Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 18
18 MORGVISHLAÐin nmmtudagur 22. Jan. 1959 í Skálafelli Glatt er á hjalla „á kvöldvökunni“. Vetrarríki á Siglufiröi Cötur iHfœrar SIGLUFIRÐI, 21 jan. — Mik- ið vetrarríki er hér á Siglu- firði, frost dag eftir dag og mik- ill snjór, og hefur það haldizt síðan um jól. Aðalgötunum er haldið opnum með ýtum, og mok aðar traðir, en fljótlega vill skafa í þær aftur. Ekkert bílfæri er nt úr bæn- um, og Siglufjarðarskarð hefur verið stöðugt lokað síðan í haust. Kalt er í veðri í dag, norðaust- an stormur með snjókomu og frosti. Hafa engir bátar verið á sjó í dag. Katla er að losa hér um 20.000 tunnur til Tunnuverksmiðju rík- isins og mun halda héðan inn til Akureyrar. — Guðjón. A skíðuir. I.jósin á bílnum hans Georgs höfðu um stund leitað eftir og þrætt veginn í Mosfellsdal. Þau máttu sín lítils í baráttunni við myrkrið þetta fagra kvöld, næst síðasta kvöld hins liðna árs. Allt í einu sást í bjarma ljós- anna skilti er vísaði til fjalla og á því stóð „Skíðaskáli KR“. Georg sveigði út af þjóðveginum og nú ókum við veg, sem KR hef ur lagt tugþúsundir króna í, og sem margar hendur KR-inga hafa án endurgjalds unnið að. Já, Georg, sá er bílnum ók. Það er Georg Lúðvíksson og í bílnum voru auk okkar og Ijós- myndarans Inga Magnússonar, Þórir Jónsson, og Magnús blikk- smiður Thorvaldsen í vinnuföt- um sínum og með blikkrörsbút í hendi, sem gegna áttu einhverju mikilvægu hlutverki í skíðaskál- anum, og svo var þarna Ágúst prentnemi í Gutenberg, senni- lega bara forvitinn eins og ég. í kuldagjósti á Kýrhólahæðum Vegurinn versnaði og Georg sagði afsakandi. „Já, hérna eig- um við eftir að bera ofan í“ — og síðan bætti hanri við öllu hróð ugri, þegar við komum á vegar- enda. „Og héðan frá og upp í skála eigum við eftir að leggja veg, en hann kemur“. Við stóðum á Kýrhólahæðum við Skálafell og bundum trefla okkar og brettum úlpukragana upp í háls. Síðan hófst gangan á hjarninu og tunglið lýsti veginn þessa 3—4 km sem ólagðir eru að skálanum. Þórir fór fyrstur léttur í spori, stiklaði á þúfu- kollum eða frosnum moldar- hryggjum, sem myndazt höfðu er bílar fóru í frostleysu með byggingarefni og vistir eftir veg- leysunni. Þórir þekkti sýnilega hvern þúfukoll. Já, hve oft skyldi hann hafa gengið þetta áður. Það var erfitt að halda í við hann. Og innan 15 mín. komum við að hinum nýja og glæsilega skála KR. Bjarminn frá upplýstri brekkunni ofan skálans sló ævin- týrlegum blæ á umhverfið. Glatt á hjalla Það var allmargt fólk í brékk- unni, þó klukkan væri að ganga 10. En sýnilega höfðu margir kos ið hvíldina, því innan frá skálan- um barst ómur söngs og gítar- leiks og ljós var í hverjum glugga hins glæsta skála. Það var sann- arlega líf og fjör þarna mitt í ríki vetrar konungs. Við tróðum okkur inn. Fyrstan hittum við landsins mesta skíða- garp, Eystein Þórðarson. Förin var einmitt til að hitta hann og hans fólk — kynnast starfi hans þessa daga milli jóla og nýárs. Það starf var fólgið í að kenna Eysteinn í svigi. Hann er sagð- ur í meiri og betri þjálfun en nokkru sinni áður. fólki á skíðum og stóðu þeir að kennslunni sameiginlega Ey- steinn og Valdimar Örnólfsson, sem þetta kvöld hafði farið til Reykjavíkur. Þeir tóku að sér þetta kennslustarf á vegum Skíða ráðs Reykjavíkur, sem efndi til námskeiðs fyrir þá er skíðaíþrótt um unna, þessa daga milli jóla og nýárs. Alls voru þarna um 40 manns og hópurinn var „bland- aðir ávextir" því þarna voru sum ir af snjöllustu skíðamönnum landsins, t.d. Guðni Sigfússon og Karolína Guðmundsdóttir, auk kennaranna og þau voru þarna mitt í hópi óreynds ungs fólks, sem sumt var algerlega byrjend- Námskeiðsfólkið lét ekki náttmyrkur á sig fá. Klukkan er senn ellefu er myndin er tekin. — — og þá notið vistar í hlýjum skála, ekið í hlað og haft góðan viðurgerning. En að slíkt skuli hægt að veita, byggist á fórnfúsu starfi örfárra manna — oftast nær. Og Georg Lúðvíksson og Þórir Jónsson eru „harðjaxlarn- ir“ í þessum efnum í KR. Það er ekki sízt þeirra verk að nýr skáli reis er hinn brann, í