Morgunblaðið - 16.01.1959, Page 20

Morgunblaðið - 16.01.1959, Page 20
V EÐRIÐ Hægviðri skýjað. Frost 3—10 stig. Aldarminning Jóns Magnússonar. Sjá bls. 11. 12. tbl. — Föstudagur 16. janúar 1959 Ljósmyndari blaðsins tók þessa óvenjulegu mynd í gær. Það er Höfðatún, sem liggur þvert fyrir, en svo sér niður tvær miklar umferðargötur. Laugaveg (t.v.) og Skúlagötu. Bærinn renn- ur síðan saman við kuldamistrið, þegar f jær dregur. Sœstrengur yfir Atlantshaf um ísland Ráðstefna fjallar um málið í París UM þessar mundir sitja fulltrúar frá 14 löndum 'innan Aþjóðaflug- málastofnunarinnar, þar á meðal fjórir íslendingar, ráðstefnu í París, þar sem fjallað er um það hvernig eða hvort lagður skuli sæstrengur milli Ameríku og Ev- rópu, eingöngu til afnota fyrir flugþjónustuna. Ástæðan er sú, að með tilkomu þotarma og annarra hraðfleygra flugvéia, verður að gera ráðstafanir til að hraða skeytasendingum milli flug- stöðva. Fyrir íslands hönd sitja ráð- stefnuna þeir Agnar Kofoed-Han- sen, flugmálastj., Friðrik Diego. deildarstjóri hjá Flugmálastjórn- inni, Einar Pálsson, skrifstofu- stjóri Póst- og símamálastjórnar- innar og Sigurður Þorkelsson yf- irverkfræðingur. Hætt hefur verið um, að hinn nýi sæstrengur verði látinn liggja frá Bretlandi, yfir Færeyjar, ís- land og Grænland, til Ameríku og að Stóra Norræna muni sjá um lagningu hans, ef löndin sem nú kosta veðurskipin á norðan- verðu Atlantshafi fallist á að greiða kostnaðinn. Áætlað hefur verið að flugfélögin muni greiða Ekki mikið vatn úr fimmtu borholunni I GÆR var lokið borun á holunni við vestanvert Hátún í Reykja- vik. Er þetta fimmta holan, sem stóri borinn vinnur. Við þessa holu höfðu verið bundnar nokkr- ar vonir, en árangurinn varð ekki að sama skapi mikill. Úr hinni rúmlega 700 m. djúpu holu, hef- ur vatnsmagnið mælzt 1 sekúndu lítri. Hitinn á botni holunnar mun vera um 127 stig á Celsíus. Dr.' Gunnar Böðvarsson tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi, að af reynslu þeirri sem nú hefði feng- izt við borun eftir heitu vatni í bæjarlandinu, mætti ráða að berg ið undir bænum væri mjög þétt og lítið sprungið, og gæti af þeim sökum faisið eins og í þetta sinn, að lítill árangur verði af borun. Enn verður haldið áfram að bora hér. Bráðlega verður borinn settur niður á gatnamótum Lauga nesvegar og Hátúns, og hafa menn nokkrar vonir um að þar fáist heitt vatn. árlega 1—1,5 milljón dollara af- notagjald og að sú upphæð, skipt ist niður á löndin í hutfalli við afnot. Loftskeytasendingar milli land anna báðum megin Atlantshafsins þykja á þessari öld þotanna full- seinvirkar. Auk þess kemur það fyrir að norðuljós trufla hið lífs- nauðsynlegt skeytasamband milli flugstöðvanna í þessum tveim heimsálfum. Helzta lausnin virðist því vera sú, að leggja sæstreng til afnota fyrir flug- þjónustuna, eins og áður er sagt. Síðdegiskaffi í Sjálfstæðis- húsinu UNDANFARIÐ hefur Sjálfstæðis húsið eigi verið opið í síðdegis- kaffitímanum og liggja til þess þær ástæður, að verið var að gera ýmsar endurbætur í veitinga sal. Þar hafa nú verið ,'ögð ný teppi á gólf, og lagt hefur ver- ið nýtt „parket" á dansgólfið. Þá hafa sem kunnugt er verið marg- ar jólatrésskemmtanir í húsinu og því ekki unnt að hafa það opið síðdegis. Nú eru jólin sem sé um garð gengin svo og allar jólatrés- skemmtanir. Komu um 5000 börn á jólatrésfagnaði í Sjálfstæðishús inu, um og eftir hátíðarnar. í dag verður Sjálfstæðishúsið aftur opnað í