Morgunblaðið - 04.01.1959, Síða 19
Sunnudaerur 4 ian. 1959
M0KGTJNTÍT4Ð1Ð
19
Verzlunarskóli Islanas
fœr aukið húsrými
LENGI hefur verið þröngt um
Verzlunarskóla íslands í gamla
skólahúsinu við Grundarstíg. f
framtíðinni mun nýju skólahúsi
ætlaður staður á Háaleiti, en þörf
in fyrir aukið húsrými nú þegar
er svo brýn, að ákveðið hefur
verið að reisa viðbótarhúsnæði
á ióð skólans, við Þingholts-
strætið, og verður því hægt að
nota það ásamt gamla húsinu.
Teiknað hefur verið skólahús og
fjárfestingarleyfi fyrir byrjunar
framkvæmdum fékkst síðastliðið
sumar.
Fyrsti áfanginn í byggingarmál
unum verður tvær hæðir og kjall
ari, en fullbyggt verður húsið
fjórar hæðir. Á fyrstu hæð verð-
ur samkomusalur, þar sem hægt
verður að sýna kvikmyndir og
skuggamyndir, á annarri hæð
verða fjórar kennslustofur og í
kjallara er gert ráð fyrir fatá-
hengjum, geymslum og veitinga-
sal, þar sem nemendur geta m.a.
neytt nestispakka sinna.
Þegar þessi hluti byggingarinn-
ar er fenginn, mun verða hægt
að taka við 100 nemendum í við-
bót við þá, sem nú stunda þar
nám. Veitir ekki af auknu hús-
rými, sem bezt sést á því að
undanfarin ár hafa um tvö hundr
uð unglingar gengið undir inn-
tökupróf árlega, en aðeins er
hægt að taka við um 60—70 nýj-
um nemendum.
Lélegar pósfsamgöngur
við Mývafnssveit
Grímsstöðum,
við Mývatn, 27. des.
TÍÐARFARIÐ fór að versna, þeg-
ar kom fram í desembermánuð.
Setti þá niður allmikinn snjó
svo þung færð var orðin á flestum
vegum, og víða var að verða
ófært öllum bílum. Treglega hef-
ur því gengið að koma jólapósti
áleiðis. Nýjustu blöð, sem hingað
hafa borizt frá Reykjavík, eru
frá 16. þ. m. Á Þorláksmessu kom
hlákubloti, sem hefir haldizt síð-
an, og hafa því vegir víðast orð-
ið sæmilega færir.
Annars bregður okkur Mývetn-
ingum ekki við tregar póstgöng-
ur. Síðastliðið sumar fór áætl-
unarbíll daglega frá Akureyri til
Mývatnssveitar. Með honum var
pósturinn ekki sendur frá Akur-
eyri, heldur var hann látinn fara
til Húsavíkur og þaðan aðeins
tvisvar í viku til Mývatnssveit-
ar. Það eru þó þrjár áætiunar-
ferðic í hverri viku milli Húsa-
víkur og Mývatnssveitar, en það
er víst talið nægilegt fyrir okkur
að fá póstinn tvisvar í viku. Þetta
fyrirkomulag er okkur með öllu
óskiljanlegt og oft mjög óþægi-
legt. Eins og kunnugt er, dvelst
fjc'Jdi af ferðamönnum hér í sveit
inni yfir sumarir énuðina. bæði
innlendir og fjöldi af útlend-
ingum. Mikið af bréfapósti er
sent til þessara ferðamanna á
hótelin, en oft eru viðtakendur
farnir, þegar pósturinn að lok-
um berst hingað.
Góður afli hjá
Isafjarðarbátum
ÍSAFIRÐI, 3. janúar: — fsafjarð-
arbátar hafa róið i gær og í dag
og hefur afli þeirra verið sæmi-
legur. Áhafnir bátanna eru hinar
sömu og verið hafa síðan í byrj-
un nóvember, en Alþýðusamband
Vestfjarða veitti leyfi til að bát-
arnir reru nú eftir áramótin og
fengju sjómenn sömu kjör og
samið verður um. Undanfarið
hafa fsafarðarbátarnir aflað
mjög vel, einkum út af Kögrinu,
en afli togara fyrir vestan hef-
ur hins vegar verið mjög lélegur.
Gæftir hafa ekki verið góðar.
Togarinn Svalbakur kom hing-
að inn í gær með slasaðan mann.
Hafði hann fengið blokk í höf-
uðið, en var talinn úr allri hættu
í dag. f gærkvöldi kom togarinn
Elliði hingað með mann, sem
hafði skaddazt mjög mikið á
hendi, er topprúlla losnaði í gálga
togarans.
