Morgunblaðið - 22.01.1959, Side 1
20 síður
Frumvarp um stöðvun verðbólgunnar
lagt fram á Alþingi
Verðbólguvöxtur um 20-30 prósent
sé ekki að gert
Hver vill 270 visitölustig eftir
nokkra mánuði ?
MINNIHLUT AST J ÓRN Al-
þýðuflokksins lagði fram á
Alþingi í gær frumvarp til
laga um niðurfærslu verðlags
og launa o. fl. Er þar um að
ræða „hinar raunhæfu ráð-
stafanir", sem Hermann Jón-
asson viðurkenndi í uppgjaf-
arræðu sinni á Alþingi 4. des.
sl., að láðst hefði að gera, þeg-
ar bjargráðin voru lögfest á
sl. vori. Um það er tekið svo
til orða í greinargerð hins
nýja frumvarps:
„Því var í raun og veru
skotið á frest til haustsins að
ráða fram úr nokkrum hluta
þess vanda, sem við var glímt,
þegar löggjöfin um útflutn-
ingssjóð var sett á sl. vori.
En þegar fram á haustið
kom, reyndist vandamálið
mun meira en ætlað hafði ver
ið, þar eð kaupgjald hækkaði
á sl. sumri mjög verulega um-
fram þá kauphækkun, sem
fólst í löggjöfinni um útflutn-
ingssjóð“.
Enn segir, að vegna þróun-
arinnar á sl. vori, bendi allt
til þess, að víxlhækkanir
verðlags og kaupgjalds,
mundu verða „örari og örari,
þegar fram í sækti, og að þró-
unin myndi stefna í átt að
20—30% verðbólguaukningu
á ári hin næstu ár, ef ekki
yrðu gerðar gagngerar ráð-
stafanir til stöðvunar á verð-
bólgunni“.
En eins og kunnugt er hef-
ur aukningin frá 1946 verið
h. u. b. 10% á ári að meðal-
tali, svo að breytingin frá
setningu bjargráðanna er
sannarlega geigvænleg.
Efni blaðsins cr m.a.:
Fimmtudagur 22. janúar
Bls. 3: Nýfundnalandsmiðin björguðu
togaraútgerðinni.
— 6: 15 ára athafnaleysi kommún-
ista í stjórn Dagsbrúnar.
— 8: Vetrarríki á Norðurlandi.
— 9: Opið bréf til Andrésar Eyjólfs-
sonar og Páls Zophaníassonar.
—• 10: Forystugreinin: Óhjákvæmileg
læknisaðgerð.
Rosselini stríðir í ströngu.
(Utan úr heimi).
— 11: Bros og blíðuhót — en engar
tillögur til lausnar alþjóða-
deilum.
— 13: Bridgeþáttur.
h> 18: Á skíðum í Skálafelli. (íþróttir)
t frv. ríkisstjórnarinnar er
t FYRSTA LAGI gert rá» fyrir
að kaupffreiðsluvísitalan verði
175 stig frá 1. febrúar. Ákvæð-
ið um þá kaupgreiðsluvísitölu
er miðað við það, að launþeg-
ar, bændur og allar aðrar stétt
ir, afsali sér af tekjum sínum
sem svarar til 10 vísitölustiga,
eða 5,4% af núgildandi kaupi
eða tekjum.
í ÖÐRU 1.AG1 eru i frv. í sam-
ræmi við það, ákvæði um
lækkun á innlendum landbún-
aðarafurðum, fiskverði, iðnað-
arvöru, verzlunarálagningu o.
s. frv.
t ÞRIÐJA LAGI er gert ráð fyrir
hliðstæðri lækkun á margs
konar þjónustu.
t FJÓRÐA LAGI er gert ráð fyr-
ir því, að vísitalan lækki um
17 stig vegna aukinna niður-
greiðslna vöruverðs og verð-
lækkana. Hins vegar lækki
hún, eins og fyrr segir, um 10
stig vegna lækkunar tekna
launþega og framleiðenda.
