Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNRI.AÐIÐ Miðvikudagur jan. 1959 Batnandi hagur Austfirðinga byggist á vaxandi samvinnu, með hag heildar- innar fyrir augum Ný kjördæmaskinun er í því efni spor í rétta átt. ÞESSA dagana dvelur hér í bæn- um Pjíll Halldórsson erindreki Sjálfstæðisflokksins á Austur- Iandi og ritstjóri vikublaðsins ^ór á Norðfirði. sem er málgagn Sjálf stæðismanna þar eystra. Blaðið átti stutt samtal við Pál og bar ýmis vandamál Austfirðinga á góma, svo sem atvinnuástand, samgöngii.- og félags- og íþrótta- líf unga fólksins auk framtíðar- vandamála Austfirðingafjórð- ungs. Páli fórust orð eitthvað á þessa leið: Vænta bættra atvinnuhátta Yfirleitt má segja að Austfirð- ingar og Héraðsbúar séu bjart- sýnir á framtíð fjórðungsins og vænti aukinna og baéttra atvinnu hátta, er stuðla megi að eflingu hinna einstöku héraða og rétta hlut Austurlands sem heildar, borið saman við aðra landshluta. Unga fólkið hefir að -vísu nokkuð flutt á brott af Austurlandi, en flótti þess fer stöðugt minnkandi og vonir standa til þess, ef eðlileg framþróun helzt, að unga fólkið staðfestist heima. Uppbyggingin hófst á nýsköpun- arárunum Nú á annan áratug hefir staðið yfir uppbygging atvinnuveganna þar eystra, en hún hófst í tíð nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors. í því sambandi má nefna að þá hófst útgerð togara frá Norðfirði, Seyðisfirði skömmu seinna. Er þar nú alls gerðir út fjórir togar- ar og eru þrír þeirra frá nýsköp- unarárunum. Þess má í þessu sambandi geta að á sínum tíma voru nýsköpunartogararnir 5, *em gerðir voru út frá Austfjörð- um, en báðir Norðfjarðartogar- arnir fórust og var í staðinn feng- inn einn stór togári. Togaraút- gerðin byggist því algerlega á hinni miklu viðreisn sem hófst með í lok stríðsins. Á þeim árum var einnig hafizt handa um bygg- ingu frystihúsa svo sem á Norð- firði og Eskifirði og hafa þau ver- iS þungamiðja atvinnulífsins á þessum stöðum. Einnig var báta- flotinn mjög aukinn með tilkomu nýrra skipa bæði frá Svíþjóð og víðar að. Síldarverkun hefir far- iS mjög vaxandi á Austurlandi hin síðari árin og eru nú starf- ræktar síldarverksmiðjur á Vopnafirði, Seyðisfirðj og Norð- firði. Einnig er víða mikil sildar- ■öltun. Landbúnaðurinn hefir mjög eflst á seinni árum enda eru víða á Austfjörðum mjög búsældarleg landbúnaðarhéruð, og stæist þeirra Fljótsdalshérað. Ef rétt er á haldið og Aaust- firðingar bera gæfu til þess að eignast fleiri og samhentari for- ustumenn á sviði atvinnumála, má vissulega vænta batnandi hags er tryggi áframhaldandi fólksfjölgun á Austurlandi. Samgönguörðugleikarnir mesta vandamálið Það sem nú stendur Austur- landi eflaust mest fyrir þrifum er skortur á góðu samgöngukerfi, lélegir þjóðvegir og ófullnægj- andi hafnir. Þess hefir ekki verið nægilega gætt að veita fjármagni til aðalsamgönguæðanna í fjórð- ungnum. Má í því sambandi nefna að hinn nýi vegur um Fagradal er enn mjög stutt kom- inn áleiðis, en hann er sem kunn- ugt er aðalsamgönguæðin milli Fjarða og líéraðs. Vegurinn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar er enn mjög líkur því sem hann vai fyrir nær þremur áratugum, er hann var lagður. Sá vegur gæti hins vegar verið fær allt árið, ef hann væri lagður út fyrir Hólma- nesið. Þannig mætti lengi telja, svo sem vegina til Suðurfjarð- anna og ýmsar samgönguleiðir milli Fljótsdalshéraðs og annarra sveita. Allvíða eru góðar hafnir á Austurlandi, frá nátíúrunnar Páll Halldórsson hendi, en því nuður hefir allt of lítið verið unnið að því að bæta þær og eins tryggja hinar sem lakari eru. Háir þetta að sjálf- sögðu einnig atvinnulífinu. Léleg samstaða forystumanna Ekki er nokkur vafi á því að hér veldur mestu um hreppa- pólitík og léleg samstaða fulltrúa unnið sé heilhuga að sameiginleg um hagsmunamálum fjórðungs- ins. Hin nýja kjördæmaskipun, sem nú er efst á