunum. Ó. V. Jóhannsson & Co. Hafnarstræti 19. Símar 12363 og 17563. forms. Hver sem skyggnist of- urlítið inn í hinar ungu bók- menntir Rússa á þessum tíma, mun undrast og dást að því hví- líkur kraftur og gróandi svall í þeim. Chekov og Gorki skyldu ekki verða niðurlag né endir gull aldarbókmennta Rússa. Meðal ungu skáldanna voru sviptingar. Þeir skipuðu sér í | fordómafullar hreyfingar og stefnur, sem voru afbrýðissam- | ar hver út í aðra. Pasternak varð þess brátt vísari, að hann til- | heyrði hinum svonefnda Nova- í torhóp. Það var hreyfing symbol- ista og jafnvel fútúrista. Sjálf- kjörinn foringi hópsins var hið unga og bráðgáfaða skáld Vladi- mir Majakovsky. Pasternak var skki ætíð á sama máli og hann. Þeir stældu oftsinnis harkalega Jm stefnuna. Meðan Majakovsky gerðist frumkvöðull rímlausra atómljóða vildi Pasternak ekki kasta algerlega fyrir borð hinum gömlu rímreglum. Hann lagði eyrun við tónlist, ljóðsins. Rím vildi hann t. d. segja, að væri mikilvægur þáttur í tónleik Ijóðs ins, þótt hann teldi sig að vísu ekki bundinn af því. Auk venju- legs endaríms úir og grúir í ljóð- um hans af alls konar undarlegu hálfrimi og hann lék sér jafnvel við klið fútúrískrar stuðlasetn- ingar, en stuðlun hafði ekki tíðk- azt í rússneskri ljóðlist síðan í grárri forneskju. Vegna þessa má heita að það sé ógerlegt að þýða ljóð hans svo þau missi ekki mikils., Að efni ljóðsins sló fyrir hjá Pasternak rómantiskum blæ eins og hjá Rilke. Þar sem táknmynd ir vekja upp ímyndunaraflið í hálfsögðum orðaleik. Majakovsky hafði mikil áhrif á hann og teygði hann um tíma yfir í realisma. En það átti ekki við Pasternak. Þótt þá greindi á um margt og rifust oft eins og reiðir hund- ar, fór Pasternak ekki leynt með það, að hann dáðist að hæfileik- um Majakovskys, persónuleika og óendanlegri snilld. Aðdáun hans nálgaðist stundum guðlast eða skurðgoðadýrkun. Ljóðalestri Majakovskys hefur hann lýst svo. „Ég hlustaði frá mér numinn, af öllu hjarta, hélt niðri í mér andanum, gleymdi sjálfum mér. Ég hafði aldrei heyrt neitt þessu líkt. Það spannaði yfir allt, strætið, hundana, linditrén og fiðrildin, rakarana, bakarana, klæð- skerana og vélarnar. Ég teygaði hann að mér, tók hann utan af strætinu og inn í líf mitt. En hann var svo stórfenglegur og risavax- inn, að maður gat ekki varðveitt hann að honum fjarverandi. Ég tapaði hon- um alltaf á milli. Hann var búinn tiltölulega stöðug- um hæfileikum. Og hrifning mín var hlutfallslega endingargóð. Aðdáun mín var jafnan reiðubúin og þó kom hann mér ætíð á óvart, — hann endurfædd- ist i hvert skipti alveg nýr, eins og í fyrstunni*4. Fyrstu kynni af Majakovsky fylltu Pasternak slíkri minni- máttarkennd að honum fannst í fyrstu vonlaust fyrir sig að reyna að yrkja. En nú var hann svo oft búinn að brjóta allar brýr að baki sér að honum fannst hann ekki geta gert það oftan Fyrstu ljóðabók sína „Tvíbur- arnir í skýjunum“ gaf Pasternak út árið 1914. Heimsstyrjöldin var Pasternak ekki -kallaður í herinn, heldur var hann látinn vinna í sprengiefnaverksmiðju austur í Úral-fjöllum. Og svo brauzt byltingin út. „Blaðsöludrengur með þykkan búnka af nýprentuðum blöðum kom hlaup- andi eftir götunni og hrópaði „Síðustu fréttir“. Hann náði manninum á gatna- mótunum. — l*ú mátt eiga afganginn, sagði mað urinn og rétti drengnum peninga. Drengurinn kippti hálfröku blaði út úr búnkanum, þrýsti því í lófa mannsins og hvarf út i bylinn. Maðurinn staðnæmdist undir götu- ljósi til þess að lesa fyrirsagnirnar. Þetta var auka-fregnmiði, prentaður aðeins öðru megin. Það var opinber tilkynning frá Pétursborg, um að al- þýðusovét hefði verið stofnað, að Sovét valdi og alræði öreiganna hefði verið komið á fót I Rússlandi. Þar fylgdu og með fyrstu tilskipanir nýju ríkis- stjórnarinnar. Hríðin barði á honum andlitið, blind- aði hann og slæddi yfir blaðsíðuna gráu, skrjáfandi, snjóugu méli. Samt var það ekki bylnum að kenna, að honum varð örðugt um lesturinn. Hann nötraði og skalf og var yfirkominn af mikilleik þessa augnabliks. Hann var gagntekinn af þeirri hugsun, hvílíka þýðingu þetta hefði fyrir ókomnar aldir. Hvílík skurðaðgerð. Bara taka hníf og skera burtu öll daunillu kýlin. Ósköp einfalt, vafningalaust. Bara taka gömlu ranglætis ófreskjuna milli horn- anna, sem hefur vanizt á það að láta láta bugta og beygja og lúta fyrir sér, — og dæma hana til dauða. Og mesta snilldarbragðið var þetta: — Látum nú