Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 10
10
MORGUNRL4ÐIÐ
Fimmtudagur 22. jan. 1959
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti ð. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÓHJÁKVÆ MILEG
ALDREI hafa skuldir ís-
lenzku þjóðarinnar aukizt
jafnmikið út á við á jafn
stuttum tíma og á meðan V-stjórn
in var við völd. Ný erlend opinber
lán voru á þeim tæpu 2V> ári
tekin að upphæð töluvert á 7.
hundrað milljónir króna. Það er
nær 5 sinnum meira en að láni
var tekið í tíð næstu stjórnar á
undan, þegar Ólafur Thors var
forsætisráðherra 1953—1956. Sú
stjórn sat þó nær 3 ár og almenn-
ar framkvæmdir á valdaárum
hennar voru sízt minni en V-
stjórnarinnar.
Eina stórvirkið á árum V-stjórn
arinnar umfram það, sem áður
var, er Sogsvirkjunin. Hún var
hins vegar að öllu leyti undir-
búin áður en V-stjórnin tók við.
Lán til hennar var og fáanlegt
í Bandaríkjunum fyrrihluta árs
1956, en þá þótti ekki rétt að
taka það, vegna þess að það var
óbeint bundið áframhaldandi dvöl
hins bandaríska varnarliðs í land-
inu.
Mennirnir, sem lofað höfðu að
reka liðið, létu það aftur á móti
verða eitt sitt fyrsta verk að taka
lán til Sogsvirkjunarinnar hjá
Bandaríkjamönnum á þann veg,
að beinlínis var bundið við á-
framhald dvalar varnarliðs í
landinu. Lántakan sjálf var nauð-
synleg og til þjóðnýtrar fram-
kvæmdar, en tengslin við dvöl
varnarliðsins voru ósæmileg. Og
hvað sem því líður, þá er lántak-
an til Sogsvirkjunar ekki nema
lítill hluti hinnar gengdarlausu
skuldaaukningar, sem varð á
valdadögum V-stjórnarinnar.
★
Viðskilnaður V-stjórnarinnar
var og slíkur, að áframhaldandi
skuldaaukning mun vera óhjá-
kvæmileg. A. m. k. voru allir V-
stjórnarflokkarnir sammála um
það á meðan þeir enn löfðu við
völd, kommúnistar og Framsókn-
armenn ekki síður en Alþýðu-
flokkur. Ráðagerðir þeirra allra
um möguleika til að koma flot-
anum úr höfn eftir áramót byggð-
ust á nýrri lántöku vestra.
Ekki verður um það deilt, að
hinar stöðugu lánveitingar héldu
lífinu í V-stjórninni. Sú innspraut
ing dugði henni samt engan veg-
inn. Síhækkandi skattar, í miklu
meiri mæli en áður hafði þekkzt
hér á landi, voru hitt hressingar-
meðalið. Samtals var skattaaukn-
ingin á þessum stutta tíma orðin
töluvert yfir eitt þúsund milljón.-
ir króna.
Með skattaaukningunni var
sagt, að fyrst og fremst væri ver-
ið að færa til verðmæti milli
þjóðfélagsstétta. Launþegar hefðu
fengið of mikið í sinn hlut og
þess vegna væri óumflýjanlegt
að taka af þeim það, sem næmi
því, er þeir hefðu fengið urafram
getu atvinnuveganna, og afhenda
atvinnuvegunum aftur í formi
margháttaðra styrkja. Út á þessa
braut var að vísu komið áður
en V-stjórnin tók við, en hrað-
inn og magnið var hvorttveggja
stórlega aukið undir hennar hand
leiðslu.
★
Hið hættulegasta var, að stjórn
in þagði um hið sanna samhengi
fyrir almenningi. Bjargráðin í
vor voru t.d. botnleysa frá upp-
hafi, ef þau hvíldu ekki á þeim
LÆKNISAÐGERÐ
grunni, að kaupið væri þegar
of hátt. f stað þess að segja þjóð-
inni þetta, var í þeim lögskipuð
5% grunnkaupshækkun.
Ekki nóg með það, heldur
beittu kommúnistar ög Framsókn
armenn sér þegar í stað á eftir
fyrir verulegri viðbótarhækkun
til bezt launuðu iðnaðarstéttanna.
Síðan var deildarstjóri Eysteins
Jónssonar sendur á fund bæjar-
stjórnar til þess að heimta, að
samið yrði við verkamenn um
mun meiri kauphækkun en allir
vissu, að þeir í raun og veru
ætluðu sér að ná.
Afleiðin*in af öllu þessu ráð-
lagi varð sú, að ný verðbólgu-
alda myndaðist og var skollin
yfir, eins og Hermann Jónasson
sagði, þegar hann tilkynnti af-
sögn V-stjórnarinnar á Alþingi.
Þá viðurkenndi Hermann einnig,
að hann og samstarfsmenn hans
í ríkisstjórninni hefðu strax í
vor við setingu bjargráðanna séð
fyrir að gera þurfti „raunhæfar
ráðstafanir" til viðbótar botnleys
unni, sem þá var klambrað sam-
an.
Hinar „raunhæfu ráðstafanir"
voru aldrei gerðar og Hermann
Jónasson lét undir höfuð leggj-
ast að bera fram á Alþingi nokkr-
ar tillögur um þær. Hann lét
sér þar á móti sæma að koma þá
fyrst fyrir Alþingi, þegar verð-
bólgualdan var skollin yfir og
tala þá um óviðráðanlegar afleið
ingar þess, að raunhæfar ráðstaf-
anir hefðu ekki fengizt sam-
þykktar!
