Morgunblaðið - 04.01.1959, Page 16

Morgunblaðið - 04.01.1959, Page 16
MORGIJWRLAÐIÐ Sunnudagur janúar 1959 ie „Hann er að gera grín að mér“, ihugsaði hún með sér. — „Þessi ‘Þjóðverji í fermingarfötunum, ‘sem ekki er í andspyrnuliðinu og jekki reykir, er að gera grín að «nér“. „Þér verðizt mjög hreykinn af jþví að vera Þjóðverji", sagði hún. ,Eruð þér ekki hi-eykin af því að vera amerísk?" „Jú, auðvitað". „Nú, jæja“. „Álítið þér það sambærilegt ?“ „Ég get ekki séð mikinn mun á jþví“. . _,Haldið þér“, sagði hún — „að ■þér mynduð gera það sama og ég, ef þið hefðuð sigrað?“ „Sennilega". „Hvað merkir það?“ „Ég myndi Lýsa amerískri etúlku í amerískri veitingakrá og «enda þýzku blaði ritsmáðina. Ég myndi stara á hana eins og ein- hverja torkenniiega skepnu í dýragarði. Ég myndi spyrja um eitt og annað, sem mér kæmi ekki við. Og svo myndi ég að lokum (Skrifa lýsingu, sem væri jafn Jheimskuleg og yfirborðskennd og isú, sem þér símsendið til New (York á morgun". Rússinn féll með höfuðið fram (á borðið. Hann velti rauðvíns- tflöí' 'mi um koll og vínið skvett- ftst yfir nauðrakaða hvirfilinn á (honum. Hvorug stúlkan virtist Igefa því nokkum gaum. „Við skulum fara", sagði Helen. Jan Möller reis þegar á fætur. Þau gengu fram hjá afgreiðslu borðinu. Það var verið að skipta nm kalktrog. Til þess að kpmast fram að dyr unum, urðu þau að ganga yfir dansgólfið. Stúlkan fann hendur mannsins grípa um báða hand- leggi hennar. Skyrtan var mjög þunn. Hendur hans voru kaldar og sterkar. Svo leiddi hann hana í gegnum hinn þétta hóp dansandi hermanna og stúikna. Og loks stóðu þau úti í glampandi sól- skininu. Hún horfði upp í bláan himininn og kipraði saman augun, eins og manneskja, sem kemur út úr bíói, að lokinni síðdegissýn- ingu. „Mér þykir leitt að ég skyldi þurfa að spilla ánægju yðar“, sagði maðurinn. Stúikan þagði. Hún var að hugsa um það hvort hún ætti að rétta honum höndina. Helen fékk ekkert tækifæri til að rétta honum höndina. Hann hafði kvatt í skyndi og var horf- inn inn í þvöguna á götunni, áð- ur en hún vissi af. Helen Cuttler, tuttugu og sjö ára gömul, dóttir lyfsaia frá Springfield í Massachusetts, sæmd ,,bronsstjörnunni“ fyrir fí-ábær störf sem stríðsfréttaritari, nú fréttaritari hinnar stóru Morri- son-blaðaútgáfu, í Berlín, hafði búizt sínum beztu flíkum þennan milda septe- iSwdag. Nú stóð hún í nýja einkennis- búningnum sínum úti á Tempel- hofer-fiugvellinum og horfði"'upp í heiðskíran himininn. Það var 14. september árið 1945 og hún vænti þess að sá dag- ur yrði einn af stærstu dögunum í lífi hennar. Maðurinn, sem nú var væntanlegur á ’hverri stundu, var húsbóndi hennar og yfirboð- ari, Richard Morrison, „hinn mikli Morrison“ í eigin persónu. Hún var búin að vinna við Morrison-Blátter í þrjú ár, en hún hafði samt aldrei séð hinn „mikla Morrison" til þessa. Það voru aðeins örfáir af sam- starfsmönnum Morrisons sem þekktu hann í sjón, hvað þá nokkru nánar. Richard Morrison átti tuttugu og sex dagblöð, tvö myndablöð, tvö fréttarit_ bókband í sjö borg- um og hafði fréttaritara í áttatíu og átta stöðum víðsvegar um heim. Hann snæddi með forsetan- um, barðist gegn stjóminni eða studdr hana, lét steypa sumum tignarmönnum úr sessi, en hækka atra í tigninni. Hann hafði lif- andi áhuga á kvikmyndagerð, út- varpsstöðvum, flugvélaframleiðslu og stálnámum. Morrison