Morgunblaðið - 06.02.1959, Síða 18
íe
M O R C r v n r A Ð 1Ð
Föstudagur 6. febr, 1959
Fargjöld
strætisvagnanna
lækka í dag
Blaðinu barst í gær svohljóð-
andi fréttatilkynning frá
Strætisvögnum Reykjavík-
ur:
„Ákveðið hefur verið, að frá og
með 6. febrúar lækki fargjöld
með strætisvögnum Reykjavíkur
nokkuð frá því, sem verið hefur.
I dag hefur verið gefin út aug-
lýsing um hið nýja verð farmiða.
Lækkunin verður með því móti
að einstök fargjöld fullorðinna
verða kr. 1.70 í stað kr. 1.75 sem
verið hefur.
Notuð verða fyrst um sinn
sömu farmiðaspjöld og verið
hafa, en aukið við 2 farmiðum.
Verð farmiðaspjaldanna verður
kr. 50.00.
Vegna áðurgreindra breytinga
á einstökum fargjöldum þykir
sýnt, að peningaskipti með þeim
hætti, sem verið hefur ,séu með
öllu útilokuð. Því hefur verið á-
kveðið að útbúa nýja gerð far-
miðaspjalda með 6 miðum. Verð
þessara spjalda verður kr. 10.00.
Einstök fargjöld barna lækka
úr kr. 0.60 í kr. 0.50. Verð far-
miðaspjalda barna með 10 far-
miðum verður kr. 5.00“.
Dolores Mantez og K. K.
¥>•.. • íí r
„Djorgvm ur
rsta róðri-
b
DALVÍK, 5. febr. — í dag kom
Björgvin, hið nýja togskip, sem
hingað kom fyrir skömmu, úr
sinni fyrstu veiðiför. Aflinn var
17 lestir af vænum þorski eftir
8 daga útivist. — Undanfarið
hafa verið stöðugir stormar á
miðunum, og þurfti skipið alltaf
öðru hverju að leita í landvar.
Sömu sögu er að segja af
heimamiðunum hér, að bátar
þeir, sem stunda línuveiðar, hafa
sáralítið getað róið, sakir ógæfta,
þar til í sl. viku. — Veiði er
mjög treg, 3—6 skippund í róðri,
og fiskurinn rýr.
Til landsins hefur tíðin verið
öllu hagstæðari, samfellt þíð-
viðri undanfarinn hálfan mánuð.
Snjór er að mestu horfinn af
beitilöndum, og vegir allir eru
auðir sem um hásumar. — S.P.J.
Ensk dœgurlagasöng-
kona komin til landsins
í GÆR kom til landsins ung,
ensk söngkona, Dolores Mantez
að nafni, og ætlar hún að syngja
hér í a. m. k. einn mánuð með
KK-sextettinum og híjómsveit
Andrésar Ingólfssonar í Iðnó og
Alþýðuhúsinu.
Fréttamaður átti tal við ung-
frú Mantez rétt eftir að hún steig
út úr flugvélinni. Kvaðst hún
ætla að syngja tvisvar á hverju
kvöldi, 15—20 mínútur í senn,
og byrja í Iðnó næstkomandi
laugardagskvöld.
Dolores Mantez er dökk á hör-
und, faðir hennar er afríkansk-
ur en móðir hennar ensk. Hún
er alin upp í Englandi, þar sem
hún hefur sungið í Aristocrat
Club í London, á ýmsum
skemmtistöðum, í söngleiknum
„Lady at the wheel“ og í kvart-
ett, sem nefnist Dominos-kvart-
ettinn.
Nœstkaldasti janúar-
mánuður á þessari öld
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Veðurstofunni var sl. janúarmán-
uður sá kaldasti á þessari öld hér
í Reykjavík. — Meðalhiti mán-
aðarins var mínus 3,8 stig, en
lægstur meðalhiti í janúar á þess-
ari öld var 1918 — mínus 7,3 stig.
— Árið 1920 var janúar álíka
kaldur og nú. — Hitinn var neðan
við frostmark alla daga fram til
24. janúar, nema hinn 12. og á
hvgrjum sólarhring fór frost nið-
ur fyrir 5 stig.
Kaldast var aðfaranótt 21. jan-
úar, þá var 12,7 stiga frost. —
Úrkomulaust var lengst af mán-
aðarins, eða fram til 23. Síðustu
dagana rigndi hins vegar talsvert,
og komst heildarúrkoman upp í
39 mm. — f meðalárferði mælist
hins vegar 92 mm úrkoma í
Reykjavík.
Geta má þess í þessu sam-
bandi, að á Akureyri var meðal-
hitinn í janúar sl. mínus 5,7 stig.
Síðan árið 1918 hefir janúar að-
eins einu sinni orðið kaldari þar
nyrðra. Var það árið 1936, en þá
var meðalhitinn í þessum mánuði
minus 6 stig.
