Morgunblaðið - 24.12.1958, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.12.1958, Qupperneq 23
Miðvikudagur 24 d<-><?, 1958 MORCTHVRLAÐIh 65 Tvenn jdl EINN mesti gleðidagur bernsku minn<ar var, þegar pabbi kom heim úr fangabúðum Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina. — fyrstu jólin þar á eftir eru mér jafnan minnistæð og hugljúfust allra jólaminninga frá Eistlandi. Ég var þá 11 ára. Við átbum heima í borginni Tartu þar sem pabbi bar bæjar- 'Starfsmaður. Afi og amma höfðu lítið bú um 30 km utan við bæ- inn — og, þegar leið að jólum ákváðu mamma og pabbi að láta að vilja þeirra afa og ömmu, að við yrðum öll hjá þeim um jólin. Það var mikil tilhlökkun, fyrst og 'fremst voru það jólin, en líka til- 'hugsunin um ,að við yrðum nú öll saman í nokkra daga. Á Þorláksmessu héldum við að heiman. Ég gleymi þeirri ferð aldrei; við vorum öll svo kát og á- nægð, það var bjart framundan. Erfiðleikar og sorgir liðinna ára voru gleymdar. Veður var gtillt, en kalt. Allt var snævi þakið, það leyndi sér ekki, að við mundum eiga „hvít jól“, ekkert skyggði á gleðina. I Eistlandi fannst okkur jólablær- inn ekki fullkominn nema jörð væri undir snjó, jólasnjórinn var í hugum okkar jafntengdur há- tíðinni og géði maturinn. Við sátum á fallegum sleða og á aktygjum hestsins, sem spennt- ur var fyrir, voru margar smá- bjöllur, sem stöðugt klingdi I, þegar hesturinn brokkaði eftir bjöllur, sem stöðugt klingdi í, snjónum undan hófunum. Þessi aktygi voru aðeins notuð við há- tíðleg tækifæri. Og þett-a voru ekki einu bjöllu- hljómarnir, sem bárust út yfir kyrrlátar sveitir þennan Þorláks- messudag. Umferðin var mikil, allir voru í hátíðaskapi og hest- amir í hátíðabúnimgi. Þá var gam an. Hjá afa og ömmu var okkur fagnað heitt og innilega um kvöld- ið. Jóla’undirbúningur var mikill að venju, enda þótt hann jafnað- ist ekki á við það, sem nú tíðkast hér. Á aðfangadagsmorgun minnist ég þess, að afi fór með mig í bað húsið — þar baðaði allt heimilis- fólkið sig á aðfangadag. Það var í Eistl-andi eins og í Finnlandi, að sérstakt baðhús þótti jafnn sjálf- sagt á hverjum bæ — og mikil áherzla var lögð á að gera bað- húsið vel úr garði. Eftir hádegið ,fórum við afi ,út í skóg. Við óðum snjóinn upp fyrir ökla, skógur- inn var í sínum fegursta vetrar- skrúða. Afi leiddi mig, ég minn- ist vart að hafa séð andlit gamla mannsins jafnhýrt og glaðlegt og iþá. Við vorum að fara til þess að 'Sækja jólatré. Hann lét mig velja lítið barr- tré, sem han hjó — og svo höfð- um við það með heim. Það var farið að rökkva, þegar við kom- tim úr ferðinni. Fólkið var farið að búast til kirkjuferðarinnar. Allir klæddust nú sínum beztu fötum, hestur var spenntur fyrir stóran sieða — og síðan héldu all- ir af stað að undantekinni einni vinnustúlku, sem varð eftir til að undirbúa heimkomu okkar hinna. Alllangt var til kirkjustaðarins, en veðrið var dásamlegt, stjörnu- bjartur himinn og stilla. Allt Eistland hljómaði á þessari stundu af klukknakliði og í hverj- um glugga, í bæ og í borg, logaði ljós. Auk bjailanna á aktygjum hestsins okkar voru tvær smá- luktir, sem lýstu spölkorn fram á veginn. Þannig voru aðrir hest-ar líka, og