erfði konungsriki sitt eftir föður sinn, en hafði svo aukið það og eflt að miklum mun. En sjálfur virtist Morrison leggja mesta áherzlu á það, að vera eins konar goðsögn. GoðsÖgnina sáu menn ekki. Ric- hard Morrison hinn yngri, líka nefndur Richard Morrison II. að konungasið, dvaldist mestan hluta ársins í markgreifahöll sinni í Norður-Kaliforníu og þaðan sendi hann aímskeyti í stríðum straum- um til yfirritstjóranna við blöð sín — símskeyti með skipunum, fyrir- mælum og áminningum. Morrison sá ai 11_ heyrði allt og vissi allt. Það sæmdi guðdómleika hans að menn vissu ekkert um hann, heyrðu ekkert og sæju ekkert. Helen renndi augunum út yfir hinn risastóra flugvöll, þar sem djúpar holur eftir sprengjur vitn- uðu um stríðið og vegsummerki þess. Tólf, blá-grænar herflugvél- ar stóðu búnar til flugs. 1 fjarska heyrðist í skriðdrekum, sem til- heyrðu skriðdrekasveit þeirri, er aðsetur hafði í Berlin. Helen héit kápunni að sér með báðum hönd- um, svo að hún flagsaðist ekki frá henni í golunni. Sú kitlandi eftirvænting, sem gripið hafði hana um morguninn, áður en hún fór að heiman, hafði nú þokað fyrir þeim óþægindum, sem alltaf fylgja laiugri bið. Hún hafði ekki góða samvizku. Riohard Morrison ætlaði að skoða hina lömuðu og helsærðu Berlín ganga á fund Eisenhowers hers- höfðingja, hins ameríska hernáms stjóra og kynna sér hina nýju þýzku blaðaútgáfu. Auk þess hafði Helen komizt að þvi, í löngu sím- tali við New York, að hann ætlaði að tala nokkur alvöruorð við f réttaritarann sinn. Helen gat ekki neitað því, að hún hafði sært fram reiði þessa volduga manns. Fyrir einni viku hafði blað am- eríska hersins (Stars and Stribes) birt grein ásamt mynd, sem hafði mjög mikil áhrif á Helen. Greinin hét „Dont Gum Up The Victory“. Þar voru amerísku hermennirnir áminntir um að gefa ekki þýzkum böi-num súkkulaði eða munngúm. Blaðið sagði að sigur- inn væri of alvarlegt mál til þess, að menn lékju sér að honum með óviðeigandi hjartagæzku. Þýzku börnin ættu að fá að vita hvað foreldrar þeirra hefðu gert. Þá var þolinmæði Helenar þrot- in. Hún hafði meiri andúð á Þjóð- verjunum, en nokkur annar. En að það gæti verið hættulegt fyrir sigurinn, að gefa börnunum súkkulaði eða munngúm — nei4 það gekk of langt. Hún sendi Morrison-Blátter harðorða grein. Ritstjórnin lét prenta hana. Þrjá- tíu milljónir Ameríkumanna lásu hana. Og nú hafði Wasbington sent Morrison móbmæli. A. m. k. hermálaráðuneytið. „Húsbóndinn óður af reiði. Fer sjálfur til Ber- Iínar“_ símaði yfirmaður Helenar i New York henni. Hinn ævareiði maður hlaut nú að lenda á Tempelhof-flugvellinum í sáðasta lagi eftir fimm mínútur. Fjögurra hreyfla flugvélin frá „US-Air-Force“ settist. Morris- son II. steig ekki fyrstur út úr flugvélinni. Það hefði hinum mikla leikstjóra ekki þótt sæma sinni eig in tign og vegsemd. Heill hópur af aðstoðarmönnum, skrifurum og öðrum starfsbræðrum, sem voru í fylgd með blaðakónginum, stigu fyrst út úr vélinni. Amerískir Ijós myndarar, hershöfðingi í nafni og umboði Eisenhowers og nokkrir liðsforingjar, flýttu sér út að flug vélinni. Þá birtist hann sjálfur_ Morri- son II. Hann var berhöfðaður, þrátt fyrir skallann, hár vexti, herði- breiður og þrekvaxinn, eins og höggvinn úr steini, sem mynd- höggvarinn hefði ekki meitlað vandlega. Það leyndi sér ekki, að þessi maður stóð báðum fótum á föstum