stað þess að allt legðist í eyði í landnámi KR í Skálafelli. En nánar um það eftir vígsluna. — A.St. Svíi keppir um heimsmeistaratitil í hnefaleikum NEW YORK, 21. jan. — Svo horf- ir nú að samningar um keppni um heimsmeistaratitilinn í hnefa leikum milli heimsmeistarans Floyd Patterson og Svíans Inge- mars Johanson verði undirritaðir á föstudag. Það var framkvæmda stjóri JPattersons heimsmeistara, sem tilkynnti þetta í dag. Búizt er við að kappleikurinn verði í júnímánuði í Bandaríkjunum. Ingimar Johannsson er núver- andi Evrópumeistari. Guðni Sigfússon tekur beygjuna létt. Cuömundur P Cuömunds son bóndi á Melum hraði, léttari sveigjur í brekk- unum, meiri ánægju og yndi af verunni í þessu himnaríki fjall- anna. Svipmyndir ljósmyndarans sýna lífið og fjörið í Skálafelli. ★ 150 tnanna skáli Við gengum um skálann, stóran sextugur GJÖGRI, Ströndum, 20. jan. — Guðmundur Pétur Guðmundsson, bóndi á Melum, verður 60 ára 22. þ.m. — Guðmundur er son- ur hjónanna Elísabetar Guð- mundsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar bónda á Melum hér í hreppi. Elísabet, móðir Guðmundar, missti mann sinn árið 1923 frá 12 börnum, og Guðmundur þeirra elztur. Mörg systkina hans voru þá í ómegð. — Þá var það ekki farið að tíðkast, að ekkjur fengju með börnum sínum eða væri veittur ekknastyrkur, eins og nú er. — Tók Guðmundur að sér að vinna fyrir heimili móður sinnar og koma upp systkinum sínum. Gerði hann það af slíkri sæmd og prýði, að engin orð fá lýst. öll systkini Guðmundar kom- ust til mennta, nema hann sjálf- ur, því að honum fannst það skylda sín að vera alltaf heima hjá móður sinni og sjá heimilinu farborða. Hefi ég aldrei kynnzt við eins mikinn innileik og skiln- ing milli móður og sonar eins og hjá þeim Elísabetu og Guðmundi, enda mega þau varla hvort af öðru sjá. Guðmundur er fæidur á Mel- um og hefir alltaf átt þar heima. Hann er kvæntur Ragnheiði Jóns dóttur frá Broddadalsá, mestu greindar- og myndarkonu. Eiga þau eina dóttur Elísabetu að nafni. Guðmundur er maður vel gef- inn og vel sjálfmenntaður. Hefir hann gegnt ýmsum störfum í þágu þessa byggðarlags og leyst þau öll vel af hendi. — Guðmund- ur er gestrisinn og góður heim að sækja, skemmtilegur og ræð- inn og víða vel heima. Og rétt- sýnn er ha»n í öllum málum. Guðmundur er mikill og góður búmaður. Heima hjá honum er snyrtimennska í hávegum höfð, bæði utanhúss og innan. Regína. ★ Skíðaskáli — og það sem að baki býr Georg gaf mér aðspurður ör- litla hugmynd um þá örðugleika, sem eru á byggingu, viðhaldi og rekstri slíkra skála fyrir félög, sem byggir starf sitt á starfi á- hugamanna. Ég fór að velta því fyrir mér hve oft þetta áhuga- mannastarf er lítils metið. Reyk- víkingum flestum þykir sjálf- sagt að geta brugðið sér á skíði ur í „faginu". Þarna undu allir vel, byrjendur, sem aðrir. Þarna var dæmi um gildi íþróttanna fyrir fjöldann — dæmið um það hvernig „stjörnurnar“ laða að og vinna uppbyggingarstarf. Eysteinn hrósaði námskeiðs- fólkinu. Hann sagði að það æfði um 5 klukkustundir á dag í þrem ur lotum. Eftir slíka iðkun væru allir búnir að fá nóg — kraftarn- ir þrotnir. Þá er sezt í skálann og upphafinn söngur og glað- værð unz fólkið leggst þreytt eft- ir dagsins skemmtun og ánægju til hvíldar fyrir næsta dag, alveg eins — nema kannski svolítið skemmtilegri af því að kunnátt- an er þá meiri á skíðunum, meiri og vistlegan, en þó ekki að öllu fullgerðan. Við litum inn í her- bergi hans sem eru fjögur og rúma 6—8. Uppi er svefnloft fyr- ir um 100 manns. Allt er vel út- búið — eða verður það þegar skálinn verður vígður eftir rúm- an mánuð. Þá lýsum við nánar, þessu þrekvirki — og stolti — skíðamanna KR. Við þáðum góðan kaffisopa af stúlkunum sem af rómuðum dugnaði sáu um matargerð handa námskeiðsfólki Skíðaráðsins. Og þegar við gengum aftur að bíln- um hans Georgs, sagði hann mér að þessi nýi skáli stæði við betr'i brekkur en hinn gamli, sem brann fyrir nokkrum árum. Nýi skálinn stendur í miðjum hlíðum Skálafells, í um 400 m hæð yfir sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.