Áður en hún kom til íslands
hafði hún nýlokið við að leika
hjúkrunarkonu í kvikmyndinni
„Saphire“.
Aðrir tónleikar fiðluleik
arans Spivakovskys
í KVÖLD heldur fiðlusnillingur-
inn Tossy Spivakovsky aðra tón-
leika sína í Austurbæjarbíói á
vegum Tónlistarfélagsins. Fyrri
tónleikar hans á vegum félagsins
voru sl. miðvikudagskvöld. Var
hvert sæti í húsinu skipað og
fiðluleikaranum frábærlega vel
tekið, enda þykir tækni hans ein
stök og túlkunin frumleg. Tón-
leika Spivakovskys má vafalaust
telja mjög merkan viðburð í tón-
listarlífi bæjarins.
Blaðamenn ræddu við Spivak
ovsky í gær, og gat hann þess
fyrst orða, að hann hlakkaði
mjög til að hlusta á Sinfóníu-
hljómsveitina leika (í gærkvöldi),
þar sem það myndi gefa honum
nokkra hugmynd um tónlistarlíf-
ið í borginni. En einkum hlakk-
aði hann til að heyra þar verk ís-
lenzkra höfunda.
Spivakovsky lét vel af því að
leika fyrir íslenzka áheyréndur.
Efnisskráin var „þung“, en áheyr-
endur kunnu að meta hana.
Spivakovsky er rússneskur að
uppruna, en fluttist barnungur til
Berlínar með foreldrum sínum.
Hann hélt opinbera tónleika í
fyrsta sinn 19 ára gamall og ferð-
aðist síðan sem „undrabarn" um
Evrópu. Um nokkurra ára skeið
var hann kensertmeistari við Fíl-
harmonísku hljómsveitina í Ber-
lín. Þar lærði hann fyrrum hjá
ýmsum frægum kennprum í fiðlu
leik. Spikovsky fluttist til Banda
ríkjanna fyrir rúmum 20 árum
og er nú búsettur í Westport í
Connecticut.
Að þessu sinni heldur Spivak-
ovsky aðeins tvenna tónleika
hér. Kvaðst hann harma það að
hafa ekki tök á að dveljast hér
lengur og lét í ljós von um, að sér
myndi gefast tími og tækifæri til
að koma hingað aftur. Hann mun
halda tónleika í Bandaríkjunum
innan skamms, og þar mun hann
flytja nýtt tónverk eftir banda-
ríska tónskáldið Roger Sessions, 1
sem er eitt þekktasta núlifandi
tónskáld Bandaríkjamanna. Spi-
vakovsky fer héðan n.k. sunnu-
dag. Þess má geta, að Spivakov-
sky varð 51 árs s.l. miðvikudag.
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.
7. Undirleikari er Ásgeir Bein-
teinsson. Ásgeir er í hópi yngstu
píanóleikara okkar, en er þegar
þekktur hér af hljómleikum, sem
hann hefir haldið, m.a. á vegum
Tónlistarfélagsins. Spivakovsky
fór mjög lofsamlegum orðum um
Ásgeir og komst m.a. svo að orði
að hann væri mjög gáfaður og
næmur tónlistarmaður.
//
Landsliö -
17:17
— ýmsir gallar á leik
landsliðsins
bl aöalið
44
Macmillan fer í boði til
Moskvu í þessum mánuði
LUNDÚNUM, 5 febr. — Harold
Macmillan, forsætisráðherra Bret
lands, hefur þegið boð Rússa um
að koma í opinbera heimsókn til
Sovétríkjanna. Hann fer þangað
flugleiðis 21. þ.m., og dvelst þar
í viku til tíu daga. Selwyn Lloyd,
utanríkisráðherra, verður í för
með honum.
Macmillan gerði grein fyrir
för sinni í neðri málstofunni í
dag. Hann kvaðst vona, að ferð
gæti kynnzt betur ráðamönnum
Sovétríkjanna og rússnesku þjóð
inni.
Þetta verður í fyrsta skipti,
sem brezkur forsætisráðherra
kemur til Moskvu, síðan Chur-
chill fór þangað til skrafs og
ráðagerða í síðustu styrjöld.
í dag ræddi Macmillan Þýzka-
landsmálin við Dulles. Hinn síð-
arnefndi er væntalegur til Par-
ísar á morgun og ræðir þar m. a.
in bæri góðan árangur og hann i við de Gaulle.
Á þriðjudagskvöldið fóru fram
að Hálogalandi leikir landsliða
karla og kvenna gegn liðum er
íþróttafréttamenn höfðu valið.
Leikur landsliða karla var síð-
asta „æfing“ þess fyrir þriggja-
landsleikja förina til Norður-
landa: Úrslit urðu þau að í karla-
flokki skildu liðin jöfn 17:17 en í
kvennaflokki vann landsliðið
með 19:15.
