Morgunblaðið - 28.01.1959, Page 16

Morgunblaðið - 28.01.1959, Page 16
16 MORCVIVBLAÐIÐ Miðvikudagur jan. 1959 Hðn vissi hvaö honum myndi ■aish'ka það, en samt gekk hún inn í stúkuna til hans. Hann snéri sér undir eins við. Hún staðnaemdist í dyrunum, í rökki'i stúkunnar þar setn enginn gat komið auga á hana. Hann stóð hljóðlega á fætur og gekk til hennar. Hún settist í einn Stólinn, sem snéri baki við saln- um. Hann færði stóiinn sinn að hliðínni á henni og horfðí spyrj- andi á hana. „Ég vildi óska að þessu væri öllu lokið“, sagði hún. „Svo slæmt er það nú ekki“. Hann lagði höndina á hné henn ar. „Ég varð að koma til þín. Ég er hrædd . . .“, sagði hún. Hann strauk hendinni létt yfir hnéð á henni. Hreyfingin var í góðu skyni gerð_ en hún dró hnéð av sér. „Þú verður að fara aftur fyrir leiksviðið", sagði hann. — „Því ▼erður veitt athygli . . .“ „Hvers vegna skammastu þin fyrir að vera elskhugi minn?“, spurði hún. Hann hrukkaði enrið. _,Undarleg spurning — í miðj- twn öðrum þætti“. Hún sagði: „Ég ætla ekki að verða konan þin . . .“ „Þú ert í órólegu skapi". Hann •tóð á fætur. „Þú ert í órólegu skapi — það er allt sem hann hefur að segja ▼ið mig“, hugsaði hún. Hún snéri sér við og fór, en sá um leið, að Morrison settist aft ur í fyrra sæti sitt. Hinar endalausu leikhúsminút- ur liðu að lokum. Síðasta orðið í öðrum þætti hafði verið sagt. Hel- en stóð aftur að tjaldahaki. Hún heyrði lófatakið. Það var eitthvað meira en kurteisi, en samt ekki svo ákaft að kallast gæti hrifning. Leikarinn, sem haft hafði hlutverk Þjóðverjans llIUlll undir höndum, kom framan af leiksviðinu. Hann tók í höndina á Helen. Var hann að samgleðjast henni, eða votta henni meðaumkv un sina? I hléinu virtist áhugi og hrifn- ing áhorfendanna ekki sérlega mikil. Enginn sýndist kæra sig um að tala við annan. Ross kom og fullyrti að hr. Mason hefði í hyggju að selja hlutdeild sína í framleiðslunni. Slíkt var ekkert óvenjulegt á Broadway. Þar verzl uðu menn með hlutdeildir í leik- hússframleiðslu, eins og með öl- gerðarhlutabréf. Jafnvel eitt allsherjar uppþot hefði verið betra en þetta tóm- láta afskiptaleysi“, sagði Ross. Leikstjórinn, sem rétt í þessu kom inn í búningsherbergið, var öllu bjartsýnni: „Við skulum bara bíða þangað til þriðji þátturinn er búinn. Góð- ur eða illur árangur kemur fyrst í ljós, þegar áhorfendasalurinn tæmist". Helen sat fyrir framan snyrti- borðið, og bætti örlitlum kinn- roða á vanga sína. Hún var föl yfirlitum. Henni varð hugsað til fólksins, sem nú borðaði samlok- ur við veitingaborðið. Strangir dómarar með góða matarlyst. Svo minntist hún föður síns. Hann hafði ekki getað farið fré starfi sinu í Springfield, en hún hafði lofað að hringja til hans að sýn- ingu lokinni. Hvað ætti hún að segja honum? Þegar rauða Ijósið fyrir ofan dyrnar kviknaði og tilkynnti byrjun þriðja þáttar, sat hún áfram fyrir framan spegilinn. Henni varð litið á rósirnar frá Morrison. Hún öfundaði umkomu litlu fréttakonuna, sem hafði stað ið einn haustdag á Tempelhofer flugvellinum og hugsað um það með óttakenndri eftirvæntingu, hvort hinn mikli