Morgunblaðið - 30.01.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.01.1959, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 30. janúar 1959 Ræða Jóhanns Hafstein — Framhald af bls. 11 vinstri stjórnin, sællar minning- ar, hafi dregið fram lifið og lif- að á erlendri skuldasöfnun. Ljóst dæmi er það þegar Eysteinn Jóns- son, fyrrv. fjármálaráðherra, var áðan að tala um greiðsluafgang ríkissjóðs á sl. ári og segir: Auð- vitað stafar hann eingöngu af er- lendu lánunum! Sjóðirnir og lánin Og loks er sá Ijóður á þessum lánum til aðila eins og Ræktunar- sjóðs og Fiskveiðasjóðs, að báðir þessir sjóðir veita sín lán til bænda og útgerðarmanna og sjó- manna í ísl. mynt — og er því þessum sjóðum voði vís, ef ekki er að gert nógu snemma, ef ný yfirfærslugjöld á erl. gjaldeyri væru á lögð eins og í tíð vinstri stjórnarinnar, eða svipuð gengis- lækkun og þá átti sér stað. Fisk- veiðasjóður verður t.d. að afskrifa 6 millj. kr. um síðustu áramót vegna 55% yfirfærslugjaldsins, sem lagt var á á sl. ári, sem er gengistap á erl. lánum, sem tek- in voru áður en þetta gengislækk- unargjald var á lagt með „bjarg- ráðunum". Hann á nú að mestu óráðstafað lánsféð frá seinni hluta sl. árs. En það er vissulega nýtt vandamál hvernig með á að fara. Mér er tjáð, að Ræktunar- sjóður skuldi í erl. lánum um 80 millj. kr. og hafi það allt nú verið lánað í ísl. mynt, án nokk- urrar gengisbreytingartrygging- ar. Og líklega er nærri helming- ur erlendar skuldir áður en 55% yfirfærslugjaldið var á lagt og er Ræktunarsjóður þá þegar orð- inn fyrir yfir 20 millj. kr. geng- istapi þess vegna. Vaxtagreiðslur hækka svo einnig að sama skapi. Aðstaðan er því geigvænleg. Á erl. lántökum hvilir því vissu lega þungur skuggi, svo að ekki sé meira sagt. Ákveðin afstaða Sjálfstæðis- manna. Herra forseti. Ég veit, að með vissum rétti geta menn sagt: Það er ekki þessi sorgarsaga, sem nú skiptir öllu máli — heldur hitt — hvað á nú við að taka til bjargar út úr öng- þveitinu. En hitt er jafn rétt, að á lær • dómi þeim, sem nú hefir fengizt, þótt dýrkeyptur sé, verður nú að byggja. Ég verð að mestu leyti að láta mér nægja að vitna til ræðu 1. þm. Reykvíkinga, Bjarna Bene- diktssonar, um afstöðu okkar Sjálfstæðismanna til málanna nú. f sem stytztu máli er okkar afstaða þessi: 1) Sjálfstæðismenn héldu uppi málefnalegri og öruggri gagnrýni í stjórnarandstöðunni, svo sem þeim bar skylda til. 2) Fyrir þá afstöðu sína hafa þeir þegar hlotið vitnisburð kjós- enda í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum fyrir ári síðan, — er þeir hlutu meira en helming allra greiddra atkvæða á öllu landinu, þar sem þá var kosið. Stingur þar óneitanlega í stúf við það, sem Eysteinn Jónsson sagði áðan, að fólkið kynni Sjálfstæðis- mönnum litla þökk fyrir afstöðu þeirra í stjórnarandstöðunni. 3) í efnahagsmálunum lögðu Sjálfstæðismenn fram sínar til- lögur strax og aðstæður leyfðu og við fyrsta tsekifæri. Eysteinn Jónsson sagði, að Sjálfstæðism. hefðu gefizt upp við að móta stefnuna i efnahagsmálum. Það er hart að heyra úr þeirri átt. Auðvitað hlaut rikisstjórnin að hafa frumkvæðið um tillögugerð. En Sjálfstæðisflokkurinn — eins og þjóðin öll — varð að bíða í nærri 2 ár eftir hinum lofuðu úrræðum ríkisstjórnarinnar — og þá vantaði botninn í þau, eins og viðurkennl er af forsvarsmönn- um fyrrv. stjórnar. Enda sprakk stjórnin af þeim sökum, er yfir lauk. 4) Sjálfstæðisflokkurinn gerði fyrir áramótin tilraun til stj órn- armyndunar — með tveim frum- skilyrðurr.: A. Að tafarlaust yrðu gerðar ráð- stafanir til þess að stöðva verð bólguna. B. Að lögfest yrði á þessu þingi sú breyting á kjördæmaskip- uninni, að tryggt sé, að Al- þingi verði skipað í slíku sam ræmi við þjóðarviljann, að festa í þjóðmálum geti náðst. 