Morgunblaðið - 06.02.1959, Qupperneq 11
Föstudagur 6. febr. 1959
MOR^TJNfíLAÐlÐ
11
//
Stefndi, Valtýr Stefánsson, á að vera
sýkn af kröfum stefnanda, Björns
Bjarnasonar, í máli þessu
„Krafa stefnanda um
á engum rökum reist'
44
miskabœtur
Endurrit úr dómabók bœjarþings Reykja-
víkur í málinu nr. 133^1958, Björn
Bjarnason gegn Valtý Stefánssyni
SVO sem áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu var
hinn 21. nóv. sl. kveðinn upp
dómur í máli því, sem Björn
Bjarnason, fyrrverandi for-
maður Iðju, höfðaði út af frá-
sögnum Morgunblaðsins af
ýmiss konar ráðsmennsku
hans í Jðju á meðan hann var
þar formaður.
Úrslit málsins urðu þau, að
engar af kröfum Björns voru
teknar til greina. Með því að
hér er um einstakt og lær-
dómsríkt mál að ræða, þykir
rétt að prenta hér dóminn í
heild. Af blaðsins hálfu er
einungis bætt við millifyrir-
sögnum til skýringar, birt
mynd af Birni Bjarnasyni og
þeim myndum, sem getið er
um í dómnum.
Ár 1958, föstudaginn 21. nóv-
ember, var á bæjarþingi Reykja-
víkur í málinu nr. 133/1958,
Björn Bjarnason
gegn
Valtý Stefánssyni,
kveðinn upp svohljóðandi
d ó m u r :
Mál þetta, sem tekið var til
dóms 20. þ.m. hefur Björn Bjarna-
son, iðnverkamaður, Hverfisgötu
32, Reykjavík, höfðað fyrir bæj-
arþinginu með stefnu útgefinni
5. marz 1958 gegn Valtý Stefáns-
syni, ritstjóra, Laufásvegi 69,
Reykjavík.
Björn taldi „umrædd-
blaðaskrif mjög æru-
meiðandi fyrir sig“
Tildrög máls þessa eru þau, að
í 13. og 14. tbl. 45. árgangs Morg-
unblaðsins, sem út komu 17. og
18. janúar 1958 birtust nafnlaus-
ar greinar ásamt myndum. Fjalla
greinar þessar um félagsfund,
sem haldinn var í Iðju, félagi
verksmiðjufólks, 16. janúar 1958.
Á fundi þessum gerði stjórn fé-
lagsins grein fyrir reikningum
félagsins fyrir árið 1956. Hafði
stjórnin fengið löggilta endur-
skoðendur til að endurskoða
reikningana fyrir þetta ár. Á
fundinum var reksturs-og efna-
hagsreikningar endurskoðend-
anna ásamt athugasemdum þeirra
tekinn til umræðu. Kom þar fram
ádeila á þá stjórn félagsins, sem
var við völd árið 1956, en stefn-
andi var formaður hennar. í 13.
tbl. Morgunblaðsins er grein með
fyrirsögninni „Hæg eru heima-
tökin“. Er þar lauslega drepið á
Iðju-fundinn og skýrslu endur-
skoðendanna, en greininni fylgja
tvær myndir af kvittunum. I síð-
ari greininni þ. e. í 14. tbl. er birt
lengri grein um málið undir fyr-
irsögninni: „Iðjufundurinn í fyrra
kvöld: Kommúnistar lánuðu sjálf
um sér þrjá fimmtu af félags-
sjóðnum!" Grein þessari fylgdi
mynd af happdrættismiðum Þjóð-
viljans og annars staðar í blað-
inu er mynd af reikningi frá
hvað óhreint á ferðinni, því ekk-
ert mátti vitnast . . .“
11. „í fyrstu reyndi Björn
Bjarnason fyrrverandi formaður
að halda uppi vörn fyrir athæfi
sitt og stjórnarinnar . . .“
12. „Höfðu þeir fengið nóg af
þeirri veiku tilraun, sem þeir
gerðu til þess að verja hina ófor-
svaranlegu meðferð á fjárreiðum
félagsins".
Stefndi telur, að með því að
áðurgreindar greinar hafi birzt
nafnlausar, beri stefndi sem á-
byrgðarmaður Morgunblaðsins
SSftSS??
