Morgunblaðið - 04.01.1959, Qupperneq 2
2
MORCriNTiJ.AÐlÐ
Sunnudagur 4. jan. 1959
Hin alvarlega stjórnarkreppa Finna
Rússar heita hótunum og þvingunar-
aðgerðum til að fá kommúnista í stjórn
Kekkonen forseti leggur áherzlu á að
þjóðin verði að ávinna sér traust Rússa
STJÓRNARKREPPA hefur nú
staðið í Finnlandi í einn mánuð.
Sama daginn og vinstri stjórnin
féll á Islandi, þann 4. desember
sl. gekk Fagerholm forsætisráð-
herra á fund Kekkonens forseta
og baðst lausnar. Það var bænda-
flokkurinn sem rauf stjórnarsam-
starfið og höfðu ráðherrar hans,
þeirra á meðal Virolainen utan-
ríkisráðherra þegar gengið úr
stjórninni.
Það er óhugnanlegt, að stjórn-
arkreppan hjá Finnum, einni
helztu bræðraþjóð okkar íslend-
inga stafar af utanaðkomandi á-
hrifum. Rússar reyna nú að nota
heljartök sín á Finnum til að
koma finnskum kommúnistum
inn í ríkisstjórn landsins.
Ef allt væri með felldu myndi
þessi norræna lýðræðisþjóð snú-
ast einbeitt og sameinuð gegn
svo ósæmilegum afskiptum er-
lends stórveldis af innanlands-
stjórnmálum.
En Finnar eru eins og milli
steins og sleggju. Þeir eru mjög
háðir Rússum efnahágslega, samn
ingsbundnir til að sýna þeim
„vináttu" og eiga ætíð yfir höfði
sér að hið austræna stórveldi láti
varnarsáttmála landanna koma
til framkvæmda, þ.e. hernemi
Finnland. Vegna alls þessa geta
þeir ekki borið hönd fyrir höfuð
sér.
Lýðræðisöflin reyna að veita
þegjandi mótspyrnu gegn upp-
töku kommúnista í ríkisstjórnina.
Mönnum er enn í fersku minni,
að kommúnistar gerðu tilraun til
valdaráns vorið 1948, þegar
flokksmaður þeirra Leino var
innanríkisráðherra.
Þrátt fyrir það er svo komið
vegna hótana Rússa og þving-
unaraðgerða, að innan eins lýð-
ræðisflokksins hins svonefnda
Bændaflokks vex þeirri skoðun
fylgi, að taka verði kommúnista
í ríkisstjórn. Kekkonen forseti,
sem í raun réttri á að vera ópóli-
tískur þjóðhöfðingi Finna, var
forðum foringi Bændaflokksins
og stjórnar honum enn á bak við
tjöldin. Hann virðist orðinn þeirr-
ar skoðunar, að ekki verði komizt
hjá að láta undan kröfum Rússa
um að taka kommúnista í ríkis-
stjórnina. Hefur Kekkonen flutt
útvarpsræður til þjóðarinnar um
það að Finnar verði að kosta
kapps um „að vinna aftur traust
Rússa“. Þykjast menn skilja,
hvað forsetinn á við með þessu.
Enn hefur Bændaflokkurinn þó
ekki komið opinberlega fram
með kröfu um þátttöku komm-
únista í ríkisstjórninni, en hann
hefur hindrað myndun nýrrar
ríkisstjórnar.
★
Ein helzta orsök ógæfu Finna
er klofningurinn í Jafnaðar-
mannaflokknum. Þar sauð allt
upp úr í persónulegum deilum í
fyrra og í þingkosningum, sem
fóru fram í sumar buðu tveir
armar flokksins fram hvor í sínu
lagi. Þetta varð til þess að komm-
únistar unnu nokkuð á og juku
þingmannatölu sína úr 43 í 50
og urðu stærsti flokkur finnska
þjóðþingsins með fjórðung af
200 þingsætum.