margir voru á ferli, nær allt heimilisfóllkið fór venjulega í kirkju á aðfangadagskvöld í Eist- ilandi. Það var tilkomumikil og fögur sjón fyrir 11 ára snáða; uppljómuð sveit og klukknahljóm- ar á leið til kirkju á aðfanga- dagskvöld. Þegar síðustu hljómar kirkju- klukknanna dóu út vorum við á heimleið. Nú beið okkar góður •matur og mikil skemmtun. Mat- borðið var hlaðið dýnustu krás- um. Svínakjöt var okkar jólamat- ur, með súrkáli og kartöflum — og svo fengum við blóðpylsu og rískorn, sem. var hið mesta hnoss- gæti. Á jólatrénu hengu epii og per- ur — og piparkökur, sem sjaldn- ast voru bakaðar nema við þetta tækifæri. Ekki var venja að hafa annað skraut á trénu að kertunum undanteknum, en þau voru jafn- rnörg heimilisfólkinu — og síðar >um kvöldið eignaði hver heimilis- maður sér eitt þeirra, þvínæst var Ikveikt á þeim öllum samtímis — og var sagt, að sá yrði langlífast- ur, sem átti kertið, er seinast brann út. Þetta var einn af hinum fösfcu jólasiðum okkar. Að borðhaldi lóknu voru jóla- sálmar sungnir, en síðan las afi Svorseðlar fréttagelraunarinnar Allir, sem Jtess eiga kosl, vilja í vera heima á jólunum — en | margir, sem eru fjarri œttingj- j um og áttliögum verSa aS orna i sér viS eld minninganna. Hér á J landi er búseltur eistneskur j flóttamáSur, ESvald Hinriks- i son, sem rifjar í þessu viStali j upp jólaminningar frá Eist- j landi. jólaguðspjallið. Hann var þá orð- inn níræður öldungur, með mikið grátt sítt hár. Hann verður mér jafnan minnisstæður — þar sem hann stóð á miðj'U gólfi, með biblíu í höndum, alvöruþrunginn og gagntekinn — og las. ☆ ÞEGAR ég rifja upp þessar gömlu minningar koma líka upp í huga mínum endurminningar um önnur jól, sem eru mér engm að síður minnistæð, enda þótt þær minningar séu á annan veg. Það voru jólin 1940. Þá var Eistland hersetið, eins og það er ienn í dag — og réðu Rússar lög- •um og lofum í landinu, eins og (þeir gera enn í dag. Strax og •Rússar höfuð komið sér fyrir í Eistlandi hófu þeir miklar fjölda- ihandtökur eistneskra borgara — •og þeir, sem ekki voru skotnir, voi'U fluttir nauðungarflutningi •til fangabúða í Síberíu og áttu •fæstir afturkvæmt. Á þennan hátt •reyndu þeir að lama andstöðu þjóðarinnar. Margir Eistlending- ar, ungir og gamlir, karlar og konur, lögðust þá út í skóga lands •ins til þess að forðast hin ill<u ör- •lög. 1 fyrstu voru rússneskir her- flokkar sendir út af 'rkinni til jþess að fella eða handsama úti- legumennina í skógunum. En Eist- lendingarnir voru varir um sig og vel vopnaðir — og rússnesku her- mennirnir, sem hættu sér inn í skógana, týndu mjög tölunni. 'Skógarferðum rússnesku her- mannanna fækkaði því mjög, •'n þeir reyndu hins vegar að ein- •angra skógana til þess að koma •í veg fyrir að okkur bærist liðs- av.ki og matvæii. Bændur gerðu •Sí.mt allt til þess að hjálpa úti- legumönnunum og varð það þeim •ómetanleg stoð. Ég var einn þeirra Eistlend- inga, sem héldu til skógar, þegar öll sund virtust lokuð. Við- vorum jafnan saman 12 ungir menn, héldum hópinn frá upphafi. Um haustið, þegar ekki var hægt að iiggja lengur úti, grófum við okk- :ur í moldarkofa, þar sem við átt- um næturstað. En þegar tók að