Morgunblaðið - 16.01.1959, Side 3

Morgunblaðið - 16.01.1959, Side 3
Föstudagur 16. jan. 1959 MORGTJNBLAÐIÐ 3 Kommúnistar geta ekki rætt landhelgismálið grípa til rogs og án Jbess að blekkinga Eindæma heimskulegar árásir Þjóð- viljans á Ólaf Thors og Sjálfstæðis- flokkinn tJÓÐVILJINN ræðst í gær á Ólaf Thors, formann Sjálfstæðis- flokksins með offorsi út af því að Sjálfsíæðisflokkurinn bar fram tillögu um það á sínum tíma að Bretar yrðu kærðir fyr- ir Atlantshafsbandalaginu, vegna herhlaups þeirra á Islandsmiðum. Er þessi árás kommúnista gerð af því tilefni, að í fyrradag var rædd á Alþingi tillaga Ólafs Thors um að islenzkum skipum skuli einnig bannaðar allar tog- veiðar innan hinna nýju fisk- veiðitakmarka. Gamalt rógsmál Kommúnistar hafa hér enn tekið upp gamalt rógsmál á hend- ur Sjálfstæðisflokknum og for- manni hans. „Þjóðviljinn“ hefur dylgjað um það mánuð eftir mánuð, að Sjálfstæðismenn gengu erinda Breta með kröfu sinni um að þeir yrðu kærðir fyrir Atlantshafsbandalaginu. Er hér um furðulega heimskulegan málflutning að ræða af hálfu kommúnista. Enginn viti borinn íslendingur trúir því, að krafa Sjálfstæðisflokksins um að Bret- ar verði kærðir fyrir NATO og þess krafizt að samtökin hindri ofbeldi þeirra við strendur ís- lands, sé fram komin til þess að þóknast brezkum stjórnvöld- um. Þvert á móti sjá allir að hér eru hagsmunir íslands fyrst og fremst hafðir fyrir augum. Fyrir Sjálfstæðismönnum vakti að koma í veg fyrir, að Bretar beittu vopnavaldi á íslandsmiðum. Lúðvík tók undir tillögu Sjálfstæðisflokksins Sannleikurjnn er líka sá, að hinn 23. desember sl. datt það upp úr Lúðvík Jósefssyni í grein í Þjóðviljanum að Atlantshafs- bandalagið hefði átt að fyrir- skipa Bretum að hætta ofbeldis- aðgerðum sínum hér við land. Komst Lúðvík Jósefsson þá m. a. að orði á þessa leið: „Það er aðeins eitt, sem At- lantshafsbandalagið getur gert og hefði átt að gera ótilkvatt fyrir 4 mánuðum síðan: Að fyrirskipa Bretum að hætta þegar í stað ofbeldisaðgerðum sínum hér við land.“ Hér tekur Lúðvík Jósefsson alveg upp þá kröfu, sem Þjóð- viljinn hefur mest rógborið Sjálfstæðisflokkinn og Ólaf Thors fyrir. Kommúnistablaðið heldur raunar áfram að gera þetta, eftir þessa yfirlýsingu Lúð- víks, því að strax daginn eftir segir Þjóðviljinn m. a. orðrétt: „Með einkennilegum hætti hef- ur orðið samferða hér heima her- ferð Ólafs Thors og Sjálfstæðis- flokksins um, að íslendingar ættu að leita halds og trausts fyrir hernaðarárás Breta, einmitt í þessum sömu samtökum" — þ. e. a. s. Atlantshafsbandalag- inu, sem Lúðvík Jósefsson krafð- ist af daginn áður „að fyrirskip- uðu Bretum að hætta þegar í stað ofbeldisaðgerðum". Það sem Lúðvík heimtar 23. desember, er notað til ófrægingar á hendur Sjálfstæðisflokknum og Ólafi Thors! í gær endurtekur svo komm- únistablaðið enn svívirðingar sín- ar um Ólaf Thors fyrir að hafa flutt tillögu um, að Atlantshafs- bandalagið hindraði hernaðarað- gerðir Breta við íslandsstrendur. Ekki farsæl vinnubrögð Þetta eru vissulega ekki farsæl vinnubrögð í miklu velferðar- máli, þar sem mikið veltur á þjóðareiningu. Er þetta enn ein sönnun þess, hvílík óheilindi og ósannsögli hafa mótað öll skrif Þjóðviljans um landhelgi^mólið. Til þess er vissulega eng- in ástæða að fara að rökræða þá firru Lúðvíks Jósefssonar og Karls Guðjónssonar að