Morgunblaðið - 06.02.1959, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAF
Föstudagur 6. febr. 1959
/ f á u m o r ð u m s a g t
Sýslumaðurinn
byssu á land-
helgisbrjótana
Rabbað við dr. Björn Þórðarson, fyrr-
miðaði
— Já, mér þótti afar skemmti-
legt í Latínuskólanum. Sambekk-
ingar mínir voru mjög skemmti-
legir menn, t.d. Einar Arnórs-
son, Þórður á Kleppi, séra Bjarni
vígslubiskup, Þorseinn hagstofu-
stjóri. Við séra Bjarni sátum allt-
af saman.
— Talaði séra Bjarni mikið í
tímum?
um forsætisráðherra áttræðan
DR. JURIS. Björn Þórðarson,
fyrrum forsætisráðherra, er átt-
ræður í dag. Hann er Kjalnes-
ingur að ætt, fæddur og upp al-
inn í Móum, sem standa miðja
vegu milli sjávar og Esju. Það er
gamalt prestsetur, síðasti prestur
í Móum var Matthías Jochums-
son, móðurbróðir dr. Björns. Mbl.
sneri sér til dr. Björns nú í vik-
unni og bað hann segja lesend-
um blaðsins undan og ofan af ævi
sinni. Var hann fús tii þess. Hann
hefur ekki verið við sem bezta
heilsu undanfarin 3 ár, en var
þó hress í bragði og skrafhreif-
inn. Hann sagði:
— Faðir minn, Þórður Run-
ólfsson, tók við Móum af séra
Matthíasi. Hann reyndi oft að
fá jörðina keypta, en tókst ekki.
f æsku naut ég nokkurs lærdóms,
eins og þá var títt. Frá hausti til
vors voru húslestrar stöðugt hafð-
ir um hönd, lesin var Árnapost-
illa á sunnudögum, en hversdags-
lega voru lesnar Mynsters-hug-
leiðingar og Presta-hugvekjurnar,
og að sjálfsögðu voru Pássíu-
sálmarnir sungnir á föstunni.
Faðir minn var söngvinn og lék
oft á langspil og ennfremur var
á heimilinu lítið harmonium, sem
hver lék á eftir kunnáttu sinni
og æfði um leið sönggáfuna. Fað-
ir minn var vel menntaður mað-
ur á mælikvarða þeirra tíðar um
bændur og m.a. þótti mér hann
furðu stjörnufróður. Hann var
feikningsglöggur og hafði góða
stærðfræðigáfu. Ljóðelskur var
hann einnig og hafði mætur á
Bjarna, Jónasi, Bólu-Hjálmari og
Jóni á Bægisá og kunni feikn af
rímum, einkum eftir Sigurð
Breiðfjörð. Þegar ég var ung-
lingur, var farkennari að hefja
störf á Kjalarnesi. Hann hét Þor-
leifur Jónsson og var í Móum.
Síðan fór hann til Reykjavíkur.
Ekki naut ég þö kennslu hjá hon-
um, því ég var vart kominn af
barnsaldri, þegar hann fluttist til
Reykjavíkur. Þegar ég skyldi
fermast og hefja skólanám, var
mér komið fyrir í Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi. Hann var
utarlega á nesinu, en nú hefur
hann verið rifinn og nýr skóli
byggður á allt öðrum stað. Þar
var ég tvo vetur hjá Sigurði Sig-
urðssyni, skólastjóra. Jónas Helga
son kenndi söng. Aðrir kennarar
voru ekki við þann skóla í þá
tíð. Fyrri kona Ólafs í Mýrar-
húsum, Karitas Runólfsdóttir var
föðursystir mín, en hún var dáin
fyrir löngu, þegar ég fór í skól-
ann. Þá var þar aftur á móti bú-
stjóri Guðmundur, sem seinna
var í Nýjabæ, sonur þeirrar
Karitasar og Ólafs, og var ég á
heimili hans. Hann stundaði mik-
inn útveg, átti bæði sexæring og
áttæring.