Gamlárskvöld var mjög rólegt
hér á ísafirði. Norð autsan-þræs-
ingur var á og kalt, enda var
fó!k lítið úti við. Fjorar brennur
loguðu fyrir ofan bæinn, ein í
Skutulsfirði og Oin i Hnífsdal.
J.P.H.
LC»VfK GIZURARSON
héraðsclóinslögmaður.
Klapparstíg 29. — Sími 17677.
Hlýindin, sem voru hér fram
í nóvemberlok, höfðu þau áhrif
á trjágróður, að reyniviður var
á sumum stöðum kominn að því
að laufgast á ný. Víða sá á græna
brodda laufblaðanna sem ætluðu
að fara að brjótast út í dagsljósið.
Sama er að segja um birkið. Hætt
er við að þetta hafi slæmar af-
leiðingar fyrir trén í vetur. Sama
sagan er um annan gróður. f Vog-
um sáust útsprungnir túnfíflar
27. nóvember. Þetta er mjög fá-
gætt hér um slóðir. Þess er rétt
að geta, að í túnihu í Vogum er
dálítill jarðhiti.
Komst undan hákarli
eftir 16 tíma sund
Lourenco Maroques,
Mósambík, 3. jan. Reuter.
SKIPBROTSMAÐUR frá Suð-
ur-Afríku sagði frá þvi i dag,
hvernig hann reif sig lausan úr
skolti risahákarls eftir 16 tíma
sund, og komst á land með blóðið
fossandi úr opnu sári á kviðn-
um.
Eric Sutti, 33 ára gamall og
tveggja barna faðir, sagði frá
raunum sínum í sjúkrarúmi, en
þar er verið að gera að sárum
hans á kviði og fótleggjum. Hann
kvaðst hafa farið á fiskveiðar
með vini sínum, 26 ára gömlum,
Peter Murray að nafni, en þeir
eiga báðir heima í Jóhannesborg.
Þeir fóru til veiða á nýársdag,
en bát þeirra hvolfdi. Báðir voru
þeir með björgunarbelti og
reyndu að ná landi. Sól var að
setjast og þeir héldust í hendur
meðan þeir syntu, en í dögun
komust þeir að raun um, að þá
hafði borið af leið og voru komn-
ir á slóðir, þar sem mikið er um
hákarla.
„Eins og hundur með rot(u“
Þeir náðu sandrifi og þar skildi
Sutti vin sinn eftir, en hann var
þá þrotinn að kröftum. Sutti
reyndi að synda til lands, rúm-
lega 6 kílómetra leið. Aðeins
spölkorn frá ströndinni réðst að
honum hákarl, sem þegar tætti
af honum fötin og reif gat á
kvið hans. „Hann skók mig eins
og hundur skekur rottu", sagði
Sutti. Hann barðist um á hæl og
hnakka, og skyndilega synti
hákarlinn aftur til hafs og kom
ekki aftur. Sutti neytti síðustu
krafta til að komast í land og
hélt með báðum höndum fyrir
blæðandi kviðsárið. Hann óttaðist
að aðrir hákarlar mundu koma
á vettvang þegar þeir fyndu blóð
þefinn.
Sextán tímum eftir að bátnum
hvolfdi staulaðist hann loks á
land og gekk tæpa tvo kílómetra
til flotastöðvar, þar sem hann
var settur í flugvél og honum
flogið til sjúkrahússins í Lour*
enco Marques.
Félaginn horfinrt
Leitað var með fiugvélum og
bátum að Murray félaga hans, en
hann hefur ekki fundizt ennþá,
og er óttazt að hann hafi drukkn
að.
Hákarlar hafa orðið æ skæðari
við strendur Suður-Afríku síð-
ustu árin, og stofnað lífi margra
fiskimanna og sundmanna í
hættu. A. m. k. fimm manns hafa
orðið þeim að bráð undanfarið
ár. Margt hefur verið gert til að
bægja þeim frá landi, m.a. hefur
verið beitt vélbyssum og djúp-
sprengjum gegn þeim.
Cóðir gripir vígðir í
kirkju Óháða safnaðar-
á jóladag
ins
Á JÓLADAG var vígt nýtt altari,
nýr prédikunarstóll og nýr skírn-
arfontur í kirkju Óháða safnaðar-
ins í Reykjavík. Fyrir jólin var
einnig gengið frá lýsingu í kirkj-
unni og er hún nú langt komin.
Er gert ráð fyrir að hún verði
vígð í vor.
Fyrir messu á jóladag afhenti
Jón Árnason skírnarfontinn fyrir
hönd Bræðralags safnaðarins og
Ekki hnífstunga
L. STORR ræðismaður hefur
komið að máli við Mbl. vegna
fréttar um að í ölæði hafi komið
til átaka milli tveggja manna í
námubænum í Meistaravík. Var
Svíi fluttur þaðan í sjúkrahúsið
á Keflavíkurflugvelli eftir að
hann hafði verið illa særður
vegna hnífsstungu, að því er
fregnir hermdu.