5) Eftir að þessi tilraun mis- tókst, ákvað Sjálfstæðisflokkur- inn að styðja minnihluta stjórn Alþýðuflokksins, með þeim hætti að verja hana vantrausti — með- an hún freistaði þess að stöðva verðbólguna — og gegn þvi, að Sjálfst.m. og Alþ.fl. flyttu á þingi nú stjórnarskrárbreytingu um kjördæmamálið. Þing værj rofjð og kosningar i vor. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir um niðurfærslu verðlags og launa — boðar stöðvun verðbólg unnar. Við styðjum ríkisstjórn- ina heils hugar í þvi, að það nái fram að ganga. Blekkingar kommúnista og Framsóknar. Kommúnistar ákalla nú verka- lýðinn og aðra launþega og segja: Sjá, það á að taka launþegana þrælatökum! Þeirra forskrift er þessi: Það er hægt að ráða fram úr vand- anum, án þess að nokkur þurfi að finna fyrir því. Áðan sagði Lúðvík Jósefsson: því ekki að taka tugi milljóna af bönkum, olíufélögum og heildsölum, en hlífa almenningi? Því gerði ekki maðurinn þetta meðan hann var ráðherra? Nei, þá var ekki al- þýðunni hlíft, eins og alkunnugt er. Ég leyfi mér að segja, að það er með öllu óverjandi að reyna stöðugt að blekkja fólkið — enda mun það ekki láta blekkj ast. Kommúnistum er ekki of gott að reyna enn að telja mönnum trú um, að enginn hafi fundið til undan meira en eitt þúsund millj. kr. nýj- um álögum á allan almenning í landinu, sem þeir stóðu fyrir í tíð fyrrv. ríkisstjórnar. Þeir beittu sér ekki aðeins fyrir launaskerðingu í tíð vinstri stjómarinnar — heldur stöð- ugri launalækkun, sem sjálf- krafa leiddi af hinni geigvæn- lega vaxandi dýrtíð — þar sem kaupmáttur launanna þvarr jafnt og þétt og þar á meðal vegna gengislækkunarinnar með 55% yfirfærslugjaldinu á nær allar erlenda? yfirfærslur. Framsóknarþingmenn eru við afgreiðslu þessa máls að stíga í vænginn við bændur. Vilja hækka strax verð á vörum þeirra þegar allt annað á að lækka. Til umræddrar hækkunar eiga bænd ur rétt — en ekki fyrr en á næsta hausti. — Hins vegar hafa þeir nú fyrst, fyrir tilstilli Sjálfstæð- ismanna, fengið því til leiðar komið, að verðlag á vörum þeirra er leiðrétt ársfjórðungslega til samræmis við launabreytingar annarra landsmanna. Það er gamla sagan. Framsókn rankar við sér með yfirskins bændadekur, þegar hillir undir kosningar. Við Sjálfstæðismenn styðjum heilshugar málstað bænda til jafns við aðrar stéttir og gleðjumst jafnframt yfir því að geta tryggt þeim betri aðstöðu en meðan Framsókn réð. Bændur hafa ekki í þessu sam- bandi misst neitt, sem Framsókn- armenn höfðu tryggt þeim, meðan þeir réðu. Þá gerðu Framsóknar- herrarnir ekkert til að bændur fengju þessa umræddu verðhækk un. Það verða menn að muna. Loks vitna ég til yfirlýsingar hæstv. forsætisráðherra um það, að ef þessi sérstaka hækkun hefði nú átt að koma fram, væri þessu frv. í heild beinlínis stefnt í voða. Á það verður að fallast og að því vilja Sjálfstæðismenn ekki stuðla og mér er nær að ætla að slík verði einnig afstaða bænda yfir- leitt. Sókn að nýjum markmiðum: Nú eru framundan mikil tíma- mót í íslenzkum stjórnmálum. Það er rétt, að reyna mun á þroska og skilning almennings — og mönnum er ætlað að fórna fyrst í stað. En verúð er að leggja grund- völl að tvennu: í fyrsta lagi: Efnahagslegu jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem framtiðarvelferð almenn- ings veltur á, að takast megi. f öðru lagi: Stjórnskipulegu réttlæti, sem er forsenda þess, að festa í þjóðmálum geti náðst. Eru ekkí margir orðnir þreyttir á því að hjakka í gamal farinu? Hverjir vildu ekki vera með i nýrri sókn að nýjum mark- mikum í íslenzku stjórnmála- baráttunni og íslenzkri þjóðlifs þrpun? Olafur Pálsson 75 ára SJÖTÍU OG FIMM ára er í dag Ólafur Pálsson frá Vatnsfirði. Foreldrar Ólafs voru sr. Páll Ól- afsson prófastur í Vatnsfirði og kona hans Arndís Pétursdóttir Eggerz. Ólafur var elztur sona þeirra Vatnsfjarðarhjóna og hlaut nafn afa síns, séra Ólafs fyrrum dómkirkjuprests í Reykjavík. Ólafur er fæddur á Prestbakka við Hrútafjörð, því þar var