Samkvæmt fylgiskjali nr. 29, hefur hundruðum króna verið
eytt úr sjóðum Iðju til kaupa á happdrættismiðum Þjóðviljans.
Væntanlega hefur sú deild Kommúnistaflokksins, sem þessa
miða seldi, skilað 100%.
I júiíbyrjun 1956, (nokkrum dögum eftir alþingiskosningarnar)
voru 60 þús. kr. teknar út úr banlta og þessir tveir miðar skild-
>r eftir. Eftir að kommúnistar töpuðu félaginu upplýstist þetta:
20 þús. kr. voru lánaðar þáverandi varaformanni Iðju (17.
manni á Iista Alþýðubandalagsins við bæjarstjórnarkosning-
ar). 40 þús. kr. lánaðar þáverandi gjaldkera. Bæði lánin greidd
og veitt án heimildar, án þess að kvittun væri tekin og án
tryggingar. Tveim dögum eftir Iðjukosningarnar í febrúar 1957
var endanlega gengið frá skjölum og „tryggingu“ varðandi lán
þessi. Var 40 þús. kr. lánið „tryggt“ með 5. veðrétti í 3 herb.
íbúð, en 20 þús. kr. lánið „tryggt'* með 3. veðrétti í óveð-
hæfri eign. —
veitingahúsinu Nausti yfir veit-
ingar.
Telur stefnandi umrædd blaða-
skrif mjög ærumeiðandi fyrir sig
sem trúnaðarmann félagsins
Iðju um nær tveggja áratuga
skeið, enda séu þau alröng. Til-
gangurinn sé bersýnilega sá, að
sverta hann í augum samborgara
sinna og þeirra félagsmanna Iðju,
sem ekki sóttu umræddan fund og
gátu því e. t. v. ekki vitað að
skrif blaðsins séu uppspuni einn.
Eftirfarandi ummæli telur
stefnandi sérstaklega meiðandi
fyrir sig:
1. „Hæg eru heimatökin".
2. „. . . skýrslugerð löggilts
endurskoðanda . . .“
3.....á reikingum ársins 1956,
sem voru þeir einu sem fund-
ust . . ."
4. „Bæði lánin greidd og veitt
án heimildar, án þess að kvitt-
un væri tekin og án tryggingar“.
5. „Var 40 þús. kr. lánið
„tryggt“ með 5. veðrétti í 3 herb.
íbúð, en 20 þús. kr. lánið „tryggt“
með 3. veðrétti í óveðhæfri eign“.
í Morgunblaðinu 18. janúar
1958:
6. „Þessir reikingar voru þeir
einustu, sem fyrir lágu, þegar
kommúnistar skildu við félagið
eftir ósigurinn í fyrra“.
7. „. . . endursemja gersamlega
reikninga félagsins fyrir árið frá
rótum“.
8. „Af því fé, sem þá er eftir,
eða um 250 þúsund krónur, hef-
ur stjórnin talið sæmandi að lána
sjálfri sér og nánustu gæðingum
sínum kr. 148.100.— eða sem
næst % af öllum sjóðnum".
9. „Hins vegar er talið að
kommúnistar hafi sent vildar-
mönnum sínum félagsskírteini,
enda þótt ekki væru þau greidd“.
10. „Þarna var sýnilega eitt-
ábyrgð á birtingu þeirra. Telur
stefnandi að ummælin varði við
234—236. gr. og 241. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 og
hefur hann gert eftirfarandi dóm-
kröfur:
að stefnda verði dæmd refsing
samkvæmt áðurgreindum laga
ákvæðum,
að hin tilgreindu óviðurkvæmi-
legu ummæli verði dæmd dauð
og ómerk,
að stefnda verði dæmt að greiða
honum miskabætur að fjárhæð
kr. 20.000.00 með 6% ársvöxt-
um frá 22. febrúar 1958 til
greiðsludags, samkvæmt 1
mgr. 264. gr. almennra hegn-
ingarlaga,
að stefnda verði dæmt að greiða
honum kr. 1.000.00 til að stand-
ast kostnað af birtingu dóms í
opinberu blaði, sbr. 2. mgr.
241. gr. almennra hegningar-
laga,
að stefnda verði dæmt að greiða
honum málskostnað eftir mati
réttarins.
