Morgunblaðið - 04.01.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 04.01.1959, Síða 13
Sunnudagur 4. jan. 1959 MORClllKM 4Ð1Ð 13 Halldóra Kristiánsdóttir Fædd 2. janúar 1895. Dáin 18. desember 1958 „En verði, Guð þinn vilji, þó veg þinn ei ég skilji ég fús hann fara vil. Þó böl og stríð mig beygi, hann brugðizt getur eigi, hann leiðir sælulandsins til“. Til eru þeir, sem jafnvel á' hin- um mestu reynslustundum í lífi sínu tileinka sér í sannleika þessi orð skáldsins, breyta þjáningar- andvörpunum í huggandi bros, horfast milt og hlýtt í augu við hin þyngstu rök, ógnir sjúkdóma, skilnað frá ástvinum sínum; ganga auðmjúkir og ótrauðir gegnum dauðans dyr. Þeir sem vitni eru að slíkum sálarþroska og eigi hafa sjálfir öðlazt hann, undrast gjarnan, en skilja um leið, hversu hann er eft irsóknarverður, hversu hann ger- ir lífið léttara og óendanlega miklu fegurra og bjartara. Þeir sem fylgdust með hinu óvenju miskunnarlausa sjúkdóms stríði Halldóru Kristjánsdóttur munu eiga auðvelt með að skilja það sem hér hefir verið sagt. Hug prýði hennar, æðruleysi og vilji til að hughreysta aðra, mun lengi geymast þeim í minni. Hún kunni ekki að mögla, baðst aldrei vægð- ar. Þó leið hún hinar þyngstu þrautir og vissi fullkomlega hvert stefndi. Þannig birtist hin heita trú hennar og andlegur þroski, öðrum til aðdáunar og fyr irmyndar. Hún andaðist að heim- ili sínu hinn 18. desember s.l. og fer útför hennar fram frá Foss- vogskapellu n.k. mánudag, 5. jan- úar. Halldóra var fædd að Kross- eyri í Suðurfjarðahreppi við Arn arfjörð. Foreldrar hennar voru merkishjónin Kristján Arngríms- son bóndi og sjósóknari og Þórey Eiríksdóttir Ijósmóðir. Þau flutt- ust skömmu eftir fæðingu Hall- dóru að Sellátrum í Tálknafirði og þar ólst Halldóra upp í hópi glaðra systkyna undir hand- leiðslu hinna ástríku foreldra. Mun heimilisbragurinn á Sellátr- um, guðstrú foreldranna, dreng- lund þeirra, kærleikur og fórn- fýsi mjög hafa mótað skapgerð Halldóru og lífsviðhorf, enda fylgdu þessir eiginleikar henni i ríkum mæli lífsleiðina á enda. Á árunum 1915—1917 stundaði Halldóra nám við kvennaskólann á Blönduósi. Varð skólavistin mjög til að glæða Og efla með- fædda hæfileika hennar, sem heimili hennar og aðrir er með henni dvöldust fengu síðar að njóta á svo margan hátt. Árið 1921 gekk Halldóra að eiga eftirlifandi mann sinn, afla- formanninn og drengskaparmann inn Jón Guðmundsson, Guð- mundssonar bónda að Kvígindis- felli i Tálknafirði. Hófu þau bú- skap að Suðureyri í sömu sveit árið 1923, en þaðan sótti Jón sjó- inn um tólf ára skeið, eða þar til er þau fluttust til Patreksfjarðar árið 193^. Á heimili þeirra Halldóru og Jóns á Suðureyri voru mikil dags verk innt af höndum. Lífsbarátt- an þar var hörð eins og á flestum alþýðuheimilum þeirra tíma. Það hrökk jafnvel stundum skammt þótt mikil aflaföng væru borin á land. Verðið var ótryggt og oft- ast næsta lágt. Heimilishaldið var erfitt og erilsamt þar sem margir karlmenn höfðu aðsetur á heimilinu í sambandi við útveg Jóns, en vinnutíminn að jafnaði langur og óreglulegur. En ungu hjónin á Suðureyri drógu sannarlega ekki af sér. Sýndu