síðdegiskaffitíman- um. Að venju leika þeir Þorvald- ur Steingrímsson og Carl Billich sígilda tónlist í kaffitímanum. Sæmilegur afli undanfarna daga SANDGERÐI, 15. jan. — Afli Sandgerðisbáta hefur verið mjög sæmilegur undanfarna daga. í fyrradag var heildaraflinn 130 tonn á 16 báta. Var þá aflahæsti báturinn Helga frá Húsavík með 12 tonn af slægðum fiski, Hamar með 14 tonn af óslægðum og Pét- ur Jóns'son með 13 tonn af óslægð um. Aflinn í gærdag var 122 tonn á 17 báta og var Muninn II. þá með um 12% tonn af óslægðum fiski, Pétur Jónsson 12 tonn og Víðir tæplega 12 tonn, báðir með óslægðan fisk. Veður hefur verið ágætt á mið um bátanna. — AxeL Tvær freigátur gæta þriggja landhelgisbrjóta í GÆRKVÖLDI voru 3 brezkir togarar að ólöglegum veiðum útaf Hvalsnesi. Þarna voru og freigáturnar Russell og Duncan, og ennfremur tveir brezkir togarar, sem veiddu utan 12 sjómílna markanna. Allmargir erlendir togarar voru að veiðum við Suðurströnd landsins, þar á meðal belgískir, en togarar þessir voru flestir á svæðinu frá Meðallandsbugt og austur að Hvalbak, og utan fisk- veiðitakmarkanna. GJOGRI, 16. jan. — Hér hefur ekkj gefið á sjó síðan um miðj- an desember, þar til nú þrjá síð- ustu dagana, að loks heíur verið hægt að róa. — Afli hefur verið sæmilegur þessa daga, allstór þorskur og ýsa. —Regína. Fjárhagsáœtlun Reykja- víkurbœjar vœntanlega tekin til 2. umr. fyrst í febrúar — Þórði Björnssyni verður fiíkynnf umræðan með fimm náffa fresfi Á FUNDI bæjarstjórnar í gær varpaði Þórður Björnsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins, þeirri spurningu til borgarstjóra, hvort gert væri ráð fyrir því, að fresla umræðum um fjárhags- áætlun Reykjavíkurbæjar unz A1 þingi hefði afgreitt fjárlög. Skýrði har.u svo frá, að hann fengi dagskrá bæjarstjórnar- Biðskák hjá Frið- rik og Eliskases BEVERWIJK, 15. jan. — Sjöunda umferð skákmótsins hér var tefld í dag, og varð aðeins einni skák lokið. Barendregt og Toran gerðu jafntefli. Biðskákir urðu hjá Friðriki Ólafssyni og argent- ínska stórmeistaranum Eliskases, Van Scheltinga og Van der Berg, Larsen og Donner og Langeweg og O’Kelly. Staðan er nú þessi: Friðrik Ólafsson og Eliskases 4% vinn- ing hvor og biðskák, Barendregt 4 v., Van Scheltinga 3% og bið- skák, Donner og O’Kelly 3 og bið- skák, Toran 3, Larsen 2% og bið- skák, Van der Berg 2 og bið- skák og Langeweg 1 og biðskák. Friðrik teflir við Van Schelt- inga í 8. umferð. Óvcnjogóður afli á grunnmiðum SIGLUFIRÐI, 15. jan. — Héðan verða gerðir út tveir þilfarsbátar nú í vetur og verða þeir með línu. Einnig verða nokkrar trillur á handfæra og línuveiðum. Undanfarið hefur gefið á sjó dag hvern og afli verið sæmileg- ur 3—5 tonn í róðri hjá stærri bátunum. Er þetta óvenjulegt fiskirí á grunnmiðum hér á þess- um tíma árs. Togarinn Hafliði hefur landað hér 207 tonnum af fiski, sem veiddist hér á heimamiðum. Fór aflinn í frystihúsið og til herzlu. Hér á Siglufirði er nú vetrar- ríki hið mesta, sjóþungt mjög, hægviðri og talsvert frost dag- lega. — Guðjón. Þota afgreidd á mettíma á Keflavíkurflugvelli KEFL A VIKURFLU G VELLI, 15. jan.: — í nótt um kl. 2, lenti hér Boeing 707 farþegaþota frá Pan American á leið sinni frá Fylkir seldi fyrir nær 13.000 pund í GÆRMORGUN seldi togarinn Fylkir um 150 lestir af ísfiski í Grimby fyrir 12.992 pund. Sýnir þessi ákaflega góða sala vel, hversu mikill skortur er á fiski í Bretlandi um þessar mundir. Skipið hélt síðan til Hull, þar sem það fer