það myndi spilla málstað íslands út á við, ef íslenzkum togveiðiskip- um yrði algerlega bannað að stunda togveiðar innan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna. Miklum meirihluta íslendinga er það áreiðanlega ljóst, að með því að samþykkja tillögu Ólafs 'rors sýndu íslendingar um- heiminum á ótvíræðan hátt, að þeir eru reiðubúnir að færa fórnir til þess að vernda fiski- Presley lifir enn BONN 14. jan. — Talsmaður Bandaríkjahers í V-Þýzkalandi kvaddi blaðamenn á fund sinn í dag til þess að skýra frá því, að fregnir um að rokkstjarnan Elvis* Presley, sem gegnir nú her þjónustu í Þýzkalandi, hefði far- izt í flugslysi, væru staðlausir staf ir. í morgun barst fregnin út eftir að þyrilvængja frá hernum fórst í snjóstormi. Var Presley syrgður mjög, því að hann á marga að- dáendur meðal æskunnar i Þýzka landi sem annars staðar. En Pres- ley lifir enn, sagði talsmaður hers mið sín. Enda þótt íslenzkum tog- veiðiskipum væru með öllu bann- aðar veiðar innan 12 mílna tak markanna, þyrfti það heldur ekki að binda hendur okkar til langframa. Á það má að lokum benda, að það sýnir ábyrgðarleysi komm únista, að þeir skuli ekki geta rætt landhelgismálið í heild eða einstakar tillögur sem snerta það, án þess að grípa til rógs og blekk- inga. Slíkur málflutningur mun áreiðanlega eklti auka trú þjóð- arinnar á vilja kommúnista til þess að bera hinn íslenzka mál- stað í landhelgismálinu fram til sigurs. Ungur sjómaður í aðgerð. — Sjá nánar í grein á SUS-síðu (bls 8). — 500,000 kr. vinningur hjá Háskólanum á heilmiða ENN var happdrættishjóli Há- skólahappdrættisins snúið í gær- dag, en þá hófst 26. happdrættis- árið með því að dregnir voru alls 412 vinningar, að upphæð rúmlega ein milljón króna. Af þeirri upphæð voru 500,000 kr. hæsti vinningurinn, og kom hann á heilmiða nr. 38,896, sem seldur var í umboði Guðrúnar Ólafs- dóttur og Jóns St. Arnórssonar hér í Reykjavík. Næst hæsti vinningurinn, 50 þús. krónur, kom á hálfmiða nr. 16,189, sem er í umboðunum á Hofsósi og Siglufirði. 10 þús. kr. vinningar komu á þessa miða: 23568, 40790 og 46712. — 5000 kr. vinningar komu á þessa miða: 933, 4481, 37759. Þá voru veittir alls 4 5000 kr. aukavinnir ' þessum drætti: Á fyrsta miðann, sem út var dreg inn, nr. 3088, á miðana sitt hvoru megin við hæsta vinninginn, nr. 38895 og 38897 og á síðasta mið- ann, sem út var dreginn, nr 40406. Skrifstofustjóri Happdrættis Háskóla Islands, Páll H. Pálsson, skýrði Mbl. svo frá í gær, að enn hefði viðskiptavinum happdrætt- isins fjölgað verulega á þessu nýbyrjaða happdrættisári. Við- bótin, 5000 miðarnir, seldust upp á svipstundu. Er hundraðstala seldra miða nú hærri en nokkru sinni fyrr, eða yfir 95%. Svona þarf þetta líka að vera, svo happdrættið geti staðið í full- um skilum við viðskiptamenn sína, því í ár mun happdrættið greiða alls 16,8 millj. kr. í vinn- ingum til viðskiptamannanna. Sakfelldur í Hæstarétti eftir sýknudóm í undirrétti I HÆSTARETTI er genginn dóm- ur í máli, sem höfðað var gegn Arnþóri Einarssyni Kópavogs- braut 2 í Kópavogi, fyrir að hafa ekið bíl undir áhiifum áfengis. í undirrétti var hinn ákærði sýkn aður af ölluru kröfum ákæru- valdsins. Hæstiréttur var á öðru máli, því hann sakfelldi manninn og dæmdi hann. Sjálfur hafði hann viðurkennt, að hafa neytt áfengis og einnig var það sam- dóma álit