grunni veruleikans. Helen beið þangað til hinni op- inberu móttökuathöfn var lokið. Þá gekk hún til Morrisons, bar höndina upp að húfunni, sem sat örlítið meira á ská en fyrirskipað var, á Ijóshærðu höfði hennar. Svo kynnti hún sig fyrir honum. ,_Það gleður mig að kynnast yð- ur“, sagði Morrison. Hún hajfði hugboð um það, að hann virti hana fyrir sér með at- hygli og ekki óvinsamlega. Hann hafði stór, brún augu, ekki óvið- feldin. Nú var haldið af stað til lysti- hússins, sem herstjómin hafði út vegað hinum tigna gesti til um- ráða. Menn biðu í stórum sal, með- an Morrison baðaði sig og hafði fataskipti. Það tók nákvæmlega nátján mínútur. Þvá næst var hald ið til aðseturs herstjórnarinnar í Kronprinsenalleé og þar var beðið í forsalnum, meðan Morrison ræddi við Eisenhower. Það tók fimmtáu og fjórar minútur. Að lokum var haldið til hermannaskál anna og snæddur miðdegisverður í liðsforingjaklúbbnum. Morrison talaði við yfirhershöfðingjann. Það tók ein-a klukkustund og tutt- ugu mínútur. Þá gekk Morrison skyndilega til Helenar. Hann leit á gyllta armbandsúrið sitt — heljar-mikinn grip, sem einnig sýndi mánaðardagana. ,_Ég hef ekkert sérstakt að gera í hálfa aðra klukkustund", sagði hann. — „Sýnið þér mér borgina". Helen leit í kringum sig. Hún bjóst við því að fylgdarlið Morri- sons myndi koma með þeim. En enginn slóst í ferðina. Morrison settist við vinstri hlið hennar í stóru, brúnu herbifreið- inni. „Hafið þér komið til Berlánar áður?“ spui-ði hún. „Nei. Ég var einu sinni í Paiis. Annars hef ég aldrei haft tíma til að heimsækja Evrópu". Þau óku yfir Kurfurstendamm. Ekkert minnti nú lengur á aðal- str-æti hins mikla ríkis. Rússar í ljósgráum treyjum sátu dottandi í ekilssætum bændavagnanna og létu hestana brokka, eins og eftir þorpsgötu. Hér og þar stóð ein og ein röð vanhúsa óskemmd. Van- húsán virtust hafa mestan mót- stöðukraft gegn eyðileggingunni. Konur í rússneskum hásbígvélum, með skýlur utan um hárið, stóðu mni í rústunum og réttu á milli sín bala og fötur fullar af möl og mylsnu. Það var eins og manneskjurnar ætluðu að ausa upp heilt úthaf. Borgin var eins og sundurskorinn, flakandi lík- ami. Þarmar hennar hengu út úr holiinu. Loftið var mettað af reyk frá brennandi húsum og rjúkandi. sandi, reyk og sandi. ... Helen gerþekkti Berlín, eins og hún hefði alltaf átt þar heima. Hún útskýrði allt það, sem hin at- hugulu augu Morrisons beindust að og jafnframt talaði hún um það, sem áður var. „Nú fáum við frið fyrir þeim í fimmbíu ár“, sagði Morrison. — „Þeir þurfa fimmtíu ár til að byggja upp það sem eyðilagzt hef- ur“. „Þeir verða búnir að byggja það allt upp eftir tíu ár“, svaraði hún. „Þeir eru mjög duglegir". „O, við finnum einhver ráð til að eyða þeim dugnaði", sagði hann. Hún þagði. -— _,Hvenær skyldi hann fai-a að tala um greinina mína?“ hugsaði hún með sér. „Og hivernig haldáð þér að hug- ur landsmanna sé í okkar garð?“ spurði hann. „í fyrstu var okkur fagriað, eins og einhverjum bjargvættum", sagði hún. — „Rússarair hafa hagað sér eins og samvizkulausir óþokkar". ,_Ekki verr en Þjóðverjar í Ukraninu". Hann leit út undan sér til hennar. — „Og nú?