Morgunblaðið - 22.01.1959, Page 20
VEÐRID
Hvass norðan, skýjað.
Frost 5—8 stig.
Bros og blíðuhót
Sjá bls. 11
Aflinn jan.-nóv. 1958:
Þorskaflinn jókst um
73,6 þús. tonn árið 1958
um á Melunum. Hefur þeim verið haldiö vel viö og hér sést er svelliö er skafiö meö dráttarvél,
búinni ýtu. Strákarnir kunna vel aö nota sér þaö.
Flytja á vatnið til Borg
arness í tankbílum
1 SKÝRSLU Fiskifélags íslands
uxn heildaraflann, eins og hann
var orðinn í lok nóvembermán-
aðar 1958, segir, að þorskafli ís-
lendinga hafi verið orðinn 377,3
þúsundir lesta. Er skipting aflans
þannig, að bátafiskurinn er 195,5
þúsundir lesta á móti 181,7 þjs-
vuidum lesta af togarafiski.
í skýrslunni er til samanburðar
Mikil sílcl
veiddist í reknet
í Miðnessjó
AKRANESI, 21. jan. — Enn
fengu reknetjabátarnir síld í
Miðnessjó í nótt. Mb. Ver bein-
línis mokfiskaði, þar sem hann
fékk 350 tunnur í 47 net. Svanur
hafði 62 tunnur, en hann komst
ekki út á veiðar fyrr en seint í
gær. Síldin er ágæt og er fryst
til útflutnings.
Heildarafli 12 bátanna í gær
var 90 tonn. Aflahæstir voru
Keilir með 13,8 tonn og Böðvar
með 11,7 tonn. Nýlega voru hér
tvö erlend skip, annað lestaði
400 tunnur af saltsíld, hitt lest-
aði frosna síld. Tólf línubátar
eru á sjó héðan í dag. — Oddur.
Nístingskuldi
í Reykjavík
í gærkvöldi
1 GÆRDAG minnkaði frostið í
Reykjavík og var um tíma ekki
nema tvö stig. En þegar líða tók
á daginn kólnaði aftur. Voru kom
in 10 stig í gærkvöldi. Var níst-
ingskuldi og jafnframt tók að
hvessa. Því fylgdi mikið moldrok
á öllum götum.
Skömmu áður en blaðið fór í
prentun. tók að snjóa. ,
Keflavík
HIÐ vinsæla spilakvöld Sjálf-
itæðisfélaganna í Keflavík verð-
ur að Vík fimmtudaginn 22 jan-
úar kl. 9 síðdegis. H.J.-kvartett-
inn leikur fyrir dansi til kl. 1
C. m. Sjálfstæðismenn fjölmennið.
Sjálfstæðisfélögin í Keflavík.
Trúnaðarráð Óðtns
MJÖG áríðandi fundur í trúnaðar
ráði Óðins verður haldinn í Val-
höll í kvöld kl. 9 e. h. Mikilvægt
að allir mæti.
sagt frá þorskaflanum, eins og
hann var í nóvember 1957. Var
aflinn þá 303,7 þúsundir lesta. Er
aukning þorskaflans því um 73,6
þúsundir lesta á árinu 1958.
Fiskaflinn hefur einkum farið
til frystingar, eða rúmlega 242
þúsundir lesta. Til söltunar fóru
rúmlega 76,700 lestir og til herzlu
tæplega 41,000 lestir. Til neyzlu
hér í landinu rúmlega 4300 lestir,
og um 4,700 lestir til mjölvinnslu.
Sameiginlegt magn þorsk-
aflans og síldaraflans var um
fyrrgreind mánaðamót 1958, 480
þúsundir lesta. Á sama tíma 1957
var heildaraflinn 414 þúsundir
lesta . Aflinn er miðaður við
slægðan fisk með haus.
Síldaraflinn nam 102,6 þúsund
um lesta um mánaðarmótin nóv,-
des. 1958. Af síldaraflanum höfðu
farið til söltunar tæplega 47,000
lestir. Bræðslusíldin var 44,6 þús.
lesta.
Þar, sem aflinn er sundurlið-
aður, eftir tegundum, getur að
líta þorskinn í aflanum, og er
hann 230,5 þús. lesta; karfinn er
97,000 lestir og ýsuaflinn rúmlega
17,000 lestir.
GRÍMSSTAÐIR við Mývatn, 21.
jan. — Óvenju miklar frosthörk-
ur hafa verið hér í Mývatnssveit
að undanförnu. Hefur frostið
komizt niður fyrir 30 stig. —
Hefur ekki í fjöldamörg ár komið
svona mikið frost, jafnvel ekki
síðan frostaveturinn 1918. Nú
hefur þó heldur dregið úr frost-
inu aftur.