vitna, að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Maðurinn hafi neitað að sér væri tekið blóð til rannsóknar. í forsendum dóms Hæstaréttar er aðdragandi máls þessa rakinn og þar segir m. a. á þessa leið: Dómur: Hafþór Guðmundsson, fulltrúi bæjarfógetans i Kópavogi hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir að bifreið sú, sem ákærði ók, hafði lent í árekstri við aðra bifreið á Reykjanesbraut aðfara- nótt 22. september 1957, var ákæroi fluttur á lögreglustöðina í Reykjavík. Kvaðst hann þá ekki vera undir áhrifum áfengis og synjaði þess, að blóðsýnishorn væri ur honum tekið samkvæmt 23. gr. þágildandi bifreiðalaga nr. 23/1941, og var slík rannsókn lát- in undan falla vegna andmæla hans. Þegar rannsóknarlögreglan tók skýrslu af ákærða hinn 23. sept- ember 1957, lýsti hann því í fyrstu, að hann hefði hvorki neytt áfengis á dansskemmtuninni í Silfurtunglinu né heldur um kvöldið, áður en hann fór þangað. Eftir að Haraldur Haraldsson, sem var samferðamaður ákærða á dansskemmtunina, hafði gefið lögreglumönnum skýrslu um á- fengisneyzlu ákærða bæði í Silf- urtunglinu og áður en þangað var farið, breytti ákærði fram- burði sínum á þá leið, að hann hefði drukkið eitt glas af gin- blöndu, áður en hann fór í Silfur- tunglið, og haft með sér þangað ginblöndu í vasafleyg, sem hann hafi neytt af á skemmtuninni. Hafi hann fundið lítils háttar til áfengisáhrifa, en þau hafi verið horfin, er hann tók að aka bifreið inni, enda hafi þá verið liðnar 2—3 klukkustundir, frá því að vasafleygurinn var tæmdur. Þrír lögreglumenn, þeir Eyþór Magnússon, Kristján Jóhannesson og Hellert Jóhannesson, komu é árekstrarstaðinn á Reykjanes- braut, meðan ákærði var þar staddur. Hafa þeir borið vætti um ástand ákærða þá og unnið eið að framburði sínum.. Lýsa þeir því al'ir, að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis, hann hafi verið reikull í spon og áfengislykt af honum. Eyþór og Kristján kveða málfar hans hafa verið óskýrt og Heliert kveður hann hafa verið voteygðan. Hallgnmur Jónsson, sem var varðstjóri á lögreglu- stöðinni, þegar komið var með telji ákærða hafa verið undir áhrifum áfengis, en þó lítið, Ákærði hefur viðurkennt áfengisneyzlu, eins og að framan segir, en neitað því, að honum væri tekið blóð til rannsóknar. Samkvæmt því og með skírskot- um til framangreindra vitna- skýrslna verður að telja sannað, að ákærði hafi ekið bifreið í um- rætt skipti undir áhrifum áfeng- is. Hefur hann með því brotð gegn ákvæðum 1. mgr. 23. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941 sbr. 38. og 39. gr. sömu laga og 2. gr. laga nr. 6/1951 og einnig gegn 2. mgr. 4. gr. sbr. 14. gr. umferðar- laga nr. 24/1941, en framangreind lög voru í gildi, þegar brotið var framið. Síðan hafa lög þessi verið numin úr gildi og varðar brot ákærða nú við 2. mgr. 25. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 sbr. 80. og 81. gr. sömu laga, en þó svo, að samkvæmt 2. gr. laga nr. 19/1940 verða ákærða ekki gerð þyngri viðurlög en orðið hefði eftir hin- um eldri lögum. Þá varðar brot ákærða einnig við 1. mgr. 24. gr. sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/ 1954. Þykir refsing ákærða hæfi- lega ákveðin 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 6 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá þykir og rétt að svipta ákærða