Stefndi hefur aðallega krafizt
sýknu og málskostnaðar sér til
handa ,en til vara, að beitt verði
239. gr. hinna almennu hegning-
arlaga og málskostnaður ve'rði þá
látinn niður falla.
Verða nú hin einstöku ummæli
tekin til athugunar.
Ekki á nokkurn hátt gerð
grein fyrir reikningum
og fylgiskjölum á undan
1956
Um 1.
Eins og áður er skýrt frá, er
setning þessi fyrirsögn greinar
þeirrar, er fyrr birtist í Morgun-
blaðinu. Þegar setning þessi er
jörn Bjarnason
skoðuð og greinin höfð í huga 1
heild, svo og með hliðsjón af því
er síðar verður rakið, þykir ekki
unnt að refsa stefnda fyrir um-
mæli þessi og ekki verða ummæl-
in heldur ómerkt.
Um 2.
Það er fram komið í málinu, að
á framhaldsaðalfundi í félaginu
þann 19. marz 1957 var samþykkt
að fela löggiltum endurskoðend-
um að framkvæma endurskoðun
bókum og skjölum félagsins
fyrir árið 1956. Á fundinum var
skýrsla endurskoðendanna tekin
til umræðu. Verður það vart talið
ámælisvert af Morgunblaðinu að
skýra frá skýrslu þessari og eigi
verður því á það fallizt með stefn
anda, að hin tilgreindu ummæli
undir þessum lið séu vítaverð.
Verður krafa hans um ómerkingu
og refsingu því ekki tekin til
greina.
Um 3.
Stefndi hefur algjörlega mót-
mælt því, að ummæli þessi geti
talizt meiðandi fyrir stefnanda,
nema þau væru ósönn. Hefur
stefndi á það bent, að Iðja muni
að vísu ekki vera bókhaldsskylt
félag og þvi ef til vill ekki hægt
að krefjast þess, að haldið sé sam
an fylgiskjölum frá ári til árs, en
óviðkunnanlegt og aðfinnsluvert
muni það þykja, ef slíkt er ekki
gert. í hinni tilvitnuðu setningu
sé átt við uppsetta reikninga fél-
agsins með tilheyrandi fylgiskjöl
um. Núverandi stjórnarformaður
félagsins staðhæfði, að stjórn sú,
sem stefnandi var formaður í,
hafi ekki skilað neinum fylgis-
skjölum, nema þeim, sem fylgdu
reikningum ársins 1956, eins og
segir í hinni tilvitnuðu setningu.
Hefur stefndi í þessu sambandi
skorað á stefnanda að mæta fyrir
rétti, svo að hægt væri að sann-
prófa þetta atriði við núverandi
stjórn félagsins, ef stefnandi vilji
halda því fram, að núverandi
stjórn hafi verið skilað fylgis-
skjölum með reikningum félags-
ins frá árunum á undan 1956.
Með tilliti til þess, að stefnandi
hefur ekki á nokkurn hátt gert
grein fyrir reikningum eða fylg-
iskjölum með þeim vegna félags-
ins á árunum á undan 1956, svo og
með hliðsjón af málefninu a3
öðru leyti, þykir ekki næg ástæða
til að ómerkja ummæli þessi.
Refsikrafa stefnda verður heldur
ekki tekin til greina.
„Engin fundaffsamþykt
fyrir þessari lánveit-
ingu“
Um 4.
Stefndi kveður hér átt við tvö
lán, annað kr. 40.000,00, sem veitt
var Guðlaugu Vilhjálmsdóttur og
Steinunni Vilhjálmsdóttur, en
hitt að fjárhæð kr. 20.000.00,
sem veitt var Ingólfi Sigurðssyni.
Engin fundarsamþykkt eða önnur
skrifleg heimildargögn séu finn-
anleg um lánveitingar þessar, eng
ar kvittanir finnist frá skuldur-
unum og frá tryggingum hafi
ekki verið gengið formlega, fyrr
en hálfu ári síðar í lok desember
1956, og þeim ekki þinglýst fyrr
en á árinu 1957.
Fram hefur verið lagt í málinu
rekstrar- og efnahagsreikningur
fyrir Iðju árið 1956 ásamt endur-
skoðunarskýrslu hinna löggiltu
Framhald á bls. 12
ú