Frostakafli þessi er orðinn
langur. Undanfarna viku hefur
frostið til jafnaðar verið yfir 20
stig, en áður var það um tíma
um 10 stig. Það er þó bót í máli
að snjórinn er ekki mikill, svo
sauðfé hefur verið beitt til þessá.
Vegir eru ófærir fyrir venju-
lega bíla, en tveir eða þrír snjó-
Bíl stolið
{ GÆRDAG tókst ekki að upp-
lýsa hvar væri niðurkominn
Skodasendiferðabíllinn R-5804.
Þessum bíl var stolið í fyrri nótt,
þar sem hann stóð ólæstur við
húsið númer 7 við Þórsgötu.
Rannsóknarlögreglan lýsti eftir
bílum í hádegisútvarpinu í gær,
en hafði í gærkvöldi ekki haft
neinar spurnir af því hvar bíllinn
væri niðurkominn.
Versta tíðarfar frá
áramótum
ÓLAFSFIRÐI, 21. jan. — Segja
má að frá áramótum hafi verið
hið versta tíðarfar, norðaustan
stormar með snjókomu. Mikill
snjór er hér og vegir ófærir og
fara því allir flutningar hér um
sveitina fram á hestum og sleð-
um. Hér hafa komið nokkrir góð-
viðrisdagar, en frost hefur þó
verið mikið, allt upp í 18 stig.
Héðan frá Ólafsfirði verða gerð
ir út tveir 10 smálesta bátar í
vetur og einn 100 smálesta bát-
ur, Gunnólfur. Ennfremur nokkr
ir trillubátar. Bátarnir hafa farið
BORGARNESI, 21. jan. —
Kauptúnið er nú vatnslaust. Er
þetta í annað skiptið á s.l. fjórum
árum, sem slíkt á sér stað hér í
Borgarnesi. Vatnið í aðalæðinni
er frosið. Eðlilega hefur þetta í
för með sér margvíslega örðug-
bílar eru til í héraðinu og bætir
það mikið úr. Erfiðlega hefur
gengið að koma frá sér mjólk-
inni, en fyrir rúmri viku var
farið á trukk til Húsavíkur og
fyrir tveimur dögum var farið á
snjóbíl.
Póstferðir hingað eru strjálar.
Stundum hafa blöðin ekki borizt
um langan tíma, t. d. höfum við
nú ekki fengið blöð síðan 9. janú-
ar. — J. S.
Morðinginn dæmd-
ur í Hæstarétti
í HÆSTARÉTTI er genginn dóm-
ur í máli því er ákæruvaldið höfð
aði gegn Guðjóni Magnússyni
Guðlaugssyni. Var hann dæmdur
í undirrétti í 16 ára fangelsi. Það
var þessi maður er svipti unn-
ustu sína lífi með hnífsstungu, af
ráðnum hug, í íbúð þeirra hér í
bænum, Eskihlíð 12 B, vorið
1958.
Hæstiréttur staðfesti dóm und-
irréttar að öllu leyti í máli þessu,
en þessi hroðalegi atburður er
enn í svo fersku minni, að með
öllu er óþarfi að rekja forsögu
málsins og forsendur dómsins.
nokkra róðra og aflað sæmilega.
Gunnólfur frá 3—6 smálestir í
róðri og minni bátarnir 2—4 smá-
lestir í róðri. Fjórir bátar héðan
eru farnir suður og verða gerðir
út frá verstöðvum sunnanlands.
Ennfremur mun um 200 manns
vera farið héðan til Suðurlands
á vetrarvertíð. — J.Á.
KAIRO, 21. jan. — Brezka
stjórnin hefur beðið um að fá
að senda stjórnarerindreka til
Kairó að fylgjast með samning-
um um skaðabótagreiðslur til
brezkra borgara vegna þjóðnýt-
ingar á eignum þeirra í Egypta-
landi.
leika, og er verið að gera ráð-
stafanir til þess að geta hleypt
sjó á kerfið, svo að hægt verði
að skola niður úr hreinlætistækj
um á heimilum manna.
Vatnsæðin liggur ofan úr Hafn-
arfjalli. Þar er vatnið tekið úr
svonefndu Selseyrargili, sem er
í 144 m hæð yfir sjó. Vatnsæðin
liggur á botni fjarðarins og er vit
að að frosið hefur í æðinni þar
sem hún liggur út í sjóinn.
Hér í Borgarnesi er 250 tonna
vatnsmiðlunargeymir. í dag var
byrjað að dæla í hann sjó með
öflugri brunadælu. Er þetta gert
til þess að firra stórvandræðum
á heimilum.
