Morgunblaðið - 06.02.1959, Side 12

Morgunblaðið - 06.02.1959, Side 12
i: MORCVHBLAÐIÐ Föstudagur 6. febr. 1939 — Dómurinn Framhald af bls. 11 •ndurshoðenda. Um lánveitingar þessar segir svo orðrétt í skýrslu •ndurskoðendanna: „2. Guðlaug Vilhjálmsdóttir og Steinunn Fanney Vilhjálms dóttir — kr. 40.000.00. — Upp hæðin er tekin út af sparisjóðs bók nr. 11.125 við Iðnaðar- banka íslands hf. þ. 5. júlí 1956. Þ. 28. desember 1956 er svo skuldabréf gefið út fyrir upphæðinni ,tryggt með 5. veð rétti í 3ja herbergja íbúð í hús eigninni nr. 3 við Rauðarárstíg Bréfinu er óþinglýst um ára- mót, en er þinglýst á árinu 1957. Engir vextir virðast hafa verið greiddir frá því að upp- hæðin var tekin út af bókinni þar til skuldabréfið var gefið út. Engin fundarsamþykkt er fyrir þessari lánvéitingu. 3. Ingólfur Sigurðsson — kr. 20.000.00. — Upphæðin er tek- in þann 4. júlí 1956 út af spari sjóðsbók nr. 11.125 við Iðnaðar banka fslands hf. Skuldabréf tryggt með 3. veðr. í A-götu W, Blesugróf, er útgefið 29. des. 1956. Bréfinu er óþinglýst «1» áramót ,en mun vera þing- lýst á árinu 1957. Vextir virð- ast ekki hafa verið greiddir af upphæðinni frá þvi að hún var tekin út af bókinni og þar til dkuldahréfið er útgefið. Engin fundarsamþykkt er bókuð um þessa lánveitingu". Þegar það er virt sem að fram an greinir svo og annað það, sem ■ráli skiftir í sambandi við um- rædd blaðaskrif þykir ekki alveg næg ástæða til að ómerkja um- mælin. Þá verður stefnda ekki dæmd refsing fyrir þau. „Ekki unnt að ómerkja ummælin“ l’m 5. Sæmkvæmt veðbókarvottorði, dags. 5/3 1957, sem lagt hefur ver- jð fram viðvíkjandi 40 þúsund króna láninu, er það lán tryggt wieð 5. veðrétti í þriggja her- bergja íbúð á 2. hæð í húsinu nr. C við Rauðarárstíg, sem stendur á leigulóð. Aðrar veðskuídir á þeirri eign eru: 1. veðréttur, kr. 100.000.00, samkvæmt veðbréfi dagsettu 22. des. Ir47 <á öllu húsinu). 2. veðréttur, kr. 150.000,00, samkvæmt veðbréfi dagsettu 15. ágúst 1948 (hvílir á fleiri íbúðum). 3. veðréttur kr. 28.213,13, sam- kvæmt veðbréfi dags. 24. nóv- ember 1952. 4. veðréttur kr. 74.228.72, sam kwæmt veðbréfi dagsettu 2. október 1956. Ekki ber veðbókarvottorðið það með sér að 40 þúsund króna lánið njóti uppfærsluréttar. Verður þvi að ætla að veðsala sé að jafn- aði heimilt að veðsetja íbúðina með 1.—4. veðrétti fyrir þeim fjárhæðum, sem að framan grein ir. Kann 5. veðréttar tryggingin þá að verða haldlítil, ef á reynir. Samkvæmt veðbókarvottorði dags. 5. marz 1957 er 20 þúsund króna lánið tryggt með 3. veðrétti í húseigninni A-gata 10 við Blesu gróf, en hús það er án skráðra lóðarréttinda. Á 1. og 2. veðrétti hvíla kr. 10.000.00 og kr. 12.000.00 samkvæmt veðbréfum dagsettum 26. nóv. 1955 og 2. júní 1956. Ekki ber veðbókarvottorðið það með sér, að 3. veðréttarskuldin njóti uppfærsluréttar. Þegar á þetta er litið, svo og með hliðsjón af málsefninu að öðru leyti, þykir ekki unnt að ómerkja ummælin samkvæmt þessum lið né refsa fyrir þau. Vm 6. Með skírskotan til þeirra raka, sem fram eru færð undir lið 3, verða kröfur stefnda samkvæmt þessum lið ekki teknar til greina. Um 7. t skýrslu hinna löggiltu end- urskoðenda segir: „Vegna þess, hve reikningar félagsins voru óljósir og nokkur ruglingur milli liða i rekstrar- reikningum, varð ekki komizt hjá því að semja þá að nýju til þess að fá gleggri mynd af rekstrar- afkomu og efnahag þess.