Hér fer á eftir greinargerð sú,
sem fylgdi frumvarpinu:
Stöðva verður hina ugg-
vænlegu þróun
Vegna þeirrar uggvænlegu þró-
unar, sem varð í kaupgjalds- og
verðlagsmálunum á sl. ári, og
þess voða, sem fyrir dyrum er,
ef áfram yrði haldið á þeirri
braut, vill ríkisstjórnin ekki
leggja til, að gerðar verði nú ráð-
stafanir, er leiða mundu til frek-
ari hækkunar verðlags. Þess
vegna er í þessu frv. gert ráð
fyrir, að tilkostnaður framleiðsl-
unnar verði lækkaður, svo sem
nauðsynlegt er, til þess að bætur
á gjaldeyrisverðmæti útflutnings
ins geti haldizt óbreyttar. Athug-
un hefur leitt í ljós, að það gæti
orðið, ef kaupgreiðsluvísitalan
yrði 175 stig frá 1. febrúar nk.
Frá 1. febrúar til 30. apríl skal
verðlagsuppbót á laun miðast við
175 stiga kaupgreiðsluvísitölu. í
sambandi við þá lækkun tekna,
sem af þessu hlýzt, ákvað ríkis-
stjórnin fyrir síðustu áramót að
auka niðurgreiðslur á ýmsum
innlendum afurðum, sem svaraði
til 13 stiga lækkunar á vísitölu
framfærslukostnaðar. Ákvæðið
um kaupgjaldsvísitölu 175 er við
það miðað, að launþegar, bændur
og allar aðrar stéttir afsali sér af
tekjum sínum sem svarar til 10
vísitölustiga eða 5.4% af núgild-
andi kaupi eða tekjum. í sam-
ræmi við það eru í frumvarpinu
ákvæði til lækkunar á verði
hvers konar vöru og þjónustu,
svo sem innlendum landbúnaðar-
afurðum, fiskverði, iðnaðarvöru,
verzlunarálagningu, hvers konar
gjöldum og töxtum o. s. frv. í
framhalifi af þessum almennu
verðlækkunarráðstöfunum er
þess vænzt, að vísitala fram-
færslukostnaðar, sem 1. janúar
sl. lækkaði úr 220 stigum í 212
stig, lækki fram til 1. marz nk.
niður í 202 stig, en það svarar til
kaupgreiðsluvísitölu 185 sam
kvæmt núgildandi reglum. Ef
vísitalan hefur ekki lækkað nið
ur í 202 stig 1. marz nk., mun
ríkisstjórnin auka niðurgreiðsl-
urnar þannig, að vísitalan verði
þá 202 stig. Eftirgjöf vísitölustiga
yrði því aldrei meiri en 10 stig.
Sú 27 stiga lækkun kaupgreiðslu-
vísitölu, sem frumvarpið hefur í
för með sér, á þess vegna að því
er 17 stig snertir rót sína að
rekja til aukinnar niðurgreiðslu
Framh. á bls. 19
Stormar í
Evrópu
LUNDÚNUM, 21. jan. —
Stormar hafa geisað í Vestur-
Evrópu undanfarinn sólarhring
og valdið spjöllum á mannvirkj
um. Skip hafa verið í hafsnauð,
en ekki er vitað um tjón á
mönnum á sjó úti. Hins vegar
hafa um 30 menn farizt vegna
stormanna í Frakklandi.
HAVANA, 21. janúar. — Humberto Sori Marin, landbúnað-
arráðherra byltingarstjórnarinnar á Kúbu, sagði í dag, að
„stríðsglæparéttarhöldin“ mundu hefjast á íþróttaleikvang-
inum í Havana á fimmtudag. Eitt fyrsta málið, sem tekið
verður fyrir, fjallar um afbrot herráðsforingja nokkurs í her
Batista, sem ákærður verður fyrir að hafa látið drepa 108
uppreisnarmenn leiða lögregluforingja einn á aftökustað.
dregnir fyrir dómstólana. — Á myndinni hér að ofan sjást
uppreisnarmenn leiða lögregluforingja einn á aftöðustað.