kólna verulega í veðri fórum við í skjóli myrkurs í útengjahlöður, isem voru hér og hvar á túnskik- um inni í skóginum. Grófum við okkur í heyið og sváfum til skiptis, en jnfnaa voru nokkrir á •verði. mzwm Eðvald Hinriksson 1 skóginum áttum við jól, sem ég aldrei gleymi. Vinir okkar tólf- menninganna, skógarvörður og kona hans, höfðu boðið okkur að koma til skógarvarðarkofans á aðfangadagskvöld. Við héldum af Stað á þeim tíma, er bændur og borgarbúar fóru venj'ulega að flykkjast til kirkju, áður og fyrr. Á leiðinni til skógarvarðarhjón- anna þræddum við skógarjaðar- inn á kafla til þess að geta séð niður í sveitina. En í sveitinni var ekki nein ljósadýrð sem forð- um, engir bjölluhljómar bárust nú frá þjóðveginum — og ekki heyrð ’ust glaðværar raddir fólks á leið fcil kirkju. D-auðakyrrð var yfir 'öllu og hvergi ljósglætu að sjá, ekki einu sinni í gluggum. Þá höfðu Rússar bannað kirkjur og handtekið alla presta. Það var :ekki jólalegt í sveitinni það að- ifangadagskvöldið. Við máttum imuna tímana tvenna. Þegar við komum til skógar- varðarins tókum við af okkur islsíðin og gengum sex inn, en hin- lir sex stóðu vopnaðan vörð um ihúsið. Við vissum aldrei hvenær iRússarnir mundu birfcast, við sát- lum aldrei um kyrrt án þess að ihafa varðgæzlu í öllum áttum. Gluggar skógarvarðarkofans voru vel birgðir að innan, til þess að ljósglæta bærist ekki út og vekti ekki grunsemdir um jóla- hald. Skógarvörðurinn hafði 'hengt upp á vegg eistneska fán- ann, sem Rússar höfðu bannað. Jólatré hafði verið flutt inn og skreytt kertum, sem þó var ekki kveikt á — til þess að spara Ijós- metið. 1 stað þess hafði hann sett lítið borð við hliðina á jólatrénu og á því stóð lítið logandi kerti .— og við hlið þess lá biblían. Við sexmenningarnir tókum okkur sæti og gamli maðurinn hóf að syngja guðsþjónustu. Hann las jólaguðspjallið, við sungum sálma — í hálfum hljóðum, og að lokum þjóðsöng okkar, sem Rúss- ar höfðu þá bannað og höfuðsynd var að fara með. Þetta var hátíð- leg stund. Þegar þjóðsöngurinn dó út á vörum okkar varð löng þögn. Ég held, að við höfum öll igrátið. En við fylltumst líka nýj- ium krafti, ég hef aldrei fundið það eins áþreifanlega og einmitt á aðfangadagskvöld í litla skógar- varðskofanum — hve frelsið var okkur mikils virði. Ég er viss um, að þá hefur verið haldin leynileg guðsþjónusta í nær hverju húsi í Eistlandi og ég veit, að fleirum •en mér hefur verið svipað innan- bijósts það kvöld. Eftir guðsþjónustuna fórum við sex út og leystum félaga okk- ar af verðinum. Þeir fóru nú inn og hlýddu á jólaguðspjallið og sungu jólasálma með gamla skóg- arverðinum og konu hans. Síðar um kvöldið var aftur skipt á verðinum, við borðuðum jólamatinn með skógarvarðar- hjónunum til skiptis — og það var e. t. v. af því, að matur var þá af skornum skammti, að mér bragðaðist jólamaturinn aldrei sem þá. Um miðnættið kvöddum við gömlu hjónin, spenntum á okkur skíðin og héldum til hlöðu einnar •í nokkurra kílómetra fjariægð. Enn var þetta sama dásamlega jólaveður, en yfir Eistlandi grúfði ■sorg. U.j.h. Klippið hér 59. 1 .30 ... 60. 2 .31 .. . 61. 3 .32 .. . 62. 4 .33 ...63. 5 .34 .. . 64, 6 .35 .. . 65, 7 .36 .. . 