séra Páll faðir hans þá prestur. En sr. Páll fluttist til Vatnsfjarðar um aldamótin og var þar síðan prest- ur til dauðadags. Og við Vatns- fjörð eru börn hans síðan kennd, þótt þau hafi nú dvalizt langdvöl um annars staðar Ólafur fór úr föðurhúsum í Flensborgarskóla innan við tví- tugt. En þaðan fór hann í verzl- unarskóla í Kaupmannanöfn. Eft- ir það réðst hann verzlunarmað- ur hjá Ásgeirsverzlun á ísafirði. Var hann brátt gerður verzlunar- stjórl við útibú þeirrar verzlunar á Arngerðareyri. Þar var hann verzlunarstjóri nál. 20 ár, en fluttist þá til ísafjarðar og hóf þar verzlun. Þar rak hann verzlun önnur 20 ár. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri Djúpbátsins og Rafveitu ísafjarðar. Má af þessum starfsferli sjá, að Ólafur hefur verið mikill starfsmaður, eins og hann á ættir til, því ekki hefur hann lokað sig inni við nurl og nostur. Þvert á móti hef- ur hann hæfileika og smekk fyrir það, sem helzt fegrar og lýsir líf- erni vandaðs manns. Hann er músíkalskur svo af ber, og hefir lagt stund á músík mestan hluta ævi sinnar og hann var ágætur hestamaður fyrri hluta ævi sinn- ar. Og mikill gleðimaður í félags- skap háttvísra manna. Ólafur fluttist til Reykjavíkur árið 1942, og hefur verið hér á endurskoðunarskrifstofu síðan. Heimili hans hér er fjölda manns kunnugt fyrir risnu, og sérstaklega menningarlega glað- værð, því honum rennur aðals- blóð í æðum. Fyrri konu sína, Ásthildi Sig- urðardóttur kaupmanns á Isafirði, missti Ólafur um 1920. En síðari kona hans, Helga Björns- dóttir lifir og gerir garðinn fræg- an með manni sínum. Sami þumlungur gildir loks meðal allra engil- saxneskra þjóða En engar sættir urbu i deilunni um stærb gallonsins WASHINGTON. — Enskumæl- andi þjóðir hafa nú loks orðið ásáttar um að samræma hjá sér tommuna og pundið. Hefur það valdið mestu ringulreið hjá þeim, að þessar tvær mælieiningar hafa ekki verið hinar sömu í öllum þeim löndum, þar sem þær eru notaðar. Hins vegar hefur reynzt ókleift að koma á samkomu- lagi um eitt sameiginlegt rúmmál vökvaeiningai innar „gallon". Nýlega komu mælitækjasér- fræðingar frá Bretlandi, Banda- ríkjunum, Ástralíu, Kanada, Nýja Sjálandi < g Suður Afríku saman til fundar í Washington. Öll þessi ríki hafa notazt við tommuna og pundið til mælinga hjá sér, en tomman hefur ekki verið jafn- löng alls staðar og pundið ekki jafnþungt. Þaff kom nýlega fyrir í litla ítalska bænum Giuliano Piemonte aff hrafflest Ienti á vöruflutn- ingalest meff þeim afleiðingum sem myndin sýnir. Þaff má teljast furffulegt aff affeins tveir menn skyldu bíffa bana, en 10 særðust. Sem dæmi um þetta ósamræmi má nefna að Bandaríkin, Kanada og Bretland hafa hvert um sig haft sína tommu og jafnvel í Bandaríkjunum hafa verið tvær mislangar tommur. Þessi mis- munur hefur siðan komið fram bæði í fetinu, yardinum, faðmin- um og mílunni og getur munað allmiklu á miklum vegalengdum. Þegar sérfræðingarnir ræddu um þetta vandamál sáu þeir enga aðra leið til að gera mál sitt skýrt en að máta tommuna við metrakerfið. Hefði mörgum þótt réttara fyrir þessi íhaldssömu lönd að taka bara upp metra- kerfið. Brezka tomman hefur verið 2,53996 sentimetrar síðan 1922. Varð þá breyting á henni vegna þess að bronz-mælikvarði brezka heimsveldisins, sem geymdur er í London hafði skroppið eilítið saman síðan 1878, þegar hann var fyrst lögfestur, sem grunnniæli- kvarði. Bandaríska tomman hefur ver- ið 2,540005 sentimetrar síðan 1893 en bandariskir framieið md- ur voru óánægðir með þessa fimm milljónustti hluta úr senti- metra, sem gerðu útreikninga þeirra ónákvæma og því ákvað bandaríska stöðlunarsambandið árið 1934 að taka upp nýja am- eriska tommu, sem er nákvæm- lega 2,54 sentimetrar. Hafa sér- fræðingarnir úr öllum engilsax- nesku löndunum nú loksins kom- ið sér saman um að þetta sé Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.