Morgunblaðið - 06.02.1959, Síða 6
6
M o r n r V R J 4 Ð 1Ð
Fðstudagur 6. febr. 1959
Valafell —
Framhald af bls. 1.
fyrirmælum herskipsins.
Þegar inn á Seyðis-
fjörð kom fór skipslækn-
ir úr brezka herskipinu
yfir í Valafell, til að
veita togaraskipstjóran-
um læknishjálp. Hann er
svo illa á sig kominn efti»r
miklar vökur og erfiði,
þá fimm daga, sem beðið
var á hafinu, að hann
mun ekki geta mætt fyr-
ir réttinum fyrr en eftir
hádegi á mc«rgun, föstu-
dag.
Það er upplýst að sami
skipstjórinn hefur vetrið
á togaranum í 10 skipti
síðan 1. sept., sem varð-
skip hafa komið að hon-
um við landhelgisbrot.
Togaði beint að landi
Varðskipið Þór kom á sunnu-
dagsmorgun að brezka togaran-
um Valafelli frá Grimsby, að veið
um út af Loðmundarfirði. Hafði
Þór verið inni á Seyðisfirði og
sett þar í land vélstjóra skips-
ins Kristján Sigurjónsson, sem
var veikur. Þegar Þór sigldi aft-
ur út frá Seyðisfirði og norður
með ströndinni, kom hann beint
í flasiÖ á togaranum, þar sem
hann var að toga, gaf honum
stöðvunarmerki, með lausu skoti
og varpaði dufli við hlið hans.
Fyrst þegar Þór sá togarann
var hann alveg á 4 mílna land-
helgislínunni frá 1952. En hann
togaði beint inn að landi og er
hann stöðvaði ferðina, og dró upp
vörpuna reyndist hann við mæl-
ingar 8,8 sjómílur fyrir innan
12-mílna landhelgina en 0,8
sjómílur fyrir innan 4-mílna
landhelgina frá 1952. Togar-
inn hlýddi stöðvunarfyrirskip-
un Þórs, en kallaði á nær-
stödd eftirlitsskip brezka flotans
sér til hjálpar og komu tveir
tundurspillar, sem munu hafa ver
ið HMS Agincourt og HMS
Barruna á vettvang. Hvort þess-
ara herskipa er um 3000 tonn á
stærð og með 11 fallbyssur, sem
þau beindu að Þór og hindr-
uðu töku togarans.
Yfirmaður annars herskipsins
kapteinn Sinclair að nafni, lét
framkvæma staðarákvörðun á
duflinu, sem Þór hafði varpað
út og staðfesti. að mælingar Þórs
manna voru réttar. Togarinn
hafði því verið innan 4-mílna
landhelgi, en alkunna er, að
brezku eftirlitsskipin hafa harð-
lega og ítrekað bannað landhelg-
isbrjótunum brezku að fara inn
fyrir 4-mílna lándhelgina.
Leitað fyrirmæla frá
London
Hinn brezki yfirmaður kvaðst
ekki sjálfur geta gert út um það,
hvað gera skyldi, þar sem tog-
arinn hefði verið innan 4-mílna
landhelginnar, heldur kvaðst
hann mundu leita fyrirmæla frá
brezka flotamálaráðuneytinu.
Varð það úr að beðið skyldi
þeirra fyrirmæla.
En fyrirmælin frá „aðmíralít-
etinu“ drógust furðu lengi. Biðu
skipin þarna úti á rúmsjó á
fimmta sólarhring og í versta
veðri og stórsjó. Mun sú bið sér-
staklega hafa tekið á togara-
mennina, sem voru þarna á litlu
og gömlu skipi í ofvæni eftir því
hvað ákveðið yrði. Mun togara-
skipstjórinn liafa vakað nær all-
an þennan tíma og verið mjög
órólegur.
Skeytið frá utgerðinni
Aldrei komu svo opinberlega
Myndin var tekin á Reykjavíkurflugvelli í gærdag, þegar Dakóta-flugvél Fiugféiags íslands var
að leggja af stað austur að Egilsstöðum. Mennirnir á myndinni voru að fara austur í sambandi við
mál togarans Valafells. Talið frá vinstri: Guðmundur Kjaernested frá Landhelgisgæzlunni, Geir
Zoéga umboðsmaður brezkra togara, Gísli G. ísleifsson hdl. verjandi Pretious skipstjóra, Brian
Holt fulltrúi brezka sendiráðsins og blaðamennirnii Sverrir Þórðarábn Mbl., Björn Jóhannsson
Alþbl., Páll Beck Vísi og Oddur Ólafsson Alþbl. Á myndina vantar Valdimar Stefánsson saka-
dómara. (Ljósm. Sv. Sæm.)
sé vitað nein fyrirmæli né svör
frá brezka flotamálaráðuneytinu.
