Morgunblaðið - 06.02.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.02.1959, Qupperneq 20
VEÐRIÐ Vaxandi suðaustanátt Dómurinn yfir Birni Bjarnasyni form. Iðju 30. tbl. — Föstudagur 6. febrúar 1959 Kona Valafellsskip sijórans áhyggjufull Reutersfréttastofan símaði f nótt, að Ronald Pretious, skipstjóri á Valafelli, væri þrítugur að aldri. Þegar hann tók fyrst að sér skipstjórn á togurum, var hann aðeins 23 ára og einn af yngstu skip- stjórum í Grimshy. ☆ Reuter segir, að þessi ferð hafi verið fyrsta ferð hans á Valafelli |Geir Sigurðssonj skipstjóri EINN kunnasti útgerðarmaður og skipstjóri hér í bæ, Geir Sigurðs- son, lézt í fyrrakvöld. — Geir fæddist að Skiphyl í Hraunhreppi í Mýrasýslu- 8. september 1873, og var því rúmlega 85 ára að aldri, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jóns- son (Sigurðssonar í Hjörsey) og Hólmfríður Sigurðardóttir (Jóns- sonar bónda í Tjaldbrekku). Geir Sigurðsson tók próf frá Stýrimannaskólanum árið 1895. Var hann síðan um margra ára skeið skipstjóri á þorsk- og síld- veiðum og síðan athafnamikill útgerðarmaður í Reykjavík. — Þess má geta, að hann var meðal stofnenda síldveiðifélags- ins Draupnis 1904 og Fiskifélags íslands 1911. Þá var hann og í stjórn ýmissa útgerðarfélaga, og mörg ár var hann í stjórn skip- stjórafélagsins Öldunnar. •— Lengi var Geir bæjarfulltrúi í Reykjavík, svo og í hafnarnefnd um margra ára skeið og fleiri nefndum á vegum bæjarins. í sjódómi Reykjavíkur átti hann sæti frá stofnun hans, og í stjórn Slysavarnafélags íslands var hann um 10 ára skeið. Geir Sigurðsson var kvæntur Jónínu Jódísi Ámundadóttur (út- vegsbónda í Hlíðarhúsum Á- mundasonar), en hún lézt árið 1918. og ber þannig ekki saman við fréttina frá Seyðisfirði. Pretious hefur aðallega stjórnað togurum af Northernflokknum. — Hann er kvæntur og á þrjú börn. ☆ Kona Pretions, Olga, sagði í gærkvöldi, að heimili þeirra í Cleethorpes, útborg Grimsby: „Eiginmaður minn hefur aldrei Ient í neinum vandræðum. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann lend- ir í landhelgisdeilu (limits disp- ute). Ég er hræðilega áhyggju- full vegna orðróms um, að hann kunni að verða dæmdur í fang- elsi. Ég vona, að öll beizkja í fiskistríðinu bitni ekki á mann- inum mínum“. Lældvað verð á miilendum niðursuðuvörum INNFLUTNIN GS'SKRIFSTOF AN gaf í gær út tilkynningu um nýtt hámarksverð á niðursuðuvörum. Samkvæmt tilkynningu skal smásöluverð eftirtalinna niður- suðuvara eftirleiðis vera sem hér segir: Heildós af fiskbollum kostar hér eftir kr. 14,65 í smásölu (hálf- dós kr. 9,90), heildós af fiskbúð- ing kr. 17,10 (hálfdósin kr. 10,40), heildós af grænum baunum kr. 11,30 (hálfdós kr. 7,30), heildósin af gulrótum kr. 17,05 (hálfdós kr. 10,90), heildós af blönduðu græn- meti kr. 16,05 (hálfdósin kr. 9,85) og heildósin af rauðrófum kr. 22,55 (hálfdós kr. 13,00). Hér eru aðeins tekin nokkur dæmi um hið nýja og lækkaða verð, sem nú gengur í gildi, en aðrar innlendar niðursuðuvörur lækka tilsvarandi. Meðvitimdarlaus MORGUNBLAÐIÐ spurðist í gær kvöldi fyrir um líðan bandaríska piltsins, sem hrapaði í Þyrli sl. þriðjudag. Frá slysinu var sagt í blaðinu í gær. — Samkvæmt upplýsingum yfirlæknis hand- lækningadeildar Landakotsspítal- ans, hafði pilturinn ekki komið til meðvitundar seint í gærkvöldi. — Sagði læknirinn, að hann væri þungt haldinn, og væri ekki unnt að segja neitt um batahorfur. Ljósmynd þessa tók danski