Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 Fimm jólaleikrit í útvarpinu Þetta er mynd af sérstaeðum skírnarfonti, sem Ásmundur Sveinsson hefur gert fyrir Óháða söfnuðinn. Verður hann vígður í kirkju safnaðarins við messu á jóladag. AÐALLEIKRIT útvarpsins á jól- unum er „Berfættur í Aþenu“ eftir Maxwell Andersson, eitrt -af öndvegisleikskáldum nútímans. — Efnið er um Sókrates og- Xantippu og málaferlin gegn Sókratesi. — Þetta er mikið leikrit og margt í því stórbrotið og fagurt og verð ur leikritið flufct óstyfct. En sá hátt ur verður á hafður, eins og í leik- húsum, að hlé verður, og geta hlustendur þá snúið sér að öðrum hátíðabrag og verður hljómlist í hléinu. Þýðing leikritsins er eftir Þórð Ö. Sigurðsson en Gísli Hall- dórsson er leikstjóri og aðalhlut- verk leika Gestur Pálsson og Arndís Björnsdóttir. Þetta leik- rit hefur aldrei verið flutt hér áður. Eftir áramótin verður annað Stórt leikrit, úr Þjóðleikhúsinu. Það er „Horft af brúnni“ eftir Arthur Miller. • Á jóladag vorður fluttur jóla- eða helgileikur, „Undir merki kær leikans“ eftir Dubois, en leik- Stjóri er Ævar Kvaran. Þá ver'ður einnig gamanleikur 30. desember. Það er „Apaköttur- inn“ eftir J. L. Heiberg, söng- leikur, sem einu sinni var hér mjög vinsæll. Leikstjóri er Bald- vin Halldórsson. Loks er svo barmaleikrit. Það er ævintýraleikurinn _,Eldfærin“ með tónleikum, en Kai Rosenberg hefur þarna fært í leikform hið ágæta ævintýri H. C. Andersens. Hildur Kalman er leikstjóri. Ýmsar hátiðardagskrár Ævar Kvaran leikari býr til flutnings jólavöku á jóladags- kvöld. Þar flytur Tómas Guð- mundsson skáld frumort kvæði, séra Jón Thorarensen flytur frá- sögu og leikararnir Lárus Páls- son og Steingerður Guðmundsdótt- ir lesa upp. Ennfremur er þá leikþáttur. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur hefur tekið saman dagskrá, sem flutt verður að kvöldi ann- ars í jólum. Dagskrá þessi er við- töl við erlent fólk, búsett hér um jólahald og jólasiði ýmissa er- iendra þjóða. Milli jóla og nýárs flytja þeir erindi Kristján Eldjárn þjóðminja vörður um Bríkina miklu í Skál- holti, Ölafur Ólafsson kiristniboði, sem segir frá Landinu helga og Eggert Stefánsson, sem fcalar um jó: í Rómaborg. Sunnudaginn milli jóla og ný- árs sjá þeir um barnatímann Al- fred Clausen og Baídur Georgs (og Konni). Á gamlárskvöld verður fluttur nýr gamanþáfctur og stjórnar Ein- ar Pálsson flutningi hans. Einnig syngur Brynjólfur Jóhannesson gamanvísur. Flufct verða íslenzk þjóðlög og önnur þjóðleg tónlist, sungin og leikin, íslenzk danslög verða og gömlu dansarnir. Forsætísráðherra flytur ávarp og um miðnættið flytur Vilhjálm- ur Þ. Gíslason annál ársins. Á nýársdagskvöld verður flutt yfirlit um helztu fréttnæma við- burði gamla ársins, og heyrast þar margar kunnar raddir. Fréfcta stofa útvarpsins sér um þá dag- skrá. Tónlistin í dugskrá Ríkisútvarpsins uni jólin: Að venju verður mikil og ágæt tónlisfc í jóladagskrá útvarpsins: Á aðfangadagskvöld kl. 20_10 verður orgelleikur og einsöngur í Dómkirkjunni. Guðrún Tómasdótt ir syngur þá átfca jólasólma með undirleik dr. Páls Isólfssonar, en hann leikur einnig einleik á orgel ið. Meðal þess, sem Páll leikur eru tilbrigði eftir Björgvin Guð- mundsson um sálmalagið „Dýrð sé Guði í hæstum hæðum“. Síðar um kvöldið eða kl. 21,35 eru tón- leikar af plötum: Fluttur verður píanókonsert í d-moll eftir Bach. Einleikari er Rússinn Svjatislav Richfcer, sem þykir einn snjallasti