Dómur sérfræðings ríkisstjórn-
arinnar 1 efnahagsmálum, Jónasar
Haralz, er sá, að frá 1946 til 1958
hafi verðbólga á íslandi aukizt
árlega að meðaltali um 10%. Áð-
ur en V-stjórnin fór frá, skrifaði
hann álitsgerð, þar sem hann
lýsti, að nú væri fyrirsjáanlegt,
að aukningin færi langt fram úr
þessum 10%. Hún yrði a. m. k.
20—30% á ári og þó sennilega
meiri, ef ekki yrði við gert.
★
Slíkt var ástandið út á við og
inn á við, þegar V-stjórnin gafst
upp og gat ekki komið sér sam-
an um nein úrræði til að forða
yfirvofandi stöðvun undirstöðu-
atvinnuvega þjóðarinnar. Ekki
vantaði þó, að hver hefði sínar
tillögur. Þeir gátu bara ekki kom-
ið sér saman um nokkurn skap-
aðan hlut.
Á meðan kommúnistar voru í
stjórn, töldu þeir t.d. allra meina
bót að halda vísitölu niðri með
niðurgreiðslu vöruverðs. Það úr-
ræði getur dugað að vissu marki
takmarkaðan tíma, en sem alls-
herjar úrræði er það fráleitt og
stórhættulegt. Eins og á stend-
ur verður ekki hægt að komast
hjá að beita því að nokkru, en
heilindi kommúnista sjást af því,
að þegar minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins notar það í miklu
minna mæli en þeir sjálfir höfðu
lagt til, tala þeir um stórkostlega
og óviðunandi kjaraskerðingu al-
mennings!
Þjóðin hefur nú fengið nóg af
skollaleiknum. í frumvarpi rík-
isstjórnarinnar, sem lagt var fram
á Alþingi í gær, er gerð tilraun
til þess að fást við málin á raun-
hæfari hátt en gert hefur verið.
Þar er hafin sú lækning, sem
ekki má lengur dragast.
UTAN UR HEIMI
Rossellini stríbir í ströngu
Fyrir tveimur mánuðum voru Robertino, 8 ara, og þær Isotta og Isabella, 6 ara, í umsjá föður
síns, og hann fór með þau í skólann. Móðir þeirra mátti hins vegar hitta þau, þegar hún óskaði
FYRIR TÍU ÁRUM var Roberto
Rossellini einhver frægasti kvik
myndaleikstjóri í heimi, og nafn
hans var á allra vörum. Nú virð-
ast allar leiðir vera lokaðar hon-
um. Gengi lífsins er fallvalt.
Rossellini er orðinn bitiur og
segist vera „misheppnaður“. —
Þessa stundina á hann í mála-
rekstri við fyrrverandi eiginkonu
sína Ingrid Bergman. Rossellini
vill fá umráð yfir börnum þeirra.
Einnig á hann í málaferlum við
stærsta myndablaðið á Ítalíu.
Skuldheimtumenn ásækja hann
sí og æ. Og loks varð mælirinn
fullur, er kvikmyndin, sem hann
tók í Indlandi, var harðlega gagn
rýnd í ítölskum blöðum. Einmitt
þessi kvikmynd átti að endurreisa
orðstír hans sem kvikmyndaleik-
stjóra.
Þann 8. febrúar n.k. kemur
Ingrid fyrir rétt í Rómaborg, og
þá verður m.a. reynt að ganga
úr skugga um, hvort þau hafa
raunverulega verið löglega gift
eða ekki. N.k. mánudag hefjast
önnur málaferli, þar sem gera á
út um, hvort þeirra fái umráða-
rétt yfir börnunum, Robertino og
tvíburasystrunum. Slík málaferli
geta dregizt mjög á langinn, og
því hefir Rossellini farið sérstak
lega fram á, að málunum verði
flýtt á þeim forsendum, að „börn
in skaðist siðferðilega á að búa
hjá Lars Schmidt, og það geti
valdið þeim heilsutjóni að verða
daglega að sækja skóla langa leið
til Parísar". Útkljáð verður þeg-
ar á morgun, hvort þessi tilmæli
Rossellinis verða tekin til greina.
Örðugleikar Rossellinis eru
ekki hér með upp taldir. f sl.
viku stefndi hann fyrir rétt
stærsta myndablaðinu á Ítalíu,
„Epoca", sem nýlega hóf að birta
greinar um Rossellini undir fyr-
irsögninni „Rossellini, eins og
hann er“. Fyrrverandi einkarit-
ari Rossellinis, Alberto Manni hef
ir skrifað þessar greinar. Manni
segir, að hann hafi hjá Rossell-
ini orðið að gegna í senn störf-
um einkaritara, einkabílstjóra,
skósveins og herbergisþjóns.
Rossellini varð að segja þessum
þarfa þjóni upp, er efnahagsá-
stæður hans versnuðu. Eftir grein
unum að dæma hefir Manni ekki
líkað vistin vel. Manni lýsir
Rossellini sem „hlægilegum,
aumkunarverðum harðstjóra á
sínu heimili", sem skeyti ekki um
annað en frægð og frama, „smá-
harðstjóri, síafbrýðisamur og
sjálfselskur eiginmaður". Sem sé:
Greinarnar staðfesta fyllilega hið
fornkveðna: Enginn er hetja í
augum skósveins síns.
Nú er það móðirin, sem fer með börnin í skolann. Eg muntli aldrei geta verið hamingjusom,
börnin mín væru langt frá mér, sagði Ingiríður. Robertino og tvíburasysturnar eru hjá henn)
Lars Schmidt á heimili þeirra, „Grange aux Moines“ í Chevreuse-dalnum í grennd við P.