Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 12
12
MORCV1SBL4ÐIÐ
Miðvik'udagur 24. des. 1958
TJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
ASalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Eiaar A smundsson.
LesBók; Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 2248'’
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innaniands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HÁTÍÐ RÍSANDI DAGS
OG KRISTINNAR TRÚAR
MITT í hinu norræna
skammdegi renna
kristin jól enn einu
sinni upp. Daginn er tekið að
lengja. Hin miklu straum-
hvörf frá myrkri til birtu, frá
vetri til vors og sumars eru
hafin.
íslendingar geta minnst
þess með þakklæti og gleði að
það, sem af er vetri hefur veð-
urfar verið með eindæmum
hagstætt. í heilum landshlut-
um hefur naumast fest snjó.
Um land allt hefur haustið
verið óvenjulega milt. Og yf-
irleitt hafa atvinnuvegir
landsmanna farsælst vel á
þessu hausti. Góð beit hefur
verið fyrir sauðfé um megin
hluta landsins og vel hefur
aflazt til sjávarins. Þrátt fyrir
margvísleg vandamál á sviði
efnahagsmála þjóðarinnar má
þó segja að henni líði yfirleitt
vel. Töluverðs öryggisleysis
gætir að vísu en ennþá hafa
landsmenn nokkurn veginn
nóg að bíta og brenna.
Islenzka þjóðin getur því
þrátt fyrir allt haldið jólahá-
tíð glöð og hamingjusöm.
Börn hennar munu fagna
birtu og yl jólanna hraust og
ánægð. pg vissulega er það
mesta gleðiefni allra foreldra,
að börn þeirra njóti gleði og
hamingju, vaxi til vits og
manndóms við þroskavænleg
skilyrði.
(★}
Á því fer vel, að á helgum
jólum sé barnanna fyrst og
fremst minnst. Það er helgi-
sögnin um jólabarnið, sem
fæddist í Betlehem fyrir 1958
árum, sem enn þann dag í dag
varpar ljósi og yl yfir líf
mannanna og skapar hátíð í
hugum mikils hluta mann-
kynsins.
Börnin eru ókomna tímans
von, þau eru vaxtarbroddur
þjóðanna. Þess vegna veltur á
miklu að þau alist upp í hollu
andrúmslofti og við þroska-
vænleg skilyrði.
Það er vafalaust eitt mesta
vandamál mannkynsins í dag,
að í nútíma þjóðfélagi steðja
margvíslegri hættur að æsk-
unni en nokkru sinni -fyrr.
Hin aukna fjölbreytni mann-
lífsins, skemmtana, dægrar-
dvaiar og lífsnautnarinnar
yfirleitt skapar fjölþætta
freistingu fyrir unglingana. í
hringiðu þeirra hefur margt
gott mannsefni glatazt, orðið
upplausn og spillingu að bráð.
Það er ekki aðeins hlutverk
skólanna að vernda æskuna
fyrir þessari hættu. Hvert ein-
asta heimili verður að gera
sér það ljóst, að því er mikill
vandi á höndum og rík ábyrgð
hvílir á öllum þeim, sem tek-
izt hafa á hendur uppeldi
barna og unglinga. Andlegur
þroski og siðferðileg kjölfesta
verða að haldast í hendur við
hina stórbættu efnalegu að-
stöðu. Gnægð fjármuna og
efnahagsleg velgengni getur
auðveldlega eyðilagt æskuna
ef uppalendur hennar eða hún
sjálf kunna ekki fótum henn-
ar forráð. t
„Margur verður af aurum
api“, segir fornt máltæki.
Unglingar, sem allt í einu
geta fengið allt án þess að
hafa sjálfir lagt nokkuð á sig
til þess að afla þess eru í
hættu staddir. Þeim er hætt
við að glata hæfileikanum til
heilbrigðs mats á gildi verð-
mæta. Því miður sjáum við
íslendingar þennan þjóðfé-
lagssjúkdóm of víða í samfé-
lagi okkar. Taumlaus eyðsla
og óhóf, ráðleysi og ábyrgðar-
leysi setur alltof víða svip
sinn á framkomu unga fólks-
ins og jafnvel hinna fullorðnu
líka.
(iir)
Á þetta verður að benda,
einnig í sambandi við hátíða-
hald og mannfagnað. Einnig
þar fer óhóf og eyðsla illa.
Kristin jólahátíð verður ekki
helgari eða sannari hátíð við
íburð og óhóf. Slíkt er þvert
á móti gersamlega gagnstætt
eðli hugsjónar þeirra. Lítið
barn gleðst éins innilega við
einfalda en gagnlega jólagjöf
eins og við dýrar og margar
gjafir. Framtíð þess verður
heldur ekki betur tryggð með
íburði og óhófi en með hóf-
semi í gjöfum og hátíðahaldi.
Allt þetta ber að hafa í
huga þegar kristin jólahátíð
er haldin.
(★}
Mest virði af öllu er að
sjálfur boðskapur jólanna eigi
hljómgrunn í hugum einstakl-
inga og þjóða.
Hvað stoðar það að halda
jól án þess að minnast boð-
skapar hins eilífa kærleika,
sem er grunntónn kristinnar
trúar og helgisagnarinnar frá
Betlehem?
íslenzka þjóðin þarfnast
trúnaðar við þennan boðskap,
allar þjóðir þarfnast hans. í
skjóli hans mun sátt og sam-
lyndi, sannur félagsþroski og
þegnhollusta eflast með þjóð
okkar. í skjóli hans munu
háskaleg eigingirni __ og á-
byrgðarleysi þverra. Á grund-
velli trúarinnar á manninn,
þroskgmöguleika hans og
hæfileika til þess að greina
gott frá illu mun okkar litla
þjóð mæta framtíðinni glöð
og hamingjusöm.