— Hvernig þótti yður að koma
til Reykjavíkur?
— Mér þótti kynnin af Reykja-
vík góð og þau hafa haldizt allar
götur síðan, þó þau hafi slitnað
um hríð eftir fermingu. En svo
kom ég hingað aftur vorið 1896.
— í hvaða erindum?
— Þá gekk ég í Latínuskólann.
Ég hafði lært undir skóla hjá
Ólafi Finnssyni frá Meðalfelli í
Kjós og Þórunni Ólafsdóttur,
frænku minni, frá Mýrarhúsum.
En tvo vetur áður, eða árin eftir
að ég fermdist, var ég farkennari
á Kjalarnesi með þá menntun,
sem ég hafði þá, og þér getið
flett upp í Stjórnartíðindum frá
1895, c-deild minnir mig og séð,
að Björn Þórðarson fékk það ár
25 kr. styrk frá landshöfðingja
fyrir farkennarastörf. Það eru
mjög fáir núlifandi menn, sem
hafa verið farkennarar á þessum
árum, hygg ég.
— Fr þetta ekki í eina skiptið,
sem þér hafið fengið ríkisstyrk?
—■ Jú, það er víst rétt hjá yð-
ur. Ég hef aldrei fengið styrk frá
því opinbera nema í þetta eina
skipti, því það var alveg undir
landshöfðingja sjálfum komið,
hvort þessi ungi maður fengi
styrk eða ekki.
— Hvað kennduð þér svo?
— Lestur, skrift, reikning,
landafræði, Helgakver og biblíu-
sögur.
— Helgakver?
— Já, Helgakver. Það hafði af-
skaplega mikil áhrif á þessum ár-
um og var mikið lesið, eins og
þér kannski vitið. Allt, sem í því
stóð, þótti ótvíræður sannleikur.
Það er enginn vafi á, að hollt var
að hafa barnalærdóm, sem menn
gátu trúað á. Ekki datt mér í
hug að efast um eitt einasta orð
af því, sem stóð í Helgakveri.
— Og hafið þér haldið þessari
trú yðar, dr. Björn?
— Nú vil ég ekkert um það
segja. í Latínuskólanum voru
okkur kennd kristin fræði og þá
var dálítið annað uppi á teningn-
um. Þau voru miklu þurrari og
strangari eftir Latínuskólans
metóðu. Ég man ákaflega vel eftir
því, þegar ég gekk til prestsins
í fyrsta sinn, það var sr. Jóhann
Þorkelsson. Hann hafði yfir þessa
setningu: „Ótti drottins er upphaf
vizkunnar og þekking hins heil-
aga, hin sönnu hyggindi“. Ég held
það hafi tekið prestinn klukku-
tíma að fara í gegnum þetta með
börnunum. Séra Jóhann var
indæll maður. Ég kynntist hon-
um betur seinna og hann stóð í
þeirri meiningu að hann hefði
skírt mig fyrstan barna, en það
var ekki rétt hjá honum, held
ég. Hann var þaullesinn maður
og skemmtilegur og einhver mesti
skautamaður á sínum tíma. Ég
sá hann mjög oft á skautum, þeg-
ar ég var í Latínuskólanum og
einnig eftir að ég kom frá námi
í Höfn. Hann var á skautum há-
aldraður maður og gerði þá list-
ir sínar eins og kornungur væri.
Hann var frá íshóli í Bárðadal,
sem nú er í eyði. Séra Jóhann var
allmikill fyrir sér og gat verið
hávaðamaður, ef svo bar undir.
Eftir að ég varð lögmaður 1929,
en því starfi gegndi ég til ársins
1942, þá sat ég eitt sinn í dóm-
arastóli. Inn kemur maður, sem
ég þekkti vel, en hann kom ekki
auga á mig. Hann hafði svo hátt,
að engin tök voru á að starfa
nokkurn hlut í hegningarhúsinu,
meðan hann var inni í dómsaln-
um. Ég segi þá við einn af mál-
flutningsmönnunum, Garðar Þor-
steinsson: — Geturðu ekki fjar-
lægt þennan mann fyrir mig. Ég
vil ekki gefa mig fram. Svo tók
Garðar að sér þetta embætti og
hann gat komið séra Jóhanni út,
en ég hélt áfram störfum. Séra
Jóhann átti oft leið upp í hegn-
ingarhúsið á Skólavörðustíg, því
áður fyrr heimsótti hann fang-
ana og var auk þess sáttasemjari
í hjónadeilum.
