Morgunblaðið - 28.01.1959, Page 1
20 síður
46. árgangur
Krúsjeff var oð springa af sjálf■
trausti á flokksjjinginu í gær
Hann talaði hvorki meira né minna
en: 6 klukkustundir
Málverk Mugrgs
MOSKVU, 27. jan. — Þegar Ni-
kita Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna og aðalritari
Kommúnistaflokksins, hafði lokið
rösklega 6 klukkustunda ræðu
sinni á 21. flokksþingi rússneska
Kommúnistaflokksins, sem hófst
í Moskvu í dag, var hann ákaft
hylltur af tvö þúswnd áheyrend-
um. Kjarni ræðunnar fjallaði um
hina nýju 7 ára áætlun Sovét-
ríkjanna, sem Krúsjeff sagði að
væri svo stórkostleg, að ekki væri
hægt að jafna við neitt í sögu
mannkynsins. Þá réðist hann heift
arlega á flokksfjendurna, Bulg-
anin, Malenkov, Molotoff, Kag-
anovich, Sjepilov og Sjukov. I
dag geta allir séð hversu skynsam
lega miðstjórnin fór að ráði sínu,
þegar hún einangraði þessa menn,
sagði forsætisráðherrann. Þá
skýrði hann frá því að Sovét-
stjórnin ynni að því öllum árum
að draga úr kalda stríðimu og
stofna til stórveldafundar. Hann
réðist einnig á júgóslavneska
kommúnistaflokkinn og stefnu
hans og árásirnar á kommúnista
í Arabaríkjunum, en hyllti þó
arabisku þjóðernisstefnuna og
Nasser og Karsem, hvorn í sínu
lagi. Hann lagði áherzlu á að
ekki væri im neinn ágreining
að ræða milli kínverzka alþýðu-
Kosningar ekki nauðsynlegar
Þá sagði utanríkisráðherrann,
að ekki væri nauðsynlegt að efna
til kosninga í Þýzkalandi áður en
landið verður sameinað. Saga
rxulles
annarra landa sýndi, að unnt
hefði verið að sameina þau í eitt
ríki, þótt engar kosningar hefðu
farið fram. Bandaríkin væru
'æmi um þetta.
lýðveldisins og Sovétríkjanna, og
ekki myndi heldur koma til
neinna árekstra þótt kommúnista
flokkar þessara ríkja notuðu ó-
Krúsjeff
líkar aðferðir til að ná sama tak-
marki.
Krúsjeff lofar Stalín
Krúsjeff var einn á mælenda-
skrá á fundinum í dag. Hann lof-
aði verkamönnum hærri launum,
styttri vinnutíma og lægri skött-
Sök Rússa
Dulles vék einnig að um-
mælum Krúsjeffs á mánudag-
inn um kalda stríðið og sagði,
að það væru Rússar, sem
héldu því við. Þær tillögur,
sem þeir hefðu borið fram á
alþjóðavettvangi, miðuðu ekki
að því að draga úr kalda stríð-
inu, heldur vinna það.
Þá minntist ráðherrann á Kúbu
og sagði, að Bandaríkjastjórn
hefði ákveðið að kalla heim hern
aðarsendinefnd sína þar í landi
vegna þess, að stjórn uppreisnar-
manna hefði farið þess á leit.
Fundur Bagdad-
bandalagsins
KARACHI, 27. jan. — f dag var
rætt á ráðherrafundi Bagdad-
bandalagsins um afstöðuna til
NATO og SEATO.
Ráð Bagdadbandalagsins held-
ur fund á morgun til að leggja
síðustu hönd á yfirlýsingu að
fundarlokum.
um, og sagði að ekki liði á löngu
þar til beinir skattar yrðu af-
numdir í Sovétríkjunum, — og
nú væru aðeins 8% af tekjum
ríkisins af skattheimtu. Þá full-
yrti hann, að Sovétríkin væri
mesta iðnaðarframleiðsluland í
Evrópu og annað mesta iðnaðar-
veldi heims, og ekki myndi líða
á löngu þar til Sovétríkin færu
fram úr Bandaríkjunum og stór-
ykju framleiðslu sína. Krúsjeff
fór fögrum .orðum um Stalrn,
sem hann sagði að hefði átt mik-
inn þátt í þessari öru þróun. Þá
skýrði hann frá því að meðal-
framleiðsluaukningin samkvæmt
hinni nýju 7 ára áætlun væri um
80%.
