Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 24
OírgmMíiííifo 296. tbl. — Miðvikudagur 24. desember 1958 Jólasvipur á landi og lýð Talað við nokkra fréttaritara MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við nokkra af fréttariturum sín- um úti á landi og spurði þá um veðurútlitið fyrir jólin á hverj- um stað, „jólastemmningu" borgaranna og fleira. — Fara um sagnir þeirra hér á eftir: Akureyri: — Hér er nú hláka, en undanfarið hefur verið nokk- ur snjókoma, og er færð á göt- unum því fremur slæm, hálka talsverð. Fólk lætur það þó ekki á sig fá, og síðdegis í dag var gífurlegur fjöldi fólks á ferli um miðbæinn við jólainnkaup og aðrar erindagerðir. Mjög mikilli jólasvipur er á bænum. Menn tendra ljós í görð- um sínum og setja upp skraut- ljós á hús. — Leigubifreiðir aka um göturnar, ljósum prýddar, og yfirleitt má segja, að allt beri hér mikinn jólablæ. Tveir togarar Útgerðarfélags- ins liggja hér í höfninni, Sval- bakur og Kaldbakur. Auk þess voru hér í dag tvö ný fiskiskip, komin frá Austur-Þýzkalandi, Sigurður Bjarnason, sem gerður verður út héðan, og Björgvin frá Dalvík. Gullfoss var hér fyrir þrem dögum, en hann kemur hingað vanalega fyrir jólin og flytur okkur Akureyringa suðræn ald- in og annan jólaglaðning. — Má segja, að hann sé sannkallað „jólaskip" Akureyringa. Enginn I landhelgi í GÆR og í fyrradag er land- helgisgæzlunni ekki kunnugt um néinar ólöglegar veiðar í fisk- veiðilandhelginni, hvorki á vernd arsvæði brezku herskipanna fyr- ir Austurlandi, né annars staðar hér við land. ! (Frá landhelgisgæzlunni). Neskaupstaður: í dag hefur verið hér lítilsháttar rigning, en í kvöld er komið bjartviðri, svo horfur eru á að hér verði rauð jól. Bæjarbúar hafa allvíða kom ið upp ljósaskreytingum við hús sín, og tvö stór jólatré lét bær- inn setja upp, til þess að setja meiri jólasvip á. Allar leiðir út frá bænum eru tepptar. Togarinn Gerpir verður á hafi úti á að- fangadagskvöld, er væntanlegur frá Þýzkalandi á annan í jólum. ísafirði: Það er ekki að vita hvort hér verða rauð jól eða ekki, en snjó hefir tekið mikið upp síðasta sólarhringinn. í kvöld er hér milt og gott veður. ísfirðingar eru komnir í jóla- skapið, mjög víða eru hér ljósa- skreytingar og 4 stór jólatré setja hátíðarsvip á umhverfið. Sólborg verður hér í höfn um jólin, en ís- borg er á veiðum. Aðaljólatrés- skemmtun barnanna hér í bæn- um verður á þriðja í jólum. Það er jólatrésskemmtun verkalýðs- félaganna. Vestmannaeyjum: Vestmanna- eyingar hófu undirbúning jóla- hátíðarinnar nokkru seinna en þeir eru vanir, en í dag hefur verið mikil umferð hér í bænum, fólk að Ijúka jólaundirbúningi sínum. Hér hefur verið ágætt veð ur í dag, frostlaust en nokkur strekkingur og í kvöld er aðeins farið að rigna. Fallegasta jóla- skreytingin og það sem vakið hefur mesta gleði meðl bæjarbúa er hin smekklega Ijósaskreyting á rafstöðvarhúsinu. Hér prýða auk þess og setja jólasvip á bæ- inn fjögur stór og falleg jólatré, sem öll eru ljósum prýdd. Vest- mannaeyingar eru nú komir í jólaskap. Forseti íslands ásamt minnihlutastjórn Alþýðuflokksins á ríkisráðsfundi í gær. Frá vinstri Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson, forsætisráðherra, forseti íslands Ásgeir Ásgeirsson, Guðm. I. Guðmundsson og Friðjón Skarphéðinsson. — Ljósm.: Ól. K. M. Þíðvidri um jólin ALLT útlit er fyrir, að þíðviðri verði víðast hvar um íandið um jólin — og verður sunnan- óg suðaustanátt sennilega ríkjandi, að því er veðurstofan tjáði Mbl. í gærkvöldi. Klukkan 17 I gær var þíða um allt land, nema á Blönduósi, en þar var tveggja stiga frost, og í Möðrudal á Fjöllum, þar sem eins stigs frost var. — Annars var yfirleitt eins til sjö tiga hiti hér á landi, heitast á Hólum í Hornafirði, sjö stig. Á sama tíma Allmörg skip í Reykjavíkurhöfn um jólin MARGIR sjómenn verða að halda jólin fjarri heimilum sínum nú sem jafnan endranær. Þó verða að þessu sinni allmörg af milli- landa- og strandferðaskipunum í Reykjavíkurhöfn um þessi jól. Af skipum Eimskipafélagsins verða nú fleiri hér í heimahöfn en oftast áður á jólum — Goða- foss verður sennilega í Grimsby jóladagana, en Selfoss hinn nýi í Kaupmannahöfn. Tröllafoss og Tungufoss verða á siglingu í hafi. Önnur skip félagsins munu verða í heimahöfn um hátíðina, en Gull foss og Reykjafoss leggja úr höfn annan jóladag. Flest af skipum S. í. S. verða hins vegar í erlendum höfnum eða á siglingu í hafi um jólin. — Dísarfell og Litlafell verða í Reykjavíkurhöfn