— Þótti yður skemmtilegt í
Latínuskólanum?
— Nei, nei. Það talaði enginn
nema sá, sem var uppi í það og
það skiptið. Annars fór það nú
kannske dálítið eftir kennaran-
um. Það komst til dæmis enginn
r'>’ Björn Þórðarso”
upp með sprell í tímum hjá Birni
Jenssyni eða Birni M. Ólsen.
Þetta voru menn, sem höfðu mik-
inn aga á sínum heimilum.
— Hvernig líkaði yður við
Björn M. Ólsen?
— Ágætlega. En einu sinni
ætlaði hann að fanga mig. Hann
greip samt í tómt, því ég var sak-
laus. Svo var mál með vexti, að
prótokoll hafði glatazt. Ég var
umsjónarmaður bekkjarins og
átti að gæta hans. Þegar hann
var horfinn, fór ég til Ólsen og
sagði honum, hvernig komið var.
Hann setti mig við hné sér og tal-
aði mikið og horfði á mig, en ég
slapp með sakleysið í burtu. Hann
var afar strangur. Ég var alla
tíð heimasveinn, meðan ég var í
Lærða skólanum. Fyrsta veturinn
svaf ég uppi á lofti, en svo fékk
ég herbergi á ýmsum stöðum í
bænum, t.d. hjá Gunnþórunni
Halldórsdóttur eða móður hennar.
— Nú, einmitt. Var hún byrjuð
að leika, þegar þetta var?
— Já, hún var að byrja að
leika. Þorvarður Þorvarðarson,
einn af helztu frumkvöðlum að
stofnun Leikfélags Reykjavíkur,
kom oft í heimsókn til Gunnþór-
unnar. Annars má geta þess fyrst
við erum farnir að tala um leik-
list, að ég sá Stefaníu Guðmunds-
dóttur í fyrsta opinbera leik
hennar. Þá var ég í Mýrarhúsa-
sköla. Ég skemmti mér prýðis-
vel framan af. En svo kom að
einu atriði, sem hneykslaði mig
afskaplega. Stefanía þurfti að
skera upp dós og sagði, að þetta
væri í dósinni. Svo kastaði hún
dósinni frá sér og alveg út að
brún, þar sem ég stóð og aðrir
krakkar, og þá sá ég, að það var
allt annað í dósinni en hún hafði
sagt. Þetta eyðilagði leikinn alveg
fyrir mér.
— Ég hef heyrt, að þér hafið
verið dágóður leikari í Lærða-
skólanum?
— Ja, ég lék talsvert, meðan ég
var í Lærðaskólanum, t.d. lék
ég einu sinni gamla konu og það
var frá þeirri stund, sem ég var
titlaður á þessa leið: Er það
Björn, sem lék kerlinguna!
Eftir nokkra umhugsun bætti
dr. Björn við:
— Á ég að segja yður, hvað
ég hef iðrazt mest eftir. Það er
að hafa ekki haldið við grískunni.
Hún var unaðslegasta fagið í
skólanum. Það var létt að halda
grískunni við, ef maður hefði
haft hirðu á því. Björn M. Ólsen
kenndi okkur grísku. Ég Isérði
margt utanbókar úr Sófokles
Antigone. Svo fer hann með lang-
an kafla utan bókar og segir
brosandi: — Þetta megið þér ekki
skrifa, það er ekki víst ég muni
þetta alveg rétt, en svona lærði
ég þetta.
Höfn 1902.
— Ég var á Garði í 4 ár og þar
líkaði mép vel. Minn mesti vernd
arvættur þar var próf. juris.
