Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. jan. 1959 Hér sjáum við Oddeyrina baðaða í sól. Þar eru eflaust allir búnir að drekka sitt sólarkaffi. Hins vegar eiga miðbæingarnir það eftir, eins og sjá má, en skammt mun þangað til húsmóðirin, sem býr í húsinu næst til vinstri, má fara að taka fram pönnuna sína og steikja sólariummurnar. — Vetrarríki á Norburlandi Óðum líður að „sólarkaffitima" NÚ ER vetrarríki á Norðurlandi. Frostið í Eyjafirði er dag hvern yfir 10 stig allt upp í 14—16 stig. Þar sem hærra ber, svo sem á Hólsfjöllum, er frostið enn meira og hefir komizt allt upp 1 25 stig. Það má því með sanni segja að hér ríki vetur konungur í öllu sínu veldi. Sólarkaffi og sóiarlummur Það var og er víða enn sið- ur að gefa sólarkaffi er sólar tók að njóta á ný eftir svart- asta skammdegið. Ekki mun sið- ur þessi útbreiddur hér á Norð- urlandi, en þó þekkist hann hér. Ég hef alltaf haldið að nokkra daga kringum vetrarsólstöðurnar nyti sólar ekki hér á Akureyri. Eldri menn segja þó að smáblett- ur sé á Oddeyrinni þar sem sól- ar njóti allan ársins hring ef til hennar sést á annað borð. Hitt veit ég að víðast hvar hér í bæ nýtur hennar ekki um all- langt skeið vetur hvern. Mér fannst það skemmtilegur siður að gefa venju fremur „gott kaffi“ fyrsta daginn, sem sólin gægðist inn um suðurgluggann. Svo er gleði manna mikil yfir endur- heimt sólarinnar að full ástæða er til að gera sér dagamun. Jónas á Hrafnagili segir í Þjóðháttum sínum að siðurinn, að gefa sólar- kaffi, sé kominn austan úr Múla- sýslum. Gamalt fólk segir mér að siðurinn, að gefa sólarlumm- ur, sé vestfirzkur. Sólarlummur voru „bættar“ með rúsínum og öðru góðgæti. Hvort tveggja mun sennilega rétt, því hvergi á landinu hverf- ur sól jafnlengi að vetrinum eins og á sumum stöðum bæði á Vest- og Austfjörðum. Hvað um það. Hér á Akureyri eru menn byrjaðir að drekka sitt sólarkaffi og éta sínar sólar- lummur, þeir sem á annað borð hafa þann sið. Sólar er tekið að njóta hér of- urlitla stund dag hvern, en nú eru hér oft heiðríkir og bjartir dagar, en frost með stillunni. Allir fara á skautum Pollurinn okkar er frosinn og þar er nú hið æskilegasta skauta svell, enda fara nú allir á skaut- um, sem vettlingi geta valdið og einhver járn eiga undir fæturna. Jafnvel gamlir tréskautar eru teknir fram, en hrossleggi hef ég enga séð enn sem komið er. Þótt mörgum þyki nóg um kuldann og húsráðendur bölvi yf- ir upphitunarkostnaðinum, að ég tali nú ekki um þegar rússneska olían „frýs“ í leiðslunum, þá eru krakkarnir ánægðir með lífið. Að geta farið á skíði og skauta hvern einasta dag er meira gaman en tali taki. Nemendur skólanna fara í fylgd kennara sinna í stór- hópum á skauta og skíði, jafnvel var á dögunum háð skautakeppni innan barnaskólans. Það var meira að segja 6. bekkur í 14. stofu, sem fór með sigur af hólmi. Að sönnu geri ég ekki ráð fyrir að þessi sigur verði færður á met skrá hjá „statistikerum“ íþrótta- mála vorra, enda skiptir það ekki máli. Hitt er staðreynd að nú er sældartími hjá akureyrskum ung lingum, sem vetraríþróttum unna. Yngstu „rollingarnir" fara á sleð- um um flestar götur bæjarins og hef ég ekki einu sinni séð lög- regluna taka til þess, enda víst óþarfi, þar sem farartæki kom- ast ekki með neinni ofsaferð í þessu færi og stjórnendur þeirra hafa nægan tíma til að líta í kringum sig. Þó verður að sjálf- sögðu aldrei of varlega farið. Svo eru menn áfjáðir að stunda skautaíþróttina að þeir láta sér ekki-nægja svellið sem