Morgunblaðið - 16.01.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.1959, Qupperneq 2
r é MORCínVRLAÐIÐ Föstudagur 16. jan. 1959 Heilladrjúgt spor stigið er Reykja- víkurbær tók að sér brunatrygg- ingar á fasteignum bæjarins Frá umræbum á bæjarstjórnarfundi i gær FUNDUR var settur í bæjar- stjórn Reykjavíkur kl. 17 í gær. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins var ekki mættur og var því gengið að afgreiðslu mála með eðlilegum hætti. Var lokið af- greiðslu fimm fyrstu dagskrár- málanna, er Þórður Björnsson gekk inn í salinn með úttroðna skjalatösku að vanda. Kvaddi hann sér óðara hljóðs um það mál, sem var til umræðu, en það var fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar. Hafði á þeim fundi bæj- arráðs verið lagt fram að nýju og rætt, frumvarp um réttindi og skyldur fastra starfsmanna bæjarins. — Kvaðst Þórður vilja mega vænta þess af bæjarráði, að það hraðaði þessu máli. Þá skýrði Þórður Björnsson frá því, að hann hefði hugsað sér að víkja nokkuð að máli, sem væri í fundargerð bæjarráðs frá 27. desember, en sú fundar- gerð hefði verið samþykkt áður en hann kom á fundinn. Það var fyrsti liður þessarar fundargerð- ar, sem Þórður óskaði að taka til máls um, en sá liður er á þessa leið: Úr fundargerð bæjarráðs Lögð fram að nýju greinargerð borgarlögmanns og bæjarhag- fræðings, dags. 20. þ. m., um at- huganir á tilboðum, er bárust í brunatryggingar bæjarins, svo og frekari samanburður á tilboð- unum. Ennfremur lagt fram bréf frá borgarstjóra, dags. 22. þ. m., til Húseigendafélags Reykjavíkur, svo og bréf félagsins, dags. 22. þ. m., þar sem skýrt er frá álykt- un félagsstjórnarinnar um mál- ið. Bæjarráð ákveður, skv. umboði bæjarstjórnarinnar, með 5 sam- hljóða atkv.: a ð hafa áfram með höndum ^ starfrækslu og framkvæmda stjórn trygginganna a ð lækka brunatryggingarið- gjöld um 15% a ð breyta endurtryggingar- ákvæðum úr 1.25%. í 1.00%. af tryggingarfjárhæð að gera á ný endurtryggingar- samning við félagið Isl. Endurtryggingu, skv. til- boði þess, dags. 8. þ. m. Samtímis því að taka þessa ákvörðun, lýsir bæjarráð ánægju sinni yfir mörgum öðrum hag- stæðum tilboðum og þakkar þau. Bæjarráð teiur enn fremur rétt í þessu sambandi að vísa til ályktunar frá 18. þ. m., um að verja fé úr Húsatryggingar- sjóði bæjarins til eflingar bruna- vörnum og ítrekar fyrri sam- þykktir um, að þeirri stefnu beri að fylgja eftir föngum, enda stað- fest með tilboðunum, að af efld um og bættum varúðarráðstöf- unum má jafnan vænta hagstæð- ari tryggingarkjara, sem leiða síðan með eðlilegum hætti til lækkandi tryggingariðgjalda. Illu bezt aflokið Óskaði Þórður Björnsson þess við forseta bæjarstjórnar að Dagskrá Al/jingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venju- legum tíma. Á dagskrá efri deild ar er eitt mál. Dýralæknar, frv. — 3. umr. Tvö mál eru á dagskrá neðri deildar. 1. Skipulagning samgangna. — 2. umr. 2. Bæjarstjórn í Hafnarfirði, frv. — 1. umr. /Ef deildin leyfir/. hann leitaði eftir samþykki bæj- arfulltrúa um að hefja umraeð- ur um brunatryggingamál. — Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, kvaddi sér hljóðs og sagði að bæjarfulltrúum hefði viljað til það óhapp, að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hefði kom- ið of seint á fundinn og því hefði þeir misst af ræðu, sem hann hefði búið sig undir að flytja. Hvort tveggja væri, að hann vissi, að það félli bæjarfulltrú- anum illa, að brenna inni með ræðu, og eins hefði hann það í