Hægt aS komast hjá styrjöld
Krúsjeff minntist nokkrum orð
um á síðasta flokksþingið og
sagði, að þar hefði verið stigið
glæsilegt spor fram á við, þegar
lýst var yfir, að unnt væri að
komast hjá styrjöld. Sovétríkin
líta á það sem skyldu sína að
hvetja til stórveldafundar, svo að
unnt verði að draga úr spenn-
unni og hætta tilraunum með
kjarnorkuvopn, sagði hann. —
Það er engin ástæða til að ætla
að árekstrar verði milli Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna, hélt
hann áfram. En óeðlileg sam-
skipti þessara landa verða vafa-
laust lengi enn.
Þýzkalandsmálin
Þá gat hann þess, að árásar-
pólitík Bandaríkjanna, eins og
hann komst að orði, gegn Rauða-
Kína, væri sök í spennunni aust-
ur þar, en síðan bætti hann við,
að nauðsynlegt væri að koma á
kjarnorkulausu belti í Austur-
Asíu og á Kyrrahafi. f sambandi
við Þýzkalandsmál kvað ráðherr-
ann mikilvægast að undirrita
Framh. á bls. 19
í FYRIRSPURNARTÍMA í
brezka þinginu í gær var minnzt
á landhelgismálið. Hector Huges,
verkamannaþingmaður frá Aber-
deen, spurði utanríkisráðherr-
ann, hvort stjórninni væri ljóst,
að deilumálin um landhelgina
kæmu ekki fyrir ráðstefnu S.þ.
fyrr en 1960 og á tímabilinu
þangað til væru margar hættur
á ferðum bæði fyrir fiskiðnaðinn
Samsœrí
á Kúbu
HAVANA, 27. jan. — í Pinar
El Rio héraði voru allmargir
fyrrum liðsforingjar í her
Batista handteknir í dag, þeg-
ar upp komst um samsæri
gegn hinni nýju stjórn bylt-
ingarmanna.
Enn er haldið áfram réttar-
höldum í Havana yfir fyrrum
samstarfsmönnum Batista.
Einn þeirra, sem var lögreglu-
stjóri, var dæmdur til dauða
í dag.
Listkynning Mbl.
Málverkaprenfanir
Helgafells
LISTKYNNING Morgunblaðsins
byrjar í dag sýningu á nýjum
eftirprentunum frá Helgafelli.
CARACAS, 27. jan. — Fidel
Castro, uppreisanrforingi á
Kúbu, horfði í dag, þegar
hann var að leggja af stað
heim frá Venezúela, á einn
bezta vin sinn lenda í einni
af skrúfunum á skæmaster-
vélinni, sem flutti hann heim,
og bíða samstundis bana. —
Castro skipaði 10 fylgdar-
mönnum sínum að standa
og neytendur og hvort utanríkis-
ráðherra hygðist gera einhverj-
ar ráðstafanir til þess að sam-
komulag náist um viðræður og
lausn á málinu sem fyrst.
Robert Allen, sem nýlega hef-
ur tekið við embætti aðstoðar-
utanríkisráðherra, svaraði fyrir-
spurninni á þá lund, að ríkis-
stjórn hennar hátignar hefði held
ur kosið, að ráðstefnan yrði hald
iix fyrr og hafði sjálf lagt til, að
hún yrði haldin 1959, en meiri-
hlutinn á Allsherjarþinginu var
þeirrar skoðunar, að bezt væri
að kalla ráðstefnuna ekki saman
fyrr en í marz eða apríl 1960.