ljósmyndarinn Engman frá Billed- bladet í fyrradag yfir Grænlandshafi. Sýnir hún bandaríska eftirlitsskipið Campbell við leit að leifum danska skipsins Hans Hedtofts. V ör uskipta j öfimð- urínn 1958 óhag- stæður um 33ó8 ffiilljónir HAGSTOFA íslands hefir gefið út bráðabirgðaskýrslu um verð- mæti innflutnings og útflutnings í desember s.l. og á öllu árinu 1958. — Samkvæmt skýrslu þess- ari nam útflutningur í desember 1958 102,9 millj. kr., en innflutn- ingur 212,6 millj. kr. Þar af eru skip fyrir 54,2 millj. kr. — Hefir vöruskiptajöfnuður desember- mánaðar þannig orðið óhagstæð- ur um 109.7 millj. kr. Á árinu 1958 varð vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 336,8 millj. kr. — Inn voru fluttar vör- ur fyrir 1.405,9 millj. kr. — þar af skip fyrir 992,6 millj. kr. — en útflutningurinn nam samtals 1.069,1 millj. kr. Árið áður, 1957, skipta j öf nuðurinn um 374,1 millj. kr. varð vöru- óhagstæður <S>- Sáu viðarstykki sem siglutré á floti v/ð líktist Hvarf Lýsing dansks blaðamanns á leitar- flugi með flugvél frá Keflavíkur- flugvelli í FYRRADAG sáu leitarmenn á bandarískri Skymasterflugvél frá Keflavíkurflugvelli langt viðarstykki á reki nokkuð austur af staðnum þar sem talið er að skipið Hans Hedtoft hafi farizt. — Viðarstykki þetta líktist hluta af siglutré, en gæti þó verið hluti af stórum björgunarbát að sögn leitarmanna. Léttur blær og gott skyggni Þarna voru fjórar Skymaster- flugvélar að leita og skiptu þær leitarfluginu í tvennt, tvær og tvær saman. Austarlega á leitar- svæðinu var bandaríska strand- Lagt upp frá Goose Bay Tveir danskir blaðamenn, Lar- sen frá BT og Engman frá Billedbladet, voru með leitar- flugvél þessari. Þeir dvöldust á Hótel Borg í gærkvöldi og lýsir Larsen leitinni svo: Við lögðum af stað með hinni bandarísku leitarflugvél frá Goose Bay í Labrador kl. 12,05 á miðvikudaginn. Upphaflega höfð- um við lagt upp frá Keflavík fimm dögum áður, en flugvélin farið til Labrador. Þegar við höfðum flogið 1500 km frá Goose Bay vorum við komnir á leitarsvæðið og hófum þá þátttöku í skipulagðri leit fyr- ir sunnan Hvarf. Rysjótt tíö SV-lands Hlýrra og lygnara norÖan- og austanlands Ánægjulegir tónleikar TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit arinnar í Þjóðleikhúsinu í gær- kvöldi voru vel sóttir og frábær- lega vel tekið. Stjórnandi sveit- arinnar var Paul Pampichler og voru viðfangsefni hennar létt sí- gild verk. Einsöng sungu Þuríð- ur Pálsdóttir og Guðmundur Guðjónsson. Söngvarar og hljóm- sveitarstjóri voru klöppuð fram hvað eftir annað og varð hljóm- sveitin að endurtaka nokkur lög. SÍÐAN hlýnaði í veðri eftir frosta kaflann mikla, hefir tíð verið um- hleypingasöm um allt land. Hér sunnanlands hefir ýmist ver- ið asahláka á sunnan með 6—8 stiga hita eða útsynningsveðrátta, kastað úr éljum og hiti verið um frostmark. Tíðin hefir verið miklu rysjóttari suðvestan en á Norður- og Austurlandi. Þar hefir marga daga verið hlýtt og blítt, hitinn stundum orðið 10 stig og miklu rysjóttari suðvestanlands vestanlands, þar sem oft hefir verið hvasst. Síðdegis í gær voru 10 vindstig á hásunnan á Hellis- sandi og víða 9 vindstig annars staðar vestanlands. í gær var mestur hiti á Akureyri, 9 stig, en víða var 8—9 stiga hiti. Horfur eru á, að þetta veðurlag haldist, að því er Veðurstofan tjáði blað- inu í gær. Búizt var við hvassri sunnanátt og jafnvel roki í nótt og votviðri sums staðar, en suð- vestanátt