til miðnættis á annan jóladag, er þau láta úr höfn. — Hvassafell verður í Ham- borg, Jökulfell í New York, Helgafell í Riga, en Hamrafell verður á siglingu til Batum og Arnarfell á leið til Finnlands. | Hvorugt af skipum Jökla hf. verður hér um hátíðina. Vatna- jökull verður í New York, en Drangajökull á leið til Austur- Þýzkalands. — Hins vegar verða j öll skip Skipaútgerðar ríkisins í Reykjavíkurhöfn jóladagana. Þess má geta hér, að tíu af Reykjavíkurtogurunum munu verða í heimahöfn um jólin. Hin- 1 ir eru flestir að karfaveiðum á ^Nýfundnalandsmiðum. var fimm stiga hiti í Reykjavík, en tvö stig á Akureyri. Til samanburðar má geta þess, að í eftirtöldum erlendum höfuð borgum var hiti kl. 17 í gær sem hér segir: í Ósló um frostmark, í Stokkhólmi 3 stiga hiti, Kaup- mannahöfn 4 stig og Þórshöfn í Færeyjum 8 stig. í London var 3—4 stiga hiti, í París 6 stig, Berlín 5 stig og í New York 6 stiga hiti. Á Grænlandi var aftur á móti frost — t. d. 18 stig í Thule og 19 stig í Meistaravík. Miklar jólaannir hjá Flugfélagi Islands MJÖG miklar annir hafa verið hjá Flugfélagi íslands undan- farna daga, og hafa flutningar á innanlandsleiðum sjaldan verið meiri dagana fyrir jól en nú. — Mestir hafa flutningar verið á leiðunum Reykjavík — Akureyri og Reykjavík — Egilsstaðir. — Margar ferðir hafa einnig verið farnar milli Reykjavíkur og Vest mannaeyja, og hafa þeir flutn- ingar gengið vel. 1 dag eru ráðgerðar flugferðir til ísafjarðar, Þingeyrar og Flat- eyrar, og einnig til Vestmanna- eyja, Akureyrar og Húsavíkur og einnig til Þórshafnar, ef veður leyfir, en í gær féll niður flug- ferð þangað vegna veðurs. Gullfaxi kom úr sinni síðustu utanlandsför fyrir jól í gær — frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Glasgow. Sigurður Guð- mundsson húsa- meistari látinn SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, húsameistari, lézt hér í bæ sl. sunnudag, eftir um hálfs mánað- ar sjúkdómslegu. —■ Hann var einn af kunnustu húsameisturum landsins og hafði teiknað margar stórbyggingar hér í Reykjavík. Má þar t. d. nefna Austurbæjar- skólann, Sjómannaskólann, Þjóð- minjasafnið nýja og kapelluna í Fossvogi. Sigurður Guðmundsson var Skagfirðingur að ætt, fæddur að Hofdölum í Skagafirði hinn 4. maí 1885. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri að Hofdölum, og kona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Efstabæ. — Sigurður tók gagn- fræðapróf í Reykjavík árið 1907, gerðist síðar kennari um nokk- urra ára skeið, m. a. við Flens- borgarskólann, en á árunum 1915 til 1922 stundaði hann nám við . Listaháskólann í Kaupmanna- höfn. — Lífsstarf sitt sem húsa- gerðarmeistari stundaði hann hér í Reykjavík samfleytt frá 1925. Hefir síldin fœrt sig? AKRANESI, 23. des. — Einir þrír reknetjabátar af síldveiðiflotan- um hér í kringum Faxaflóa voru úti á veiðum sl. nótt, en urðu hvergi varir. — Margir telja, að síldin hafi nú fært sig suður á bóginn. Engir bátar héðan voru á veið- um í nótt. — Oddur. Nýstárleg flugeldasýn- ing á sunnudaginn Þessi mynd er af einu Ijstaverka Ólafar Páisdóttur mynd- höggvara, sem sýnir verk sín um þessar mundir á vegum list- kynningar Morgunblaðsins. Höggmyndin, sem er af stúlkubarni í líkamsstærð, hefur verið keypt af borgarstjórn Árósa og steypt í bronz. Hefur henni veriö valinn staður í Minningarlundi borgarinnar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til nýstárlegrar flugeldasýningar með skrautljósaflugeldum af sömu gerð og gefur að líta í hin- um fræga Tivoli-skemmtigarði í Kaupmannahöfn. Sýning þessi fer fram sunnu- daginn 28. desember á íþrótta- vellinum við Melana kl. 5 e. h. ef veðurskilyrði leyfa, þar sem sýn- ing þessi er sérlega haldin fyrir yngri kynslóð bæjarins og er að- gangur einnig ókeypis. Aðilar þeir, sem standa að sýn- íngu þessari er hlutafélagið VESTURRÖST og Flugeldasalan Vesturgötu 23, en fyrirtæki þetta hefur haft á hendi dreifingu flug- elda til bæjarbúa fyrir gamlaárs- kvöld undanfarin ár. Þá hefur stjórn íþróttavallarins skapað aðbúnað fyrir slíka sýn- ingu, sem stendur yfir í stutta stund eða um 15—20 mínútur með því að lána íþróttavöllinn fyrir áhorfendur. Áhorfendum er þó stranglega bent á að vera að- eins á hinu afmarkaða áhorfenda- svæði enda njóta skrautljósin sín bezt x nokkurri fjarlægð. Yfir- stjórn lögreglumála bæjarins hef- ur einnig veitt samþykki fyrir þessari sýningu og veitt ýmsar leiðbeiningar þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.