En kl. 2 síðdegis í dag, (fimmtu-
dag) barst skeyti með morsmerkj
um frá loftskeytastöð einni í
Skotlandi, til togarans. Var
skeyti þetta frá eigendum togar-
ans, Consolidated Ltd. í Grimsby.
í því voru fyrirmæli til skipstjór-
ans um að hlýða handtökunni,
sigla til íslenzkrar hafnar og
mæta þar fyrir rétti, vegna á-
kæru um meint landhelgisbrot.
Rétt á eftir mun yfirmanni her-
skipsins hafa borizt annað skeyti
frá togaraeigendum, með líku
innihaldi.
Ronald Pretious togaraskip-
stjóri setti sig þegar í radíósam-
band við herskipið og skýrði yfir
manni þess frá fyrirmælum þeim
er honum höfðu borizt. Var hon-
um svarað því að herskipið hefði
ekkert á móti því að þeim fyrir-
mælum yrði hlýtt, að togarinn
sigldi til íslenzkrar hafnar.
Varðskipsmenn á Þór sáu nú
að Valafell sigldi af stað. En
skipið sigldi ekki til lands, eins
og ráð var fyrir gert, heldur setti
á fulla ferð til hafs. Þegar þetta
gerðist var vindhraði 10 stig óg
sjór mjög úfinn. Sóttist hinum
brezka togara siglingin mjög
illa, enda er hann fremur lítið
skip og gamalt. Brá Þór nú skjótt
við og sóttist varðskipinu sigling
in betur. Dró það togarann fljótt
uppi og stöðvaði hann.
eftir meira en 4 sólarhringa
vöku. Tóku aðrir skipsmenn
þá við stjórn skipsins. Ekki
kom til þess, að þeir þyrftu að
binda skipstjóra, en þeir vís-
uðu honum úr stjórnklefa og
framfylgdu síðan fyrirmælun
um um að sigla inn á Seyðis-
fjörð.
Sigldu nú öll skipin þrjú inn
á Seyðisfjörð.
Koman til Seyðisfjarðar
Þau komu inn á höfnina
skömmu fyrir klukkan 6 í kvöld.
Fór Þór fremstur, síðan togarinn
og loks herskipið Barrana. Þór
sigldi upp að bryggju á Seyðis-
firði, hinni svokölluðu „Engros“-
bryggju, sem er 80 metra löng.
Þar lá fyrir Seyðisfjarðar-togar-
inn Brimnes, sem mjög hefur
komið sig sögu að undanförnu.
Lá hann þar mannlaus, eins og
yfirgefinn miðaldakastali.
Þegar Þór kom upp að bryggj-
unni var þar fyrir mikill hópur
fólks, mest voru það þó ungling-
ar, sem fylgdust af spenningi
með komu skipanna.
Valafell og brezka herskipið
lögðust hins vegar fyrir akkeri
úti á höfninni.
Þegar kom inn á Seyðisfjörð
fór Eiríkur Kristófersson skip-
herra um borð í brezka herskipið
til að ræða við yfirmanninn þar
um ýmis atriði í sambandi við
þetta mál, en skipslæknir af
brezka herskipinu fór um borð í
togarann til að huga að líðan
skipstjórans. Er sagt, að hann sé
illa haldinn og þó ætlunin hafi
verið að hefja réttarhöld þegar
í fyrramálið, mun ekki geta að
því orðið, þar sem skipstjóri get-
ur ekki mætt fyrir rétti fyrr en
í fyrsta lagi eftir hádegi á morg-
un.
Um kl. 8 í kvöld yfirtóku
embættjsmenn bæjarfógeta tog-
arann, en það voru þeir lögreglu-
mennirnir Björn Jónsson.og Jó-
hann Sveinbjörnsson, sem voru
fluttir út í Valafell í léttibát Þórs
og voru þeir vopnaðir kylfum.
10 eldri kærur
Fréttamaður Mbl. fór í kvöld
um borð í varðskipið Þór og hitti
þar foringja úr landhelgisgæzl-
unni, sem voru að undirbúa kæru
á hendur skipstjóranum. Togar-
inn Valafell hefur 10 sinnum ver-
ið staðinn að verki við landhelgis
brot hér við land síðan 1. sept.
sl. og er það nú upplýst að þessi
sami skipstjóri hefur verið við
stjórn hans í öll skiptin.