þau, hvort á sínum vett- vangi, mikinn dugnað og mann- dóm og lögðu á þessum árum grundvöllinn að framtíðarvelferð og mannkostum dætranna sinna fjögurra, sem allar fæddust á Suðureyri. Ekki gekk Halldóra þó ætíð heil til skógar á þessu tímabili ævi sinnar fremur en þeim sem á eftir fóru. En allt er hún mátti lagði hún af mörkum eins og jafnan endranær. Mun oft síðar hafa hugsað til áranna tólf á Suðureyri með tregablandinni hlýju og fögnuði. Á Patreksfirði bjuggu þau Hall dóra og Jón í tíu ár, unz þau fluttust til Reykjavíkur árið 1945. Frá Patreksfirði sótti Jón sjóinn sem fyrr, en eftir að til Reykjavíkur kom, hefir hann rek ið fiskverzlun. Þau Halldóra og Jón eignuðust fjórar hinar myndarlegustu dæt- ur, eins og áður var sagt. Eru þær allar uppkomnar og búsettar í Reykjavík: Magnea Guðrún, gift Baldri Guðmundssyni útgerð armanni; Sigurrós, ógift; Erna, gift Theodór Jónssyni stýrimanni og Gerða, gift Sveini Hálfdánar- syni vélstjóra. Barnabörn þeirra, Halldóru og Jóns, eru nú tólf, öll hin efnilegustu börn. „Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans .. “ Halldóra átti um langt árabil við vanheilsu að stríða og var oft sárþjáð. Slíku mætti hún jafnan á þann veg sem áður er að vikið. En hún lifði einnig mikla ham- ingju. Samfylgdin með ástkær- um eiginmanni ,elskulegum dætr um, tengdasonum og barnabörn- um, systkynum og öðrum sam- ierð&mönnum var henni óþrjót- andi hamingjulind. Henni veitt- -*sl óteljandi tækifæri til þess au miðla öðrum af auðlegð síns kær- leiksríka hjartalags, létta marg- háttaðar byrðar hinna fullorðnu, þerra tár hinna ungu og smáu. Slíkt var Halldóru mikil gæfa, henni, sem þráði svo mjög að gefa, sem jafnan gerði minni kröfur til annarra en til sjálfrar sín, sem á sinn elskulega, hljóð- láta og hógværa hátt leitaði ham ingju sinnar fyrst og fremst í vel ferð annarra og gleði. En þeir sem þannig lifa og starfa upp- skera einnig í kærleika sín laun. Og þannig varð hamingjan Hall- dóru fullkomnuð. Á skilnaðarstundinni er henn- ar að vonum sárt saknað. En minningarnar um hina kærleiks- ríku, göfugu sál, svo fagrar og bjartar að hvergi ber skugga á, gera ástvinunum í harmi þeirra kleift að brosa gegnum tárin. Um leið og ég færi eiginmanni, dætrum, tengdasonum og ömmu- börnunum smáu innilegar sam- úðarkveðjur, bið ég þann Guð, sem gaf Halldóru styrk og náð til að vera slík sem hún var, að hann blessi hana einnig í hinum nýju heimkynnum, svo og alla þá sem henni voru kærir og eftir lifa. __________Kristján Gíslason. Gís/f Einarsson héraðsdómslögma Jur. Málflulnhigsskrifstofa. f-augavegi 20B. — Sími 19631 Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sím? 11043. STEFÁN PÉTURSSOn", hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. Heima 13533. sjálfsagt nauðsynleg, en ætli það sé alveg bráðnauðsynlegt að byrja á því að rekja úr sjúklingn um garnirnar, einkum á fæðing- ardeildum, sem ekki taka við sjúklingunum fyrr en konurnar eru orðnar veikar og stutt er orð- ið milli hríða? Klæðilegur „kokteilkjóll“ með háu, bundnu belti í empire- stíl. Kjóllinn er úr rósóttu efnl í biáum, lillarauðum og hvít- um lit, og