og kólnandi veðri í dag. V iðskiptasamning- ur við Finnlaiid ÞRIÐJUDAGINN 3. febrúar var undirritaður í Helsingfors samn- ingur um viðskipti milli fslands og Finnlands á tímabilinu frá 1. febrúar 1959 til 31. janúar 1960. Samninginn undirritaði fyrir hönd íslands Magnús V. Magnús- son, sendiherra, og fyrir hönd Finnlands T.O. Vahervuori, for- maður finnsku samninganefnd- arinnar. (Frá utanríkisráðunevtinu). gæzluskipið Campbell og skýrðu þeir okkur frá því að við hafið væri 10 stiga frost og 4 metra háar bylgjur, en vindhraðinn væri 5 hnútar (2 vindstig). Skyggni var gott. Hrikaleg strönd Flugstjóranum á okkar vél, kafteini Harold Owens, voru gef- in fyrirmæli um að hefja leit á ákveðnu svæði suðaustur af Hvarfi (Kap Farvel). Flaug hann í 6 klst. til skiptis inn að og út frá hinni hrikalegu en fögru Grænlandströnd, þar sem þúsundir lækja renna til sjávar og hafa grafið djúp gil í snar- brattar fjallshlíðarnar. Við og við gengu hríðarél yfir fjalla- tindana og teygðust út á hafið, þar sem þau leystust upp. Við mættum hinni flugvélinni sem leitaði með okkur alltaf á 20 mínútna fresti. Það var líka Sky- mastervél, silfurgrá að lit, en stélið á henni litað sterkrautt, en þannig eru flugvélar bandarísku björgunarsveitanna málaðar. Sú flugvél var frá Goose Bay og stýrði henni flugliðsforingi að nafni Emerson Fitzgerald. Það var þessi flugvél sem hafði dag- inn áður komið óljóst auga á ein- hvern hlut sem líktist björgunar- bát. Flaug hún þrisvar yfir þenn- an hlut, en þá hvarf hann í þok- una. Hin flugvélin flaug nú í 800 feta hæð, en við í 1200 fetum. Klettar sem líkjast bátum Uppundir Grænlandsströnd eru mörg sker og smáklettar í sjón- um og líkjast margir þeirra úr lofti smábátum á siglingu. Könn- unarmennirnir hjá okkur voru alltaf að reka augun í þá og þótti þeim stundum sem sumir þeirra hlytu að vera bátar. Lækkuðu þeir þá flugið, en komust þá að hinu sanna. Þá settu þeir fullan kraft á hreyflana aftur og þeir þrumuðu meðan 5800 hestöfl þeirra lyftu flugvélinni aftur upp í rétta hæð. Tré sést á floti Það var kl. 17,49, sem einn könnunarmaðurinn flugmaður að nafni Richard Slater kom auga á viðarstykkið, þar sem það flaut í úfnum sjónum. Það var engum blöðum um það að fletta, það var einhvers konar viðarstykki, líkt- ist einna helzt trjábol eða siglu- tré, gat jafnvel verið borðstokkur af stórum björgunarbát. Flugvélin sveimaði yfir þessum hlut í eina klukkustund og horfð- um við margsinnis á hann. Var nú varpað niður reykblysi, sem er notað við staðarákvörðun. Var erfitt að ákveða staðinn vegna þess að sólin var björt út við sjónrönd og súst reykurinn frá blysinu illa, þar sem hann átti að bera í sólina. Það mun hafa verið ákveðið að bandaríska eftirlitsskipið Camp- bell skyldi leita á þessum slóðum næsta dag. í heimskautsnóttinni Myrkrið skall yfir'. Dagsverk- inu var lokið. Flugvélin féKk stefnumiðun og veðurlýsingu frá loftskeytastöðinni í Kristjáns- sundi í Suður-Grænlandi. Yfir okkur lýstu norðurljósin með björtu skini, en hafið líktist í birtu þeirra víðum grundum, þöktum snjó. Inn á milli norður- Ijósanna lýstu stjörnurnar eins og perlur í brúðarslæðu heim- skautanæturinnar. Flugvélin lenti seint um kvöld- ið í Keflavík. Hún hafði flogið 3320 km um daginn. ★ Eftirlitsskipið Campbell leitaði á þessum slóðum í gærdag. Það fann engan trjábol, en olíubrák var þar á sjónum. Er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.