baugi, er mjóg líkleg til þess að skapa þá einingu, sem verður að vera um hin stærri mál, er varða hagsmuni heildarinnar. Ég er þess fullviss að það verður einmitt dreifbýiið, sem mestan hag hlýtur af breytingu kjör- dæmaskipunarinnar. Framsóknarmenn munu hins vegar halda öðru iram í þessu efnj og reyna þannig að verja forréttindi sín til áhrifa á stjórn landsins. Léleg forusta þeirra í inálefnum Austurlands sýnir að það er sízt hagur Austfirðinga að áhrifa þeirra gæti i ríkara mæli en eðliiegt er í stjórnmálum landsins. Félags- og íþróttastarfsemj Tilkoma hinna nýju féiags- heimila hefir mjög eflt starfsemi ýmissa félagssamtaka. Má t. d. nefna mjög aukna leikstarfsemi. Þá hefir uppbygging héraðs- skemmtistaða, t. d. á Egilsstöð- um, eflt mjög skemmtanlífið, en Sjálfstæðismenn á Austurlandi hafa sameiginlega staðið að bygg- ingu hans. Því miður hefir íþróttalíf ekki staðið með nægilega miklum blóma í seinni tíð. Þó er grund- völlur til eflingar þess góður, þar sem bæði eru til góðir sundmenn og knattspyrnumenn. Hins vegar þarf lagfæringu á þeim íþrótta- mannvirkjum, sem fyrir eru á Austurlandi og ifppbyggingu nýrra. Þá þyrfti að koma upp sameiginlegum leikvangi, fyrir stór svæði. Mætti t. d. hugsa sér að velja einum slíkum stað á Reyðarfirði, eða ef hentara þætti annars staðar miðsvæðis í fjórð- ungnum, þar sem hægt væn um samgöngur. Mál framtíffarinnar Eins og ég benti á áðan eru samgöngumálin brýnasta hags- á að snúa sér að þeim með aukn- um krafti og meiri hagsýni en verið hefir. Samhliða og í fram- haldi af þeim verður að vinna að því að iðnvæðing, byggð á orku vatnsfallanna, nái til Austur- lands. Sé haldið með kostgæfni og hagsýni á málefnum Austur- lands, og eining ríki meðai for- ystumanna þeirra, er vissulega engin ástæða til þ'ess að övænta um hag þessa fagra og mjög svo byggilega landshluta. Sjálfir eru Austfirðingar dugnaðarmenn. — Stjórnmálaforystumennirnir hafa hins vegar verið stungnir svef- þorni. Þar verður að koma breyt- ing á. Þá mun vel fara, sagði Páll Halldórsson að lokum. vig. Það er sjaldgœft, aö konungshirö stefni einstaklingi fyrir rétt, en þetta átti sér samt staö í Englandi á dögunum. — Charles EUis, fyrrverandi þjónn í liúsi Elísabetar drottning- ar, haföi selt einu Lundúnablaöinu fjölmargar greinar um starf sitt viö hiröina og einkalíf drottningar. Strax og fyrsta greinin birtist var Ellis stefnt, þvi aö hann haföi lagt eiö að því aö láta aldrei neitt uppi um hagi drottning- ar, þegar hann gekk úr þjónustu hennar. Fyrsta greinin var hins vegar mjög vafasöm aö dómi margra lesenda — og viröist einsýnt hvernig máliö fer. Ellis er nú veitinga- hússeigandi — og sést hann hér vera aö hressa sig á bjór, ekki veitir af. — Austurlands á Alþingi. Hér þarf munamál Austurlands nú í dag. því að skapast það viðhorf að Þarf því að leggja mesta áherzlu Er furða þó illa gangi? GENF, 26. jan. Bandarikjamanna og Fulltrúar Breta á skrifar ur daqieqq lifínu Bílaflaut aff næturlagi VELVAKANDA hefur borizt bréf um ónæði það er bíla- flaut að næturlagi veldur svefn- styggum borgurum. Það er að vísu ekki nýtt efni hér í dálkun- um, en bréfritari kemur fram með uppástungu um það hvernig draga megi úr þessum hávaða. Hann segir m. a.: „í hverfinu þar sem ég bý, etu t. d. nokkur fjölbýlishús í röð og segir það sig sjálft að atltaf eru einh'verjir „næturhrafnar“ á ferli í slíkum húsum. Þeir hringja á bíl um miðja nótt — bíllínn kem- ur að vörmu spori og rennir upp að húsinu og bílstjórinn byrjar oft þegar í stað að þeyta bílflaut- una, ef sá sem pantaði bílinn stendur ekki tilbúinn fyrir utan húsið. Þetta bílaflaut vekur svo fleiri eða færri íbúa hússins og nær það auðvitað ekki nokkurri átt. Vil ég því benda héx á ráð, sem að gagni mætti koma til að útrýma þessu „mjög svo ósæmi- lega fargani". í flestum fjölbýlishúsum eru dyrasímar fyrir hverja íbúð, sem viðkomandi