Morrison, Morri son IL myndi svipta hana starfL Stúlka Vön vettlingasaumi óskast nú þegar SJófataverksmiðjan Breeðraborgarstíg 7 —- Sími 22160. Vatnsglös með gylltri rönd, m jög smekkleg. Aðeins kr. 5,50 stk. LÍTIÐ í GLUGGANA Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. Clausensbúð Hún hafði enga löngun til að fara aftur fram fyrir tjaldið. Skyndilega var hurðinni hrund ið upp. í dyragættinni birtust svörtu nefklömbrurnar á Ross. „Komið þér. Komið þér“, hróp- aði hann. — „Eruð þér gengin af vitinu að sitja hér meðan allt ætl- ar um koll að keyra í leikhús- inu?“ Hún leit sem snöggvast í spegil inn. Með háværum gleðihrópum, sárhryggur: Það var Ross. Hún var viss um að hann ýkti meira en lítið, eins og venjulega. Hann ýkti ekki. Þegar hún kom fram í salinn skynjaði hún þegar æsinginn, sem lá þar í loftinu. Maður gat ekki þreifað á honum, þessum æsingi, en hann var þar, kitlandi, ólgandi. Hver setning hitti mark. Ekki eitt einasta ó- nýtisskot framar. Hnitmiðuð orð, sem hittu umsvifalaust markið. Aheyrendurnir skildu fullkoml. allt sem sagt var og einnig það í fyrsta og öðrum þætti, sem þeir höfðu ekki skilið. Fimm mínútum síðar féll tjald- ið. Það var hljótt i áheyrenda- salnum, en þögnin hafði þúsund tóna og í þetta skipti stafaði hún af undrun, aðdáun. En svo braust hrifningin út og braut niður stíflurnar sem ófram fæmi, dindilmennska, drambsemi og hleypidómar höfðu reist. „Höfundurinn. Höfundurinn. — Helen Cuttler . . Hrópin bergmáluðu um salinn, svo að undir tók í veggjunum. Helen gat hvorki hreyft legg né lið. „Unga fólkið. Unga fólkið yð- ar“. Það var rödd Ted Lesers leik stjórans. — „Það vill fá að sjá yður“. Hann greip í háðar hendur hennar. Hún hélt að hann ætlaði að fylgjast með sér og hneigja sig fyrir áhorfendunum, en á síðasta andartaki yfirgaf hann hana. Hún stóð alein úti á miðju leik- sviðinu. Og þegar hún stóð þarna f hin- um íburðarmikla veizluklæðnaði, var mannfjöldinn ekki eitt alls- herjar hauskúpusafn lengur. — Hann hafði öðlazt andlit og and- litin voru henni vinsamleg. Hún sá unga piltinn og stúlkuna, sem höfðu kastað stólunum um koll og þrengdu sér fram að hljóð- færasviðinu. Stúlkan í regnkáp- unni með hörkulega svipinn, stóð vörðurinn í „Waldorf-Astoria", beint fyrir framan hana og teygði sem boðaði gestakomu. Helen gekk inn í stúkuna til Morrisons. Hann leit snöggt viff. ,,Fg varð að koma“, sagði hún. „Ég er hrædd . . . “ hendurnar í áttina að leiksviðinu. Helen brosti til hennar. Hún brosti í gegnum tár. Hún hafði örvænt of snemma. Manneskjurn- ar voru ekki eins lítilfjörlegar og hún hafði haldið. Aftur og aftur var hún dregin fram á sviðið. Af leikstjóranum. Af leikurunum. Aftur og aftur var tjaldinu lyft. ‘í fremstu stúk- unni, nærrí leiksviðinu, stóð Morrison og klappaði í ákafa. Stúka Ruth Ryans var auð og mannlaus. Að lokum tók fagnaðarlátun- um að linna. Kunnugir og ókunn- ugir þyrptust umhverfis Helen. Var hún þá ein og yfirgefin? Hver sem naut gengis og góðs ár- angurs var ekki einn og yfir- gefinn. Þegar hún kom út á götuna, til þess að flýta sér inn í veitinga- stofu leikhússins, þar sem Morri- son beið hennar, var heill hópur fólks á eftir henni. Að baki sér heyrði hún raddir verksmiðjueig- andans og „Engilsins“: „Þetta verður leikið í næstu þrjú ár . . .