Júlíus Lassen. Hann var mér
meiri stoð og velgerðarmaður en
nokkur annar fyrr og síðar mér
ekki vandabundinn.
— En segið þér mér, hvers
vegna lögðuð þér stund á lög-
fræði?
— Ja, ég var að hugsa um að
leggja stund á sögu, guðfræði eða
lögfræði. Ég vissi, að ég hefði
ekkert upp úr því að nema sögu
og hætti því. Þá var ég einnig að
hugsa um að lesa guðfræði, en
ætlaði aldrei að tala sem prest-
ur. Var ekki nógu trúaður til
þess. Þá var lögfræðin eftir og
það þarf ekki ýkja mikla trú til
að lesa hana. Einar Arnórsson
var einu ári á undan mér, og
hann átti að vera manuductör
minn. Af honum lærði ég mikið,
en hann var latur við kennsluna.
Svo fór hann burtu og leiðir
skildu í bili. Meðan ég var við
nám i Kaupmannahöfn, komu ís-
lenzku þingmennirnir í heimsókn
til Danmerkur. Það var 1906. Ég
var fenginn, eftir tilvísun pró-
fessor Lassens, til að vera túlkur
í Rigsdagens Bureau. Ekki kynnt
ist ég þó neinum merkismanni í
því starfi. Námið gekk vel og ég
fékk áhuga á lögfræðinni og kom
mér síðar í kynni við millilanda-
nefndina íslenzku, einkum
Hannes Hafstein og Lárus H.
Bjarnason, með það fyrir augum,
að ég gæti orðið íslenzkur konsúll
á Spáni og Ítalíu að námi loknu.
Hafði ég meira að segja verið
sýndur Raben-Levetzow, utan-
rikisráðherra. Raben leizt vel á
mig, var mér sagt, og ég skilaði
umsókn minni, þegar að þvi kom.
En eftir að frumvarpið var orðið
að engu, sótti ég pappírana og
þar með sá ég mína sæng út-
breidda, hvað þetta snerti.
Svo stóð dr. Björn upp, tók staf
sinn og gekk um gólf: — Þér af-
sakið þótt ég vappi þetta um,
sagði hann, en ég verð stirður,
ef ég híeyfi mig ekki. — Já, við
vorum að tala um millilanda-
nefndina. Ég skrifaði 1908 rit-
gerð um þessi efni og birtist hún
í Andvara 1910. Þá var ég austur
á landi. Af ritgerðinni má sjá,
að einhverju hefur verið sleppt og
var það gert að mér fornspurðum.
í ritgerðinni voru nokkrar árásir
á Bjarna frá Vogi fyrir afskipta-
semi af því, sem ég taldi, að hann
hefði ekki vit á og þótti rit-
stjóranum ekki ástæða til þess að
hafa það með. Annars vorum við
Bjarni vinir.
— Höfðuð þér mikinn áhuga á
pólitik á þessum árum?
— Já, auðvitað, eins og ungir
menn hafa alltaf. Við ólumst upp
í skóla sem miklir landvarnar-
menn og ég var landvarnarmað-
ur eftir að ég kom til íslands
aftur, en skipti mér ekki mikið af
pólitík, af því ég ætlaði að verða
konsúll á Spáni. 1909 varð Hannes
Hafsteinn ráðherra fyrri hluta
árs og hann setti mig sýslumann
í Vestmannaeyjum. Þar fékk' ég
dálítið nafn, af því ég tók all-
marga togara, sem voru að ólög-
legum veiðum. Bezti maðurinn og
mér hjálplegastur þá, var Jóhann
Þ. Jósefsson, sem nú er þingmað-
ur Vestmannaeyja. Hann kunni
togaramálið.
— Fóruð þér sjálfur um borð í
skipin?
— Já, auðvitað.
— Var ekki danskt varðskip
við Vestmannaeyjar á þessum ár-
um?
— Jú, Islandsfalk átti að sjá
um landhelgisgæzluna, en hann
sást mifg sjaldan.
— Lentuð þér ekki í einhverj-
um ævintýrum í þessu starfi?