aðilar gætu hér not- að. Sá sem t. d. pantar bíl að næturlagi gæti um leið tilkynnt bílastöðinni á hvaða dyrasíma- hnapp bílstjórinn skuli hringja til að láta vita um komu sína. Með samvinnu þess, sem bílinn pantar og bifreiðastöðvarinnar mætti þannig losa fólk við mikið ónæði af völdum bílaflauts um hánótt. Ég vil taka það fram til þess að fyrirbyggja misskilning, að ekki eiga allir bílstjórar hér óskilið mál varðandi bílaflautið, því margir þeirra munu viðhafa þá sjálfsögðu háttvísi að hinkra við fyrir framan húsin og snerta ekki flautuna, enda verður að gera þá kröfu til bílstjóra sem annarra manna, að þeir raski ekki svefn- ró manna um miðjar nætur að nauðsynjalausu. Ennfremur er það kunnara en frá þurfi að segja, að samkvæmt reglugerð er ekki ætlazt til að bílflauta sé notuð nema umferðin gefi tilefni til slíks“. Kröftugleg mótmæli ÞAKKLÁTUR hlustandi“ skrif ar bréf, til að mótmæla kröftuglega, eins og hann kemst að orði, bréfi þvi sem birtist 21. janúar um útvarpsþáttinn Vogun vinnur — vogun tapar. „Ég te.la daglega við fjölda manns, sem allir Ijúka upp einum munni um ágæti þáttarins", segir hann og ennfremur: „Við viljum fyrir hvern mun hafa hann sem lengst í vetur. Mér fannst hver setning í bréfmu rótarlega orðuð og er efnislega algjörlega ósamþykkur þeim öllum. Vil ég svo tjá stjórn- anda þáttarins og öllum þatt- takendum í honum þakklæti mitt og óska þeim góðs gengis“. Segir hann, að þessi þáttur sé það bezta, sem útvarpið hefur haft að bjóða hlustendum í vetur og að margra dómi alla vetur. Og þar falla skoðanir hans, fyrri bréfritara og Velvakanda að miklu leyti saman. Öllum kemur þeim saman um að þátturinn sé gott útvarpsefni. Það voru aðeins smávægileg framkvæmdaratriði, sem deilt var á. K* : Skvaldur aff tjaldabaki UNNINGI minn einn fór í Þjóðleikhúsið síðastliðið föstu dagskvöld, til að heyra og sjá Rakarann frá Sevilla. Hann var ákaflega ánægður með ferðina, og ánægjan hefði verið alveg óbland in, ef skvaldrið að tjaldabaki hefði ekki farið í taugarnar á honum. Hann sat á öðrum bekk, og í hvert skipti sem hljómsveitin þagnaði og annað hvort dró niður í söngnum eða einungis var talað, barst honum til eyrna þetta hvim leiða mas. Vafalaust er þetta at- hugunarleysi af hálfu sviðsfólks, sem gerir sér ekki grein fyrir því hve vel heyrist fram í salinn, og því er nú vakin athygli á þessu. Genfarfundinum um stöffvun til- rauna meff kjarnorku- og velnis- vopn fluttu í dag nýja tillögu um þaff hvernig eftirliti hinna sjálfvirku eftirlitsstöffva yrffi hagaff. í tillögunni var gert ráð fvrir því, að 4—5 Rússar mundu hafa umsjón með eftirlitsstöðvunum í Bretlandi — og jafnmargir menn með þeim, er önnur ríki, sem undirrituðu hugsanlegan sátt- mála um stoðvun tilrauna, mundu leggja til. Þannig væri gengið út frá því, að engir Bretar kæmu nálægt eftirliti stöðva, sem reist- ar yrðu á brezkri grund. —★— Tillagan fól í sér sams konar skipulag hvað eftirlitsstöðvum í Bandaríkjunum viðkæmi. Þar yrðu Rússar, Bretar og fleiri þjóða menn við eftirlit, en ekki Bandaríkjamenn. En Vestur- veldin setja það og að skilyrði, að Rússar komi ekki nálægt eft irlitinu á eftirlitsstöðvum reist- um í Rússlandi. Þar verði Bret- ar, Bandaríkjamenn og aðrir, sem til greina koma. Þetta vilja Rússar ekki fallast á. Þeir segja, að Vesturveldin mundu nota þetta tækifæri til njósnastarfsemi. Hins vegar geta Rússar vel hugsað sér að líta eftir stöðvum í Bretlandi og Bandaríkjunum. —★— Þaff þarf því enginn aff undr- ast, þó illa gangi á þessum Genf- arfundi — og samkomulagiff virff- ist langt undan. En Rússar segja, aff Bretar og Bandarikajmenn vilji ekkert samkomulag — og þeir reyni aff draga málið á lang- inn meff málþófi. Málflutningsskrifslofa SVEINBJÖRN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Hafnarstræti 11. — Sími 19406.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.