í hina fyrirhuguðu skoðun, sem látin er fara fram á nýjum togurum 6 mán. eftir af- hendingu. Sæmundur Auðunsson er með togarann í þessari ferð. París til New York. Flugvéiin átti að hafa viðkomu í London, en sakir langvarandí þoku þar varð að flytja farþegana á skipi yfir Ermarsund og með járnbraut til Parísar. Þetta orsakaði 12 tíma töf á brottför flugvélarinn- ar frá París. Töfin var hins vegar bætt upp á leiðinni, því flugtíminn frá Par ís til Keflavíkur var aðeins tveir tímar og 53 míriútur. Hér hafði flugvélin 28 mín. viðdvöl og er hér um met á afgreiðslutima að ræða og mun enginn flugvöllur hafa afgreit.t 707 flugvél á svo skömmum tíma fyrr. Skemmsti afgreiðslutími á Azoreyjum er 35 mín. í Keflavík tók flugvélin 40 þúsund lítra af eldsneyti. Flug- tími héðan til New York var 5 kl.stundir. Farþegar voru 95. —B.Þ. funda ekki fyrr en tveim dög- um fyrir fundi, en samkvæmt samþykkt bæjarstjórnarinnar þyrfti tillaga að hafa komið íram fjórum nóttum fyrir fund til þess að hún væri tekin til greina. Gæti því svo farið, að sér yrði meinað að bera fram tillögu við aðra umræðu fjárhagsáætlunar bæjar- ins. Hann hefði ekki sömu að- stöðu og þeir bæjaríulltrúar, sem ættu flokksmenn í bæjarráði og gætu því fylgzt með gangi mála þar. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, svaraði því til, að það væri ekki ætlunin, að láta fjárhags- áætlun bæjarins bíða endanlegrar afgreiðslu fjárlaga. Hins vegar væri beðið eftir ákvörðun um vísitöluna, en gera mætti rað fyrir, að ríkisstjórnin legði til- lögur sínar fram á næstunni og yrði afgreiðslu þeirra væntanlega lokið í þessum mánuði.Ætti því að vera hægt að afgreiða fjárhags- áætlun bæjarins á fyrra fundi í febrúar, eða á aukafundi fyrr. Að lokum kvaðst borgarstjóri skyldi sjá til þess, að bæjarfull- trúi Þórður Björnsson fengi að vita með minnst fimm nátta fyrir vara hvenær fjárhagsáætlun bæj arins yrði tekin til síðari um- ræðu. F ærcyskum sjó- möinmm enn böimuð íslandsför í ÚTVARPSFRÉTTUM í gær- kvöldi var frá því skýrt, að Fiski- mannafélagið í Færeyjum hefði ítrekað bann til félagsmanna sinna, um að þeir réðu sig á ís- lenzk fiskiskip. Fara því senni- lega engir færeyskir sjómenn með Dronning Alexandrine, sem fer frá Færeyjum á laugardag áleiðis til íslands. 5 tíma síðustu lö kílómetrana HÚSAVlK, 15. jan. — Jafnframt því sem Húsvíkingar fagna þeim bættu samgöngum, sem flugvöll- urinn hefur fært þeim, harma þeir hve lítið hefur verið gert í því, að bæta þjóðveginn frá Húsa vík og fram á flugvöllinn, sem er 10 km. frá bænum. f vetur hef- ur þetta verið sá hluti þjóðveg- arins hér í sýslunni sem fyrst hefur verið svo til ófært fram á flugvöll, þótt greiðfært hafi verið um allar sveitirnar fyrir framan. Vegurinn liggur í lægðum und- ir hæðardrögum, sem af skeflir. Vegamólastjóri hefur tvö undan- farin sumur látið mæla fyrir nýjum vegi á fleiri en einum stað og vonandi verður nú tekin ákvörðun um hvar vegurinn á að liggja og framkvæmdum ekki slegið lengur á frest. í dag kom hingað áætlunarflug vélin frá Flugfélaginu. Hún fór frá Reykjavík klukkan 9,20 í morgun og var lent hér á flug- vellinum kl. 11,20, hafði haft viðkomu á Akureyri. Farþegarn- ir komust aftur á móti ekki hing að inn til bæjarins fyrr en 5 klst. eftir að þeir komu á flugvöllinn, eða ki. tæpl. hálf fimm, vegna ófærðar á veginum, en annars í björtu og fallegu veðri með 10— 12 stiga frosti. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.