Réttarhöld í máli hins brezka
togaraskipstjóra munu hefjast á
morgun í bæjarfógetaskrifstof-
unni, sem er í hinu svonefnda
Stefánshúsi á Seyðisfirði, rétt
hjá kirkju bæjarins.
Dómari verður Erlendur
Björnsson bæjarfógeti og hefur
hann þegar skipað tvo meðdóms-
menn, þá Sveinlaug Helgason,
fyrrv. útgerðarmann og Frið-
björn Hólm, fyrrum vélstjóra.
Með áætlunarflugvél Flugfé-
lags Islands til Egilsstaða um
miðjan dag í dag (fimmtudag)
tóku sér far m. a. Valdimar Stef-
ánsson sakadómari, sem verður
sérstakur áheyrnarfulltrúi dóms-
málaráðuneýtisins við réttar-
höldin, Guðmundur Kjærnested,
foringi í landhelgisgæzlunni, sem
hafði meðferðis ýmis gögn er
snertu eldri ákærur á togarann
Valafell um fiskveiðibrot innan
12-mílna landhelginnar. í flugvél
inni voru einnig Brian Holt, full-
trúi brezka sendiráðsins í Reykja
vík, Geir Zoéga, umboðsmaður
brezkra togara á íslandi, og Gísli
G. ísleifsson, héraðsdómslögmað-
ur, sem verður verjandi skip-
stjórans. í flugvélinni voru og
blaðamenn og ljósmyndarar frá
Reyk j a víkurblöðunum.
Þótt 10 vindstiga stormur hafi
verið á sjónum út af Austfjörð-
um, er í kvöld logn á Seyðisfirði
í skjóli hárra fjalla og óvenju-
lega hlýtt í veðri af þessari árs-
tíð að vera. Ekki virðist sem
þessir atburðir hafi komið Seyð-
firðingum út úr jafnvægi. Eru
götur mannlausar, enda mun
vera fámennt í kaupstaðnum, þar
sem fjöldi ungra manna úr bæn-
um eru nú á vertíð á Suðurlandi.
Uti á höfninni liggja hin
brezku skip í náttmyrkrinu, en
ljós eru uppi á þeim. Sést það af
mörgum ljósum á hinu brezka
herskipi, hve geysistórt það er.
Togarinn Valafell er 380 tonn
að stærð. Hann var byggður á
stríðsárunum 1943 í Selby og
notaður fyrst í stað, sem tundur-
duflaslæðari. Eigendur hans eru
Consolidated Ltd. í Grimsby, sem
eiga fleiri „fell“, sem mjög hafa
sótt á íslandsmið. Togarinn hef-
ur lítinn afla innanborðs og var
síðasta halið, sem hann var tek-
inn við mjög rýrt.
Hann er fyrsti útlendi land-
helgisbrjóturinn, sem íslenzku
landhelgisgæzlunni hefur tekizt
að handsama síðan 29. ágúst s.l.,
, er Lord Plender var tekinn á
Breiðafirði.
Bindið skipstjórann!
Eiríkur Kristófersson hafði nú
radíósamband við yfirmann
brezka herskipsins. Benti hann
honum á framferði togarans og
lýsti því yfir, að fyrst togarinn
hefði gert tilraun til að komast
undan til hafs, þá bæri brezka
herskipinu, að sjá um það, að
hann hlýddi fyrirmælunum og
sigldi inn á Seyðisfjörð. Kvaðst
skipherrann á Þór, eftir þessa
framkomu, ekki myndi taka við
brezka togaranum fyrr en komið
væri inn á höfn á Seyðisfirði.
Yfirmaðurinn á tundurspillin-
um Barrana tók málið nú í sínar
hendur og gaf Valafelli ströng
fyrirmæli um að snúa við og
sigla inn til Seyðisfjarðar.
Hannskipaði áhöfninni að taka
stjórn togarans af skipstjóra og
meira að segja binda hann, ef á
þyrfti að halda.
Aðeins óljósar fregnir eru
af því sem var að gerast um
borð í togaranum á þessari
stundu. Það virðist greinilegt
að togaraskipstjórinn ætlaði
sér að reyna að komast und-
an, þótt slíkt væri vonlaust,
þar sem Þór er miklu hrað-
skreiðara skip. En svo virðist,
að þegar hann fékk þessi fyr-
irmæli frá herskipinu um að
sigla inn til Seyðisfjarðar,
hafi hann skyndilega fengið
taugaáfall, enda langþreyttur
skrifor úr
dagiegq gifinu
Ósviðr maður kann ævagi
sín of mál maga.
Velvakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf:
IG langar til að biðja þig
fyrir nokkrar línur um mál,
sem hefur haldið fyrir mér vöku
undanfarnar nætur. Vil þá leyfa
mér að hefja mál mitt með til-
vitnun í Hávamál:
„Hjarðir þat vitu,
nær þær heim skulu,
ok ganga þá af grasi;
en ósviðr maður
kann ævagi
síns of mál maga“.
Þannig kemst hinn ítursnjalli
og siðfróði höfundur Hávamála
að orði. Endurspeglast í þessu
erindi fyrirlitning höfundar á
þeim mönnum, sem átu yfir sig
og finnst honum það ekki geta
stafað af nema fávizku.
Sama skoðun kemur fram í eft-
irmælum Haralds hárfagra eftir
Sneglu-Halla. „Á grauti myndi
greyit sprungit hafa“, varð Har-
aldi að orði er hann frétti að
Halli hefði étið sig í Hel.
í þessum eftirmælum kemur fram
sem oftar fyrirlitning Haralds
konungs á matgræðgi Halla.
Viðhorf fornmanna til ósjálf-
ræðis í mataræði hélzt óbreytt
hér á landi gegnum aldirnar. í
skrifuðum heimildum og munn-
mælum er oft dregin upp skopleg
mynd af átvaglinú eða matgoggn-
um, sem hlýtur fyrirlitningu allra
fyrir óhemjuskap og lítilmennsku
gagnvart matarbirgðum.
Ekki var íþróttin fögur.
YRIR nokkrum árum kepptu
tveir nemendur í íslénzkum
alþýðuskóla í hafragrautaráti.
Fóru svo leikar, að annar þeirra
bar sigur úr býtum. Þjóðkunnur
gáfumaður sagði þá við sigur-
vegarann: „Þú hefur sigrað, Guð-
mundur minn, en ekki var íþrótt-
in fögur". Sýnir þessi saga, að
fram á vora daga hefur viðhorfið
verið hið sama hér á landi gagr
vart átvöglum og það var hjá
höfundi Hávamála.
Ég hef setzt niður til að rita
þér, .Velvakandi góður, af þeim
sökum, að nú hafa átvögl og mat-
goggar þjóðarinnar verið settir í
öndvegi á einu veitingahúsi hér
í .bænum. Þar sem hér er um að
ræða það veitingahús bæjarins,
sem annars er með hvað mestum
menningar- og snyrtibrag, þá
harma ég þessa rástöfun forráða-
manna hússins og það gera fleiri,
sem eru sama sinnis gagnvart
mathákunum. — J.
Meira til gamans
en af græðgi.
ELVAKANDI brá sér nýlega í
umrætt veitingahús, til að
bragða' á þorramatnum, og rabb-
aði þá ofurlítið um kappátið við
forstöðumann veitingahússins.
Sagði hann, að fólk, sem reyndi
við trogið, gerði það mest sér til
gamans. Oft kæmu heilir starfs-
hópar saman, og tæki einn til
tveir þá upp á því að reyna við
veitingatrogið, hinum til skemmt
unar, og vekti það mikla kátínu.
Þess má geta um leið, að oftast
gefast hetjurnar upp. En tilgang-
inum hefur verið náð ,menn hafa
skemmt sér við þetta. Aðeins sex
, eða sjö hafa lokið út troginu
síðan þorrí byrjaði, en þó hafa
fjölmargir reynt.
Prentvillur leiðréttar.
Ibréfi frá Gunnari Dal, um
drykkjskap landsmanna fyrr
og nú, sem birtist sl. þriðjudag,
urðu tvær meinlegar prentvillur.
Á einum stað stendur: „Éf þessi
talnaspekingur vildi leggja sig í
það erfiði að deila 7.1 í 8.0, gæti
hann sjálfur séð, að útkoman er
ekki 3.0 — heldur sem næst
4.7“. Talan, sem deila átti í 8.0
átti að sjálfsögðu að vera 1.7,
en það er drykkjan af óblönd-
uðum vínanda á hvert manns-
barn 1958. Á öðrum stað hafði
tæmandi orðið að sæmandi og átti
að standa: „Er þá (1862) lítra-
talan á hvert nef í landinu 7.4.
En jafnvel þetta er engan veginn
tæmandi. Hér er ekki reiknað
með sterkum bjór . .