Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. des. 1958 WORCVlSRLAÐtÐ 9 vitni hugsandi manna í sambandi við heiðin jól, er fyrst og fremst hvers vegna þau hafa verið hald- in. Til hvers hafa menn haft veizlur og viðbúnað á miðjum vetri? Hvað hefur þótt við liggja að komið var saman i svörtu skammdegi, drukkinn mjöður og mungát, særi svarin og heit- strengingar, leitað frétta af fram- tíðinni, og margt annað framið, sem fallið er í fyrnsku og aldrei verður dregið fram í dagsljósið? Hér að framan hefur verið drepið á það helzta, sem forn- norrænar heimildir hafa að segja um heiðin jól. Þar sem heimild- irnar minnast einkum á ýmis ytri atriði í jólahaldinu, er eðlilegt að menn velti fyrir sér þeirri spurn- ingu, hver hafi verið hinn trúar- legi kjarni jólahaldsins. Tæplega verður gefið tæmandi svar við þeirri spurningu, en ég mun geta hér um nokkrar tilgátur, sem ýmsir fræðimenn norrænnar fornfræði og trúarbragðasögu hafa sett fram. Sólarhátíð Einstöku fræðimenn hafa hald- ið því fram, að elztu jól forfeðra vorra hafi verið sólarhátið, hald- in til að fagna hækkandi göngu sólarinnar. Byggja þeir þá skoð- un sína einkum á frásögn Proko- piusar, er hann reit um 550 e. Kr., en það mun vera elzta heimild um vetrarfagnað á Norðurlönd- um. Segir Prokopius svo frá, að þegar innbyggjar Thule höfðu verið í myrkri í 35 dægur, sendu þeir menn upp á hátt fjall til að aðgæta, hvort nokkuð sæist til ferða sólarinnar. Þegar sendi- menn svo komu aftur og höfðu þær fréttir að færa, að sólin mundi enn einu sinni snúa aftur og verma landið með geislum sínum, var efnt til mikillar fagn- aðarhátíðar, sem Prokopius seg- ir að hafi verið mesta hátíð í Thule. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðinga getur þessi frá- sögn komið heim við staðhætti í fjalldölum í Norrlandi í Svíþjóð. Hins vegar er það athyglisvert í þessu sambandi, að hvergi er vikið að sólardýrkun í rituðum heimildum norrænum. Verður því fremur að líta á þessi há- tíðahöld Thulemanna svipuðum augum og sólarkaffi ísfirðinga, en að þar hafi verið um stór- hátíð trúarlegs eðlis að ræða. Sameiginleg hátíð dauðra og lifandi Því hefur stundum verið hald- ið fram, að fornnorræn jól hafi verið haldin í minningu dáinna forfeðra og þó verið nokkurs konar sameiginleg fagnaðarhátíð dauðra og lifandi. Þeir, sem að- hyllast þessa skoðun á uppruna jólanna, styðja mál sitt einkum með því, að fram á síðustu ald- ir hefur það verið útbreidd trú, að látnir menn kæmu í heimsókn til sinna fyrri heimila á jólanótt- ina. Sums staðar voru það aðrir ósýnilegir gestir, sem gerðu sig heimakomna á jölanótt, eins og t. d. álfarnir hér á landi. Kann- ast menn við það úr íslenzkum þjóðsögum, að þegar allt hafði verið fágað og prýtt á aðfanga- dagskvöld, gekk húsmóðirin um bæinn og mælti til álfanna: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu". Einnig er víða í íslenzkum þjóðsögum sagt frá fólki, sem gætti bæjar á jóla- nótt og fékk heimsókn álfa. í Svíþjóð, Noregi og sænska hluta Finnlands, eru það fyrst og fremst dánir ættingjar, sem koma í heimsókn á jólanótt. Er sagt, að allir, sem látist hafa á árinu komi á sin fyrri heimili á jólanóttina til að ganga úr skugga um að eftirlifandi ætt- ingjar líði engan skort. Ganga andarnir um bæinn, að sjálfsögðu ósýnilegir, en þó ber það við, að barn eða einhver annar sak- leysingi kemur auga á þá. Var sums staðar hafður nokkur við- búnaður til að taka á móti hin- um framliðnu. 1 Finnlandi var kastað viði á eidinn og vatni hellt á steinana eftir að heim- ilisfólk hafði baðað sig, til að andarnir gætu fengið sér bað. Ekkja ei* í Vestur-Gautlandi bar mat á borð handa Jóhannesi sál- aða á hverjum jólum, því þá bjóst hún við honum í mat. í sumum byggðarlögum var geng- ið úr rúmum fyrir öndunum á jólanótt og svaf heimilisfólk þá í hálmi á gólfinu. Nóttin var dagur látinna Sú trú að andar framliðinna og aðrir ósýnilegir gestir væru á ferðinni á jólanóttina, hefur ver- ið mjög útbreidd um gervöll Norðurlönd. Þessi trú á sér eðli- legar rætur. Nóttin var dagur látinna. Verur andaheimsins fóru á kreik er kvölda tók, en tóku á sig náðir er dagur rann. Því lengri sem nóttin, var, því at- hanfasamari gátu þessar