“ Með hliðsjón af þessu, svo og öðru því er máli þykir skipta, þykir ekki unnt að ómerkja um- mælin undir þessum lið né refsa fyrir þau. „Lánað sjálfri séff og nánustu gæðingum“ Um 8. Stefndi kveður hér vera átt við eftirtalin lán: a. Lán til Guðlaugar Vilhjálms- dóttur, gjaldkera Iðju, kr. 40.000.00, áður getið. b. Lán til Ingólfs Sigurðssonar, varaformanns Iðju, kr. 20.000.- 00. Áður getið. c. Lán til Brynhildar Magnús- dóttur, fyrrverandi konu stefn- anda, kr. 3.000.00. Um það segja hinir löggiltu endurskoð- endur: „Brynhildur Magnús- dóttir. Bréfið er útgefið 1. des- ember 1952 og upphaflega að upphæð kr. 11.000.00, en nú að eftirstöðvum kr. 3.000.00. Skuldabréfi þessu hefur aldrei verið þinglýst." d. Lán til stefnanda sjálfs að upphæð kr. 36.000.00. Um það segja 'hinir löggiltu endurskoð- endur svo: „Björn Bjarnason. Upphæðin er tekin út af sparisjóðsbók nr. 11.125 við Iðnaðarbanka ísiands h.f. þann 13. des. 1956. Fyrir upp- hæðinni liggur skuldaviðurkenn- ing frá Birni Bjarnasyni, og er þar tekið fram, að til tryggingar skuld þessari sé veð í bifreiðinni R 7451 «g liggur kaskotrygging- arskírteini, að upphæð kr. 50.- 000.00, með skuldarviðurkenn- ingunni. Þinglýsing á veðsetn- ingu þessari hefir ekki farið fram.“ e. Lán til fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna. Formaður þess er stefnandi, að upphæð kr. 14,- 100.00. Um það segja hinir löggiltu endurskoðendur svo: „Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna. Upphæðin virðist hafa ver- ið lánuð Fulltrúaráði verka- manna á síðari hluta ársins 1955. Á árinu 1956 hefur verið greidd afborgun kr. 3.600.00 og vextix kr. 987.00 eða 7% af kr. 14.100.00. Það virðast þvi engir vextir hafa verið greiddir af afborguninni kr. 3.600.00, sem hefðu átt að nema kr. 252.00. f. Skuldabréf Byggingarsam vinnufélags Reykjavíkur að upphæð kr. 35.000.00. Um það segja hinir löggiltu endurskoðendur svo: „Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Upphæðin inni- heldur 7 bréf nr. 6, 7, 9. 10, 11 og 42 i IX byggingarflokki 1955, hvert á kr. 5.000.00. Eitt bréf, að upphæð kr. 5.000.00, var dregið út á árinu. Engir vextir virðast hafa verið innfærðir af því bréfi, en vextir af hinum bréf- unum hafa verið hafnir á árinu 1957.“ Stefndi hefur skorað á stefn- anda að upplýsa, af hverjum skuldabréf Byggingarsamvinnu- félags Reykjavíkur voru keypt, en stefnandi hefur ekki orðið við því. Þá telur stefndi óeðlilegt við síðast greinda lánið, að skulda- bréf þau hafi verið keypt á nafn- verði, sem muni vera talsvert fyrir ofan gangverð slíkra bréfa. Framangreindar lánveitingar, sem stefnandi hefur ekki á nokk- urn hátt hrakið, eru samtals að fjárhæð kr. 148.100.—, en sam- kvæmt efnahagsreikningi félags- ins er nettóeign félagsins í árslok 1956 kr. 246.395.02. Með hliðsjón af þessu verður að telja, að stefndi hafi réttlætt ummæli sín samkvæmt þessum lið. Kemur því ekki til mála að ómerkja ummælin né refsa fyrir þau. „Geíið efni til aðfinnslu“ Um 9. Um þetta atriði segja hinir lög- giltu endurskoðendur: „Við endurskoðunina hefur komið í Ijós, að ekkert hefur komið inn fyrir 100 félagsskír- teini. Er hvert félagsskírteini selt á kr. 10.00, nemur því upp- hæðin, sem vantar, kr. 1.000.00.“ Um þetta segir stefnandi sjálf- ur m. a. í blaðagrein í Þjóðvilj- anum 19. janúar 1958 en stefn- andi hefur lagt grein þessa fram: „Fyrir vangá hafði láðst að færa til reiknings eitt hundr- að skírteini, en venjan var að taka þau skírteini hjá Alþýðu- sambandinu hverju sinni.