Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. des. 1958 morcunb-Haðib 11 — Bókin er............. Frh. af bls. 3. aði ádrepu sína, eins og kunnugt er í fjölni árið 1837. Skáldsögur og leikrit — En hvaða sess skipa skáld- sögur og leikrit í bókasafni þínu? — Þar eru allar frumsamdar íslenzkar skáldsögur fram á allra síðustu ár. Segja má að timabil skáldsögunnar hefjist með skáld- sögum Jóns Thoroddsens. Síðan hefur mikill fjöldi höfunda komið fram á sjónarsviðið. Leikrit á ég því nær öll, sem komið hafa út á íslenzku. Af ævisögum og prent- uðum útfararminningum á nær þrjú hundruð. í þann flokk bóka vantar mig 20—30 útfararminn- ingar. En útgáfa þeirra er nú að hverfa. Hins vegar færast ævi- sögurnar mjög í aukana. Þjóð- sögur og þjóðsagnir á ég allar, sem prentaðar hafa verið hér á landi. Ennfremur flesta stjórn- málabæklinga sem prentaðir hafa verið frá upphafi og fram til 1918. Af þeim er mikill fjöldi. Flestir eru þeir um sjálfstæðis- málið og ýmsar persónulegar deilur. Eru margir þeirra fróðleg- ir en aðrir fullir af skömmum og svívirðingum. Af biblíunni á ég allar útgáfur á íslenzku frá upphafi, orðabæk- ur um íslenzkt mál á ég flest all- ar. Búnaðarrit og pésa á ég alla eða nær alla frá 1760 fram um 1930. Lögfræðirit íslenzk á ég nær öll. Þá eru í safnj mínu öll gömlu tímaritin og blöðin, verzlunar- bæklingar frá síðari hluta 18. aldar og margt fleira. Meira lesið í gamla daga — Hver var meginástæða þess að þú byrjaðir að safna bókum í svo stórum stíl? — Ég vildi hafa þær bækur undir höndum, sem mig langaði til að lesa. Ég hafði gaman af bókum, vildi vera sjálfstæður, þurfa ekki að leita til annarra. Álitur þú að afstaða íslendinga til bóka hafi breytzt? — Ég tel að meira hafi verið lesið í gamla daga. Menn lásu allar þær bækur, sem þeir áttu, sumir marglásu þær. Oft las þá einn fyrir allt heimilisfólkið. Nú eiga menn mikið af bókum, sem þeir lesa ekki. Samt er mikið lesið á íslandi í dag, en töluvert annað efni en áður, minna af þjóð legum bókmenntum, til dæmis ís lendingasögunum, sem áður voru uppáhaldsefni ungra sem gam- alla, ásamt fornaldarsögunum. — Telur þú samt ekki að bók- in skipi enn heiðurssess í hugum íslendinga? — Jú, sem betur fer. íslend- ingar eru yfirleitt bókamenn. Bókin er menningarleg kjölfesta okkar, ef hún er vel valin. Við eigum að venja unglinga okkar við bóklestur í bernsku. Ég álít lika að við ættum að lesa fyrir þá ágrip af gullaldarritum okk- ar, og semja aðlaðandi úrdrætti úr þeim. Síðar gætu unglingarn- ir kynnzt þessum bókmenntum nánar og betur. — Hvernig lízt þér á þá hug- mynd að kvikmynda Islendinga- sögurnar og sjónvarpa þeim, þeg- ar við fáum sjónvarp? — Ég álít það mjög athyglis- verða tillögu og rétt að gera til- raunir með það. En til slíkrar kvikmyndunar þyrfti að vanda vel . Þykir vænst um Passíusálmana — Hvaða bók í safni þínu held ur þú að þér þyki vænzt um? — Passíusálmana, held ég. Ég ólst upp með þeim, las þá og lærði. Þeir hafa verið þjóðinni huggun og andleg hugsvölun á þær og vinn við að raða þeim upp, láta binda þær inn og nostra við þær. Mér líður bezt meðal bóka. Ánægjan af þeim, eins og öll sönn lífsgleði, lengir lífið. Maður má samt ekki loka sig al- veg inni með þeim, þó að þær séu í raun og veru í senn lykill að liðnum tíma og líðandi stund. Þannig lýkur samtali okkar Þorsteins sýslumanns. Við göng- um enn um safn hans, flettum nær 400 ára gömlum biblíum, stöldrum við í horninu hjá hinum 60—70 útgáfum af passíusálmun- um og litumst um hillur og skápa. Djúp kyrrð og friður ríkir umhverfis okkur. Þó tala þessar bækur, er þarna standa í bókahill um, sem eru -samtals um 200 metrar á lengd, máli margra alda og kynslóða á Islandi. Þær eru, eins og hinn mikli bókasafnari og fræðaþulur sagði, menningar- leg kjölfesta þessarar þjóðar, geyma í senn sögu hennar í gleði og harmi og mikil fyrirheit í skauti ókomins tíma. myrkum og erfiðum tímum. — Passíusálmarnir er herlegur skáldskapur og stórbrotið lista- verk, með sínum sterku líking- um og mikla trúarhita. — Þú hefur verið mikið með bókum um ævina. — Já, bækurnar hafa orðið vinir mínir og félagar. Ég nýt þeirra stöðugt í ríkum mæli, les S. Bj. ATHUGIÐ að borið samar við útbreiðslu, er Va igtum ódýrr.ra að auglýsa i Mcrgunblaðinu, en l öðrum biöðum. — Verkamannafélagið DAGSBRÚN Jólatiésshemmtun Dagsbrúnar fyrir börn verður i Iðnó þriðjudaginn 30. des. kl. 4 e.h. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Dagsbrúnar laugardaginn 27. og mánudaginn 29. þ.m NBFNDIN. fiöLlJl an L verziar t. ~J\jö Cjlektc 6 e9! Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Framtídaratvinna Heildverzlun óskar eftir að ráða til sín ungan, efnilegan mann, er hefur áhuga á verzlunarstörfum sem framtíðar- atvinnu. Umsóknir, merkt: „Framtíð — 5502“ með mynd og meðmælum, ef til eru, sem hvorttveggja verður endur- sent, óskast send blaðinu. HEIMDALLUR F. U. S. DANSLEIKUR í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn (annan í jólum) 26. des. 1958 kl. 9. Aðgöngumiðasala í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 7 e.h. HEIMDAIXUR. Sparisjóðsdeild vor verður lokuð 30. og 31. des. n.k. vegna vaxtatreiknings Verzlunarsparisjóðurlnn DEUTSCHER WEIHNACHTSGOTTESDIENST Der Islandische Rundfunk sendet am 2. Weihnachtstag um 13.15 Uhr einen deutschen Weihnachtsgottesdienst Es sprechen: Herr Dompropst Jón Auduns Herr Dekan H. Schubring, Giessen BOTSCHAFT DER BUNDESPREPUBLIK DEUTSCHLAND. - Skemmtikvöld í Iðnó annan jóladag kl. 9 e.h. til ágóða fyrir húsbyggingasjóð félagsins. Skemmtiatriði (hefjast kl. 10 stundvíslega, Gamanþáttur Árni Tryggvason Tvísöngur Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Brynjólfur Jóhannesson Gamanþáttur Emelía Jónasdóttir Tvísöngur Knútur Magnússon og Steindór Hjörleifsson Gamanþáttur Karl Guðmundsson Hljómleikar Hljómsveit leikara Dans * Aðgöngumiðasala í Iðnó á annan jóladag kl. 11—12 og eftir kl. 6. Klæðnaður dökk föt eða smoking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.