Hér í þorpinu eru vatnsfrek
fyrirtæki, t.d. mjólkursamlagið
og hraðfrystihúsið. Verður til
þess gripið, að sækja vatn á stór-
um tankbílum, en til slíkra ráða
var gripið, þegar hér var vatns-
laust í langvarandi frostum fyrir
4 árum.
Vatnslaust í hluta
bæjarins í gær
FYRRI hluta dags í gær var
vatnslaust í húsum í Laugarásn-
um og í Kleppsholtinu í Reykja-
vík. Ástæðan var sú að í fyrra-
kvöld bilaði skyndilega vatnsæð-
in, sem liggur í þessi hverfi. Var
unnið að viðgerðum á æðinni í
ella fyrrinótt og í gærmorgun, og
mun verkinu hafa verið lokið kl.
2—3 e. h. í gær.
Ræddu þeir stjórnmálavið-
horfið nú eftir að vinstri stjórnin
er fallin og ný ríkisstjórn tekin
við. Ennfremur skýrðu þeir til-
lögur Sjálfstæðisflokksins í kjör
dæmamálinu. Var máli þeirra
ágætlega tekið. Auk þingmann-
anna tóku til máls þeir Albert K.
Sanders og Þórður Jónsson.
I Hnífsdal var almennur þing-
málafundur haldinn á laugar-
dagskvöld. Hafði Sigurður Bjarna
son þar framsögu um stjórn-
málaviðhorfið en auk hans tóku
til máls þeir Einar Steindórsson
oddviti og Guðjón Sigurðsson,
sjómaður.
Afnotagjald
útvarpsins
hækkar
í APRÍL næstkomandi munu af-
notagjöld Ríkisútvarpsins hækka
úr kr. 200 í kr. 300, en þau hafa
haldizt óbreytt síðastliðin 7 ár.
Hefur lengi verið ráðgerð
hækkun og er nú ákveðið að hún
komi til framkvæmda seinni
hluta vetrar. Við þetta munu
tekjur Ríkisútvarpsins aukast um
3—4 millj. króna.
Slökkviliðið marg-
kallað út í gær
í GÆR var mikið um útkallanir
hjá slökkviliðinu, en ekki var þó
neins staðar um meiri háttar
bruna að ræða.
Kl. 15.45 var slökkviliðið kvatt
að Breiðagerðisskólanum. Höfðu
krakkar kveikt þar í rusli. Um
klukkan 18 var kallað á slökkvi-
liðið frá Grettisgötu 6, en þar
hafði kviknað í loftpressu.
Skemmdist hún talsvert. Og áður
en bílarnir voru komnir úr þeirri
ferð, eða um kl. 19.30 kom kall
frá Oddagötu 8. Hafði kviknað
þar í sóti í miðstöð. Á öllum þess-
um stöðum gekk greiðlega að
ráða niðurlögum eldsins.
Um 7 leytið í gærkvöldi kvikn-
aði í skilrúmi í lúkarnum á
mótorbátnum Hermóði, sem lá
við Verbúðarbryggju. Slökkvilið-
ið kom á vettvang og tók það um
hálftíma að ráða niðurlögum
eldsins.
f Bolungarvík gengust Sjálf-
stæðisfélögin fyrir fundi kl. 4
síðdegis á sunnudag. Var Sigurð-
ur Bjarnason þar einnig frunrv-
mælandi. Auk hans tók Friðrik
Sigurbjörnsson lögreglustjóri til
máls. Síðan var sýnd kvikmynd.
Húsfyllir var á fundinum.
í Súðavík hafði þingmaður
Norður-ísfirðinga einnig fund
með nokkrum trúnaðarmönnum
Sjálfstæðisflokksins í byggðar-
laginu.
Á öllum þessum fundum kom
fram mikill einhugur Sjálftæðis-
fólks við ísafjarðardjúp.
— Fréttaritari.
Ytir 30 stiga frost í
Mývatnssveit
Ólafsfjarðarbátar afla
sœmilega
Ágœtir tundir Sjálfstœð-
ismanna við Isafjarðar-
djúp
ISAFIRÐI, þriðjudag. — Um síöustu helgl héldu Sjálfstæðismenn
á Isifiröi og í kauptúnunum viö utanvert ísafjarðardjúp fundi, þar
sem rætt var um stjórnmálaviðhorfiö. Var fundur haldinn á ísa-
firöi á föstudagskvöld í húsi Sjálfstæðisflokksins, Uppsölum. —
Frummælendur á þeim fundi voru alþingismennirnir Kjartan J.
Jóhannsson og Sigurður Bjarnason.