Leikur karla
Leikur „blaðaliðsins" í karla-
flokki kom mjög á óvart. Það
veitti landsliðinu ekki aðeins mót
spyrnu, heldur sýndi á köflum
fullt eins góðan og stundum til-
brigðaríkari leik en landsliðið
sýndi. Var leikurinn hörkuspenn-
andi frá upphafi til enda og tví-
sýnn allan tímann. í hálfleik
stóðu leikar 10:9 fyrir landsliðið.
Það er margt sem athygli vek-
ur við þessi óvæntu úrslit þessa
leiks.
1. Þó landsliðið næði í byrjun
betri tökum á leiknum, urðu
yfirburðirnir aldrei afger-
andi, og það var eins og lið-
ið missti móðinn við það mót
læti, sem það átti við að
stríða.
2. Landsliðið náði miklum
hraða í leik sinn — en „blaða
liðið svaraði með ekki minni
leikhraða, og þar sem blaða-
liðið sýndi árangursríkari
leik til að dreifa vörn mót-
herjanna, tókst þeim að jafna
3 marka forskot rétt fyrir
leikhlé í eins marks forskot.
3. Landsliðinu tókst ekki að
halda þessu forskoti, heldur
þvert á móti — blaðaliðið
. skoraði 3 fyrstu mörkin í síð-
ari hálfleik með því að taka
leikinn fastari og ákveðnari
tökum en landsliðið.
4. Úthaldið, sem landsliðið var
talið eiga í ríkum mæli eftir
2 mánaða sérstakar æfingar
framyfir flesta liðsmenn
„blaðaliðsins“ reyndist lítils-
virði — þvert á móti jafnaði
„blaðaliðið" á síðustu mínút-
um og sótti á í leikslok.
Allt þetta er áminning til lands
liðsins og landsliðsmanna. Nú
átti landsliðið ekki lakan leik,
heldur blaðaliðið umfram vonir,
en þó var eins og neistann til að
ná afgerandi sigri og berjast til
síðustu mínútu vantaði í lands-
liðið. Vera má að þreyta eigi sök
á þessu að nokkru leyti — þreyta,
sem horfin verður er liðið mætir
Norðmönnum n. k. þriðjudag. En
grunur minn er að rangar skipt-
ingar leikmanna og illa undirbú-
in leikaðferð hafi 'og ráðið miklu
um það hvernig fór. Ef svo er
verður úr að bæta.
Áberandi galli á stjórn liðsins
vár það, að Hjalti Einarsson, ann
ar markmaður liðsins, skyldi ekki
fá að reyna sig eina einustu mín-
útu. Hann hefur aldrei keppt með
liðinu, sem hann nú fer utan með.
Vera má að Guðjón meiðist og
Hjalti verði við að taka —
kannski heilum leikjum. Ráð-
legra hefði því verið að gefa hon-
um tækifæri til reynslu.
Beztu menn „blaðaliðsins voru
Kristófer Magnússon í markinu,
sem sýndi einhvern bezta leik,
sem ísl. markvörður hefur sýnt.
M. a. varði hann tvær vítaspyrn-
ur skotvissra landsliðsmanria. Þá
áttu óg góðan leik í blaðaliðinu
„landsliðsmennirnir" Rúnar,
Guðjón Jónsson og Matthías, að
Þóri Þorsteinssyni ógleymdum,
sem enn sem fyrr var markhæsti
maður blaðaliðsins. Hann sýndi
enn og sannaði, hve fráleitt það
var, að gefa honum ekki tækifæri
til að æfa í 20 manna hópi. Þar
var lítið reynt til að njóta góðs
kraftar.
Vörn landsliðsins var veikari
hlekkur þess, enda varnarleikað-
ferðin ekki valinn í samræmi við
staðhætti í Hálogalandi. Leikur
framherjanna var helzzt til ein-
hæfur en fram úr sköruðu Gunn-
laugur, aðalskytta liðsins, Ragn-
ar Jónsson, og Hermann.
Vonandi eru þessi úrslit liðinu
heppileg áminning um að vanda
allan undirbúning og stjórn leik-
anna, sem bezt og liðinu fylgja
utan beztu óskir um gott gengi í
erfiðri raun.
Leikur kvenna
„Blaðaliðið" í kvennaflokki
hafði lengi vel forustuna. Náði
t.d. 5:1 forskoti í byrjun, og í
hálfleik eins marks forskot. Leik
ur þessi var mjög góður og ein-
hver bezti kvennaleikur (beggja
liða) sem hér hefur sézt. Sýnir
það örugga framför í handknatt-
leik kvenna.
Enska bikarkeppnin:
fulham Birming-
ham 2-3
í AUKALEIK, úr 4. umferð bik-
arkeppninnar ensku, sigraði Birm
ingham City Fulham með þremur
mörkum gegn tveimur. Leikurinn
fór fram á leikvelli Fulhams,
Graven Cottage í London. í 5.
umferð leikur Birmingham á
heimavelli gegn Nottingham For-
est.