ökuleyfi 3 mánuði. Ákæröa ber að g*eiða allan S [\KSTEI Wli „Vakti sársauka‘ Tíminn birti sl. laugardag me3 auðsærri velþóknun hluta úr for- ystugrein Dags. Þar segir m. a.: „Það vakti nckkra furðu og enn fremur sársauka, að Alþýðu- flokkurinn skyldi á þann hátt upphefja hið nána samstarf við Framsóknarflokkinn, sem mynd- að var fyrir siðustu kosning- ar--------- Mun hér sízt ol sterklega að orði komizt um sársauka Fram- sóknarmanna. Sárindin lýsa sér nú daglega í dálkum Tímans. Hann fjölyrðir t. d. í forystu- grein sinni í gær um þau orð Emils Jónssonar, að „óformlegra samstarf milli f!okka“ en Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokks nú „getur varla hugsast". Af þessu tilefni segir Tíminn: Vafalaust er það alveg satt hjá forsætisráðherranum, að eng- ir sérstakir formlegir samningar munu um stjórnarsamstarfið milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins fremur en var milli húsbænda og hjúa í gamla daga“. Hér þarf ekki að fara í graf- götur til hvaða „gömlu daga“ er vitnað og hver var þá húsbóndi og hjú. Hræðslubandalagsdagarn ir og húsbóndaréttur Framsóknar þá falla Tímanum ekki úr minnL Eystein „rekur í rogastanz“ „Sársauki“ Eysteins Jónssonar var svo mikill enn sl. miðviku- dag, þegar hann flutti ræðu í Framsóknarhúsinu, að hann auð- sjáanlega gleymdi því, að hús- bóndavaldi hans yfir Alþýðu- flokknum er lokið. Tíminn hefur eftir honum m. a.: „En hvað rak Alþýðuflokkinn til þess að koma þessari áætlun Sjálfstæðisflokksins fram? Marg- ir eiga erfitt með að skilja það. Með því hafa þeir rofið um- bótabandalagið. Þeir voru væg- ast sagt ekki kosnir á þing til þess að kljúfa það og gera stjórn- arsamstarf við Sjálfstæðisflokk- inn um að leggja niður kjör- dæmin. Þetta eru þvilikar aðfarir, að marga rekur i rogastanz------. Furðulegt er, að menn skuli telja sér leyfilegt að nota umboð sin með þessum hætti“. Hætt er við, að Eystein Jóns- son eigi eftir að reka í rogastanz yfir fleiru en þessu á næstu mán- uðum. Þó að Eysteini þyki það „furðulegt“ þá eru það ótrúlega margir, einnig í hans eigin flokki, sem fagna því, að hús- bóndavaldi hans yfir málefnum þjóðarinnar er nú lokið. ákærða þangað, befur borið það j kostnað sakarinnar í héraði og og staðfest fyrir dómi, að hann fyrir Hæstarétti. Tíminn þegir Þjóðviljinn skýrir í fyrradag frá þeirri rannsókn á viðskipta- háttum Esso, sem Morgunblaðið gat um sl. sunnudag, að sérstak- ur dómari hefði verið settur til að rannsaka. Þjóðviljinn segir m. a.: „Hins vegar kom í ljós fyrir nokkru, að Esso hafði um all langt skeið selt íslenzkum aðil- um--------hernámsbenzín, sem engin opinber gjöld höfðu verið tekin af, og þó að sjálfsögðu á fullu verði. Þegar farið var að rannsaka málið munu ráðamenn Esso hafa sagt, að þetta hafi ver- ið gert af hagkvæmnisástæðum, og i staðinn hafi jafn mikið magn af benzíni því sem Olíufélagið flytur inn frá Sovétríkjunum verið látið renna til herstöðvar- innar. Hafi því ekki verið um neinar auðgunaraðgerðir að ræða, og ríkið hafi ekki tapað neinu í sköttum. Þessi staðhæf- ing mun hins vegar ósönnuð enn — og auk þess væru slík viðskipti skýlaust lögbrot, jafnvel þótt fé- lagið hefði ekki haft af þeim gróða“. Athygli vekur, að Tíminn gerir i gær enga athugasemd við þessa frásögn Þjóðviljans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.