Eftir þennan kosningasigur
kommúnista er enginn vafi á því,
að Rússar ætluðust til þess að
kommúnistar yrðu aðiljar að
næstu ríkisstjórn Finnlands. En
svo fór þó ekki. Þvert á móti varð
sigur kommúnista til að tengja
alla lýðræðisflokkana saman.
Þann 29. ágúst myndaði Fager-
holm foringi Jafnaðarmanna-
flokksins stjórn með þátttöku
allra flokka nema kommúniáta
og þess flokksbrots, sem hafði
klofnað út úr Jafnaðarmanna-
flokknum. Að þessari nýju stjórn
áttu aðild Jafnaðarmenn, Bænda-
flokkurinn, Frjálslyndi flokkur-
inn, íhaldsmenn og sænski þjóð-
flokkurinn. í stað þess að taka
kommúnista í stjórn hafði þunga
miðja finnsku ríkisstjórnarinnar
færzt til hægri og íhaldsflokk-
urinn fékk í fyrsta skipti aðild
að henni.
Það var ekki liðin vika frá
myndun ríkisstjórnar Fager-
holms, þegar Lebedev sendiherra
Urho Kekkonen, forseti Finna.
Rússa í Finnlandi fór á brott úr
landinu austur til Moskvu og hef-
ur ekki látið sjá sig síðan í Finn-
landi. Sama er að segja um sendi
herra Kína. Hann hvarf einnig á
brott. Nokkru síðar hófu rúss-
nesk blöð með Pravda í broddi
fylkingar harðorðar árásir á
Finna. Sögðu þau að með mynd-
un Fagerholms-stjórnarinnar —
hefðu Finnar rofið vináttutengsl-
in við Rússland. Nú væru aftur
komnir til valda í Finnlandi auð
valdsinnar og heimsvaldasinnaðir
fjandmenn Sovétríkjanna.
★
Alvarlegast var þó, að Rússar
neituðu finnskri verzlunarsendi-
nefnd leyfis til að ferðast til
Moskvu, þótt viðskiptasamningar
milli landanna rynnu út. Jafn-
framt riftuðu Rússar samningum
við Finna um kaup á ýmsum
framleiðsluvörum, þeirra á meðal
samningum um smíði á stórum
ísbrjót og nokkrum flutningaskip
um. Þau samningsrof höfðu bráð
lega í för með sér vinnustöðvun
í verksmiðjum og skipasmíða-
stöðvum og hefur atvinnuleysi
aukizt við það í Finnlandi.
Frá því Finnar urðu að greiða
Rússum stríðsskaðabætur á árun-
um eftir heimsstyrjöldina hefur
atvinnulíf þeirra verið miðað við
að framleiða fyrst og fremst iðn-
varning sem Rússar sækjast eft-
ir. Þeir hafa lítinn markað fyr-
ir þessa framleiðslu annarsstað-
ar og eru þannig orðnir háðir
Rússum.
Allra síðustu ár hafa Finnar þó
gert ítrekaðar tilraunir til að
verða minna háðir Rússum. Þeir
hafa leitað inn á vestræna mark-
aði og komið á hjá sjálfum sér
víðtæku innflutningsfrelsi.
★
f byrjun síðasta árs kom nokk-
ur afturkippur í efnahagsmál
vestrænna landa. Hann fólst að~
allega í því að úr sölu á iðnvarn-
ingi dró og varð á þeim lækk-
aði nokkuð. Þetta hefur enn auk-
ið á erfiðleika Finna.
Þeir áttu örðugra en nokkru
sinni fyrr að selja framleiðslu
sína vestur á bóginn og einbeittu
sér því enn meir en áður að því
að framleiða fyrir rússneska
markaðinn.
Hins vegar stóðust rússneskar
vörur verr en áður samkeppnina
við innflutningsvörur frá Vestur-
Evrópu. Rússneskar vörur hættu
að seljast í Finnlandi, enda bæði
lakari og dýrari en sömu vörur
innfluttar frá Vestur-Evrópu.
