Morgunblaðið - 28.01.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 28.01.1959, Síða 20
V EÐRIÐ Suðvestanátt. Hvass, skúrir eða slydduél. Kvennasíðan er á bls. 8. 22. tbl. — Miðvikudagur 28. janúar 1959 Mikill vöxtur í Elliðaánum í ÞEIM flóðum sem orðið hafa síðustu daga í ám hér á Suður- landi, hafa meira að segja Elliða- árnar brugðið á leik. Var í gær geipilegur vöxtur í ánum. Vest- ari árnar, sem oft eru með öllu vatnslausar eða þá aðeins smálækjarspræna, voru bakka- fullar í gærdag. Það tók fyrst verulega að bera á flóði í Elliðaánum í gærmorg- un. Myndaðist þá stífla vegna jakahröngls upp undir efri veiði- mannahúsunum. Flæddi áin þá langt yfir bakka sína og færði svo Sex flugvélar til Eyja ígær MIKIÐ annríki var í innanlands- fluginu hjá Flugfélagi Islands gær. Farnar voru sex ferðir með farþega og vörur til Vestmanna- eyja, en flug þangað hafði legið niðri vegna veðurs síðan sl. mið- vikudag. Alls voru 111 farþegar fluttir flugleiðis til Vestmanna- eyja í gær. Þar að auki var flogið' til Akureyrar, Egilsstaða og Sauðárkróks. Hláka og batnandi færð nyrðra AKUREYRI, 26. jan. — Um há- degi á laugardag var orðið frost- lítið hér nyrðra, og síðan hefir verið hiti, mest 8 stig í dag. — Jafnframt hefir verið sunnangola og jafnvel allhvasst á stundum. Snjó hefir mjög tekið upp, og eru nú flestar samgönguleiðir í lágsveitum færar orðnar. — Bú- ið er að ryðja veginn til Dalvík- ur og Hörgárdalsveg fram að Þrí hyrningi. Verið er að ryðja Sval- barðsstrandarveg í dag, allt út í Höfðahverfi. Vaðlaheiði er enn ófær, en síð- astliðinn laugardag komu vöru- flutningabílar vestur yfir Öxna- dalsheiði, og nutu þeir aðstoðar jarðýtu. Gert er ráð fyrir að at- huga á morgun, hvort fært geti talizt að opna veginn yfir Öxna- dalsheiði, en talsverðar hættur eru þar á nokkrum stöðum, vegna svellbunka, sem myndazt hafa. — vig. AKRANESI, 27. jan. — Hingað kom Lagarfoss í mogun með 40 lestir af ýmsum vörum. Var skip ið mikið hlaðið af útflutningsvör um og tók hér 14 þús. kassa af frosnum karfaflökum * nefndan Vatnsveituveg í kaf á dálitlum kafla. Undir hádegið var sprengjum komið fyrir í jakastífl unni, sem sundraðist eftir að þrjár öflugar sprengingar höfðu farið fram. Á neðri stíflu Elliðaánna var frárennslislokum lyft. svo ekki færi allt á bólakaf. Var ótrúlegt vatnsmagn, sem beljaði niður árfarveginn. Þar sem jakar höfðu strandað, og vatnsflaumurinn stóð á þeim myndaðist vatnssúla upp í loftið. Fyrir þá sem þekkja Elliðaárnar með sínum jafna straumi, þá var í gær líkast því sem stórfljót færi í vorleysing- um. Þormóður Eyólfs- son látinn ÞORMÓÐUR EYÓLFSSON for- stjóri andaðist að heimili sínu á Siglufirði í gærmorgun á 77. aldursári. Þörmóður kom mjög við sögu Siglufjarðar í nær 50 ár. Hann var lengi formaður í stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins og um skeið forseti bæjarstjórnar. Hann annaðist afgreiðslu Eimskipafél. íslands og Skipaútgerðar ríkis- ins, var ræðismaður Norðmanna og lengi söngstjóri Karlakórsins Vísis. Kvæntur var Þormóður Guð- rúnu Björnsdóttur frá Kornsá, sem lifir mann sinn. Með Þormóði er fallinn frá einn kunnasti og merkasti borg- ari Siglufjarðar. Tvœr konur fyrir bíl á Akureyri í gœrkvöldi AKUREYRI, 27. jan. — Það slys varð á tíunda tímanum í kvöld, að tvær konur urðu fyrir bíl. Þurfti að flytja þær í sjúkrahús. Ekki var í kvöld hægt að fá ná- kvæmar upplýsingar um slys þetta, það mun hafa orðið með þeim hætti, að stórri sendiferða- bifreið var ekið suður Helga- magrastræti. ur kvöld ÞÆR stúlkur sem sótt hafa föndurkvöld Heimdallar í vetur eru minntar á námskeiðið í kvöld kl. 20,30 í Valhöll. Eftir hlákurnar undanfarna daga hafa myndazt svellalög á götunum, og í kvöld er lítils hátt- ar frost. Á móts við húsið nr. 38 urðu tvær Hjálpræðisherskonur fyrir biíreiðinni og munu hafa dregizt með henni 10—15 m. Bifreiðin sveiflaðist til á veginum og á móts við húsið nr. 27 kastaðist hún til um hálfhring, rakst á bif- reið, sem þar stóð fyrir framan húsið, en lenti síðan út í skafli við götuna. • ★ • Sjúkrabifreið var þegar kvödd á vettvang og flutti hún konurn- ar í sjúkrahús. Önnur konan er meira meidd en hin m.a. hald- leggsbrotin, en báðar hlutu þær nokkrar skrámur. Annars var rannsókn meiðslanna ekki lokið, þegar blaðið frétti síðast í gær- kvöld. — vig. Á þeim stað sem allir laxveiði- menn þekkja, við Sjávarfoss, mótaði rétt aðeins fyrir fossin- um, en í svæðinu öllu frá raf- stöðinni og til sjávar flæddu Elliðaárnar yfir bakka sína. Upp við efri stífluna var mikið flóð. Þar skammt frá standa tveir sumarbústaðir nærri árfar- veginum. Var annar alveg um- flotinn, en hinn að mjög miklu leyti. Innan um birkihríslurnar í skrúðgarði bústaðarins syntu tvær stokkendur. Að því er talið var reyndist rennslið í rafstöðinni í gær 40 teningsm. á sekúndu. Meðal- vatnsrennsli í Elliðaánum er um 4 teningsm. •. • v .