Morgunblaðið - 04.01.1959, Page 11
Sunnudagur 4. jan. 1959
MORGVNBLAÐ1Ð
11
••.víí.vÍv.-.'lv.-.-.-.-.Vví.v.-.-.-. .■
Við höfnina á gamlárskvöld. Myndavélin stóð opin í 10 mínútur um miðnætti.
REYK JAVÍKU RBRÉF
Laugard. 3. jan.
Eðlileg viðbrögð
Það eru eðlileg viðbrögð nýs
■tjórnanda að gjalda varhug við
því, sem varð fyrirrennara hans
að falli. Sá, sem við tekur, vill
að vonum láta sjást, að nú sé
brugðið til hins betra og horfið
sé frá því, sem áður leiddi til
ófarnaðar. Hinn nýi forsætisráð-
herra, Emil Jónsson, hefur því
valið áramótahugleiðingum sín-
um á gamlársdag í Alþýðublað-
inu þessa fyrirsögn:
„Alþýðuflokkurinn vill raun-
hæf úrræði, hafnar káki og
yfirborðspólitík“.
Með þessu vill hann benda til
að horfið sé frá „káki og yfir-
borðspólitíkinni", sem einkenndi
valdaferil V-stjórnarinnar og í
þess stað eigi að leita „raun-
hæfra úrræða“, sem hún fann
sorglega fá.
Hið sama lýsti sér í útvarps-
ávarpi forsætisráðherra, þegar
hann sagði:
„Ég vil ætla að mörgum þyki
það heiðarlegra að ganga beint
framan að mönnum og segja
hvers er þörf, heldur en að læð-
ast aftan að fólki-----“.
Almenningur hefur að undan-
förnu áreiðanlega fengið meira
en nóg af þeim vinnubrögðum,
sem hinn nýi forsætisráðherra
hér hafnar. Allt er undir því
komið, að nú verði ekki látið
sitja við orðin ein, heldur breytt
til í verki.
Um góðan ásetning Emils
Jónssonar er engin ástæða til að
efast. Að vísu má segja, að Al-
þýðuflokkurinn beri að sínum
hluta ábyrgð á því, sem gerzt hef-
ur hér sl. 2M> ár. Sú hlutdeild er
þó ekki næg ástæða til að ætla,
að Alþýðuflokkurinn hafi ekki
séð sig um hönd. Sumir læra að
vísu aldrei af reynslunni, en aðr-
ir gera það. í viðræðunum um
stjórnarmyndun komust Sjálf-
stæðismenn að raun um, að full-
trúar Alþýðuflokksins höfðu þá
hinn sama skilning og lýsir sér
nú í ummælum forsætisráðherr-
ans. Það var ástæðan til þess, að
Sjálfstæðismenn ákváðu að
styðja Alþýðuflokkinn til stjórn-
armyndunar á þann veg að verja
minnihlutastjórn hans vantrausti.
Ólík aðstaða
Yfirlýsingar Emils Jónssonar
•ru með því eftirtektarverðasta,
•em fram kom í áramótahugleið-
ingum formanna stjórnmálaflokk
anna, vegna þess að þær sýna, að
forystumenn Alþýðuflokksins
vilja breyta til og taka upp nýja
stefnu, hvort sem þeim endist
kraftur til að fylgja fram sínum
góða ásetningi eða ekki. Allar
eru þó áramótagreinarnar at-
hyglisverðar. Samanlagt eru þær
raunar nokkuð langt mál, en eng-
inn ætti að setja sig úr færi um
að lesa þær og bera saman það,
sem þar er sagt. Við þann lestur
getur engum blandazt hugur um,
að málflutningur Ólafs Thors ber
af. Eins og á stendur á hann og
hægastan leikinn. A daginn ér
komið, að aðvaranir Sjálfstæðis-
manna hafa sízt verið sagðar af
ófyrirsynju. Gagnrýni þeirra hef-
ur í öllum höfuðatriðum reynzt
réttmæt. Fyrir öllu þessu gerir
Ólafur Thors grein á skilmerki-
legan hátt um leið og hann bend-
ir á það. hvernig bezt og auð-
veldast verði komizt úr ógöng-
unum. sem V-stjórnin hefur leitt
þjóðina L
Hermann Jónasson og Einar
Olgeirsson eiga mun óhægara um
vik. Unnin verk vitna ekki ein-
ungis á móti þeim, heldur sýna
og skrif þeirra nú, að þá skortir
allan skilning á því, í hverju
þeim hefur yfirsézt. Fyrir þeim
hefur farið eins og mörgum, sem
stunda sams konar iðju. Sá, sem
þorir ekki að virða staðreyndirn-
ar eins og þær eru og segja satt
frá þeim, heldur reynir að
blekkja aðra, í því skyni að fegra
ástandið, endar oftast með því að
blekkja sjálfan sig.