Sem dæmi um þessa þróun má
nefna að árið 1947 fluttu Finnar
inn 15 þúsund fólksbíla frá Rúss-
landi, en sl. ár aðeins um 3000.
Rússland hafði árið 1957 verið
efst á blaði allra innflutnings-
landa Finnlands, en á sl. ári kom-
ust bæði Bretland og Vestur-
Þýzkaland upp fyrir það á list-
anum.
Það varð því samtímis að út-
flutningurinn jókst til Rússlands
og innflutningurinn þaðan minnk
aði. Afleiðingin varð jafnvægis-
leysi í gjaldeyrismálunum. Finn-
ar eignuðust mikið af rússnesk-
um rúblum, sem almenningur
vildi ekki nota. Skuld þeirra í
vestrænum og tékkneskum gjald l
eyri fór hins vegar stöðugt vax-
andi.
Menn voru þó ekki sérlega ugg
andi yfir þessari þróun. Rússar
hafa viðurkennt á undanförnum
árum, að þeim kæmi vel að fá
finnskar iðnaðarvörur og því fall
izt á með vissu millibili að færa
rúblueignir Finna yfir í ýmsan
annan gjaldeyri. Væntu Finnar
að þeir myndu gera svo enn.
★
En nú gerðist það að Rússar
settu Finnum úrslitakosti. Þeir
yrðu að auka kaupin í Rússlandi
og eyða gjaldeyriseign sinni. Til
frekari áherzlu riftu Rússar ýms
um vörukaupum í Firmlandi, sem
þeir höfðu áður ákveðið. — Eru
menn ekki í nokkrum vafa um
að þessar ákvarðanir Rússa eru
í sambandi við það að kommún-
istar hafa ekki fengið sæti í
finnskri ríkisstjórn. Rússar telja
Finna ekki vinsamlega þjóð
nema kommúnistar fái aðild að
ríkisstjórninni og því leggja þeir
hindranir í veginn. Þeir hafa jafn
vel neitað að yfirfæra rúblueign
Finna í tékkneskar krónur, sem
þeir hafa þó alltaf gert og komið
Finnum vel.
Þetta þýðir að Finnar eru til-
neyddir til að gera ráðstafanir til
aukinna vörukaupa í Rússlandi.
í reyndinni mun það koma fram
sem eins konar skattgreiðsla til
Rússa. Er það sama reynslan og
flestar aðrar þjóðir hafa af vöru-
skiptaverzlun við Rússa. Finnar
verða nú annað hvort að setja
takmarkanir við innflutningi frá
Vesturlöndum, eða leggja sér-
staka nýja tolla á vestrænan inn-
flutning, sem aftur verður varið
til að greiða niður verð á rúss-
neskum innflutningsvörum. — í
heild mun þetta hafa í för með
sér hækkað vöruverð, sem al-
menningur verður að greiða.
, ★
Otal margar tilraunir hafa ver-
ið gerðar í desember til mynd-
unar nýrrar stjórnar í Finnlandi
án þátttöku kommúnista. Enn
hafa þær allar farið út um þúf-
ur, og er nú helzt um það rætt
að mynda verði utanþingsstjórn.
Á meðan eykur Kekkonen for-
seti áróður sinn fyrir því að
Finnar geri sérstakar ráðstafanir
til „að ávinna sér aftur traust
Rússa“. Hefur hann tekið það
skýrt fram í tveimur útvarpsræð
um er hann hefur flutt finnsku
þjóðini, að hann muni hiklaust
beita valdi sínu til að viðhaldið
verði vináttu við Rússa.
