Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVHfíL4Ð1Ð Fimmtudagur 22. jan. 1959 Grímudansleikur lyrir börn verður í Templarahöllinni Fríkirkjuveg 11, sunnudaginn 25. jan. kl. 4,30. Verðlaun veitt fyrir skemmtilegasta búninginn. Aðgöngumiðar í dag og á morgun kl. 6—7 að Frí- kirkjuveg 11. Öll börn velkomin. „SVAVA". Keflvíkingar Dansskóli Hermanns Ragn- ars tekur aftur til starfa föstudaginn 23. jan. í Aðal- veri. Nernendur, sem voru fyr ir jól, mæti á sömu tímum og þá, en byrjendur 7—11 ára kl. 7 e.h. Verð til viðtals í Aðalveri föstud. 23. janúar frá kl. 2 e.h. Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari. Frá skattstofu Heykjavíkur Allir þeir, sem fengið hafa send eyðublöð undir launauppgjöf eða hluthafaskrár, eru áminntir um að gera skil nú þegar. Áríðandi er, að fá öll eyðublöðin til baka, hvort sem eitthvað er út að fylla eða ekki. Skatfstjórinn í Reykjavík Vélbátur Vélbáturinn Ottó RE 337, ca. 60 tonn með 110 hest- afla June Munktel vél, er til sölu eða leigu, ef við- unandi boð fæst. Báturinn er nýyfirfarinn, búinn nýjum dýptarmæli og gúmmíbjörgunarbát. Línuspil getur fylgt. Tilvalinn til handfæraveiða, á þorskanet og reknet. Til sýnis við Grandagarð. Semja ber við JÓHANNES LÁRUSSON, lögfræðing Kirkjuhvoli — Sími 13842 — heima 24893. Verkamannafélagið DAGSBRÚN Félagsfundur verður Í Iðnó föstudaginn 23. þ.m. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: Stjórnarkjörið. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN. Kosning .tjómar, varastjórnar, stjómar Vinnudeilusjóðs, endur- skoðenda og trúnaðarráðs Vmf. Dagsbrúnar fyrir árið 1959 fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu 1 skrifstofu félagsins dagana 24. og 25. þ.m. Laugardaginn 24. janúar hefst kjörfundur kl. 2 e.h. og stendur til kl. 10 e.h. Sunnudaginn 25. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og Stendur til kl. 11 e.h. og er þá kosningu lokið. Atkvæðisrétt hafa eingöngu aðalfélagar sem eru skuld- lausir fyrir árið 1958. Þeir sem enn skulda, geta greitt gjöld sín meðan kosning stendur yfir og öðlast þá atkvæð- isrétt. Inntökubeiðnum verður ekki veitt móttaka eftir að kosning er hafin. Kjörstjóm Dagsbrúnar. Ólafur Agnar Schram húsgagnasmiður, fimmtugur MERKILEGA getur manni fund- izt tíminn hafa verið fljótur að liða, er maður litur til baka, og finnst mér merkilegt að verið geti rúm 40 ár síðan nýr leik- og starfsfélagi bættist í hóp okk- ar sveitabarnanna. Við höfðum svo sem sögur og sagnir af því hversu fín og merki leg með sig börnin frá þeirri miklu Reykjavík væru oft og hversu mjög þau litu oft niður á sveitabörnin og fáfræði þeirra. Þessi drengur, Agnar, svo sem við vöndumst við að kalla hann, var þá alls ekkert merkilegur með sig þegar til kom, freknótt- ur rétt eins og við og ekki síður feiminn við okkur, en við við hann. En hann kunni að „sjtoppa" gjörð, en það höfðum við ekki séð gjört fyrr. Honum komu að vísu ýmis störf og hættir ókunnuglega fyr- ir sjónir, enda lentum við saman í því starfi, sem m. a. s. þá var rétt að hverfa úr þjóðlífinu, en það var að sitja hjá kvíaám. Til slíks þóttu svona drengir, 8—10 ára, mátulegir, ef fullorðnir rétt komu þeim á lagið. Vitan- lega var mikill munur á götum Reykjavíkur og gljúpu hrískjarr- inu, enda fór Agnar margan koll- hnísinn fyrst í stað, en hann þóttist aldrei of góður til að læra, hvorki það né annað, og varð því brátt öllum kær. Ólafur Agnar Schram er fædd- ur í Hafnarfirði 12. des. 1908. Móðir hans var Húnvetningur, Signý Guðríður Ólafsdóttir Guð- mundssonar frá Brandagili í Hrútafirði og Agnesar Jóhannés- dóttur Ólafssonar frá Brekku- læk í Miðfirði. Faðir hans var Benedikt Friðriksson Schram, sjómaður á Sauðárkróki, sonur Carls Friðriks Schram, bónda á Bakka í Vatnsdal, sonar Christi- ans Gynters Schram, kaupmanns á Skagaströnd, er dó 1839 og er að líkum sá fyrsti með þessu nafni hér á landi. Norður kom Agnar í fóstur til móðurbróður síns, Magnúsar Ól- afssonar, er þá bjó að Ytri-Torfu- stöðum í Miðfirði. Magnús var hægur maður og kom því fljótt auga á hæfileika í þá átt hjá frænda sínum, því að snemma bar á því, að Agnar væri glöggur á form hluta, handlaginn vel og hneigður fyrir allt slíkt. Það fór því svo að Agnar hóf nám hjá Kristjóni