ósýni- legu verur verið. Jólin hafa ver- ið haldin þegar nóttin var hvað lengst og hlutu því andaverurn- ar að vera upp á sitt bezta. Þar sem jólin eru auk þess mesta hátíð ársins er ekki óeðlilegt, að hugurinn hvarfli til látinna ætt- ingja, þegar horft er um öxl yfir liðið ár. Blæti eru framin, menn drekka í sig guðmóð og verða yfirnáttúrulegir og guðum jafnir. Nóttin er kynngimögnuð. Allt dautt og lifandi fer af stað. Inni er fagnað framliðnum öndum, en úti dunar loftið af drauga- reið. Eru flokkar hættulegra drauga og anda, er þannig fara um á jólanótt, nefndir ýmsum nöfnum, svo sem jólareið, eða jólaskreið í Vestur-Noregi, Óð- insreið í Danmörku og Suður- Svíþjóð, en þá fór Óðinn sjálfur fyrir draugaliðinu. Enda þótt andar látinna og draugar ýmsir væru svo mjög á ferðinni á jólanótt, er ekki auð- velt að hugsa sér jólagleðina haldna fyrir þá. Jólin hljóta að hafa haft annað meginmarkmið. Hins vegar mun langnætti mið- vetrarins hafa stuðlað að því, að menn þóttust verða varir við furðuverur og forynjur og aldrei meir en á jólunum. Frjósemdarhátíð. Fornnorræn jól hafa að öllum líkindum fyrst og fremst verið frjósemdarhátíð. Þau hafa verið haldin til árs. Kemur þetta glöggt fram í heimildum þeim, er nefnd- ar voru hér framar um minnin, sem drukkin voru og eins í Har- aldskvæðinu, þar sem talað er um leik frjósemdarguðsins Freys á jólum. Gö'itur Heiðreks kon- ungs, sem leiddur var í veizlu- salinn, styður einnig þessa skoð- un. Þessar merku heimildir hljóta einnig stoð í ýmsum jólasiðum síðari tímá, sem eru til þess framdir að auka frjósemi. Margir þessara siða eiga örugglega ræt- ur að rekja til heiðins tima. Eldgamlir fórnarsiðir Náttúruöndum og haugbúum voru færðar fórnir á jólum. Var þá farið með öl, graut eða brauð út til bústaðar þeirra, hvort held- ur það var haugurinn eða ein- hver staður nærri bæ, þar sem verndarandi hafði tekið sér ból- festu. Þessir andar voru álitnir nokkurs megnugir til að hafa á- hrif á jarðargróður og frjósemi kvikfénaðs, en æ sér gjöf til gjalda, eins og segir í máltsek- inu. Sumir fræðimenn þykjast geta rakið þessa fórnarsiði allt aftur til yngri steinaldar, og telja þá fyrsta vísi til jólahalds. Þeg- ar kemur fram á bronsöld, eru guðahugmyndir norrænna manna orðnar háleitari og þá dugar ekki minna en sláturfórnir til að hafa guðina góða, en hin- ir gömlu siðir, að fórna :■ ávöxtum uppskerunnar, hald- ast þó alltaf jafnframt. Tengir uppskeru og sáningu Sumum fræðimönnum hefur þótt það nokkuð furðulegt, að frjósemdarhátíð skyldi haldin á þessum tíma árs, þegar öll nátt- úran lá í dvala dauðans. Bent hefur verið á þá röksemd, að jólin hafi átt að tengja saman uppskeru og sáningu og því ver- ið haldin á þeim tíma er nokk- urn veginn var jafnlangt frá upp- skeru og til sáningar. Þá reið á að láta ekki lífsneistann deyja og því var efnt til þessarar há- tíðar. Kraftmestu ávextir jarð- argróðrarins voru teknir fram og bakað úr þeim brauð eða bruggað öl. Guðir, menn og mál- leysingjar voru með margvís- legasta móti búnir undir væntan- lega vorkomu, sem þegar hafði gert boð á undan sér með hækk- andi göngu sólar. Niðurlagsorð Af því, sem hér hefur verið tínt til getum við dregið ýmsar ályktanir. Það er ljóst að heiðin jól hafa verið haldin hér í norð- urálfu. Orðið jól og fornnorræn- ar heimildir fullvissa okkur um það. Af ýmsu því, sem fram hef- ur farið á jólum, getum við enn- fremur dregið þá ályktun, að jól- in hafi fyrst og fremst verið frjó- semdarhátíð, haldin til að undir- búa hina dauðu náttúru undir vorkomuna. En þar sem þessi aðalhátíð „til árs“, er haldin í svartasta skammdeginu, er ekki óeðlilegt að hún fái svip af þeim hugmyndum, sem menn höfðu um undur andaheimsins, sem áttu sér griðland og athafnasviö í skammdegismyrkri. J. H. A. Ég óska öllum mínum góðu viðskiptavinm óía ýteóttecfra foia Ó L I blaðasali. Ó. V. Jóhannsson & Co óskar öllum viðskiptavinum sínum ile^iíeara ióía (flleöilecfV'a fota og farsælt komandi árs. (jLkleg fó(! &ÓÁaj6iuf LÁRUSAR BLÖNDAL Skólavörðustíg og Vesturveri því gæðin em þau sömu og verðið hagkvæmt Naásynlegar flíkur Fallegar flíkur Estreua og VIR framLeiðsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.