“ Með hliðsjón af þessu og öðr- um gögnum málsins þykir ekki alveg næg ástæða til að ómerkja ummælin undir þessum lið. Þá verður stefnda heldur ekki refs- að fyrir þau. Um 10. Stefndi segir, að hér sé átt við sérskuldabréfalán Byggingar- samvinnufélags Reykjavíkur, að upphæð kr. 35.000.00. Eins og hin tilvitnuðu ummæli eru sett fram í greininni og með tilliti til þess, að stefnandi hefur ekki fengizt til að upplýsa, af hverjum umrædd sérskuldabréf voru keypt, þykir ekki unnt að ó- merkja ummælin og verður held- ur ekki refsað fyrir þau. Um 11. og 12. Telja verður, að ráðstöfun á fjármunum félagsins með áður- greindum lánveitingum hafi gef- ið efni til aðfinnslu. Verður krafa stefnanda um ómerkingu ummæla og refsikrafa hans að þessu leyti því ekki tekin til greina. Með hliðsjón af framansögðu þykir krafa stefnanda um miska- bætur á engum rökum reistar og ber því einnig að sýkna stefnda af þeirri kröfu. Krafa stefnanda um það að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 1000.00 til að birta — / fáum orðum sagt Framh. af bls. 8 Húnavatnssýslu, að ef ég kæmist að, mundi ég ganga í flokk með Hannesi Hafstein. En ég féll á jöfnum atkvæðum fyrir Guð- mundi Hannessyni og Guðmundi Ólafssyni, sem báðir voru í fram boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn gamla. — Þetta hefur verið í eina skiptið, sem þér buðuð yður fram. — O, nei, nei. 1927 bauð ég mig fram í Borgarfjarðarsýslu á móti Pétri Ottesen, en Pétur sigraði með glans. Ég vil s\o ekkert um það tala frekar. Ég hafði verið settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1914—15, eða þar til Sigurður Eggerz tók við sýslunni, þá fór ég í dómsmála- ráðuneytið og var þar skrifstofu- stjóri 1918. Næsta áratug var ég svo hæstaréttarritari. Þá hóf ég nokkur ritstörf, skrifaði m.a. doktorsritgerð mína um refsivist á íslandi. En vitið þér, hvernig orðið refsivist er til komið? — Nei. — f bókinni er refsivist ekki nefnd á nafn og ég var í vand- ræðum með hvað ritiS ætti að heita. Þá minnist ég þess ein- hverju sinni, að maður hafði ver- ið heima hjá föður mínum og töluðu þeir um misendismenn í hreppnum. Aðkomumaður spyr föður minn: — Hvað gerir þessi maður núna? Þá segir faðir minn: — Ætli hann sé ekki í vist hjá Sigurði. En hér var enginn fanga- vörður til þá, nema Sigurður einn. Hann var sonur Jóns Guðmunds- sonar Þjóðólfsritstjóra, eins og þér vitið. Nú dettur mér í hug: rcfsivist, að vera í vist hjá fanga- verði þýðir ekkert annað en fri- hedsstraf og þar með var ég bú- inn að fá nafnið á bókina. Orðið hefur svo unnið helgi í málinu á síðari árum. — Hvenær vörðuð þér svo þessa ritgerð yðar? — Ég varði hana í landsbóka- dóm þennan verður samkvæmt framansögðu heldur ekki tekin til greina. Úrslit málsins verða þá þau, að sýkna ber stefnda af öllum kröfum stefnanda, en eftir atvik- um þykir þó rétt, að málskostn- aður falli niður. Bjarni K. Bjarnason, fulltrúi safninu 1927. Það var hvergi rúm annars staðar. Áður hafði ein- hver doktorsritgerð verið varin niðri í þingi, en salirnir þar þóttu ekki nægilega stórir. Þarna voru konur og karlar, sem þótti gaman að þess'u. En nú held ég sé rétt að segja yður frá öðru. Ég var valinn sáttasemjari ríkisins 1926 og hætti frá þeirri stundu flokkslegum afskiptum af póli- tík. Ég gegndi þessu starfi i 16 ár, eða þangað til ég varð for- sætisráðherra í árslok 1942. — Já, forsætisráðherra. Segið mér eitt, dr. Björn. Af hverju haldið þér, að þér hafið verið beðinn um að veita