Ólafssyni, hús- gagnasmíðameistara í Reykjavík, og lauk sveinsprófi 1932. Gæfu hafði Agnar ekki aðeins sótt í gott fóstur til frænda síns að Torfustöðum, heldur kynntist hann þar Stefaníu Lárusdóttur, Jónssonar Jakobs Árnasonar, sem átti eftir að verða honum styrk- ur förunautur og gengu þau í hjónaband árið 1931. Ekki var fyrirferð þeirra hjóna mikil á neinn hátt, eða útsláttar- semi, en heimilisumhyggja því meiri svo sem uppkomnir synir þeirra bera vel merki um. Garðar, kennari, er þeirra elztur, þá Haukur, bifreiðasmið- ur, þriðji Magnús, skrifstofumað- ur, og fjórði Friðrik Agnar, sem enn er ófermdur, en líklegur til að hafa smekkvísi og hagar hend- Fustafæði tökum menn í fastafæði. Verð kr. 300. á viku. Austurbar • Sími 19611. Saumavélamóforar Mótorar fyrir iðnaðarrsaumavélar óskast til kaups. Uppl. í síma 22450. Skuldabréf ca. 400 þúsund kr. Veðskuldabréf til sölu. Tilboð sendist Motrgunblaðinu fyrir laugardag 24. þ.m. merkt: „400 þús.“. I ðnaðarhúsnœði 100—150 ferm. húsnæði vantar fyrir Iéttan iðnað. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 26. þ.m. merkt: „150“. ur sem faðir hans, þó máske á annan hátt Verði. Nú eru tveir synirnir farnir að heiman, giftir og þar komin barnabörn öllum til gleði. Langamman er líka á heimili þeirra hjóna, móðir Stefaníu: öldruð kona, þrotin að heilsu og kröftum og er það stærra fram- lag til samfélagsins en mörg heimili vilja á sig leggja, að hjúkra blessuðum gamalmennun- um á heimilum sínum, þá þau eru orðin börn í annað sinn, en það er líka persónulýsing á þeim er það gjöra og gjöra það vel. Það munu tæpast mörg hjón samhentari en Agna- og Stefanía í þessu sem öðru og hefur heim- ili þeirra borið og ber greinileg- an blæ þess. Eftir að Agnar hætti störfum hjá lærimeistara sínum, vann hann um árabil í húsgagnavinnu- stofu Friðriks Þorsteinssonar, en síðan hjá „Guðjóni og Hannesi" allt til þessa dags. Þegar flett er blöðum sögunn- ar ber ætíð mest á nöfnum þeirra er staðið hafa í einhverjum for- ystuhlutverkum, en á milli lín- anna liggur saga hins hljóðláta þegns, sem ekki hefur gjört hróp- andi kröfur til annarra, heldur til sjálfs sín, saga hins vamm- lausa manns, sem hávaðalaust vinnur af alúð og trúmennsku: húsbónda sínum, heimili sínu og þjóðfélaginu. Agnar er einmitt einn slíkra manna og það gleym- ist oft að þakka þeim. Það er og alveg í samræmi við allt framansagt, að margir og það þótt gamlir bernskuvinir væru, vissu ekki um þetta afmæli fyrr en það var löngu liðið hjá, en engan veit ég, sem þau hjón þekkir, að ekki muni af alhug vilja taka undir heillaóskir mínar til Agnars og fjölskyldu hans, við þennan æviáfanga og flytja kæra þökk fyrir samfylgdina. Heill þér fimmtugum, gamli vinur. Ingþór Sigurbjs. 30 ára afmæli Bjargar á Eyrarbakka UM síðustu helgi hélt Slysavarna deildin „Björg“ á Eyrarbakka upp á 30 ára afmæli sitt méð samsæti í samkomuhúsinu á staðnum. Var samsætið eins fjöl- mennt og húsrúm leyfði og svign- uðu borðin undan stórmyndar- legum veitingum Kvenfélagsins á Eyrarbakka sem sá um þær. Margar ræður voru fluttar, m.a. flutti Guðbjartur Ólafsson, for- seti Slysavarnafélags íslands ræðu um leið og hann afhenti formanni deildarinnar og stjórn- anda hófsins, Guðlaugi Eggerts- syni, borðfána Slysavarnafélags- ins að gjöf frá félaginu. Oddviti Eyrarbakkahrepps, Vigfús Jóns- son, hélt einnig stutta ræðu svo og presturinn séra Magnús Guð- jónsson sem einnig stjórnaði al- mennum söng. Henry Hálfdánar- son afhenti við þetta tækifæri tveim öldnum sjómönnum á Eyr- arbakka, þeim Árna Helgasyni og Jóni Helgasyni, heiðurspening Sjómannadagsins fyrir langa og gifturíka sjómensku. Á eftir voru svo ýms skemmti- atriði svo sem upplestur Óskars Magnússonar kennara. Nýjasta kjóltízkan var einnig kynnt þarna af karlmönnum. Ennfrem- ur voru sungnar gamanvisur og sýndir smáleikþættir bæði af Svavari Benediktssyni og fleir- um. Að lokum var svo dansað fram á nótt undir fjörugri harmon- ikumúsik þeirra Svavars Bene- diktssonar og Sigurðar Þorláks- sonar frá Reykjavík. Skemmtun- in var deildinni til mikils sóma og öllum viðstöddum til óbland- innar ánægju. Císli Einarsson héraðsd'iinslög nia jur. Málflulniiif{;sskriffttofa. í/augavegi 20B. — Sími 19631.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.