Völdin frá Alþingi
Allur landslýður veit t. d., að
það var forsenda fyrir myndun
V-stjórnarinnar 1956, að völdin
átti að færa frá Alþingi til ann-
arra aðila, stéttasamtakanna, að
því er sagt var. Um þetta eru
til vitnis ekki aðeins ótal yfir-
lýsingar forystumannanna held-
ur og gerðir þeirra sjálfra.
Nægir þar að vitna til þess,
þegar Eysteinn Jónsson lagði
einungis rytjur af fjárlagafrum-
•varpi fyrir Alþingi nú í haust.
Þær rytjur fullnægðu hvergi
nærri lágmarksskilyrðum þeim,
sem sjálf stjórnarskrá lýðveldis-
. ins setur um efni fjárlagafrum-
varps. Afsökun Eysteins Jónsson-
ar fyrir þeim vinnubrögðum var
sú, að stéttasamtökin ættu eftir
að taka ákvörðun um vísitöluna,
sem var nauðsynleg forsenda
samningar fjárlagafrumvarps, er
byggt væri á nokkru viti. Að ó-
gleymdu því, þegar Hermann
Jónasson hrökklaðist úr stjórnar-
sessi og gafst hreinlega upp í við-
ureign sinni við vandamál þjóð-
lífsins. Hann gerði það ekki að
undangengnu vantrausti á Al-
þingi íslendinga, heldur vegna
þess að hann hafði orðið undir í
atkvæðagreiðslu á þingi Alþýðu-
sambandsins.
„Valdabrask en
ckki vinstri
stefna44
Þrátt fyrir það, þó að þessar
staðreyndir blasi við öllum lands
lýð, lætur Hermann Jónasson sig
hafa að segja í áramótagrein
sinni, að það hafi ekki verið „að-
eins Framsóknarflokkurinn sem
barðist fyrir — — — því að
flytja valdið og ábyrgðina inn á
Alþingi og í ríkisstjórnina-“
heldur hafi og „Alþýðubanda-
lagið notað þessa stefnu sem
meginuppistöðu í kosningabar-
áttunni".
Enginn ætti að vita betur en
Hermann Jónasson sjálfur, að
hér þykist hann hafa verið að
berjast fyrir því, sem hann ákaf-
ast barðist á móti. Fátt hefur
verið meira deiluefni í íslenzk-
um stjórnmálum síðari árin en
einmitt þetta, hvort Alþingi og
ríkisstjórn ætti að hafa þau völd
og ábyrgð, sem þeim ber eftir
réttum lýðræðisreglum og stjórn-
arskráin kveður á um, eða hvort
þetta ætti að ætla, a. m. k. í orði,
öðrum aðilum, sem skortir öll
skilyrði til að taka þetta að sér.
Nú er komið á daginn, að allt
það, sem Sjálfstæðismenn sögðu
um þetta reyndist rétt. Var og
ekki svo vel, að V-stjórnarherr-
arnir ætluðu stéttarsamtökunum
raunverulega þau völd, sem þeir
þóttust vilja fá þeim í hendur,
heldur var tilgangurinn sá einn,
að nota þau að leiksoppi og láta
þau bera ábyrgð, er þeim var
um megn. Engu að síður segir
maðurinn, sem stóð ásamt komm-
únistum og Hannibalistum fyrir
verkfallinu mikla 1955 í því
skyni að rjúfa samstarf Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, að ætlunin hafi verið
„að flytja valdið og ábyrgðina
inn á Alþingi og í ríkisstjórnina“!
Þegar þetta er lesið, sjá menn. að
það er ekki að ástæðulausu sem
Einar Olgeirsson skrifar:
„Það var valdabrask en ekki
vinstri stefna, sem hægri foringj-
um Framsóknar gekk til, er þeir
mynduðu vinstri stjórnina 1956.