— Ojú, það kom fyrir. Eitt
sinn var mér sagt, að enskur tog-
ari væri að ólöglegum veiðum
í Húllinu. Ég fékk mér vélbát
og ætlaði út í hann við þriðja
mann. En þá koma þeir með heitt
vatn og barefli. Við renndum
þrisvar sinnum að togaranum, en
fengum alltaf sömu viðtökur.
Svo gáfumst við upp og sigldum
í átt til lands. En þá vitum vi8
ekki fyrr til en togarinn er lau«
og siglir á bátinn hvað eftir ann-
að, en báturinn var snarari í
snúningum, svo þeim tókst ekki
að sigla okkur í kaf. Þar með
skildi með okkur. Togarinn fór
sína leið í suðvestur og við sigld-
um beinustu leið í land. Ég skýrði
svo frá öllum málavöxtum og
var skipstjórinn kallaður fyrir
rétt í London, þegar heim kom.
Oftast gekk okkur betur en í
þetta skipti og við tókum marga
togara, enska, franska, þýzka,
hollenzka og belgíska. Einu sinni
tókum við sjö togara í einu, sem
allir voru með ólögleg veiðar-
færi fyrir sunnan og vestan
Heimaey. Þegar ég frétti af þeim,
mannaði ég tvo vélbáta. Sýslu-
maðurinn var ungur þá og stökk
eins og hver annar um borð í
skipin. En húfan var ekki sett
upp, fyrr en komið var um borð.
Sjómennirnir reyndu að veita við
nám, en ég hafði haglabyssur
meðferðis og miðaði á þá. Það var
ólöglegt, en annað dugði ekki!
— Þið megið ekki miða nema á
fæturna á þeim, sagði ég við mína
menn. Svo komum við inn klukk-
an 12 á miðnætti með allan flot-
ann. Það var skemmtilegt kvöld.
En ungu konurnar í Vestmanna-
eyjum sögðu við menn sína: —.
Þið megið ekki fara með sýslu-
manninum. Hann er gapi.
— Hvað voruð þér lengi í
Vestmannaeyjum?
— Þar var ég til vors 1910. Þá
var ég settur dómari í Snæfells-
nesssýslu í svo kölluðu Bryggju-
máli, sem þá var stórmál. Guð-
mundur Eggerz sýslumaður veik
úr dómarasæti, vegna þess að
hann vildi vera aðili að málinu.
Ég er búinn að gleyma gangi
þessa máls, en það fjallaði, ef
ég man rétt, um það, hvort Guð-
mundur nokkur, sem kallaður var
bryggjusmiður, hefði hagað sér
rétt við smíði bryggjunnar. Starf
hans þótti ekki samsvara því, sem
vera bar, t.d. þótti bryggjan ekki
ná nógu langt út í höfnina. Guð-
mundur fékk ekki meðhald hjá
mér í þessu máli- og ekki heldur
í yfirdómi. Annars vil ég ekki
rifja þetta upp, þetta er gleymt
og grafið fyrir löngu.
Þegar ég kom að vestan, fór
ég fyrir Eggert Claessen austur
á firði til þess að rannsaka gjald-
þrot Pöntunarfélags Fljótsdals-
héraðs. Að þessu starfaði ég um
sumarið og allt fram á haust og
fór víða um sunnan frá Fáskrúðs
firði og norður til Borgarfjarð-
ar. Á þessu ferðalagi minu kynnt-
ist ég nýju fólki og nýju um-
hverfi og hafði gaman af. Eftir
þetta starfaði ég svo í stjórnar-
ráðinu og fékkst við dómsstörf,
þangað til 1912 að ég er settur
sýslumaður í Húnavatnssýslu og
er þar í rétt tvö ár. Þar er ég
beðinn um að bjóða mig fram til
þingmennsku fyrir Hannes Haf-
stein persónulega. Við skulum
ekki stíla það upp á Heimastjórn-
arflokkinn. Það vil ég helzt ekki.
Ég sagði við kjósendur í Vestur-
Framh. á bls. 12