náttúran skammtar þeim á Pollinn, heldur búa þeir sér sjálfir' til svell á íþróttavellinum. Þar þjóta ung- lingarnir um með kylfur og knetti og þreyta „hocky“, vonandi slysa laust. Svona gengur þetta hér nyðra hjá okkur. Menn arka um með loðhúfur niður fyrir eyru og vettl inga upp undir olnboga, meðrautt nef og rjóðir í kinnum eins og ástfangin ungmey í menntaskólcu — vig. ,Delerium bubonis4 á Akureyri? AKUREYRI, 20. jan. — Tíðinda- maður Mbl. hér í bæ hefir fregn- að, að Leikfélag Akureyrar hafi í hyggju að sýna hér gamanleik- inn „Delirium bubons“ eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árna- syni. — Er sagt, að Flosi Ólafs- son (Denni) hafi verið ráðinn leikstjóri, og eigi æfingar að hefj- ast innan skamms. Leikfélagið mun nú vera að æfa gamanleikinn „Forríkur fá- tæklingur" — þ. e. „Gestir í Miklagarði", eða „Þrír menn í snjónum". — Leikur þessi er gerð ur eftir sögu, sem borið hefir í íslenzkum þýðingum tvö hin síð- arnefndu nöfn — og birzt hefir sem framhaidssaga í tveimur dagblöðum landsins, og auk þess komið út í bókaiformi. — Leik- stjóri mun vera Jóhann Ögmur.ds son, formaður Leikfélags Akur- eyrar. — vig. Fóstbræður sungu í Keflavík KEFLAVÍK, 20. jan. — f gær- kvöldi hélt karlakórinn Fóst- bræður, ásamt blönduðum kór, tónleika í Bíóhöllinni í Keflavík — á vegum Tónlistarfélags Kefla víkur. Söngstjóri var Ragnar Björnsson — og einsöngvarar með kórnum þeir Kristinn Halls- son, Ketill Jensson og Gunnar Kristinsson. Viðfangsefnin voru m.a. eftir Schubert, Mendelsohn, Sibelius, Brahms og Verdi. Hús- fyllir var og söngfólkinu forkunn arvel tekið. Að söngnum loknum efndu konur úr Tónlistarfél. til kaffi- boðs fyrir gestina. Alfreð Gísla- son bæjarfógeti þakkaði söngfólk inu komuna, og Gunnar Gunn- arsson, formaður Fóstbræðra, þakkaði móttökur. Þetta var annað tónleikakvöld Tónlistarfélags Keflavíkur á starfsárinu — og mjög ánægju- legt í alla staði. — Helgi S. ®----------------------------- Og svo eru það strákarnir, sem fara á skautum eftir Pollinum. Þeir fagna bæði ís og snjó, enda lausir við áhyggjnr af upphitun og atvinnuframkvæmdum, sem bíða tjón af vetrarhörkunni. — Krisfín Stefánsdóttir húsfrú í Hítarnesi Fædd 29. maí 1891 Dáin 30. des. 1958 KVEÐJA FRÁ EIGINMANNI Mér hurfu brúna blysin þín sem breyttu nótt í dag. Hver á að finna fötin mín og færa allt I lag? Það er von mér þyki kalt er þú ert horfin mér. Þú varst mér í öllu allt, og allt mitt fór með þér. Eg læt þig ekki ljúfan mín svo langt í burt frá mér, að ekki nái eg til þín — eg uni bezt hjá þér. Málflutningsskrifstofr Einai B. OuSmumtsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Péti rssor. * Aðalstræti 6, III. iiæð Símar 12002 — 13202 — 1„^02, Og heit var móður mundin þín, sem mýktir allra sár. Gjöful varstu, góða mín, á gleði fyrir tár. Og börnin okkar þakka þér þína vernd og skjól. Þú varst þeim alltaf eins og mér, sem alheið júní-sól. Eg á svo margt að þakka þér, og þakka fyrir allt. Vís mér barnavarminn er og verður síður kalt. Augna minna yndi dvín, og ævi minnar stund. Guð mun alltaf gæta mín — svo geng eg á þinn fund. Þá harmar sárin hrella mig eg horfi í sólarátt. Frelsaranum fel eg þig og flyt svo til þín brátt. Hítarnesi, 9. janúar '959 Július Jousson. PoU'trjnn á Akureyri er ísi lagður, svo þykkum, að skip eiga fullt í fangi með að komast upr - Torí'unefsbryggjunum. Hér hefur þó einn fossanna brotizt í gegn og er verið að afferma han*. ^ bryggjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.