píanóleikari vorra tíma. Það var ekki fyrr en nú fyrir skömmu að list Richters barst til eyrna Vest- urlandabúum, og voru dómar um leik hans allir mjög á einn veg, mikið lof fyrir túlkun og tækni. Tékkneska filharmoniska hljóm- sveitin leikur með, undir stjórn Václav Talich. Miðdegistónleikar á jóladag hefjast með því að Sinfóníuhljóm sveit Islands leikur syrpu af jóla- lögum í úfcsetningu Jóns Þórarins sonar, sem einnig stjórnar hljóm- sveitinni. Þá leikur fiðlusnilling- urinn Marine Jashvíli Chaconnu eftir Bach_ og ásamt dr. Páli Isólfssyni Sónötu í D-dúr fyrir fiðlu og orgel eftir Hándel. — Síð- asta atriði miðdegistónleikanna er Jólakantata eftir Arthur Honeg- ger. Kantatan er flutt af bari- tonsöngvaranum Michel Roux, tveim kórum, orgeli og Lamoureux hljómsveitinni undir stjói-n Paul Sacher. Honegger e,r eifct af merk- ustu tónskáldum nútímans, og í þessari jólakantötu sinni setur hann á skemmtilegan og þægileg- an hátt gamla jólasálma og hefð- bundna í nýtízku ramma. Á jóladag kl. 16,30—17,30 eru jólatónleikar hljómsveitar Ríkis- útvarpsins. Stjórnandi er Hans Antolitsch. Þuríður Pálsdóttir syngur þrjú lög með hljómsveit- inni og Josef Felzmann er einleik- ari á fiðlu í Rómönsu eftir Svend sen. Viðfangsefnin á þessum tón- leikum eru öll létt og skemmtileg, eftir Johann Strauss, Tchaikow- sky, Rossini og fleiri. Um kvöldið, kl. 22,00_ er Messa í Es-dúr eftir Schubert. Einsöngv arar og Akademiski kammerkór- inn syngja með sinfóníuhljóm- sveitinni í Vin. Rudolf Moralt stjórnar. Af sex messum, sem Schubert samdi, er þessi lengst. Afrek Velvakanda. EGAR jólin ganga í garð, rifj- ast gjarna upp fyrir fólki minningar frá fyrri jólum. Vel- vakandi hefur e. t. v. ennþá meiri ástæðu til að minnast horfinna jóla en flestir aðrir. Það var ein- mitt á jólanóttina, sem hann gat sér þann orðstír, sem seint mun gleymast. Það var fyrir æfalöngu, þegar karlar og kerlingar bjuggu í kotum og kóngar og drottningar í ríkjum sínum. Og karlarnir og kerlingarnar áttu alltaf syni og kóngarnir og drottningar dætur. Nú er engin regla á þessum hlut- um lengur. Drottningar geta átt það til að fæða syni og kotkerl- ingar geta eignazt einhvern sæg af dætrum. Á æskuárum Vel- vakanda var sem sagt röð og regla á hlutunum, og kerling móðir hans átti sína fimm syni, eins og lög gera ráð fyrir. Ekki kom það þó í hennar hlut og heldur ekki föður hans að velja strákunum nöfn. Það gerði ein hver flækingskerling, sem vildi launa þeim svaladrykk, og kvaðst hún vona að renta fylgdi nöfnun- um. Jæja, þetta voru röskleika strákar, og þegar þeim óx fisk- Hún er samin á síðasta æviári tónskáldsins, en þá samdi hann einmitt mörg af sínum mestu snilldarverkum. Á annan dag jóla eru enn fjöl- breyttir tónleikar í dagskránni: Meðal annars, sem hlustendur fá að heyra í morguntónleikum, má nefna þetta: Karlaraddir úr Ro- bert Shaw-kórnum syngja lög eftir Schubert, og Boston Pops hljómsveitin leikur létt og vin- sæl hljómsveitarlög undir stjórn Arthur Fiedler. í miðdegistónleikum kl. 14,00 verða eingöngu flutt verk eftir Edvard Grieg: Fyrst leikur pía- nóleikarinn heimsfrægi, Walter Gieseking, nokkra lýriska píanó- þætti. Næsta atriðið ætti að vera girnilegt fyrjr söngelska útvarps- hlustendur, en þá syngur Aase Nordmo Lövberg lög eftir Grieg, með undirleik Roberts Levin. — Aase Nordmo Lövberg er norsk sópransöngkona, fædd áiúð 1923. Sönghæfileikar hennar voru upp- götvaðir árið 1940 af norska