Morgunblaðið óskar öllum
lesendum sínum, allri hinni
islenzku þjóð
Gleðilegra jóla.
UTAN UR HEIMI
-/
Þegar Spaak og Cromyko urðu hörn
í annað sinn
Fágætt samkvæmi um borð i
Queen Mary
HARRY Gattridge, sem m.a. var
lengi skipstjóri „drottninganna“
brezku, Queen Elizabeth og
Queen Mary, gaf út ævisögu sína
fyrir tveim ánum. Hefir lrann frá
mörgu skemmtilegu að segja,
enda kynnzt margvíslegu og
merku fólki í starfi sínu sem
skipstjóri á hinum stóru farþega-
skipum.
Eftirfarandi kafli er tekinn úr
áðurnefndri ævisögu hans, „Cap-
tain of the Queens“, og segir frá
harla sérstæðri veizlu, sem hann
hélt eitt sinn um borð í Queeit
Mary.
■—o—O—o—
Það var í desember árið 1950,
að ég hélt þá skringilegustu
veizlu, sem ég hefi staðið fyrir
um ævina. Ég get ekki stillt mig
um að segja frá henni hér, því
að margir nafnkunnir samkvæm-
ismenn hafa sagt mér, að þeir
hefðu fegnir fórnað öllum lífs
síns leikjum og samkvæmum fyr-
ir þessa stund í káetunni minni.
Ég býst við, að þetta hafi komið
til af því, að ég, eins og svo
margir aðrir, hefi trú á bræðra-
lagshugsjón Sameinuðu þjóð-
anna.
Er við vorum á leiðinni
Harry Gattridge — ég hef, eins
og svo margir aðrir, trú á bræðra
lagshugsjón Sameinuðu þjóðanna
heim frá New York um miðjan
desember árið 1950, rann það
upp fyrir mér daginn eftir, að
við létum úr höfn, að um borð
voru margir fulltrúar, sem áttu
og höfðu átt sæti á þingi Sam-
eimuðu þjóðanna. Þér munuð
skilja, að mig langaði til að kynn-
ast af eigin raun, hvernig bræðra
lagshugsjón Sameinuðu þjóðanna
reyndist í framkvæmd, svo að ég
bauð öllum diplómötunum í sam-
kvæmi.
Farþegarnir kaupa jafnan kött-
inn í sekknum, er þeir sitja sam-
kvæmi í íbúð skipstjórans. Þeir
eru litlu nær, þó að skipstjórinn
þekki gesti sína af nokkrum lín-
um í Hver er maðurinn? Þess
má geta, að í þrjú ár las ég ein-
göngu — eftir að ég var kominn
upp í á kvöldin — ensku og banda
rísku útgáfuna af þeirri bók. Að
því er SÞ-samkvæminu mínu
viðvíkur, sátu það nokkrir mjög
þekktir menn — Sir Alexander
Cadogan, sem fram að þessu
hafði verið fulltrúi Breta, Andr-
ei Gromykó, fyrrverandi fulltrúi
Rússa, og hinn rjóði, kringluleiti
forsætisráðherra Belgíu, Paul
Spaak. En þarna voru líka marg-
ir fulltrúar annarra landa, þ. á.
m. Júgóslavíu og Kúbu.
★
Sir Alexander Cadogan, brezk-
ur fulltrúi af gamla skólanum,
kom fyrstur í samkvæmið ásamt
konu sinni. Hann var þá í þann
veginn að láta af störfum, en
að því er bezt varð séð, gerði
hann sér enga rellu út af því.
Meðan við dreyptum á drykkn-
um, sagði hann frá þeim vand-
ræðum, sem hann hafði oft lent
í, er hann var í Moskvu. „Vitið
þér það, að ég kom þangað jafn-
an síðla dags. Samt sem áður
tókst mér aldrei að ná tali af
Stalín fyrr en eftir miðnætti.
Það var undravert, hversu sam-
starfsfús Stalín var á þessum
miðnæturfundum, hann féllst á
öll sjónarmið Breta — en um há-
degi næsta dag hafði hann skipt
um skoðun. Þá skutum við frek-
ari viðræðum á frest til miðnætt-
is, og þá hófst saman sagan á
nýjan leik“.
Innan skamms kom aðstoðar-
utanríkisráðherra Jóa frænda,
Gromykó, þögull og ósveigjanleg
ur, því næst Paul Spaak, ekki
eins hátíðlegur, en dálítið
varkárnislegur í fasi. Brátt var
íbúðin mín þéttsetin virðulegum
fulltrúum — en bræðraþelið
virtist af skornum skammti; það
var líkast því ,að mynstrið á
gólfábreiðunni minni væri eins
konar landamæri, og innan þeirra
skipuðu gestirnir sér í smáhópa
eftir þjóðerni — tveir og þrír
saman. Rússar ræddu stillilega
við Rússa, Júgóslavar við Júg-
slava, en enginn lagði í að fara
yfir landamærin.
Tungumálakunnáttan var hér
ekki Þrándur í Götu. Aldrei hefi
ég séð menn líta hver á annan
með jafn áberandi vantrausti og
tortryggni. Hinar einangruðu við
ræður landa við landa höfðu
Framh. á bls. 23.
Stórskipið Queen Mary