utanþings- stjórninni forstöðu? — Ja, ég skal segja yður. Við vorum miklir mátar frá upphafi vega Sveinn Björnsson og ég og hann mun hafa borið traust til mín. 1941 hafði Hermann Jónas- son sagt af sér, en tók afsögn sína aftur og var þá bið á því, að stjórnarbreyting yrði. En þegar á þessu ári hafði Sveinn Björns- son minnzt á það við mig, að ég tæki að mér utanþingsstjórn. Hermann Jónasson sat áfram fram á vor næsta ár. Þá tók Ólaf- ur Thors við stjórnartaumum fram á haustið. Á þessu tímabili urðu tvennar kosningar vegna kjördæmabreytingarinnar, vísital an hækkaði allverulega um sum- arið og haustið og að því kom, að stjórnin varð að segja af sér án þess hægt væri að mynda þing ræðisstjórn. Þá sneri Sveinn Björnsson sér aftur til mín. Ég tók málaleitan hans víðs fjarri í fyrstu, en eftir nokkurt þóf og margra daga viðræður kvaðst ég mundu gefa kost á mér til starf- ans. Sveinn Björnsson hafði ráð- gert, að ráðherrarnir yrðu þrír, Vilhjálmur Þór, Björn Ólafsson og ég. Ég sá, að með því við værum aðeins þrír, yrði ég alltaf í minnihluta ef á reyndi, því ég þekkti þessa menn ekki að öðru en íhaldssemi. Ég sting því upp á því að fá fjórða manninn í stjórnina og það er að lokum borgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Valtýr Stefánsson, á að vera sýkn af kröfum stefn- anda, Björns Bjarnasonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Bjarni K. Bjarnason ftr. samþykkt á íundi á Bessastöðum. Þá var ákveðið að Einar Arnóra- son tæki sæti í stjórninni. En ég átti eftir að tala við Einar um það mál. Þegar við komum til Reykjavíkur um kvöldið, fór ég strax á fund Einars og lýsti fyrir honum málavöxtum. Hann segist þurfa að tala við konu sína um þetta og kveðst mundu fallast á málaleitan mina með hennar samþykki. Þegar þeir vita þetta Björn og Vilhjálmur, segjast þeir vilja fá fimmta manninn í stjóm- ina og ráða honum sjálfir. Þetta samþykki ég á stundinni. En þeim tókst ekki að ná í fimmta mann- inn fyrr en nokkrum dögum seinna og það var húslæknir minn, Jóhann Sæmundsson, sagði dr. Björn og brosti. Svo héldum við fund með Haraldi Guðmunds- syni, sem var forseti Sameinaðs þings og var þá gengið frá stjóm armyndun. — Og hvernig gekk svo sam- starfið innan stjórnarinnar? — Ég þarf ekki að lýsa því, hver maður Einar Arnórsson var. Bjöm Ólafsson var greindur og gáfaður maður, Vilhjálmur Þór sá mesti skörungur, sem ég hefi þekkt og féllst alltaf á rétt rök. Jóhann Sæmundsson var að góðu kunnur öllum mönntun, en fór úr stjórninni eftir fjóra mánuði. Að lokum sagði dr. Björn Þórðarson: — Eftir lýðveldisstofnunina þótti rétt að forseti íslands færi til Bandaríkjanna í þakklætis- skyni fyrir stuðning við ísland bæði í stríðinu og við lýðveldis- stofnunina. Þegar hann kom heim aftur, hófst þref og þóf um stjórnina, því margir börð- ust á móti henni af oddi og egg, óþarfir menn, sögðu þeir. Svo fór stjórnin frá um haustið, eins og þér munið. Á rikisráðsfundi spurði forsetinn m.a. að því, hvað vísitalan hefði hækkað í tíð stjórnarinnar og fékk það svar, að hún hefði staðið í stað. Þá brosti Sveinn Björnsson. VT. Leikritið „Dómarinn" eftir Vilhelm Moberg verður sýnt i næst- síðasta sinn annað kvöld. Leiknrinn hlaut ágæta dóma gagm- lýnenda og hefur boðskap að flytja til allra hngsandi manna. Myndin er af Haraldi Björnssyni í hlutverki réttarfnlltrúaiM og Gnðbjörgu Þorbjarnardóttur i hlutverki ritarans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.