sem svo, að þú segðir einhverjum að fara og skapa nýjan heim. Hann myndi fyrst heimta að þú létir ryðja til fyrir hann og skap- aðir honum olnbogarúm. Hann myndi setjast niður og fara að bíða eftir því að gömlu aldirnar rynnu sitt skeið á enda áður en hann byrjaði að byggja þær nýju. Svo myndi hann krefjast út- tektar, að niðurstöðutölur reikningsins lægju fyrir, hreint borð. — En hér kæra þeir sig kollótta um slíkt. Hér er það allt eða ekkert. Það er einmitt snilldin“. Aðra Ijóðabók sína, „Yfir vegg inn“ gaf Pasternak út byltingar- árið 1917, og þriðju bókina „Systir mín, lífið“ árið 1922, þá fjórðu „Stef og tilbrigði" árið 1924. Fleiri fylgdu á eftir, en erfiðir tímar runnu upp. ☆ Byltingin sem þeir höfðu allir beðið með svo mikilli eftirvænt- ingu krafðist iðnvæðingar. Hún samdi sína 5-ára áætlun ekki að- eins um það hvernig beizla skyldi elfur Rússlands, heldur lika hvernig beizla skyldi sálirn- ar. Fyrsta skrefið í þá átt var vél- væðing bókmenntanna (Mechaniz atsija Literaturnaja). Kenning- in um að ekkert væri til sem héti andi eða innblástur var und- irstaðan. Ríkið stofnaði til fjölda framleiðslu á „bókmenntum". Og yfir-kommissar fyrir vél- væðingaráætlun bókmenntanna var sjálfur Vladimir Majakovsky. „Majakovsky Ias fyrir okkur kvæðið „150.000.000“ og í fyrsta skipti hafði ég ekkert, bókstaflega ekkert um skáld- skapinn að segja. Enn liðu mörg ár. Við hittumst bæði heima og erlendis, við reyndum að viðhalda kynnum okk- ar og við reyndum að vinna saman, en ég átti æ örðugra með að skilja hann“. Það kom brátt í ljós, að öll bókmenntaáætlun ríkisins átti þegar allt kom til alls aðeins einn tilgang. Orð Lenins: „Burt með flokkslausu rithöfundana. Burt með bókmenntalegu ofurmennin. Bókmenntirnar verður að beygja undir alræði öreiganna“. Það var í byrjun apríl 1930. Afturkippur hafði komið í vor- ið og hvítur doði sumarmálahrets lagðist yfir Moskvu. Þann 7. apríl fór aftur að hlána og þann 14. þegar Majakovsky skaut sig höfðu menn enn ekki áttað sig á nýlundu vorsins. Þegar ég var barn, fannst mér það oft svo hræðilegt á jólunum að heyra lesna frásögn biblíunn- ar af barnamorðum Heródesar, að kaldur hrollur fór um hrygg- inn á mér. Það er heldur ekki jólalegt að rekja það, hvernig blómi byltingarskáldanna rúss- nesku var upprættur á fáum ár- um. — hvernig Anna Akhamatova þagnaði — hvernig Evgen Samjatin var rekinn í útlegð — hvernig Alexander Block og Vladimir Khlebnikov tveir beztu vinir Pasternaks dóu úr hungri, sjúkdómum og fátækt af þvi að þeir vildu ekki ganga á mála hjá valdhöfunum. — hvernig Vladimir Piast, Sergei Esenin, Vladimir Maja- kovsky, Maria Tsvetajeva og André Sobel frömdu sjálfsmorð. — hvernig Levin læknir var látinn stytta sjálfum Maxim Gorki aldur. — hvernig Nikolas Gumilov, Sergei Tretiakov, Adrian Piotrov sky, Boris Pilnjak og Bruno Jassensky voru skotnir. — hvernig Vsevolod Meyerhold lézt í fangelsi eftir viku yfir- heyrslur og pyntingar GPU. — hvernig Isaak Babel, Ossip Mandelstein, Vladimir Kirschon og Mikola Kulisch voru sendir í fangabúðir og áttu þaðan ekki aftur kvæmt. ☆ Heil kynslóð skálda, félagar og vinir Boris Pasternaks, sem fyr- ir byltinguna höfðu setið með honum fullir af lífsþrótti á kaffi- húsum Moskvu-borgar og rætt óþolinmóðir um hina komandi byltingu. Nei, ef til vill er ekki viðeig- andi að rekja slíka tölu skugga og dýpstu harma á jólakvöld- vökunni. En þó á hú* það sam- eiginlegt með barnamorðum Heródesar, — að ljósið lifði þrátt fyrir allt. Þeir munu vissulega koma á öllum tímum og eigi aðeins í Jerusalem, heldur allsstaðar til að kæfa ljósið í fæðingu. En alltaf mun það rísa upp að nýju frá móður jörð í líki snjóhvítrar blómkrónu. ,Það er rétt, við höfum orðið að þjást mikið. Það er líka betra þannig. Mað- ur skilur það með tímanum að þján- ingin er góð. Maður skapar ekkert án þjáningar“. Þegar nátttröllin sáu birtuna, urðu þau að steinum. Með Boris Pasternak var þessu öfugt far- ið, — þegar hann sá myrkrið og það hverfðist um hann blóðugt og niðadimmt, — þá varð hann að steini sem þagði og bærði ekki á sér. En hvílk uníur. Hjartað hélt áfram að slá. Þ. Th. (Heimildir að mestu eftir Okrannaja gramota, ævisögubroti Pastemaks, með hliðsjón af ljóðum höfundar, skáld- sögunni „Doktor Zhivago** og viðtali við Lydiu systur skáldsins, sem birzt hefur í Figaro Litteraire, ásamt ótal molum öðrum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.