hendi sinni, að fá þetta mál tek- ið á dagskrá næsta fundar, og kvaðst borgarstjóri því fyrir sitt leyti vilja leggja til, að Þórði yrði veitt leyfi til að flytja þessa ræðu strax, enda væri það sín skoðun, að illu væri bezt aflokið. AUt hnitmiðað Var nú ósk Þórðar borin und- ir bæjarfulltrúa og samþykkt að leyfa honum að flytja eftirmæli eftir það mál, sem þegar hafði verið samþykkt í bæjarstjórn- inni.. Flutti Þórður Björnsson nú ræðu sína. Gat hann þess í upp- hafi, að hann ætlaði aðeins að tala stutt, enda reyndist það sannmæli, því ræðan tók ekki einu sinni klukkutíma. Þórður er ásjálegur maður í ræðustól, allt virðist hnitmiðað, sem hann setur fram, jafnvel „mimik“ og handahreyfingar. Ræðan fjallaði um brunatrygg- ingar og gagnrýndi Þórður það, sem gert hefur verið í þeim mál- um á vegum bæjarins. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, tók til máls að ræðu Þórð- ar lokinni. Sagði hann, að Þórð- ur hefði rakið gang mála frá sínu sjónarmiði, og væri ástæðu- laust að fara um mál hans mörg- um orðum. Þó oft væri ágrein- ingur í bæjarstjórninni mundu allir bæjarfulltrúar á einu máli um fyrirkomulag brunatrygging- anna, að undanteknum Þórði Björnssyni einum. Áhættulaust fyrir bæinn Borgarstjóri gat þess, að áður en brunatryggingalögin frá 1954 hefðu verið sett, hefðu bruna- tryggingar bæjarins verið boðn- ar út á fimm ára fresti. Áður en síðasta tryggingatímabil rann út, árið 1954, hefði verið rætt um, hvort ekki ætti að breyta tryggingafyrirkomulaginu. Hefði þá bezta skipanin verið talin sú, að bærinn tæki tryggingarnar í sínar hendur, en endurtryggði síðan svo fyrirtækið væri áhættu laust fyrir bæjarfélagið. Þórður Björnsson hefði hins vegar gefið í skyn, að bærinn hefði tekið brunatryggingarnar í sínar hend-, ur til að komast hjá að taka til- boði Samvinnutrygginga. Borgarstjóri vék nokkuð að þeim akk, sem væri í því að hafa tryggingarnar í höndum bæjarfé- lagsins. Það væri handhægt og sparaði mikið fé, að innheimta brunatryggingagjöld um leið og fasteignagjöld og vatnsskatt, en nú eru öll þessi gjöld innheimt í einu lagi. Þetta væri hreint ekki áhættufyrirtæki eins og nið- urstöður síðustu ára sýndu. — Heildarupphæð húsatrygging- anna í ár næmu 6,400 milljónum, en iðgjöld um það bil 6,4 millj. Nú hefði það verið ákveðið, að bærinn semdi við lægstbjóðanda um endurtryggingu, ef bruna- tjón færi fram úr 1%». Áhætta bæjarins væri því um það bil 6,4 milljónir eða svipað og ið- gjöldin næmu. Nú hefði það sýnt sig, að brunatjón hefði ekki far- ið yfir 2 millj. á ári síðustu fimm árin og reynsla lengra aftur sýndi svipaðar tölur. Brunavarnir styrktar með hagnaði af brunatryggingum en ekki útsvarsálögum Borgarstjóri kvað það margra álit, m. a. sitt, að það væri eðli- legt ,að brunatryggingar bæjar- ins stæðu að einhverju leyti undir brunavörnum í bænum. Væri það augljóst mál, að þetta væri bæði bænum og öllum hús- eigendum í bænum til mikils hagræðis. Nú lægi fyrir í sam- bandi við brunavarnir að kaupa tæki og reisa nýja slökkvistöð. Eftir þeim leiðum, sem Þórður Björnsson hefði lagt til, yrði að taka fé til þessara framkvæmda með hækkuðum útsvörum. Varp- aði borgarstjóri fram þeirri spurn ingu, hvort menn myndu heldur vilja, að hagnaður af brunatrygg ingunum stæði undir brunavörn- unum eða fé til þeirra væri tek- ið með auknum útsvarsálögum. Að lokum kvaðst hann sann- færður um, að það hefði verið rétt og hagkvæmt spor, sem bæj- arstjórnin hefði stigið árið 1954, er ákveðið var