“ Raddir þeirra runnu saman við raddir unga fólksins sem fylgdi Helen Cuttler eftir Broadway. Það var kominn miður dagur, þegar hún neytti „morgunverðar“ síns. Veizlan í veitingahúsinu hafði staðið til klukkan þrjú. Síminn hringdi. Það var dyra- Stúlka óskast til starfa sem aðstoðarstúlka á rannsóknarstofu í iðnfyrirtæki. Þær sem áhuga hafa á þessu sendi umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf ef eru, til afgreiðslu Mbl., merkt: „5785“. „Já, sendið þér hr. Clark hing- að upp til mín“, sagði hún. Hvað gat „Gamli Bill“ viljað henni á þessum tíma dags? Nokkrum mín útum síðar gekk hún til móts við hann. — „Eg var nú rétt að skreið ast á fætur, svo að þér verðið að afsaka þó að ég taki á móti yður í náttsloppnum mínum“. Gamli maðurinn hristi snjóinn af hattinum sínum. Hann hélt á heilum bunka af dagblöðum und- ir handleggnum. „Hafið þér lesið umsagnir blað anna?“, spurði Bill. Hann brá sér úr kápunni og fleygði blöð- unum á ábreitt morgunverðar- borðið. — „Stórkostlegt. Gagn- rýni okkar eigin blaða er smá- munir einir hjá gagnrýni hinna. Þér megið til með að lesa það. Eg get alveg séð fyrir mér svip- inn á Ruth Ryan“. Svipurinn á andliti hans sjálfs lýsti meinfýs- inni gleði. ajUtvarpiö Miðvikudagur 28. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18.30 Útvarps- saga barnanna: „f landinu, þar sem enginn tími er til“ eftir Yen Weng-Ching; VIII. (Pétur Sum- arliðason kennari). 20.30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; XIL (Andrés Björnsson). 20.55 Ein- leikur á orgel: Þýzki organleik- arinn Wilhelm Stollenwerk leik. ur á orgel Dómkirkjunnar í Rvík. 21.15 íslenzkt mál (Ásgeir Blön- dal Magnússon kand. mag). 21.30 „Milljón mílur héim“; geimferða saga, III. þáttur. 22.20 Viðtal Vik- unnar (Sigurður Benediktsson). 22.40 í léttum tón (plötur). 23.10 Dagskrálok. Fimmtndagur 29. janúar. NOT THAT WAY, ANpy... NO/ llNKNOWN TO MARK, SUE ALUISON HAS RELEASED ANDY FROM SERGEANT McHUGHfe DOG FEN, AND NOW COMMANDS HIM TO LEAD HER TO THE PUCK BANDER 1) „Haltu í Anda, Jón. Ég ætla •tf koma lyklinum á sinn stað". . *) „Þetta var snjalit Nú tekur varðstjórinn Markús íastan fyrir [ látið gafla hróið fylgja mér tili skulum þá leggja af stað, kall- að hafa leyst Anda og ég get gullhringamannsins." |inn.‘ I 3) Seinna. „Svona aú, Ar.di. Við Fastir liðir eins og venjulega. 15.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18.30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnarsd.). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20.30 Erindi: Theódóra drottning (Einar M. Jónsson). 20.55 Tónleikar: Tito Gobbi syng- ur með öðrum lög úr ýmsum óperum (plötur). 21.30 Útvarps- sagan: „Viktoría" eftir Knut Hamsun; II. (Ólöf Nordal). 22.20 Erindi: Pesaro, íæðingarbær Rosa inis (Eggert Stefánsson söngv- ari). 22.40 Sinfónískir tónloikar (plötur). 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.