her- foringjaráðinu, sem þá var í Norður-Noregi. Fyrstu opinbe.ru tónleika sína héit hún í Osló 1948, og vakti þegar mjög mikla at- hygli. Fjórum árum síðar fór hún til óperunnar í Stokkhólmi, þar sem hún skjófct vann sér miklar vinsældir. Síðan hefur hún sung- ið víða um lönd og er nú á næsta ári ráðin að Metropolitan óper- unni í New York. Aase Nordmo Lövberg er oft líkt við hina stór- brotnu söngkonu Kirsten Flag- stad, enda hlotið — eins og hún — e.kki hvað minnsta hylli fyrir söng sinn í óperum Wagners. — Síð- asta atriði miðdegistónleikanna er að sinfóníuhljómsveitin í Bam- berg leikur Norskan dans op. 35. Edouard van Remoortel sfcjórnar. Andrés Segovia, spænski gitar- sniillinguriinn, er gamall kunn- ingi útvarpshlustenda h'ér á landi. Hann var hér á ferð í fyrra mánuði og hélt þá tónleika, sem voru hljóðritaðir á segulband. — Meginhluta þessara tónleika fá útvarpshlustendur að heyra á annan dag jóla kl. 16,00. ur um hrygg, þá vildu þeir auð- vitað komast í vist til kóngsins. Þá var ekki komið í tízku að fara til höfuðborgarinnar og komast á skrifstofu eða í búð. Kóngurinn tók við bræðrunum, en setti það skilyrði að á jólanóttina vektu þeir yfir þeim þrem dætrum, sem hann átti eftir, því á jóla- nóttina undanfarin ár, höfðu dæt ur hans tvær horfið. Ekki er þess getið hvort þeir fengu tvöfalt helgidaga- og næturvinnukaup. Auðvitað sofnuðu allir á verð- inum nema Velvakandi, og hann var ekki lengi að ýta við bræðr- um sínum, þegar hann sá svarta loppu koma inn um gluggann. Velhaldandi greip umsvifalaust í loppuna og Velhöggvandi hjó af. Þeir bræður þutu út, Velsporrekj- andi rakti slóð komumanns, þangað til hún endaði í hömrum, þar klifraði Velbergklifrandi upp og dró upp bræður sína. Þá voru þeir ekki í vandræðum með að gera tvö tröll höfðinu styttri, og kóngsdæturnar fundu þeir í af- helli. Um morguninn, þegar kóngsi sá allar dætur sínar heilar á húfi, efndi hann til stóreflis veizlu og lyktaði henni með því, að bræðurnir drukku brúðkaup sitt til sinnar dótturinnar hver. Þá fengu menn alltaf kóngsdæt- ur, ef þeir unnu eitthvert afrek. Nú er aftur á móti svo komið, að í hverju ríki eru afgangskóngs dætur, sem ekki aðeins kóngur- inn, heldur einnig öll þjóðin keppist við að gefa einhverjum — og njóta til þess aðstoðar allra blaða í landinu. Þessi saga gerðist, þegar Vel- vakandi var ungur og sprækur. Þá fór nú ekki margt fram hjá honum. Nokkrar dýrmætar stundir NN einu sinni gengur jólahá- tíðin í garð. Innan fárra Að kvöldi þess dags kl. 20,15 er kórsöngur. Karlakórinn Þrym- uir á Húsavík varð 25 ára á þessu ári_ og hélt.af því tilefni afmælis- tónleika á Húsavik og víðar á Norð-austurlandi, í nóvember, s.l. Stjórnandi er Sigurður Sigurjóns son, en einsöngvari með kórnum Kristinn Hallsson. Tónleikarnir voru hlljóðritaðiu’ og verður hluta þeirra útvarpað þá. Að loknum lestri frétta á ann- an jóladag eru svo jóladansar og danslög. Sú nýjung er þá tekin stunda hættum við öllu amstri og reynum a. k. m. að snúa skástu hliðinni fram. Hvað það er í rauninni gott til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla úlfúð í heiminum skuli um víða ver- öld vera fólk, sem á sama degi „lokar búð og hættir að höndla", sem sezt um kyrrt með fjölskyldu sinni, í minningu um þann, sem boðaði frið á jörð. Alls staðar er inntak jólanna hið sama, þó jóla- haldið sé með mismunandi blæ í hinum ýmsu kimum heims. Ég minnist þess, að ég sá einu sinni í erlendu jólablaði myndir I af