að bærinn tæki að sér brunatryggingarnar. Er borgarstjóri hafði lokið máli sínu, sagði Magnús Ást- marsson nokkur orð og einnig Þórður Björnsson. Ekki urðu um- ræður um fleiri mál á fundinum og lauk honum um kl. 19. Tók afgreiðsla þeirra mála, sem fyrir lágu hálfa klukkustund, en ræða Þórðar Björnssonar og umræður um hana tóku hálfa aðra klukku- stund. Ekkert nema stríð hindr- ar framsókn kommún- ismans sagÖi Mikojan fréttamönnum WASHINGTON, 15. jan. NTB- Reuter. — Eisenhower forseti átti í dag viðræður við ýmsa áhrifa- menn um vandamál Þýzkalands og væntanlegan fund sinn við Mikojan varaforsætisráðherra Sovétríkjanna. Grundvölbur þessa fundar verður lagður á morgun, þegar Mikojan ræðir við Dulles utanríkisráðherra. Mikojan átti í dag fund við fréttamenn á aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York og svaraði ýmsum spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Hann lýsti stuðningi sínum við ráð- stefnu æðstu manna og kvað slíka ráðstefnu verða að fara fram fyrr eða síðar. Hann kvað yfirlýsingu Dullesar um Þýzkalandsmálin á þriðjudaginn mjög athyglisverða, en hann hefði ekki komið fram með neinar jákvæðar tillögur til lausnar. í sambandi við Þýzka- landsmálin sagði Mikojan, að Sovétríkin væru umkringd banda riskum herstöðvum, og nú væri verið að fá Vestur-Þjóðverjum kjarnavopn, þeirri þjóð sem bandamenn hefðu sigrað í síð- ustu heimsstyrjöld. Þessum kjarn vopnum væri beint gegn fyrrver- andi bandalagsþjóð Bandaríkj- anna, sagði Mikojan. Hann end- urtók áskorun sína um frjálsa samkeppni milli hins kapítalíska og hipg kommúníska heims, og sagði að ekkert nema styrjöld gæti komið í veg fyrir framsókn kommúnismans. Fyrr í dag átti Mikojan við- ræður við Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Þrjú ný dýralœknisum- dœmi verði stofnuð Engir dýralœknar í þau að sér FUNDUR var settur í sameinuðu Alþingi kl. 1,30 í gær. Á dagskrá var eitt mál, hvort leyfa skyldi fyrirspurnir frá Jóhanni Þ. Jósefs syni til ríkisstjórnarinnar. Var það samþykkt samhljóða. Að loknum fundi í sameinuðu þingi voru settir fundir í báðum deildum. Á dagskrá efri deildar var eitt mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýralækna. Caitskell de Gaulle PARÍS, 15. jan. NTB-Reuter. — Hugh Gaitskell, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, átti í dag hálfrar annarrar stundar viðræð- ur við de Gaulle forseta Frakk- lands. Þeir ræddu ýmis alþjóðleg vandamál. Fundur þessi var hald inn með mikilli leynd, en eftir hann sagði Gaitskell fréttamönn- um, hvað borið hefði á góma. Hann sagði að þeir hefðu rætt Alsírvandamálið, samband aust- urs og vesturs og afstöðu Atlants hafsbandalagsins til kjarnorku- varna. Efnahagsmál hefðu alls ekki borið á góma, sagði hann. Á fundinum var de Gaulle ein- samall, en í fylgd með Gaitskell var brezki sendiherrann í París, rœðir við sir Gladwin Jebb. Það er haft fyrir satt, að Gaitskell hafi beðið um fundinn við de Gaulle, en hins vegar er litið svo á, að með já- kvæðum viðbrögðum sínum hafi de Gaulle látið í Ijós virðingu sína flyrir brezka Verkamanna- flokknum. Fyrr í vikunni átti GaitskeU viðræður við franska utanríkis- ráðherrann, og ræddu þeir m. a. efnahagsvandamálin. Óhemju atvinna við fisk á Akranesi AKRANESI, 15. jan. — Tíu línu- bátar voru á sjó héðan í dag. Afli þeirra var 4—9 tonn á bát. Heildarafli 12 báta í gær var 75 tonn. Reknetjabáturinn Svanur byrjaði að draga netin kl. 7 í morgun. Fékk hann 40 tunnur og kom ekki inn með þær. Óhemju atvinna er við fiskinn unnið í öllum frystihúsum hér, og mikill hörgull á fólki. 