L. Storr ræðismaður segir þess-
ar fregnir hafa verið orðum aukn
ar og það svo, að hinn sænski
maður hafi alls ekki verið særð-
ur með hnífsstungu. Aftur á móti
hafði hann meiðzt innvortis
vegna hnefahöggs, en afleiðing-
ar þess komu ekki fram fyrr en
á næsta degi. Storr ræðismaður
sagði Svíann vera á góðum bata-
vegi og myndi hann brátt fara
af hinum bandaríska herspítala.
Kvaðst Storr sjálfur hafa átt
ýtarlegar viðræður við báða
mennina, þann særða og þann
sem sló.
formaður safnaðarins, Andrés
Andrésson veitti gjöfinni viðtöku.
Skírnarfontinn gerði Ásmundur
Sveinsson, myndhöggvari, og var
hann vígður með því að safnað-
arprestur skírði þrjú börn upp úr
honum.
Hinn nýja prédikunarstól smíð-
aði Björn Þorsteinsson, trésmíða
meistari, sem einnig gaf kirkj-
unni stólinn.
Sr. Emil Björnsson prédikaði
og þakkaði hann þessar rausnar-
legu gjafir. Fjöldi manns var við
jólamessuna og var kirkjan full-
skipuð.
14. eða 15. f ebrúar?
f GÆR birtist hér í blaðinu frétt
um landsleiki fslands í hand-
knattleik gegn Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð. Var frétt þessi
tekin upp úr Ekstrabladet i Kaup
mannahöfn.
Handknattleikssambandið upp-
lýsir nú að frétt þessi sé eigi rétt
nema að því leyti, að landsleik-
urinn við Norðmenn fari fram
10. febrúar í Oslo og landsleikur
við Dani fari fram 12. febrúar í
Helsingör. Síðan sagði Ekstra-
bladet að iandsleikurinn við Svía
verði í Boras hinn 15. febr. HSÍ
upplýsir að það sé ekki endan-
lega ákveðið. Vilja íslendingar
að leikur þessi fari fram 14. febr.
Mun þetta standa í samningum nú
— en skylt er að sjálfsögðu að
hafa það sem sannara reynist og
leiðréttist þetta hér með.
Lokað
vegna jarðarfarar mánudaginn
5. janúar 1959.
Borgarþvottahúsið h.f.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
GUÐRtJN KRISTÓFERSDÖTTIR
Hverfisgötu 76B lézt í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
föstudaginn 2. janúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Synir, tengdadætur og bamabörn.
Maðurinn minn
GRfMUR GRfMSSON
Bragagötu 36, andaðist föstudaginn 2. janúar.
Jarðarförin ákveðin síðar.
- Guðrún Guðbjartsdóttir.
Útför eiginkonu minnar og móður okkar
ARNBJARGAR SIGMUNDSDÓTTUR
sem andaðist þann 27. des., fer fram þ-riðjudaginn 6. jan.
kl. 10,30 árdegis frá Fossvogskirkju.
Athöfninni verður útvarpað.
Daníel Daníelsson,
Jóna Olsen, Magnús Daníelsson,
Páll Daníelsson.
Faðir okkar
KARL ANDRES JÓHANNESSON
er andaðist í Elliheimilinu Grund 29. des. verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. jan. kl. 1,30.
Klara Karlsdóttir, Auðun Karlsson,
Valborg Karlsdóttir, Jón Karlsson.
Maðurinn minn
INGI BJARNASON
efnaverkfraiðingur, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 10,30.
Blóm eru afþökkuð, en bent á Barnaspítalasjóð Hrings-
ins.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Steinunn Bjarnason.
Maðurinn minn og faðir okkar
ÓLAFUR ELfSSON
forstjóri, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 6. jan. n.k. kl. 2 e.h.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð.
Gyða Björasdóttir og börn
Útför fósturföður míns
JÓHANNESAR HJARTARSONAR
fyrrum skipstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 6. janúar kl. 1,30.
Ásta Jónsdóttir.
Alúðarþakkir flytjum við öllum þeim, sem aðstoðuðu
okkur og vottuðu okkur samúð vegna andláts og jarðar-
farar sonar okkar og bróður
VÉSTEINS
Valborg Ólafsdóttir,
Gísli Guðmundsson og böra,
Kópavogsbraut 37.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför móðúr og fósturmóður okkar
ÓLAFAR BALDVINSDÓTTUR
Sérstaklega viljum við þakka Eskfirðingum. nær og
fjær, ógleymanlega aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
Elín Jónsdóttir,
Brynja Þórðardóttir.