málverkum úr kirkjum víðs vegar um heim. Hafði innlendur listamaður málað myndina á hverjum stað, samkvæmt þeim hugmyndum, sem söfnuður hans gerði sér um viðfangsefnið. Að yf irbragði voru myndirnar sannar- lega ólíkar, þó allar hefðu þær sama boðskap að flytja og tákn- uðu það sama. Guðsmóðir og Jesú barnið voru ýmist gul á hörund og með skásett augu, svört með þykkar varir og síhrokkið hár, rauðleit á hörund og með svart, strítt hár, kaffibrún með möndlu- löguð augu, eða svart hár, tinnu- svört augu og kónganef. Allir íklæddu Jesúbarnið og fjölskyldu þess mynd þess fegursta sem þeir þekktu. Hér norðurfrá förum við í kirkjur og horfum á ljós- hærða, blíðlega móður með ljós- hærðan bláeygan snáða á altaris- töflunni, Þó sennilegast sé, að þessir afkomendur Davíðs hafi verið dökkhærðir, með tinnusvört augu og íbogið nef. En hvaða máli skiptir þáð? Sama er að segja um j jólin. Við reynum að sveipa um þau því fegursta sem við þekkj- um, hver á sinn hátt, og öll eigum við sameiganlega nokkrar dýr- mætar stundir á hverju ári. Gleðileg jól! ,upp, að hljómeveit Aage Lorange leikur jóladansa fyrir börnin: — „Göngum við í kringum", „Hún Þyrnirós“ og fleiri slík lög. For- söngvari með hljómsveitinni verð- ur Sigurður Ólafsson. — AHfcaf færðisfc f jör í aukana, þegar hljómsveit Bjarna Böðvarssonar lék gömlu dansana hér áður fyrr. Tónlistardeild Ríkisútvarpsins varðveitir nokkuð af plötum Bjarna, og hefur valið úr þeim hálf tíma af skemmfcilegri og fjör- ugri dansmúsik, sem verður leik- in á annan jóladag, en síðan veirð- ur útvarpað alls konar danslög- um til kl. 2,00. Athygli skal vakin á því, að „Hljómplötuklúbburinn“ verður ekki á venjulegum tíma, heldur kl. 16,30 sunnudaginn 28. de.s. — Á sunnudagskvöldið kl. 20,45 syngur hin vinsæla söngkona Elsa Sigfúss andleg lög með orgelund- irleik dr. Páls Isólfssonar. Mánudaginn 29. des. kl. 20_20 syngur Sfcefán Islandi íslenzk lög og óperuaríur, eldri og nýrri upp- tökur, sem nýlega eru komnar á markaðinn á hæggengum plötum. Sama kvöld kl. 21,00 heldur hljóm sveit Ríkisútvarpsins tónleika í Dómkirkjunni, og verður útvarp- að beint þaðan. Efnisskráin verð- ur mjög fjölbreytt: Hljómsveitar- verk, einsöngur með orgelundir- leik, orgelkonseifc eftir Hándel og svo „Af himnum ofan boðskap ber“, kantata eftir Max Reger. í kantötunni syngja einsöngvarar, kvennaraddir Dómkóirsins og auk þess er ætlast til að söfnuðurinn syngi með. — Einleikarar á tón- leikunum eru þeir dr. Páll ísólfs- son (orgel), Björn Ólafsson og Þoz-valdur Steingrímsson (fiðla), og Einar Vigfússon (selló) og einsöngvarar: Þuríður Páls- dóttir, Sigurveig Hjalte.sted, Guð- mundur G.uðjónsson og Guðmund- ur Jónsson. — Stjórnandi er Hans Antolifcsch. — Kammertón- leikar eru kl. 22,30 og leikur þá Juilliard-kvartettinn strengja- kvartefct í C-dúir op. 61 eftir Dvorak, og var verkið hljóðritað á tónleikum hér á s.l. sumri. Á gamlárskvöld verður að vanda margt til skemmtunar, og þar á meðal þáttur, sem nefnist „Höldum gleði hátt á loft“. — Tryggvi Tryggvason og fleiri syngja þá lög, sem mikið voru sungin hér áður fyrr og eru vin- sæl hjá eldri kynslóðinni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og það helzta talið. Á það má benda_ að langsamlega mest af ei’lendum tón'Iliistarflutningii af plötum um jólin, er af nýjum plöt- um og heyrist nú í fyrsta sinni í dagskrá Ríkisútvarpsins. skrifar úr dagiegq iífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.