í ræðu sinni um miðjan desem-
ber sagði Kekkonen, að utanríkis
stefna Finnlands hefði að vísu
ekkert breytzt og að stjórn Fag-
erholms, sem varð að fara frá,
hafi viljað viðhalda vináttu-
tengslum við Rússa. En það er
ekki nóg, sagði hann, — Rússar
hafa þrátt fyrir allt fengið grun-
um að finnska þjóðin sé að
magna upp fjandskap að nýju við
Þá.
Eina ástæðan fyrir grun
Rússa, sem Kekkonen forseti
nefndi, var að finnsk blöð hefðu
upp á síðkastið tekið upp óvin-
samlegri stefnu gegn Rússum, m.
a. með birtingu á æviminningum
gamalla kommúnista, sem nú
hafa sagt skilið við stefnuna, en
ljóstra nú upp um undirróðurs-
starfsemi félaga sinna og afskipti
EINS og flestum mun kunnugt,
bauð Ríkisútvarpið íslenzkum
tónskáldum til samvinnu á liðnu
ári í sambandi við 150 ára afmæli
Jónasar Hallgrímssonar. Á veg-
um afmælissjóðs Ríkisútvarps-
ins var heitið verðlaunum fyrir
þau ný lög við kvæði Jónasar,
sem dómnefnd teldi bezt. Var
heitið verðlaunum fyrir tvo
flokka: Annarsvegar fyrir lög við
eitthvert hinna styttri kvæða
Jónasar, en hins vegar fyrir um-
fangsmeiri tónverk við ljóða-
flokka eða lengri kvæði. í byrj-
un vetrardagskrár voru úrslitin
svo kunngjörð: Hafði Sigurður
Þórðarson söngstjóri hlotið 1.
verðlaun í flokki laga við lengri
kvæðin fyrir „Formannsvísur",
en Hallgrímur Helgason 2. verð-
laun fyrir „Skólaglettur“. — Fyr
ir lög við hin styttri kvæði Jón-
asar hlaut Jón Leifs 1. verðlaun
fyrir „Sólsetursljóð" og Jón Ás-
geirsson 2. verðlaun fyrir „Occi-
dente Sole“. — Skúli Halldórsson
hlaut aukaverðlaun fyrir laga-
flokk sinn við ástarljóð eftir Jón-
as, eða þýdd af honum.
Stíilka verður
fyrir strætisvagni
UNGLINGSSTÚLKA, Þórhildur
S. Blöndal, Réttarholtsvegi 70,
slasaðist mikið í gærdag um kl.
3 á strætisvagnabiðstöð skammt
frá mótum Bústaðavegar og
Réttarholtsvegar.
Varð slys þetta með nokkuð ó-
venjulegum hætti, og sýnir að
nauðsynlegt er fyrir fólk að fara
gætilega á biðstöðunum, er hinir
stóru og þungu vagnar koma þar
við. Var vagninn að nema stað-
ar, en rann lítilsháttar til á hálk-
unni og varð Þórhildur fyrír
vagninum. Eitthvert horn neðan
til á vagninum hafði komið á læri
telpunnar og við það tættist lær-
vöðvinn mjög mikið. Var hún þeg
ar flutt í slysavarðstofuna og
varð að gera þar allumfangs-
mikla læknisaðgerð.
Á f jórða hundrað
vistmenn
VISTMENN á Elliheimilinu
Grund voru í árslok 335. Voru
konum í miklum meirihluta eða
247 á móti 88 körlum. Á Elli- og
dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
voru 24 vistmenn í árslok, 13
konur og 11 karlar.
Á árinu komu 115 nýir vist-
menn á Elliheimilið Grund, 38
fóru þaðan og 77 dóu þar.
Rússa af innanlandsstjórnmálum
Finna. Skýrði Kekkonen frá því
að rússneskir leiðtogar hefðu sér-
staklega kvartað undan slíkum
blaðaskrifum. Þau væru litin
mjög óhýru auga í Sovétríkjun-
um.