15 fíl- efldir skólasr«inar úr gagnfræða- skólanum fengu leyfi til þess að ganga í orrustuna á hafnargarðin- um við að losa togarana. Unnu þeir hér um bil nótt og dag og hljóta góðan skilding að laun- um. Hið gamalkunna sanddæluskip Sansu kom hingað kl. 4,30 e.h. í dag, lá við akkeri úti fyrir þang- að tii kl. 6,30, að það renndi að sementsbry ggj unnL — Oddur. Tregur afli KEFLAVÍK, 15. jan. — Mjög tregur afli er enn hjá bátum. 28 bátar voru á sjó í dag og var afli þeirra almennt frá 5—7 lestir. Hæstur var Gunnar Hámundar- son með 8% lest. Afli var svipað- ur í gær og þá var Gunnar Há- mundarson einnig hæstur með 8 lestir. — Ingvar. Ráðstefna DAKAR, 15. jan. Reuter. — í dag hófst í Dakar í Vestur-Afríku ráð stefna frönsku nýlendnanna fjög- urra í Afríku, sem ákváðu að verða áfram í franska ríkinu. Á þessari ráðstefnu verður gengið frá stofnun bandalags þessara landsvæða, sem eiga að mynda eina heild í franska ríkjasamband inu. 9 Vinningar í Happ- drættisláni ríkis- sjoðs í GÆRKVÖLDI var dregið í B-flokki Happdrættisláns ríkis- sjóðs og komu vinningar á þessi númer: 75.000 kr. á 79220, 40.000 kr. á 59288, 15.000 kr. á 99526 og 10.000 kr. á þessi þrjú númer 12012, 114333 og 145099. (Birt án ábyrgðar). landinu til að faka Var það til 2. umr. Hafði land- búnaðarnefnd efri deildar gert allmiklar breytingar við frum- varpið. Fól það í upphafi aðeins í sér, að stofnað yrði eitt nýtt dýralæknisembætti og skyldi sá dýralæknir staðsettur á Horna- firði, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. í þeim breytingartillögum, sem landbún- aðarnefnd efri deildar gerði við frumvarpið, er lagt til að stofn- uð verði þrjú ný dýralæknisum- dæmi. 1. Austur-Skaftafellssýsluum- dæmi, er nái yfir Austur-Skafta- fellssýslu og Suður-Múlasýslu sunnan Breiðdalsheiðar. 2. Vest- ur-Skaftafellssýsluumdæmi, er nái yfir Vestur-Skaftafellssýslu alla og Austur-Eyjafjallahrepp í Rangárvallasýslu. 3. Barða- strandarumdæmi, er nái yfir Vest ur-Barðastrandarsýslu alla, Auð- kúlu-, Þingeyrar- og Mýrahrepp í V-ísafjarðarsýslu, en Múla- og Flateyjarhrepp í Austur-Barða- strandarsýslu falli undir Dalaum- dæmi. í nefndaráliti landbúnaðar- nefndar segir, að þessi breyting muni ekki baka ríkissjóði útgjöld í bráð, þar eð engir dýralæknar séu til í landinu til að taka við þessum embættum. Er þáð fyrst seint á árinu 1959, sem fyrsti fs- lendingurinn af þeim, sem eru við nám í dýralækningum, lýkur prófi. Hins vegar telur nefndin, að gott Sé, að láta þá, sem við nám eru, sjá, að verkefni bíða þeirra að loknu námi. Breytingartillögur landbúnaðar nefndar voru samþykktar og frumvarpinu svo breyttu vísað til 3. umræðu í deildinni. Á dagskrá neðri deildar voru tvö mál. Var annað tekið af dag- skrá, en umræðum um hitt varð ekki lokið. Var það frumvarpið um breytingu á lögum um Búnað- armálasjóð, sem enn lengdi mál þingmanna, en þær umræður verða birtar í heild í blaðinu þeg- ar þeim verður lokið. Fundi frestað í Genf GENF, 15. jan. Reuter. — Þrí- veldin, sem sitja ráðstefnuna í Genf um bann við tilraunum með kjarnavopn, ákváðu í dag að fresta fundi um einn sólarhring, þar sem brezka og bandaríska sendinefndin báðu um meiri tíma „til undirbúnings". Rússneski fulltrúinn, sem var í forsæti í dag, samþykkti beiðni brezka og banadríska fulltrúans, og verður því 37. fundur ráðstefn unnar haldinn á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.