-m • • ■.■.•.my.vs.y.- •■•nv wVm, Þa3 var miklu líkara því að staðið væri við stíflugarð austur við Sog, svo mikið var vatnsmagnið. Skrúðgarðurinn við sumarbústaðinn var allur undir vatni og hluti af sjálfu húsinu umflotinn. Háskólafyrir- lestur um Robert Burns IAN RAMSAY MAXWELL, prófessor við háskólann í Mel- bourne í Ástralíu, heldur fyrir- lestur í I. kennslustofu háskól- ans fimmtudaginn 29. janúar kl. 8.30 e. h. um skozka þjóðskáldið Robert Burns í tilefni af 200 ára afmæli hans. Öllum er heimill ókeypis að- gangur að fyrirlestrinum, sem verður fluttur á ensku. Er Kristinn þar einn frá íslands- deildinni? ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því I gærdag, að 21. þing kommún- istanna í Rússlandi, hafi byrjað í Moskvu í gær. Blaðið getur þess að „Fulltrúum frá öllum komm- únistaflokkum heims, nema júgó slavneska kommúnistaflokknugi hafi verið boðið til þingsins“. Kommúnistablaðið getur þess þó ekki hver farið hafi héðan sem fulltrúi íslandsdeildarinnar. Aftur á móti hefur það komið fram í blöðum að Kristinn Andrésson, hafi farið austur. Útvarpsumrœður um niðurfœrslufrumvarpið kvöld í KVÖLD kl. 8,15 hefjast út- varpsumræður frá Alþingi. Er Bíliinn fundinn LOKS er bíllinn fundinn sem heitið var 2000 kr. verðlaunum fyrir að finna. Skömmu eftir há- degið í gær fannst bíllinn á veg- arspotta sunnan í hlíðum Rjúpna hæðar. Starfsmaður við stöðina á hæðinni, Martin Jensen hafði þá tekið eftir hvar bíllinn stóð og gerði hann rannsóknarlögregl- unni aðvart. það þriðja umræða í neðri deild Alþingis um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um niðurfærslu verðlags og launa o.fl. Hver fiokkur hefur tii umráða 45 mínútur, sem skiptast niður á tvær umferðir. Verður talað hálftíma í fyrri umferðinni, en 15 mínútur í þeirri síðari. Dregið hefur verið um röð flokkanna og verður hún þannig, að fyrstur er Alþýðuflokkur, næst Framsóknarflokkur, þá Sjálfstæðisflokkur og síðast Al- þýðubandalag. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins taka þátt í umræöunum þeir Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein. Hvítá flæðir yfir bakka sína t GÆRMORGUN tók Hvítá í Ár- nessýslu að flæða yfir bakka sína neðan við Hestfjall, austan við flóðgáttina við Brúnastaðaflatir og við Útverk á Skeiðum. Þrjú býli i Hraungerðishreppi og Út- verk í Skeiðahreppi eru umflotin vatni. Áin flæðir fram á um eins kíló metra breiðu svæði fyrir neðan Hestfjall. Þjóðvegurinn er um- flotinn vatni og á tveim stöðum flæðir yfir hann — austan við Skeggjastaði austur undir Kjart- ansstaði og milli Kjartansstaða og Mókeldu. EVaman af degi í gær var vegurinn á þessu svæði fær stórum bílum, en er blaðið hafði tal af fréttaritara sínum á Selfossi seint í gærkvöldi, var vatnið á veginum orðið einn metri á dýpt og töluverð straumharka í vatnsflaumnum, svo að leiðin var með öllu ófær. Búast má við, að vegir á þessu svæði stórskemmist í vatnavöxt- unum. Um fjögurleytið í gær voru Fjögur býli umflotin vatni, og bjóðvegurinn ófær á kafla vegir í Villingaholtshreppi að verða ófærir vegna vatnavaxta. ¥ Býlin Brúnastaðir, Ölvisholt og Hryggur í Hraungerðishreppi og Útverk í Skeiðahreppi eru alveg einangruð, og gátu bændur á þessum bæjum ekki komið frá sér mjólk í gærmorgun. Er frétta maður blaðsins hafði tal af Ágústi Þorvaldssyni, alþingismanni og bónda á Brúnastöðum 1 gær- kvöldi, sagði Ágúst, að flóðið hefði vaxið mikið með kvöld- inu. Hins vegar hafði vatnið tekið nokkuð að sjatna við Útverk seint í gær. í vatnavöxtunum undanfarna daga hafa myndazt miklar jaka- hrannir í Hvítá. Fyrir neðan ! Brúnastaði fellur áin í mjög þröngum farvegi og mun hafa myndazt þar mjög mikii jaka- stífla. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Spila- kvöld Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Spiluð verð- ur félagsvist og verðlaun veitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.