Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. des. 1958 MORGU1VBLAÐIÐ ir þá). Myndin gerist í Zurich, Miðjarðarhafsströndinni. CharleS París, Rómaborg, St. Moriz og áVidor stjórnaði henni. | íu M. Stjörnubíó sýnir , ,Brúin yfir Kwai- fljótið“, sem lesendur Morg- unblaðsins munu kannast við frá því sagan birtist í blaðinu s.l. sumar. Þetta er regluleg stór- mynd, sem hefur hlotið sjöföld Óskarsverðlaun. Myndin sjálf var talin bezta mynd yfirstand- andi árs, Alec Guiness fékk verð- laun fyrir leik sinn sem Nichol- son ofursti, David Lean fyrir leikstj órnina, Pierre Boulle fyrir handritið, Malcolm Arnold fyrir tónlistina (lagið úr kvikmynd- inni gengur sem slagari um allan heim), Jack Hildyard fyrir myndatökuna og Peter Taylor fyrir klippinguna. Efni myndar- innar er óþarfi að rekja. Hún sýnir stríðið í öllu sínu tilgangs- leysi og er boðberi friðarhugsjón- arinnar. Aðalhlutverkin eru í höndum Ameríkumannsins Will- iams Holdens og Bretanna Alec Guiness og Jack Hawkins. Stjörnubíó hefur orðið að stækka tjaldið hjá sér til að geta sýnt þessa mynd. Nýja bíó sýnir myndina „Drengurinn á höfrungnum“, sem er amerísk litmynd með Sophiu Loren, Clift on Webb og Alan Ladd í aðal- hlutverkum. Gerist myndin í gríska Eyjahafinu og fjallar um dýrmæta gamla styttu af litla drengnum og höfrunginum, sem liggur falin á hafsbotni og kapp- hlaup um að ná henni upp og og eignast hana. Sophia veit hvar styttan er og er sífellt að kafa niður að henni. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu eftir David Divine. Tripolibíó sýnir gamanmynd, sem fjallar um alls kyns misskilning á jól- unum. Myndin er frönsk-ítösk og heitir „Ævintýri á hóteli". Aðal- hlutverkin eru í höndum kvenna gullsins Charles Boyer og Fran- coise Arnoul. Myndin gerist a3 miklu leyti á fínu hóteli og er í litum. Hafnarfjarðar bíóin sýna myndir, sem hafa vakið mikla athygli ii erlendis. JÓLAMY NDIRN AR og þá segir það sig sjálft að létt lög og söngur eru aðaluppistaðan í myndinni. Myndin heitir „Söng ur hjartans“ og er byggð á skáld- sögu eftir Fannie Hurst. EINS OG VENJULEGA frumsýna kvikmyndahúsin á annan jóladag myndir, sem þau hafa sérstaklega geymt til jólanna. Hjá kvik- myndahúsunum í Reykjavík ber mest á léttum og skrautlegum kvikmyndum og gamanmyndum. Ein myndin er þó áf öðru sauða- húsi. Tjarnarbíó sýnir ameríska gamanmynd í litum. Heitir hún „Átta börn á einu ári“, og hver gæti svo sem lent í öðru eins annar en Jerry Lewis. Er Jerry fyrirmyndarfaðir í myndinni, og sækir jafnvel nám skeið í meðferð ungbarna til að vera færari til að hugsa um börn in. Aðalhlutverkin eru í höndum Maryilyn Maxwell og Connie Stevens. Austurbæjarbíó er einnig með söngvamynd i litum og eins og mörg undanfar- in ár leikur Doris Day aðalhlut- verikið í jólamyndinni þar. Á móti henni leikur Frank Sinatra Hafnarbíó sýnir mynd, sem heitir „Kona flugstjórans" og eins og nafnið bendir til fjallar hún um flug- stjóra (Jeff Chandler) og konu hans (Lönu Turner), sem einnig flýgur flugvélum. Deila hjónin um það hvort hún eigi að vera heima og gæta barns þeirra eða fljúga um veröldina með manni sínum. Myndin er bandarísk og í litum. Gamla bíó sýnir ástar- og söngvamynd í litum, með Elizabth Taylor í aðal hlutverkinu. Heitir hún „Rapso- día“, og eins og nafnið bendir til er mikil músik í henni. Karl- mennirnir tveir, sem keppa um ástir Elizabetar, eru fiðluleikari (Vittorio Gassman) og píanóleik- ari (John Ericsson), og eru þeir í myndinni látnir leika eftir Tschaikowsky, Betthoven, Rach- maninoff, Paganini, Brahms, Liszt og Chopin (að sjálfsögðu leika frægir hljómlistarmenn fyr Bæjarbió sýnir nýjustu kvikmynd Char- les Chaplins „Kóngur í New York“, mjög umdeilda mynd, eins og flestar af myndum þessa snillings. Að venju er Chaplin framleiðandi og leikstjóri mynd- arinnar, auk þess sem hann samdi handritið og hljómlistina. Kvikmyndin fjallar um Shahdov kóng í Estrovíu (Chaplin), sem kemur til New York, og lendir í klónum á sjónvarpsmönnum. Dawn Adams leikur stúlku, sem hann kynnist þar. Það þykir meiri „satíru“-blær yfir þessari mynd en flestum fýrri myndum Chaplins, en i henni eru jafn. bráðfyndnir kaflar eins og í hin,- um. / Hat'narfjarðarbíó sýnir myndina „Undur lífsins", sem sænski kvikmyndastjórinn Ingmar Bergman hefur gert og hlaut hún í sumar hin eftirsóttu verðlaun í Cannes. Kvikmynda- handritið gerði rithöfundurinn Ulla Isaksson. Myndin segir frá þremur konum, sem dvelja sam- an á fæðingarstofnun. „Þær eru ems nærn sjaitu liiinu og íram- ast er hægt, og þær mótast af því , á örlagastundum þess eftir því sem efni standa til“, eins og stendur í sýningarskránni. Kon- urnar þrjár leika þær Eva Dahl- beck, Ingrid Thulin og Bibi And- erson og hjúkrunarkonuna leikur Barbro Hjort frá Örnas. Fengu þær allar mjög góða dóma fyrir leik sinn í Cannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.