“ „Við geruan allt til þesis að verða sem óvinsælastir". „Hernám er nú aldrei neitt sér- staklega vel liðið". Þetta stutta svar hans gerði henni gramt í geði. En auðvitað hafði hann rétt fyrir sér. Og auk þess var hann bersýnilega að r^yna hana. Þetta var prófsteinn- inn. „Eigum við að stanza hjá ríkis- kanslara-höllinni?" spurði hún. _,Já“. Þau gátu ekki ekið alveg að hús inu, svo að þau skildu bifreiðina eftir. Morrison gekk alltaf einu skrefi á eftir Helen. Hún hafði a r i ú á 1) „Sael, Sússanna. Ertu að Ég er að elta þig. Manstu ekki Sússanna. Kom bara hingað til 3) Á meðan eltir Andi Vask fara eitthvað?" „Saall, Markús. eftir því?“ 3) „Ég er ekki að íara neitt, að fá mér ferskt loft“. inn i skóginn. eitthvert hugboð um það, að hann hefði minni áhuga á rústunum en fótleggjunum á henni. Hún sýndi honum rústiinar af síðasta verustað foringjans. „Endalok valdsins og vegsemd- aririnar", sagði hann. Á leiðinni til bifreiðarinnar, staðnæmdiist hann. „Haldið þér að við gefum Þjóð- verjunum of mikið að borða?" spurði hann upp úr eins manns hljóði. SHUtvarpiö Sunnudagur 4. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Auðuns dóm- prófastur. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). 13,15 Erindi: Hnignun og hrun Rómaveldis; I: Frá þræla haldi til landsetaánauðar (Sverr- ir Kristjánsson sagnfræðingur). 14,00 Miðdegistónleikar (plötur), 15,00 Sunnudagssagan: „Barn síng tíma“ etftir Ödön von Horváth, I þýðingu Þorgeirs Þorgeinssonar; VIII. — sögulok. (Erlingur Gísla- son leikari). 15,00 Kaffibíminn. Hafliði Jónsson og félagar han« leika, o. fl. 16,30 Hljómsveit Ríkis- útvarpsins leikur. Stjórnandi: — Hans Antolitsch. 17,00 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórs- höfn). 17,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18,30 Endur tekið efni. 20,20 „Allri rödd fegra": Ljóð eftir Jónas Hall- grímsson bg ný lög við þau, verft- launuð úr afmælissjóði úbvarpg- ins. a) Ávarp (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). — b) Kvæðalestur (Óskar Halldórsson kennari). c) Lög eftir Sigurð Þórðarson, Hallgrím Helgason, Jón Leifs, Jón Ásgeirsson og Sk úla Halldórsson. — Flytjendur: Sig- urveig Hjaltested, Þuríður Pálg- dóttir, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Karlakór Reykjavíkur, Þjóðleikhúskórinn og hl jómsveit Kíkisútvarpsins. Stjórnandur: Sig urður Þórðarson, Róbert A. Ottóg- son og Hans Antolitsch. Píanóleik ari: Fritz Weissihappel. 21,20 1 ár- daga: Dagskrá úr Eddukvæðuni, búin ti.l flutnings af Einari Öl. Sveinssyni prófessor. (Áður flutt 18. des. 1955). Lesarar: Herdig Þorvaldsdóttir, Lárus Pálsson, Einar Ól. Sveinsson og Andrés Björnsson. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Máriudagur 5. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Búnaðarþáttur: Vinnubrögð (Haraldur Árnason ráðunautur). 18.30 Tónlist fyrir börn: Frá jóla- söngvum barnakórs Laugarnes- skólans í Reykjavík. Söngs-tjóri: Kristján Sigtryggsson. — 18,50 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 19,05 Þingfréttir. Tónl-eikar. 20.30 Einsöngur: Thyge Thyge- sen kammersön.gvari frá Dan- mörku syngur dönsk lög; Fritz Weisshappel leikur undir á páanó. 20,50 Um daginn og veginn (Vil- hjál-mur S. Viíhjálmsson rithöf.). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,25 Útvarpssagan: ,,Útnesjamenn“; XXI. (Séra Jón Thorarensen). 22 10 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.30 Kammertónl-eikar (plötur). 23.15 Dagskrárlok. HÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.