Brezka stjórnin samþykkti þetta,
með hálfum huga þó, og hafði þá
lendhelgisdeiluna við Island í
huga. Brezka stjórnin hefur æ
ofan í æ lýst yfir að hún sé fús
til þess að samþykkja bráða-
birgðalausn, sagði ráðherrann
ennfremur, þangað til málið hef-
ur verið afgreitt endanlega á al-
þjóðaráðstefnu. Ríkisstjórn ís-
lands, hélt ráðherrann áfram,
hefur því miður ekki getað fallizt
á neinar þær tillögur, sem lagð-
ar hafa verið fram. Brezka stjórn
in er þess enn reiðubúin að gera
bráðabirgðaráðstafanir til að
minnka hættuna á átökum við
ísland.
Myndirnar sem sýndar eru:
Fjallamjólk, Þingvallamynd,
eftir Jóhannes Kjarval, Gamla
búðin eftir Gunnlaug Scheving,
Dagrenning við Hornbjarg eftir
Jón Stefánsson, Hornaf jörður eft
ir Ásgrím Jónsson, Stúlka með
fugl eftir Ásgerði Búadóttur,
Sjöuntli dagur í Paradís eftir
Guðmund Thorsteinsson (Mugg),
Áning eftir Kristján Davíðsson
og íslandslag eftir Jóhannes
Kjarval.
heiðursvörð hjá líkinu, þegar
það yrði flutt heim til Kúbu,
en fór sjálfur með vélinni,
sem slysinu olli. Hann sagði
hrærður: „Stríðinu er lokið,
en dauðinn heldur áfram iðju
sinni.“
Þessi vinur uppreisnarfor-
ingjans, sem lézt í dag, hét
Paco Cabrera og var lífvörð-
ur hans og nánasti samstarfs-
maður í uppreisninni.
Tæknin eyðir þoku
PARÍS, 27. jan. — í dag skýrðu
franskir vísindamenn frá því, að
tilraunir til eð eyða þoku á flug-
völlum hefðu borið góðan ár-
angur. Hafa þeir gert tilraunir
sínar á flugvelli í nágrenni Par-
ísar og notað til þess lofttegund-
ina propan, sem þeir hafa dreift
út í þokuloftið við flugbrautirn-
ar. Við það hefur rakinn í þok-
unni kristallazt og fallið til jarð-
ar sem snjór. Hefur á þennan
hátt tekizt að auka skyggni úr
50 fetum upp í 500 fet.
★----------------------—★
Miðvikudagur, 28. janúar
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 3: Segja þarf þjóðinni sannletfc*
ann umbúðalaust. (Úr ræðl
Björns Ólafssonar).
— 6: Batnandi hagur Austfirðinga
byggist á samvinnu með hag-
fjöldans fyrir augum.
— 8: Kvenþjóðin og heimilið.
— 9: „Á yztu nöf“ leikrit Þjóðleik-
hússins.
Af sjónarhóli sveitamanns.
— 10: Forystugreinin: Skrípaleikuriiui
með varnarmálin.
Utan úr heimi: — Berlín —•
tvískipt borg.
— 11: SAS-hótelið í Höfn.
— 12: V-stjórnin fleygði efnahagsmál-
unum frá sér óafgreiddum. (Frá
Alþingi).
— 13: Bókaþáttur.
— 18: fþróttir.
*----------------------—★
Tillögur Rússa draga
ekki úr kalda stríðinu
— en miða að því að vinna það
WASHINGTON, 27. jan. — Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagði á vikulegum blaðamannafundi sínum í dag, að utan-
ríkisráðherrafundur um Þýzkalandsmálin í vor mundi verða
gagnlegur. Hann kvaðst vera andvígur þeirri hugmynd, sem heyrzt
hefur, að þýzku landshlutarnir geri með sér ríkjabandalag, því
rneð því móti mundi Þýzkalandi verða skipt um aldur og ævx.
Þá sagði ráðherrann ennfremur, að Rússar hefðu í Genf 1955 fallizt
á sameiningu Þýzkalands að undangengnum frjálsum kosningum i
landinu, en þeir hefðu gengið á það samkomulag, og ef þeir vildu
titthvað annað, þá væri þeim í sjálfsvald sett að koma fram með
tillögur í þá átt.
Landhelgisdeilan til um-
rœðu í brezka þinginu
,Striðinu lokið en.. *
'y
>