Því lauk henni eins og raun ber
vitni um“.
Blindaður
af valdabraski
Valdabraskið blindar Her-
manni Jónassyni gjörsamlega sýn
um ástandið í efnahagsmálum,
þegar hann gafst upp og hljóp aí
hólmi. í grein sinni segir hann,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú
komizt að „þeirri niðurstöðu, að
bær ráðstafanir einar, sem gera
þyrfti væri að taka til baka 6%
kauphækkun, þ. e. a. s. þá kaup-
hækkun, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn og stjórnarandstæðingar í
Alþýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu höfðu barizt ákafast
fyrir, að verkamenn fengju sem
„kjarabætur“ s.l. sumar“.
Því miður er það fjarri sanni,
að rétt sé né hafa Sjálfstæðis-
menn komizt að þeirri niður-
stöðu, að nú nægi til að firra
vandræðum að lækka kaupið um
6%. Sjálfstæðismenn sýndu
þvert á móti fram á það í við-
ræðum við hina stjórnmálaflokk-
ana, að auk 6% grunnkaups-
lækkunar þyrfti að greiða niður
til viðbótar því, sem áður hefur
verið borgað sem svarar 10—-15
vísitölustigum til að forða alger-
um vandræðum af verðbólgunni,
sem spratt af setningu bjargráð-
anna í vor. Kostnaðurinn við
þessar niðurgreiðslur hlýtur að
leggjast á almenning. Enginn
annar getur borið hann. En
ástandið er svo geigvænlegt, að
það verður ekki læknað með
kauplækkun einni heldur þarf og
jafnhliða að fara miklu lengra á
niðurgreiðsluleiðinni en fyrr og
gera margháttaðar aðrar ráðstaf-
anir í sambandi við fjárlög, fjár-
festingu og lánveitingar. Þetta
eru þó aðeins bráðabirgðaráðstaf-
anir gerðar til að bjarga frá
brýnasta voðanum, sem stafar af
setningu bjargráðanna. Með því
skapast svigrúm, sem nauðsyn-
legt er til, að þjóðin fái sjálf að
kveða á um við kosningar hverj-
ar frambúðarráðstafanir skuli
gera. Slíkt er ástandið í raun og
veru, þó að forsætisráðherrann
fyrrverandi virðist alls ekki
skilja það.
Tíminn tekur það og í morgun
sem mikla nýjung, að „almenn-
ingur borgi hvern eyri, sem fer
í niðurgreiðslurnar". Þessi sann-
indi hefur hann eftir Morgun-
blaðinu 21. des. Ljóst er, að Fram
sóknarmenn mundu skilja þjóð-
málin miklu betur en raun ber
vitni, ef þeir oftar færðu sér í
nyt kenningar Morgunblaðsins.
Þáttur
Eysteins Jónssonar
Hermann Jónasson villir ekki
ið. Nú vill hann kenna öllum
öðrum en Framsóknarmönnum
um kauphækkanirnar, sem orðið
hafa í valdatíð V-stjórnarinnar.
Þá gleymir hann þó fyrstu kaup-
einungis um fyrir sjálfum sér,
hvernig ástandið nú er, heldur og
um orsakir þess, að svona er kom
hækkuninni og allri atburðarás-
inni síðan.
SÍS hækkaði kaup starfs-
manna sinna strax haustið 1956
á meðan allur almenningur var
látinn halda, að kaupbinding
væri lögfest. Mesti valdamaður-
inn í SÍS, enda varaformaður
þess volduga félagsskapar, er
sjálfur Eysteinn Jónsson, sem
Hermann Jónasson segir í ára-
mótagrein sinni þetta um:
„í þessu sambandi vil ég geta
þess alveg sérstaklega, að enginn
maður hefur átt ríkari þátt í því
en Eysteinn Jónsson, að halda
þessari fyrrverandi ríkisstjórn
saman. Án hans hefði ríkisstjórn-
in áreiðanlega orðið ska’mmlífari
en hún varð — og án hans hefði
hún ekki áorkað því sem raun
ber vitni“.
Tilgangurinn með þessum orð-
um er að vísu ljós. Ábyrgðina
á óförunum á að leggja á Eystein
Jónsson ekki síður en höfund
þeirra. En þó er lýsingin áreið-
anlega sannmæli.