kemur frá París. Hér er röndóttur kjóll með sama sniði og kjólarnir frá þriðja tug aldarinnar. Hann hefur belti niðri á mjöðmum og er næstum óhugnanlega stuttur — en samkvæmt nýj- ustu tízku samt sem áður. Kekkjalaus hveitijafningur Margar konur kvarta undan því að hveitijafningurinn vilji verða kekkjóttur. Ástæðan er oft sú, að ekki er farið rétt að því að hrista hann. Fyrst á að láta vatnið í hristarann og síðan hveitið út í það. Þá eiga ekki að myndast kekkir. Nú fer skíðafærið að koma, ef eitthvert skíðafæri verður á annað borð, og þær sem sækja upp í fjöllin þurfa að huga að skíðagallanum. Hér eru tvær stúlkur, útbúnar í fjallaferðir í hinu fína, fræga sportfatatízkuhúsi Genys Spielmans í Sviss. Þær eru í sterklegum skíðaskóm, fóðruðum með svampgúmmíi, í hlýjum krepnælonbuxum, sem fara vel og eru teygjanlegar, og í síðum vindheldum úlpum með prjónuðum liningum um úlnliðina, hálsinn og mjaðmirnar, utan yfir hlýjum ullarpeys- um. önnur úlpart er dökkblá með hvítum snjókristöllum og hin \ smáköflótt, grænblá og svört. Mega spurningarnar ekki bíða í HAFNARFIRÐI er nú verið að sýna kvikmynd, sem fjallar fyrst og fremst um konur og þeirra vandamál. Hún heitir „Undur lífsins" og sýnir þrjár konur á fæðingardeild Karólinska sjúkra- hússins í Stokkhólmi, á þeirri stundu sem þær eru e.t.v. ná- tengdari lífinu en á nokkrum tíma öðrum á ævinni. Meðan at- burðirnir gerast á hvíta tjaldinu, hafa kvikmyndahússgestir góðan tíma til að horfa tiltölulega hlut- laust á það sem er að gerast — og vakna þá margar spurningar. f myndinni sjáum við t.d. þeg- ar komið er með Cecilíu, sem leik in er af Ingrid Thulin, á sjúkra- húsið. Hún er komin þrjá mán- uði á leið og um það bil að missa fóstrið. Hún er í uppnámi og yfir sig viðkvæm, og leggur því dýpri merkingu í það að hún á nú ef til vill að missa barnið, kennir um eigin kjarkleysi og því að 'hún hafi ekki átt nægilega mikinn kærleik til að fagna barn inu ein, þó að maður hennar kærði sig ekki um að eignast nein börn. Hún kemur á sjúkrahúsið, og er lögð á sjúkrabekk. Þar verður hún að bíða. Hún bíður lengi, og biðin verður óendanlega löng fyrir hana, eins og alla þá sem fluttir hafa verið í flýti á sjúkra- hús. Loks er henni ekið inn í stofu, þar sem hjúkrunarkona segir henni að bíða. Skömmu seinna kemur enn ein hjúkrunar- kona, sem dengir á hana spurn- ingum um nafn, heimilisfang, fyrri sjúkdóma, ætt hennar og fjölmargt fleira. Henni líður hræðilega, og örvænting hennar fer sívaxandi, af því að ekkert er gert. Og enn er hún látin bíða. „Ver- ið bara róleg, frú, læknirinn kemur rétt undir eins .... Ligg- ið bara alveg kyrr og róleg, þá líður tíminn fljótt...,Skömmu seinna hefur hún misst fóstrið og læknirinn kemur. Sjálfsagt hefði hann ekki getað gert neitt, þó að hann hefði komið fyrr. En meðan horft er á þennan atburð á kvikmyndatjaldinu, rennur það upp fyrir manni, hversu ómannúðlegt það er að krefjast þess af konum, að þær bíði rólegar og svari löngum spurningalista, þegar annað svo óendanlega miklu mikilvægara er að gerast. Skýrslugerð á sjúkrahúsum er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.