66 8 .37 ...67, 9 .38 .. . 68 10 .39 .. . 69 11 . 40 ... 70 12 .41 ...71 13 . 42 .. . 72 14 .43 ... 73 15 .44 16 .45 ... 75 17 .46 ...76 18 .47 19 .48 ...78 20 . 49 .. . 79 21 .50 .. . 80 22 . 51 ... 81 23 .52 ...82 24 . 53 . ... 25....... .54 • • • 26 .55 . . • 27 .56 28 . 57 29 .58 ... MYNDIRNAR: Klippið hér • ••••••••••1 59 | (Lausn á bls. 23) 1 30 . 60 Klippið hér 2 31 . 61 59 3 32...... . 62 i... 30 ... 6t 4 33 ..63 2. .. 31 • . 61.•••■••• 5 34 .. 64 3... 32 ..62 6 35 .. 65 4... 33 .. 63 7 36 .. 66 5. .. 34 ...64 8 37 .. 67 6. .. 35 .. . 65 9 38 ..68 7... 36 ... 66 10 39 .. 69 8. .. 37 ... 67 11 40 .. 70 9. .. 38 .. . 68 12 41 ..71 10. .. 39 .. . 69 13 42 ..72 11... 40 ...70 14 43 .. 73 12. .. 41 ... 71 15 44 .. 74 13. .. 42 ... 72 16 45 ..76 14... 43 ...73 17 46 .. 76 15... 44 ...74 18 47 .. 77 16. .. 45 ... 75 19 48 . . 78 17... 46 ...76 20 49 .. 79 18. .. 47 ...77 21 50 . . 80 19. .. 48 ...78 22 51 . . 81 20. .. 49 ... 79 23 52 . . 82 21. .. 50 ... 80 24 53 22... 51 ... 81.••••••• 25 54 .. 23... 52 • • • 82•••••••« 26 .55 24.. 53 .... 27 56 25... 54 28 57 26... 55 • • • 29 58 27. .. 56 28. .. MYNDIRNAR: 29. . 58 1 2 3 — Flugfreyjan 4 Framh. af bls. 61 5 allt mjög nýstárlegt — og furðu- legt — ég get ekki annað sagt. — 6 Heimurinn er víst ákaflega 7 lítill í augum ykkar, sem alltaf 8 eruð að ferðast. Hittirðu til dæmis ekki oft íslendinga á ferðum þínum? — Jú, það má nú segja. Þeir virðast bókstaflega vera alls stað- ar. Ef maður vissi ekki betur, mætti ætla, að íslendingar væru fjölmennasta þjóð í heimi, svo víða rekst maður á landa — á ólíklegustu stöðum. Ég get sagt þér aðeins eitt dæmi. — Ég sat eitt sinn á úti- veitingastað á Kaprí — var að sötra úr kaffibolla í mestu róleg- heitum þarna í veðurblíðunni. Skyndilega heyri ég nafnið mitt nefnt rétt hjá mér. Það lá við að mér svelgdist á kaffinu. En þeg- ar ég lít við, sé ég hvar Jóhann Sigurðsson, umboðsmaður Flug- félags íslands í London, situr við næsta borð! Ég verð óneitanlega fyrir nokkrum vonbrigðum, þegar ég byggst fá „rúsínuna í pylsuend- ann“ og spyr Hólmfríði, hvort hún hafi ekki einhvern tíma komizt í hann krappann á ferð- um sínum — en hún svarar glettnislega, að ég verði að leita annars staðar að svaðilfarasög- um, því að eiginlega hafi ekkert gerzt á öllum hennar ferðum, sem í frásögur sé færandi! — Allt hafi gengið svo dæmalaust vel. — Ég verð auðvitað að óska henni til hamingju með velgengnina, þótt mér verði um leið hugsað til lesandans, sem kann að glugga í þetta viðtal — hvort hann þykist þar ekki svikinn um krassandi sögu af nauðlendingu eða naumri björgun. — En einhvern veginn verður að ljúka viðtalinu, svo ég spyr að síðustu, hvaða starf hún hefði helzt kosið sér, ef hún hefði ekki gerzt flugfreyja. — Ja — segir Hólmfríður dræmt og hugsar sig um andar- tak. — Ég held ég hefði bara ekki getað hugsað mér neitt annað starf — hefi víst lent á réttri hillu, eins og það er kallað. — Já, þessi ár hafa verið mjög skemmtileg — allt á sífelldri ferð og flugi, og aldrei nokkur stund til þess að láta sér leiðast. — Og tíminn — hann hefir líka bókstaflega flogið. H. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.