Verk Eysteins Jónssonar mörk-
uðu ríkisstjórnina og feril henn-
ar frá upphafi. Kauphækkunin
til starfsmanna SÍS var aðeins
bending um það, sem koma
skyldi. Áfram var haldið á sömu
leið, þangað til deildarstjóri fjár-
málaráðherrans fór á bæjar-
stjórnarfund í september sl. og
krafðist þess, að umyrðalaust
væri samþykkt að látr Ðagsbrún
fá 12% grunnkaupshækkun. Allir
vissu þó, að Dagsbrúnarmenn
ætluðu sér aldrei svo mikla
hækkun, enda sættust þeir örfá-
j um dögum síðar upp á mun
minna. En mennirnir, sem nú
fjargviðrast yfir 6% hækkun,
sönnuðu þarna, að þeim ofbauð
ekki helmingi meira. Hvort þeir
hafa sjálfir skilið hvað þeir voru
að gera, skal ósagt látið. Senni-
lega hefur hér sem ella valda-
braskið blindað þeim sýn.
„Framsóknar-
mönnum
óskiljarilegtw
Víst er það, að forsætisráðherr-
ann fyrrverandi játar nú sjálfur,
að hin auðsæustu fyrirbæri 1
þjóðlífinu séu Framsóknarmönn-
um óskiljanleg. Um samvinnu-
slit Alþýðuflokks og Framsóknar
segir hann t. d.:
„Okkur Framsóknarmönnum
er þessi afstaða óskiljanleg. E»
henni varð ekki haggað“.
Sjálfur segir hann þó fyrr i
grein sinni:
„Þegar kom fram á árið 1957,
fór að bera á því meira en áður,
að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið stóðu ekki að ríkis-
stjórninni með eðlilegum heilind-
um. Alþýðuflokkurinn taldi sif
hafa verið beittan rangindum
með því að fá ekki fulltrúa í
stjórn Alþýðusambands íslands.
íhaldssinnaðir Alþýðuflokks-
menn notuðu nú tækifærið til
þess að fá byr undir vængi, enda
hafði þeim verið trúað fyrir
pólitískum lykilaðstöðum 1
flokknum, sem þeir notuðu út 1
yztu æsar. Við Framsóknarráð-
herrarnir bentum hvað eftir ann-
að á þessa hættu, án þess að til-
lit væri til þess tekið, eða við þa8
yrði ráðið“.
Þarna er 8erum orðum sagt, a8
Framsóknarráðherrarnir hafi
reynt að blanda sér inn í innri
málefni Alþýðuflokksins. Til þess
að tryggja sín eigin völd, heimt-
uðu þeir samkvæmt þessu, að
Alþýðuflokksmenn réðu ekki
sjálfir hverjum þeir sýndu trún-
að innan síns eigin flokks, heldur
vildu Framsóknarmenn segja
fyrir um það! Sannarlega er ekki
að ófyrirsynju, að öllum flokk-
um, sem unnið hafa með Fram-
sókn, kemur saman um það, — þó
að þeir séu ósammála um flest
annað, — að Framsóknarflokk-
urinn sé öðrum óhæfari til sam-
starfs á jafnréttisgrundvelli.
Samstarfshættir
Framsóknar
Jafnvel kommúnistum ofbýður
hvernig Framsókn hefur búið að
Alþýðuflokknum í samstarfi
þeirra. Um þetta kemst Einar
Olgeirsson í áramótahugleiðing-
um sínum svo að orði:
„Afstaða Framsóknar til Al-
þýðuflokksins hefur löngum ver-
ið líkt og stórveldis til nýlendu
eða gamaldags, harðs húsbónda
til hjús síns. Saga Alþýðuflokks-
ins síðustu áratugina hefur verið
saga af því, hvernig undirgefni
og uppreisn skiptast á í þeirri af-
stöðu. Framsókn hefur alltaf
fært sig upp á skaftið og ætlazt
til þess, að Alþýðuflokkurinn
hlýddi sér í einu og öllu. Aldrei
hefur þetta orðið berara en eftir
Hræðslubandalagið 1956. Þá þótt-
ist Framsókn hafa líf Alþýðu-
flokksins í hendi sér og með-
höndlaði hann eftir því. Það var
jafn misráðið af Framsókn að
gera slíkt, sem það var aumt af
Alþýðuflokknum að sætta sig við
það. Sá húsbóndi, sem meðhöndl-
Framhald á bls. 12