Forsetinn taldi að með þessu
og öðru ónefndu háttalagi hefðu
Finnar vakið grun Rússa um að
verið væri að grafa undan góðu
nábýli þessara þjóða. Það er stað-
reynd, sagði hann, að Rússar
bera ekki sama traust til Finna
og áður. Það þýðir hvorki að
1 halda því leyndu né að afneita
i því.
Þetta traust sagði hann að
Finnar yrðu að ávinna sér aft-
ur. Taldi hann að með því einu
væri hægt að varðveita sjálf-
stæði Finnlands og friðinn.
Hitt skilgreindi forsetinn ekki
nánar, hvernig Finnar ættu að
vinna traust Rússa. En til þess
virðist aðeins ein örugg leið, —.
að kommúnistar verði teknir inn
í ríkisstjórnina.
Öll þau lög og tónverk, sem
verðlaun hlutu, verða flutt í
dagskrá Ríkisútvarpsins kl. 20,20
í kvöld. — Karlakór Reykjavík-
ur, Sigurveig Hjaltested, Guð-
mundur Guðjónsson og Guð-
mundur Jónsson syngja „For-
mannsvísur" eftir Sigurð Þórð-
arson, undir stjórn höfundar. —
Guðmundur Jónsson syngur
„Skólaglettur" eftir Hallgrím
Helgason, með undirleik Fritz
Weisshappel, sem einnig annast
allan annan píanóundirleik í þess
um tónverkum, — Þjóðleikhúss-
kórinn undir stjórn Róberts A.
Ottóssonar syngur „Sólseturs-
ljóð“ eftir Jón Leifs. „Occidente
Sole“ eftir Jón Ásgeirsson er
sungið af Þuríði Pálsdóttur, og
svo er að lokum lagaflokkur við
ástarljóð Jónasar: „La Belle“,
„Sæunn hafkona", „Man ég þig
mey“ og „Sólsetursljóð", samin
af Skúla Halldórssyni, fluttur af
Þuríði Pálsdóttur, Kristni Halls-
syni og kammerhljómsveit undir
stjórn Hans Antolitsch.
Ríkisútvarpið vill vekja at-
hygli hlustenda á þessum dag-
.skrárlið, sem hefst eins og áður
er sagt kl. 20,20 í kvöld. — Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
mun flytja ávarp, og Óskar Hall-
aórsson cand. mag. les ljóðin, er
verðlaunaíögin eru samin við.
— Rússneska
eldflaugin
Framh. af bls. 1.
ríkjamanna eins og smágerð,
nákvæm vasaúr. „Auðvitað vit-
um við ekki hve oft Rússum hef-
ur mistekizt“, sagði Oberth. „Það
er ekki svo mikið eggjahljóð í
Rússum, áður en eggin koma“.
Oberth kvað það nú ekki langt
undan, að hægt yrði að senda
menn til tunglsins. Oberth, sem
er einn af brautryðjendum í eld-
flaugasmíði, hefur nú lagt eld-
flaugar á hilluna og snúið sér að
heimspeki.
Kenneth Gatland, varaforseti
brezka geimfarasambandsins,
lagði í dag til að Sameinuðu þjóð-
irnar settu alþjóðareglur um
geimflug og rannsóknir á öðrum
hnöttum. Hann kvað það vera
orðtak vestan hafs, að sá sem
réði tunglinu hefði jörðina á
valdi sínu, og þess vegna væri
tími til kominn að Sameinuðu
þjóðirnar tækju tunglið til með-
ferðar. Hann sagði ennfremur,
að vestrænum þjóðum bæri nú að
hefja víðtæka samvinnu um
geimrannsóknir, og væri sjálf-
sagt að bjóða Rússum þátttöku
í slíkri samvinnu, ef þeir kærðu
sig um. Sagði hann, að Bretar
væru nú að gera rannsóknir á
sérstöku tunglfari, sem flutt gæti
menn til tunglsins.
VerSlaunalögin viS kvœði
Jónasar Hallgrímssonar
leikin í Úfvarpinu í kvöld