Mikojan segist ekki hafa orðið
hrœddur, er kviknaði í SAS-vélinni
Eisenhower rœðir heimsókn hans: Von-
andi fékk hann réttan skilning — Nixon
boðið til Rússlands
WASHINGTON, 21. janúar. — Á fundi sínum með blaðamönnum
í dag ræddi Eisenhower, Bandaríkjaforseti, um heimsókn Mikojans,
varaforsætisráðherra Sovétríkjanna. Forsetinn sagði, að Banda-
ríkjamenn mundu koma til móts við Rússa, þegar þeir kæmu fram
með sanngjarnar tillögur til að draga úr spennunni í alþjóðamál-
um, en þeir gætu alls ekki fallizt á, að rússnesku tillögurnar einar
miðuðu í samkomulagsátt. Forsetinn kvaðst vona, að Mikojan færi
heim til Rússlands með réttan skilning á Bandaríkjamönnum og
landi þeirra og vonandi hefði hann sannfærzt um eindreginn friðar-
vilja bandarísku þjóðarinnar. Aðspurður sagði Eisenhower, að vafa-
laust væru margar ástæður fyrir því, að Mikojan hefði komið til
Bandaríkjanna, m. a. sú, að hann hefði viljað ganga úr skugga um,
hvcrt rétt væri, að bandaríska þjóðin stæði einhuga á bak við
stjórnina í utanríkismálum.
Loks sagði forsetinn, að Mikojan hefði boðið Nixon, vara-
forseta Bandaríkjanna, í heimsókn til Sovétríkjanna. Ekki
kvaðst hann vita, hvort hann færi eða ekki.
Ásakanir í lokin
Skömmu áður en Mikojan fór
frá Bandaríkjunum ásakaði hann
bandaríska utanríkisráðuneytið
um að halda kalda stríðinu til
streitu. Hafði hann þá skömmu
áður átt sjö stundarfjórðunga
samtal við Dillon, varautanríkis-
ráðherra. Mikojan sagði, að
bandaríska utanríkisráðuneytið
kæmi í veg fyrir verzlunarvið-
skipti milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna. — Utanríkisráðu-
neytið svaraði á stundinni. Tals-
maður þess, Lincoln White, sagði,
að Mikojan hefði notað gestrisoi
Bandaríkjamanna til að bera
fram fullyrðingar, sem enga stoð
ættu í veruleikanum.
Þá ásakaði Mikojan Banda-
ríkjastjórn um að halda fast í
gamla stefnu, en gat þess að við-
ræðurnar við Dulles og Eisen-
hower hefðu bæði verið gagn-
legar og vinsamlegar.
Nauðlenti
Þegar flugvél Mikojans var
komin um 200 mílur frá Ný
fundnalandi, kviknaði í einum
hreyflanna og sneri hún sam
stundis við. Flugvélin var frá
SAS-flugfélaginu. — Skömmu
síðar bilaði annar hreyfill vél-
arinnar og varð hún að fljúga
á tveimur hreyflum til Ný-
fundnalands. Þar nauðlentl
hún í bandarískri bækistöð í
hríðarveðri og gekk lcndingin
vel. Mikojan og aðrir farþegar
voru í góðu skapi, þegar þeir
gengu úr vélinni. Þeir gistu i
flugstöðinni í nótt sem leið, en
höfðu áður skoðað mannvirki
þar. Bækistöð þessi er liður í
aðvörunarkerfi fyrir Norður-
Ameríku, ef koma skyldi til
skyndiárásar frá Sovétríkjun-
um.
Á leið til Hafnar
í dag sendi SAS aðra vél til
Nýfundnalands. Hún heitir Yngvi
víkingur. Þegar sérfræðingar
höfðu gengið úr skugga um, að
hún væri í ágætu lagi, var enn
haldið af stað, og þegar síðast
fréttist var vélin á leið til Kaup-
mannahafnar. Hún er væntanleg
þangað með morgninum. Rúss-
nesk þota sækir ráðherrann og
Framh. á bls. 2
Ástandið í Argen-
tínu skánaði i gær
Andrúmsloftið er samt lævi blandið
BUENOS AIRES, 21. jan. —
í dag fór lífið hér í borg að
komast í eðlilegar skorður
eftir allsherjarverkfallið, sem
verið hefur undanfarna þrjá
daga. Eins og kunnugt er,
voru það Peronistar og
kommúnistar, sem stóðu að
allsherjarverkfallinu og hugð
ust með því knýja stjórnina
til að segja af sér. En það
tókst ekki. Stjórnin var föst
fyrir og kallaði út varalið lög-
reglu og hermanna og nú er
allt með kyrrum kjörum í
höfuðborginni, nema hvað
sprengdar voru um * 100
sprengjur í úthverfum borg-
arinnar, einkum við járn-
brautateina og samgöngumið-
stöðvar, því verkfallsmenn
leggja höfuðáherzlu á að
lama samgöngurnar. Margir
verkalýðsleiðtogar og gamlir
Framh. á bls. 2